Af dönsku leiðinni

Hagfræðingur Viðskiptaráðs skrifar um fjármagnstekjuskatt.

Auglýsing

Í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun ræddum ég og frá­far­andi for­seti ASÍ, Gylfi Arn­björns­son, um fjár­magnstekju­skatt. Við Gylfi vor­um, eins og kemur lík­lega engum á óvart, ekki alveg sam­mála. Við hjá Við­skipta­ráði teljum til dæmis eðli­legt að fjár­magnstekju­skatts­pró­sentan sé lægri en af launa­tekjum af ástæðum sem fjallað er um hér á vef Við­skipta­ráðs.

Gylfi vill aftur á móti hærri skatt­pró­sentu fjár­magnstekju­skatts og máli sínu til stuðn­ings nefndi hann Dan­mörk sem dæmi. Þar er pró­senta fjár­magnstekju­skatts mun hærri en hér á landi eða allt að 42% og sagði Gylfi ekki hafa „… orðið var við það að Dan­mörk líði fyrir að þar sé hvorki fjár­fest­ingar eða sparn­að­ur?“

Auglýsing

Lægri skatt­pró­senta – hærri skatt­tekjur

Það er ekki nema von að svo sé því að þrátt fyrir háa skatt­pró­sentu eru tekjur af fjár­magnstekju­skatti mun lægri í Dan­mörku en á Íslandi. Árið 2017 var fjár­magnstekju­skattur á íbúa í Dan­mörku um 755 danskar krónur eða um 13.900 íslenskar krónur á gengi dags­ins í dag. Á sama tíma var fjár­magnstekju­skattur á íbúa hér á landi 103.271 krónur eða ríf­lega sjö­falt hærri. Ástæðan fyrir þessum mun er að skatt­stofn­inn hér á landi er lægri. Til að mynda eru vaxta­greiðsl­ur, ásamt öðru, frá­drátt­ar­bært frá fjár­magnstekju­skatti í Dan­mörku, ólíkt því sem er hér á landi.

Skatt­kerfið á ekki að ýta undir óhóf­lega skuld­setn­ingu

Með öðrum orðum þýða þá hærri skuldir að skatt­greiðslur séu lægri, sem óneit­an­lega skapar hvata til auk­innar skuld­setn­ing­ar. Því má nefna að skuldir danskra heim­ila eru þær hæstu meðal OECD ríkja sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eða 282% árið 2017. Sam­kvæmt nýút­komnu Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­bank­ans var sama hlut­fall hér á landi 152% árið 2017 og 150% í júní síð­ast­liðn­um. Þannig eru íslensk heim­ili betur í stakk búin til að takast á við áföll en þau dönsku, enda þekkjum við vel hversu alvar­legar afleið­ingar ósjálf­bær skuld­setn­ing getur haft í för með sér. Þá má nefna að vextir í Dan­mörku er sögu­lega lágir og fara vart mikið lægra þar sem þeir nálg­ast 0%. Ef það snýst við og vextir hækka, sem gæti gerst ef verð­bólga eykst á Evru­svæð­inu, eru dönsk heimil mjög ber­skjöld­uð. Ekki getur talist góð hag­stjórn að skapa hvata í skatt­kerf­inu sem bein­línis auka slíka hættu.

Það segir lítið sem ekk­ert að bera saman skatt­pró­sentur á milli landa einar og sér, eins og þessi sam­an­burður sýn­ir. Skatt­kerfi eru oft flókin og skatta­af­slátt­ur, frá­drættir og annað flækir þá mynd. Þannig getur líka vel verið að ofan­greindur sam­an­burður skatt­tekna sé ófull­nægj­andi en það breytir vart stóru mynd­inni hér.

Tíma­bær end­ur­skoðun fjár­magnstekju­skatts framundan

Efast má um að ASÍ vilji í raun lægri greiddan fjár­magnstekju­skatt þó að danska fyr­ir­komu­lagið leiði til þess. Við getum verið ósam­mála um hversu mikið á að greiða í skatt af fjár­magnstekjum og hvernig skatt­ur­inn er útfærð­ur. Enda stendur til end­ur­skoðun á stofni fjár­magnstekju­skatts, sem er greini­lega tíma­bær. Það hljóta samt allir að vera sam­mála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuld­setn­ingar umfram það sem sam­ræm­ist efna­hags­legum stöð­ug­leika og að sam­an­burður skatt­pró­senta milli landa segir okkur lítið einn og sér.

Sjá skatt­tekjur hins opin­bera í Dan­mörku  hér undir „General Govern­ment, tax­es“

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar