Niðursveifla ætti ekki að koma neinum á óvart

Auglýsing

Á þremur árum, frá miðju ári 2014 og fram á mitt ár 2017, hækk­aði íbúð mið­svæðis í Reykja­vík sem var keypt á 200 þús­und Banda­ríkja­dali upp í 600 þús­und Banda­ríkja­dali. Það er þre­föld­un.

Þarna kom einkum tvennt til. Mikil nafn­verðs­hækkun á hús­næði, meðan verð­bólga hélst í skefj­um, og hröð og mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu erlendu við­skipta­mynt­um. Mikið launa­skrið, sam­hliða verð­falli á heims­mark­aðs­verði á olíu, hjálp­aði til við að búa til mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu almenn­ings, sem ýtti undir eigna­verð.

Eins­dæmi

Það sem skipti miklu máli einnig var að fjár­magns­höft voru fyrir hendi á þessum tíma, en þau voru sett á í nóv­em­ber 2008, eins og alkunna er. Pen­ingar streymdu inn frá ferða­mönnum og krónan styrkt­ist stöðugt, en höftin sáu til þess að pen­ingar söfn­uð­ust upp í hag­kerf­inu, svona til ein­föld­unar sagt. Þegar horft er til baka má segja að allt hafi fallið með Íslandi á þessu tíma­bili og ekki ofsagt að tala um að þetta hafi verið eind­sæmi í heim­inum á þessum tíma, þegar kemur að efna­hags­þróun hjá einu ríki.

Auglýsing

Á hinn bóg­inn...

Þessi mikla hækkun á hús­næði var sú mesta um getur í heim­in­um, á fyrr­nefndu tíma­bili. Ekki einu sinni hávaxt­ar­svæði Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna, í Seattle og San Francisco, voru með jafn miklar hlut­falls­legar hækk­anir og hafa þau svæði þó gengið í gegnum eitt­hvert lygi­leg­asta vaxt­ar­tíma­bili sem um getur í sögu mann­kyns, ekki síst vegna þess að öll stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins eru með höf­uð­vígin í sinni starf­semi á því svæði.

Það er mik­il­vægt að muna, að hag­fræð­ingar geta aldrei - frekar en aðrir - vitað með vissu hvað er að ger­ast í hag­kerf­inu eða hvers vegna. Í félags­vís­indum eins og hag­fræði eru for­send­urnar alltaf lyk­il­at­riði og inn í þær vantar stundum breytur sem skipta miklu máli fyrir heild­ar­út­kom­una.

Hús­næð­is­hækk­unin skekkir

Til dæmis er oft ekki talað um að sú mikla og afger­andi hækkun á hús­næði sem hefur verið á und­an­förnum árum, hefur líka haft afger­andi áhrif á kaup­mátt­ar­mæl­ingar almenn­ings. Mikil hækkun á hús­næð­is­verði og lágir vext­ir, í sögu­legu sam­hengi, hafa haft afger­andi áhrif á kaup­mátt­ar­mæl­ing­ar, sem síðan eru oft helsta atriðið í rök­ræðum um hag­þró­un­ina.

Samt er hús­næð­is­verð á hverjum tíma lítið annað en tölur á blaði fyrir almenn­ing. Sagan sýnir að það sveifl­ast upp og nið­ur, eftir því hvernig hag­sveiflan er hverju sinni.

Nú er farið að hægja veru­lega á hag­vexti, vöxtur í ferða­þjón­ust­unni minni en hann hefur verið und­an­farin ár, og verð­bólgu­þrýst­ingur hefur auk­ist mik­ið, vegna hækk­unar á olíu­verði og þrengri skorðum í efna­hagn­um. Á sama tíma er gert ráð fyrir 5 þús­und nýjum íbúðum út á markað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu 18 mán­uðum og margir þeirra sem leigðu íbúðir út til ferða­manna í mið­bæn­um, eru nú farnir að koma þeim út til var­an­legrar búsetu til lengri tíma. Þetta leiðir til auk­ins fram­boðs, á sama tíma og það er þrengt að eft­ir­spurn­inni.

Nú er íbúðin sem kost­aði 600 þús­und Banda­ríkja­dali á vor­mán­uðum í fyrra, og 200 þús­und Banda­ríkja­dali árið 2014, komin niður í um 480 þús­und Banda­ríkja­dali. Kannski fer hún enn neð­ar, einkum ef krónan veik­ist áfram.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, að gengi krón­unnar sé nú búið að falla um 15 pró­sent það sem af er ári, og það má jafn­vel spyrja að því, hvort frek­ari veik­ing sé í kort­un­um.

Ennþá er verð­lag umtals­vert hærra á Íslandi en víð­ast í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu, svo dæmi sé tek­ið. Sam­keppn­is­hæfni alþjóð­legra fyr­ir­tækja á Íslandi er ekki góð, sé litið til þess­arar stöð­u. 

Það má líka benda á það, að okkar stærstu alþjóð­legu fyr­ir­tæki, Marel og Öss­ur, eru nú að verða 35 og 50 ára göm­ul. Það vantar sár­lega fleiri þokka­lega stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki á Íslandi, og vel má hugsa sér að hið ein­angr­aða íslenska krónu hag­kerfi - á tímum alþjóða­væð­ingar inter­nets­ins - sé ekki endi­lega að hjálpa til við að styrkja alþjóða­geir­ann. Jafn­vel þó margt spenn­andi sé að ger­ast í nýsköp­un, og stuðn­ingur hafi farið vax­andi, þá vantar fleiri stærri alþjóð­leg fyr­ir­tæki á Íslandi, til að skapa spenn­andi störf til fram­tíð­ar. Við erum eft­ir­bátur margra ann­arra þjóða í þessum efn­um.

Kjara­deilur í krefj­andi stöðu

Nú þegar er komin nokkur harka í kjara­deilur á vinnu­mark­aði, og benda ítr­ustu kröfur stétt­ar­fé­laga, með for­ystu Efl­ing­ar, VR og Starfs­greina­sam­bands­ins í broddi fylk­ing­ar, til harðra kjara­við­ræðna. Mun­ur­inn á mati atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga, á svig­rúmi til samn­inga, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. 

Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á kröfum beggja fylk­inga, þá bendir þetta ólíka mat til þess að það séu verk­föll í kort­unum í vetur og harðar deil­ur. Því kröfur eins og þær sem settar hafa verið fram eru ekki til skrauts heldur marka þær við­ræð­urnar strax frá fyrsta degi. Ten­ing­unum hefur verið kastað.

Við­bót­ar­kröfur um kerf­is­breyt­ing­ar, t.d. þegar kemur að verð­trygg­ingu lána, skatt­leys­is­mörk, póli­tíska stefnu­mörkun um meiri jöfn­uð, og styttri vinnu­viku, varða síðan stjórn­völd beint. Þau geta því haft afger­andi áhrif á það hvernig mun ganga með að ná sátt um þau sjón­ar­mið. En eftir stendur samt gap­andi kjara­deila.

Því miður gæti sig­ur­veg­ar­inn úr þess­ari bar­áttu orðið verð­bólgu­draug­ur­inn, sem áður hefur riðið húsum á Íslandi og skilið eftir sviðna jörð, ef svo má segja. Sá tími mik­illar hag­sæld­ar, sem hefur verið í gangi und­an­farin 5 til 6 ár, mark­að­ist af fjár­magns­höft­um, og honum er lok­ið. Þeim er ekki hægt að beita núna til að koma böndum á verð­bólgu­draug­inn, og því mun reyna enn meira á klóka og góða hag­stjórn, bæði hjá hinu opin­bera og aðilum vinnu­mark­að­ar­ins.

Ályktun hinnar hag­sýnu hús­móð­ur, eftir mik­inn upp­gang síð­ustu ára, ekki síst á fast­eigna­mark­aði, er lík­lega sú að allt sem fari svona hratt upp komi niður aft­ur. En spurn­ingin er þá hversu langt niður og frá hvaða sjón­ar­hóli er horft. 

Því veik­ari króna þýðir til dæmis oft upp­gang á lands­byggð­inni - einkum í sjáv­ar­plássum - á meðan veru­lega sterk króna eykur eigna­myndun fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og leiðir til góð­æris þar. 

Nið­ur­sveifla - jafn­vel þó hún verði ekki mikil eða harka­leg - ætti ekki að koma neinum á óvart, eftir það sem á undan er geng­ið. 

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari