Fólkið í Alþýðusambandinu

Frambjóðandi til forseta ASÍ segir að forysta verkalýðsfélaganna hafi fyrst og fremst skyldur við félagsmenn sína og hagsmuni þeirra. Því sé mikilvægt að félögin nái að stilla saman strengi í komandi baráttu.

Auglýsing

Sam­einuð getur alþýðan lyft grettistaki -  bætt lífs­kjör og komið á rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Sundrað í smá­fylk­ingar verður alþýðu­fólk létt bráð fjár­mála­öfl­unum sem beita öllum ráðum til að halda völdum og auka auð sinn. Þetta eru gömul sann­indi og ný.  

Alþýðu­sam­band Íslands er breið­fylk­ing launa­fólks á almennum mark­aði og fyrir margt löngu var slitið á tengsl sam­bands­ins við ákveð­inn stjórn­mála­flokk til að sam­eina launa­fólk þvert á alla flokka.  Þannig er innan vébanda aðild­ar­fé­laga Alþýðu­sam­bands­ins fólk úr Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og Sós­í­alista­flokki - og yfir­leitt öllum flokk­um. Þar eru anar­kistar og Píratar og þar eru gamlir þreyttir karlar og ungar reiðar kon­ur. Þar eru líka gamlar þreyttar konur og ungir reiðir karl­ar. Þar er frjáls­lynt fólk og þar er íhalds­samt fólk. Þar er fólk með lágar tekjur og erf­iðar aðstæður og þar er milli­launa­fólk og jafn­vel fólk með til­tölu­lega háar tekj­ur.

Við, fólkið í Alþýðu­sam­band­inu, eigum eitt sam­eig­in­legt. Við erum  launa­fólk – þiggjum laun hjá launa­greið­endum og höfum myndað í félög til að verja sam­eig­in­lega hags­muni okk­ar.  Sam­taka­máttur okkar er mik­ill þegar við leggj­umst öll á eitt. Ef hins vegar tekst að kljúfa okkur í fylk­ingar brotnar öll sam­staða og launa­greið­endur og sam­tök þeirra ráð­ast að okkur - einu og einu í senn - og ráða örlögum okk­ar.

Auglýsing

Hags­munir fólks - ekki for­manna

For­ystu­hlut­verk Alþýðu­sam­bands­ins er mik­il­vægt. Því hefur verið reynt að velja for­ystu þess í ára­tugi þannig að hún end­ur­spegli sem best vinnu­mark­að­inn, lands­hlut­ana, kynin og atvinnu­grein­arn­ar. Með þessu er reynt að tryggja að sjón­ar­mið Alþýðu­sam­bands­ins end­ur­spegli sem best þau sjón­ar­mið sem sam­staða er um – sem fjöld­inn innan Alþýðu­sam­bands­ins er reiðu­bú­inn til að berj­ast fyr­ir.

Það þýðir að Alþýðu­sam­bandið er kannski ekki alltaf rót­tæk­asta aflið – með hávær­ustu rödd­ina eða mestu kröf­urn­ar. Á hinn bóg­inn eigum við að geta reiknað með að nokkuð skýr sam­staða sé meðal fólks­ins í Alþýðu­sam­band­inu um mark­mið­in. Við eigum líka að geta treyst því að kröfur Alþýðu­sam­bands­ins byggi á mál­efna­legri vinnu – að farið hafi verið yfir málin á þingum okkar og fundum og þau skoðuð frá öllum hliðum og að sam­staða sé um mark­mið­in. Kröfur okkar eiga að koma frá fólk­inu í Alþýðu­sam­band­inu.

Fólkið í Alþýðu­sam­band­inu er lyk­il­hug­tak – sem því miður gleym­ist oft. Verka­lýðs­fé­lögin voru stofnuð af fólki og um fólk. Ekki um for­menn. Verka­lýðs­fé­lögin stofn­uðu síðan Alþýðu­sam­bandið – um fólk. Um lífs­kjör fólks - drauma þess og mark­mið. Ekki um frægð for­ystu­manna og met­orð. Störf Alþýðu­sam­bands­ins eiga því að snú­ast um fólkið innan Alþýðu­sam­bands­ins og hags­muni þess.

For­ysta verka­lýðs­fé­lag­anna hefur fyrst og fremst skyldur við félags­menn sína og hags­muni þeirra. Það er því mik­il­vægt að félögin nái að stilla saman strengi í kom­andi bar­áttu. Í þeirri hríð verður að taka til­lit til allra og sætta sjón­ar­mið. Þannig verður unnt að taka slag­inn með breið­fylk­ingu alls fólks­ins innan Alþýðu­sam­bands­ins.

Starf í verka­lýðs­hreyf­ing­unni er oft ekk­ert sér­stak­lega spenn­andi. Það er mikið um fund­ar­höld, sam­töl og ráð­stefnur og mörgum finnst tím­anum illa var­ið. Bara eitt­hvað til­gangs­laust þras og röfl. En til­gang­ur­inn er einmitt að reyna að finna ein­hvern sam­nefn­ara sem flestir geta sam­ein­ast um.

Það er nefni­lega þannig að þó ein­hverjum snill­ingum finn­ist þeir hafa leyst alla lífs­gát­una þá eru aðrir ekki á sama máli. Ef menn taka síðan slag­inn við auð­valdið í mis­mun­andi fylk­ingum sem allar hafa höndlað stóra sann­leik­ann – bara hver á sinn hátt – er eft­ir­leik­ur­inn fyr­ir­sjá­an­leg­ur.  Al­mennir félags­menn verka­lýðs­fé­lag­anna borga brús­ann með lak­ari árangri.

Höf­undur býður sig fram til for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar