Af dönsku leiðinni

Hagfræðingur Viðskiptaráðs skrifar um fjármagnstekjuskatt.

Auglýsing

Í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun ræddum ég og frá­far­andi for­seti ASÍ, Gylfi Arn­björns­son, um fjár­magnstekju­skatt. Við Gylfi vor­um, eins og kemur lík­lega engum á óvart, ekki alveg sam­mála. Við hjá Við­skipta­ráði teljum til dæmis eðli­legt að fjár­magnstekju­skatts­pró­sentan sé lægri en af launa­tekjum af ástæðum sem fjallað er um hér á vef Við­skipta­ráðs.

Gylfi vill aftur á móti hærri skatt­pró­sentu fjár­magnstekju­skatts og máli sínu til stuðn­ings nefndi hann Dan­mörk sem dæmi. Þar er pró­senta fjár­magnstekju­skatts mun hærri en hér á landi eða allt að 42% og sagði Gylfi ekki hafa „… orðið var við það að Dan­mörk líði fyrir að þar sé hvorki fjár­fest­ingar eða sparn­að­ur?“

Auglýsing

Lægri skatt­pró­senta – hærri skatt­tekjur

Það er ekki nema von að svo sé því að þrátt fyrir háa skatt­pró­sentu eru tekjur af fjár­magnstekju­skatti mun lægri í Dan­mörku en á Íslandi. Árið 2017 var fjár­magnstekju­skattur á íbúa í Dan­mörku um 755 danskar krónur eða um 13.900 íslenskar krónur á gengi dags­ins í dag. Á sama tíma var fjár­magnstekju­skattur á íbúa hér á landi 103.271 krónur eða ríf­lega sjö­falt hærri. Ástæðan fyrir þessum mun er að skatt­stofn­inn hér á landi er lægri. Til að mynda eru vaxta­greiðsl­ur, ásamt öðru, frá­drátt­ar­bært frá fjár­magnstekju­skatti í Dan­mörku, ólíkt því sem er hér á landi.

Skatt­kerfið á ekki að ýta undir óhóf­lega skuld­setn­ingu

Með öðrum orðum þýða þá hærri skuldir að skatt­greiðslur séu lægri, sem óneit­an­lega skapar hvata til auk­innar skuld­setn­ing­ar. Því má nefna að skuldir danskra heim­ila eru þær hæstu meðal OECD ríkja sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eða 282% árið 2017. Sam­kvæmt nýút­komnu Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­bank­ans var sama hlut­fall hér á landi 152% árið 2017 og 150% í júní síð­ast­liðn­um. Þannig eru íslensk heim­ili betur í stakk búin til að takast á við áföll en þau dönsku, enda þekkjum við vel hversu alvar­legar afleið­ingar ósjálf­bær skuld­setn­ing getur haft í för með sér. Þá má nefna að vextir í Dan­mörku er sögu­lega lágir og fara vart mikið lægra þar sem þeir nálg­ast 0%. Ef það snýst við og vextir hækka, sem gæti gerst ef verð­bólga eykst á Evru­svæð­inu, eru dönsk heimil mjög ber­skjöld­uð. Ekki getur talist góð hag­stjórn að skapa hvata í skatt­kerf­inu sem bein­línis auka slíka hættu.

Það segir lítið sem ekk­ert að bera saman skatt­pró­sentur á milli landa einar og sér, eins og þessi sam­an­burður sýn­ir. Skatt­kerfi eru oft flókin og skatta­af­slátt­ur, frá­drættir og annað flækir þá mynd. Þannig getur líka vel verið að ofan­greindur sam­an­burður skatt­tekna sé ófull­nægj­andi en það breytir vart stóru mynd­inni hér.

Tíma­bær end­ur­skoðun fjár­magnstekju­skatts framundan

Efast má um að ASÍ vilji í raun lægri greiddan fjár­magnstekju­skatt þó að danska fyr­ir­komu­lagið leiði til þess. Við getum verið ósam­mála um hversu mikið á að greiða í skatt af fjár­magnstekjum og hvernig skatt­ur­inn er útfærð­ur. Enda stendur til end­ur­skoðun á stofni fjár­magnstekju­skatts, sem er greini­lega tíma­bær. Það hljóta samt allir að vera sam­mála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuld­setn­ingar umfram það sem sam­ræm­ist efna­hags­legum stöð­ug­leika og að sam­an­burður skatt­pró­senta milli landa segir okkur lítið einn og sér.

Sjá skatt­tekjur hins opin­bera í Dan­mörku  hér undir „General Govern­ment, tax­es“

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar