Af dönsku leiðinni

Hagfræðingur Viðskiptaráðs skrifar um fjármagnstekjuskatt.

Auglýsing

Í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun ræddum ég og frá­far­andi for­seti ASÍ, Gylfi Arn­björns­son, um fjár­magnstekju­skatt. Við Gylfi vor­um, eins og kemur lík­lega engum á óvart, ekki alveg sam­mála. Við hjá Við­skipta­ráði teljum til dæmis eðli­legt að fjár­magnstekju­skatts­pró­sentan sé lægri en af launa­tekjum af ástæðum sem fjallað er um hér á vef Við­skipta­ráðs.

Gylfi vill aftur á móti hærri skatt­pró­sentu fjár­magnstekju­skatts og máli sínu til stuðn­ings nefndi hann Dan­mörk sem dæmi. Þar er pró­senta fjár­magnstekju­skatts mun hærri en hér á landi eða allt að 42% og sagði Gylfi ekki hafa „… orðið var við það að Dan­mörk líði fyrir að þar sé hvorki fjár­fest­ingar eða sparn­að­ur?“

Auglýsing

Lægri skatt­pró­senta – hærri skatt­tekjur

Það er ekki nema von að svo sé því að þrátt fyrir háa skatt­pró­sentu eru tekjur af fjár­magnstekju­skatti mun lægri í Dan­mörku en á Íslandi. Árið 2017 var fjár­magnstekju­skattur á íbúa í Dan­mörku um 755 danskar krónur eða um 13.900 íslenskar krónur á gengi dags­ins í dag. Á sama tíma var fjár­magnstekju­skattur á íbúa hér á landi 103.271 krónur eða ríf­lega sjö­falt hærri. Ástæðan fyrir þessum mun er að skatt­stofn­inn hér á landi er lægri. Til að mynda eru vaxta­greiðsl­ur, ásamt öðru, frá­drátt­ar­bært frá fjár­magnstekju­skatti í Dan­mörku, ólíkt því sem er hér á landi.

Skatt­kerfið á ekki að ýta undir óhóf­lega skuld­setn­ingu

Með öðrum orðum þýða þá hærri skuldir að skatt­greiðslur séu lægri, sem óneit­an­lega skapar hvata til auk­innar skuld­setn­ing­ar. Því má nefna að skuldir danskra heim­ila eru þær hæstu meðal OECD ríkja sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eða 282% árið 2017. Sam­kvæmt nýút­komnu Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­bank­ans var sama hlut­fall hér á landi 152% árið 2017 og 150% í júní síð­ast­liðn­um. Þannig eru íslensk heim­ili betur í stakk búin til að takast á við áföll en þau dönsku, enda þekkjum við vel hversu alvar­legar afleið­ingar ósjálf­bær skuld­setn­ing getur haft í för með sér. Þá má nefna að vextir í Dan­mörku er sögu­lega lágir og fara vart mikið lægra þar sem þeir nálg­ast 0%. Ef það snýst við og vextir hækka, sem gæti gerst ef verð­bólga eykst á Evru­svæð­inu, eru dönsk heimil mjög ber­skjöld­uð. Ekki getur talist góð hag­stjórn að skapa hvata í skatt­kerf­inu sem bein­línis auka slíka hættu.

Það segir lítið sem ekk­ert að bera saman skatt­pró­sentur á milli landa einar og sér, eins og þessi sam­an­burður sýn­ir. Skatt­kerfi eru oft flókin og skatta­af­slátt­ur, frá­drættir og annað flækir þá mynd. Þannig getur líka vel verið að ofan­greindur sam­an­burður skatt­tekna sé ófull­nægj­andi en það breytir vart stóru mynd­inni hér.

Tíma­bær end­ur­skoðun fjár­magnstekju­skatts framundan

Efast má um að ASÍ vilji í raun lægri greiddan fjár­magnstekju­skatt þó að danska fyr­ir­komu­lagið leiði til þess. Við getum verið ósam­mála um hversu mikið á að greiða í skatt af fjár­magnstekjum og hvernig skatt­ur­inn er útfærð­ur. Enda stendur til end­ur­skoðun á stofni fjár­magnstekju­skatts, sem er greini­lega tíma­bær. Það hljóta samt allir að vera sam­mála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuld­setn­ingar umfram það sem sam­ræm­ist efna­hags­legum stöð­ug­leika og að sam­an­burður skatt­pró­senta milli landa segir okkur lítið einn og sér.

Sjá skatt­tekjur hins opin­bera í Dan­mörku  hér undir „General Govern­ment, tax­es“

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar