Verulegur kynjahalli á ráðstefnunni Gerum betur – áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um ráðstefnu á vegum Jafnréttirsstofu þar sem henni fannst vanta umræður um eftirköst barna og foreldris af tálmunarofbeldi.

Auglýsing

Eftir áhorf á ráð­stefnu sem Jafn­rétt­is­stofa hélt sat ég þungt hugsi. Yfir­s­ást mér eitt­hvað hugs­aði ég! En hvað? Eftir ígrundun sá ég það. Frá­sagnir karl­manna og feðra vant­aði um ofbeldið sem þeir verða fyrir í tengslum við skilnað og for­sjár­mál.

Umræður um þann óskapnað þegar faðir er rang­lega sak­aður um ofbeldi, af hvers konar tagi og afleið­ing­ar, vant­aði. Feður hafa mátt þola falskar kærur um kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum sínum en Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki til­efni til að ræða það. Er það ekki ofbeldi sem teng­ist skiln­aði? Feður hafa mátt þola ólög­mætar tálm­an­ir, annað tveggja að hluta eða alger­ar. Jafn­rétt­is­stofa sá enga ástæðu til að ræða úrræða­leysið og ofbeldið sem í því felst. Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki ástæða til að ræða um eft­ir­köst barna og for­eldris af tálm­un­arof­beldi.

Tálmun er þegar þú á ein­hvern hátt minnkar þann tíma sem barn á að vera með umgengn­is­for­eldri sínu, klukku­stund, hluti úr degi eða barni alfarið haldið frá for­eldri sínu. Tálmun er ofbeld­is­verk sem bitnar á  barni. Ekki orð um það. Þrátt fyrir umræður um mála­flokk­inn horfir Jafn­rétt­is­stofa fram hjá honum þegar ofbeldi er ann­ars veg­ar. Skil­greint ofbeldi eður ei, við­ur­kennt vanda­mál eftir skiln­að. Barn notað sem skjöldur og vopn. Ekki orð um það!

Auglýsing

Í umræð­una vant­aði þegar barn er notað sem gjald­mið­ill, sér­stak­lega þegar með­lag og fram­færsla er rædd í tengslum við skiln­að. Margir for­sjár­lausir feður eiga varla til hnífs og skeiðar eftir skiln­að. Þeir borga með­lag, leigja hús­næði til að taka á móti börnum sínum en fá engar barna­bætur eða þiggja aðrar bætur sem ætl­aðar eru börn­um. Í ein­hverjum til­fellum eiga þeir líka að útvega föt og annað sem börnin þurfa á að halda þegar umgengnin á sér stað. Þetta er hóp­ur­inn sem tal­inn er búa við mesta fátækt. Jafn­rétt­is­stofu fannst engin ástæða til að ræða það. Hverju skyldi það sæta?

Jafn­rétt­is­stofa tók ekki fyrir þann vanda sem með­lags­greið­endur eru í og reglur sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga gagn­vart þeim. Skert lífs­gæði barna með­lags­greið­anda. Ekki orð um það!

Ég vil ekki gera lítið úr þeim mál­efnum sem rædd voru á ráð­stefn­unni en hins vegar kom fátt nýtt fram sem alþjóð ekki veit.  

Starfs­mönnum Kvenna­at­hvarfs­ins var gefið mikið pláss í ráð­stefn­unni og þegar svo er verður mála­flokk­ur­inn eins­leitur eins og raunin varð.

Eina erindið sem tengd­ist karl­mönnum var um hvar þeir geta leitað sér hjálpar eftir ofbeld­ið. Það er vel og erindið gott. Þar koma fram að meiri­hluti karla sem leita sér hjálpar verða fyrir ofbeldi heima fyr­ir, gagn­kvæmt ofbeldi eins og sál­fræð­ing­ur­inn sagði. Hvað með konur hvert leita þær til að ,,læknast“ af ofbeld­is­hneigð­inni? Kvenn­athvarf­ið? Konur beita ofbeldi jafnt á við karla, ann­ars konar ofbeldi, og það virð­ist mein­loka að við­ur­kenna það ekki. Jafn­vægi kemst ekki á mála­flokk­inn fyrr en við við­ur­kennum slíkt. Jafn­rétt­is­stofa brást á þess­ari ráð­stefnu, kynja­hall­inn var of mik­ill.

Þátta­stjórn­endur Kverka­taks féllu í sömu gryfju. Mik­ill kynja­halli. Á ráð­stefn­unni sagði annar þátta­stjórn­and­inn frá að fjórði þátt­ur­inn átti að fjalla um ger­end­ur. Þeir vildu tala við ger­anda sem hafði við­ur­kennt brot sitt og hefði leitað sér hjálp­ar. Þau fengu eng­an. Þátta­stjórn­and­inn sagði það ekki en á milli lín­anna mátti heyra að leitað var eftir karl­manni. Aðkoma karl­manna að þátt­un­um, fyrir utan að vera ger­endur í þeim 2 málum tekin voru fyr­ir, var eng­in. Gefa átti alþjóð inn­sýn í mála­flokk­inn. Nei það gerð­ist ekki, hann fjall­aði um ofbeldi gegn kon­um. Í erind­inu kom í ljós að þátta­stjórn­endur leit­uðu til þeirra sam­taka sem hýsa konur og ekki við öðru að búast en eins­leitum þátt­um.

Vil enn á ný ítreka, vert að ræða mál­efnið en við þurfum að fá víð­sýnna fólk til að ræða um mála­flokk­inn í heild sinn.

Kannski á Jafn­rétt­is­stofa eftir að halda ráð­stefnu þar sem vanda­mál, ofbeldi, hindr­anir og úrbætur þar sem sjónum er beint að karl­mönnum og börn­um. Best er þó að mál­efnin séu rædd í sem víð­asta skiln­ingi, ekki með kynja­halla.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar