Gögn um verð á aflamarki geta bætt álagningu veiðigjalda

Ásgeir Daníelsson segir að það sé til betri aðferð til að reikna álögð veiðigjöld.

Auglýsing

Flestir Íslend­ingar telja rétt að útgerðin greiði veiði­gjöld fyrir aðgang­inn að fiski­stofnum sem séu í þjóð­ar­eign. Mik­ill ágrein­ingur er hins vegar um fjár­hæð gjald­anna. Það er því rétt að benda les­and­anum strax á að í þess­ari grein verður ekk­ert fjallað um  rétta fjár­hæð veiði­gjald­anna en skoðað hvort hægt sé að bæta skipt­ingu veiði­gjald­anna eftir teg­undum afla og nýta betur upp­lýs­ingar um breyt­ingar í afkomu útgerð­ar­innar til að koma í veg fyrir óhag­kvæmni vegna veiði­gjald­anna.

Veiði­gjöld miðuð við þorskígildi

Veiði­gjald­inu var lengst af skipt niður á teg­undir miðað við þorskígildi teg­und­ar­innar sem fundið er með því að reikna hlut­fall með­al­verðs teg­und­ar­innar á liðnu 12 mán­aða tíma­bili (oft­ast frá 1. maí til 30. apr­íl) af með­al­verði þorsks á sama tíma­bili. Frá árinu 2015 hefur verið reynt að áætla arð­semi í veiðum á ein­staka teg­undum og í frum­varpi um veiði­gjöld sem sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur lagt fram er gert ráð fyrir að útreikn­ing­ur­inn byggi á gögnum um tekjur og gjöld ein­stakra fiski­skipa og hagn­aður eftir teg­undum áætl­aður með því að skipta kostn­að­inum í sömu hlut­föllum og tekj­un­um. Hlut­falls­legur hagn­aður á hvert kg. af afla af teg­und­inni ræður svo hlut­falls­legu veiði­gjaldi á við­kom­andi teg­und. Lík­legt er að þessi aðferð gefi mjög svip­aðar nið­ur­stöður og fást með því að miða við með­al­verð land­aðs afla eða þorskígildi.

Það er til betri aðferð

Í frum­varp­inu er áætlað að veiði­gjöld á afla­mark fyrir botn­fisk séu þriðj­ungur af hagn­aði veið­anna. Þess vegna er eðli­legt mark­mið að gjaldið sé sem næst því að vera þriðj­ungur af hagn­aði af því að veiða þorsk, þriðj­ungur af hagn­aði af því að veiða ýsu o.s.frv. Ef gjaldið verður mjög þungt á til­tekna teg­und afla miðað við arð­sem­ina getur það leitt til þess að ein­ungis hluti af útgefnum afla­heim­ildum verði nýtt­ur. Þetta getur gerst þótt veiði­gjöldin í heild séu innan við þriðj­ungur af hagn­að­in­um.

Auglýsing

Það er auð­velt að efast um að reikni­að­ferðin í frum­varp­inu meti rétt skipt­ingu afkom­unnar eftir teg­undum en það er líka hægt að benda á gögn sem gefa áreið­an­legri upp­lýs­ingar um skipt­ingu afkom­unnar eftir teg­undum afla. Þetta eru gögn um verð á afla­marki ein­stakra teg­unda, sem vænt­an­lega end­ur­speglar mat þeirra sem eiga í við­skipt­unum á  af­komu veiða á teg­und­un­um.

Taflan hér fyrir neðan sýnir hlut­föll m.v. þorsk. Í dálki A eru þorskígild­is­stuðlar sem gilda fyrir fisk­veiði­árið 2018/2019, í dálki B eru hlut­föll veiði­gjalda ein­stakra teg­unda sem gilda á tíma­bil­inu 1. sept. 2018-31. des. 2018 og í dálki C er hlut­falls­legt verð á afla­marki, með­al­tal yfir tíma­bilið 1. maí 2017 30. apr­íl. 2018 skv. vef Fiski­stofu.Upplýsingar af vef Fiskistofu.

Eins og sést í töfl­unni er oft mjög mik­ill munur á hlut­falls­legu verði á afla­marki og þorskígildum sem bendir til þess að þorskígildin séu slæmur mæli­kvarði á hlut­falls­legan hagn­að. Ef litið er t.d. til ufs­ans sést að þorskígildið og hlut­falls­legt veiði­gjald eru rúm­lega 0,6 en hlut­falls­legt verð á afla­marki er 0,14. Það gæti bent til þess að hlut­fall veiði­gjalds af hagn­aði af veiðum á ufsa sé langt yfir þriðj­ungi og jafn­vel yfir 100%.

Hlut­falls­legt verð á afla­marki miðað við þorsk er oft­ast lægra en þorskígildið sem bendir til þess að mesta arð­semin sé í veiðum á þorski. Ef sú stefna að byggja þorsk­stofn­inn áfram upp gengur eftir mun arð­semi þorsk­veið­anna aukast enn miðað við arð­semi af veiðum á öðrum teg­undum og mun­ur­inn á þorskígildi teg­und­ar­innar og hlut­falls­legu verði á afla­marki miðað við þorsk aukast enn.

Annar stór galli

Í lögum um fisk­veiði­stjórnun eru ákvæði um s.k. teg­unda­til­færsl­ur, þ.e. að upp að vissu marki (t.d. 5% af heild­ar­verð­mæti botn­fisk­afla­marks skips­ins) er hægt að nota afla­heim­ildir í öðrum teg­undum en þeim sem veiddar eru og gilda þá þorskígild­is­stuðl­arnir sem umreikn­ings­stuðl­ar. Það eru þannig tvær leiðir til að skipta afla­marki einnar teg­undar fyrir aðra, kvóta­mark­að­ur­inn og teg­unda­til­færsl­ur, en skipti­hlut­föllin geta verið mjög ólík.

Ýmsar regl­ur, t.d. reglan um hámark afla­marks sem leyfi­legt er að leigja frá sér, mið­ast við heild­ar­verð­mæti afla­marks í þorskígild­um. Það er nokkuð aug­ljóst að þessi munur á skipta­hlut­föllum á kvóta­mark­aðnum og þorskígild­is­stuðlum sem not­aðir eru til að umreikna afla­mark fyrir ein­staka teg­undir og notað er í reglu­verki kvóta­kerf­is­ins opnar mögu­leika á braski með afla­heim­ildir og óhag­kvæmni.

Verð geymir upp­lýs­ingar

Í grein­ar­gerð með frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra er sagt að „(t)il­gangur reikni­grunns­ins er þannig að tryggja, eins og unnt er, að gjöldin taki mið af bestu mögu­legu for­spá um afkomu í sjáv­ar­út­vegi hverju sinn­i.“ Þar eð reikni­verkið lítur fram­hjá þeim upp­lýs­ingum sem fel­ast í verði á afla­marki eru huns­aðar mik­il­vægar upp­lýs­ingar um hlut­falls­lega afkomu við veiðar á ein­staka teg­und­um.

Það er senni­legt að breyt­ingar í verði á afla­marki í heild gefi bestu vís­bend­ingar sem völ er á um breyt­ingar í afkomu sjáv­ar­út­vegs í heild. Þessar upp­lýs­ingar eru mun aðgengi­legri og auð­veld­ari í vinnslu en reikn­ingar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Auð­vitað er nauð­syn­legt að safna reikn­ingum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og vinna úr þeim. Ef menn vilja miða við til­tekið hlut­fall af bók­færðum hagn­aði þarf án efa að end­urstilla fjár­hæð­ina reglu­lega þegar nýjar upp­lýs­ingar liggja fyrir úr reikn­ingum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en ástæða er til að ætla að bestu for­spárnar um breyt­ingar í afkom­unni fáist með því að skoða breyt­ingar í verði á afla­marki. Þessar upp­lýs­ingar liggja fyrir mjög snemma þannig að með því að miða álagn­ingu veiði­gjalds við verð á afla­marki er hægt að bregð­ast hratt við breyt­ingum í ytri aðstæðum grein­ar­inn­ar, jafn­vel innan fisk­veiði­árs.

Ef veiði­gjöldin væru ekki skattur

Í gild­andi lögum er gert ráð fyrir að Veið­ingjalds­nefnd sé búin að skoða reikn­inga Hag­stof­unnar um afkomu sjáv­ar­út­vegs og gera til­lögu um veiði­gjald fyrir næsta fisk­veiðiár fyrir 1. júlí. Það þýðir að þegar nefndin gerði til­lögur um veiði­gjöld fyrir tíma­bilið frá 1. sept. 2017 til 31. ág. 2018 byggði hún á reikn­ingum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir árið 2015. Þegar fisk­veiði­ár­inu lauk í lok ágúst 2018 voru liðin tvö ár og átta mán­uðir frá lokum við­mið­un­ar­árs­ins, árs­ins 2015.

Með þeirri breyt­ingu sem nú er lögð til að til­tekið veiði­gjald gildi fyrir alm­an­aksár er hægt að byggja á reikn­ingum fyrir árið 2017 við ákvörðun veiði­gjalds fyrir árið 2019 sem tekin verður í des­em­ber. Eftir breyt­ing­una verða liðin tvö ár frá lokum við­mið­un­ar­árs­ins og fram til loka árs­ins 2019, sem er all­nokkur tími.

Útgerð­ar­menn benda oft á að álagn­ing veiði­gjalda sem byggi á gömlu reikn­inga­efni og ófull­komnum fram­reikn­ings­að­ferðum sé oft óhag­kvæm. Það er einmitt þess vegna sem það er mik­il­vægt að gaum­gæfa vel mögu­leika á að nota bestu og nýj­ustu upp­lýs­ingar um afkom­una þ.m.t. upp­lýs­ingar um mark­aðs­verð afla­marks.

Fyrr á þessu ári skrif­aði Þor­kell Helga­son fyrr­ver­andi pró­fessor og ráðu­neyt­is­stjóri grein á Vísi þar sem hann færir rök fyrir því að veiði­gjald sé afnota­gjald en ekki skattur enda sé það greiðsla fyrir til­tek­inn afnota­rétt. Ég hugsa að flestir hag­fræð­ingar kom­ist að sömu nið­ur­stöðu og Þor­kell. Lög­fræð­ingar sem sitja í dóm­stólum lands­ins hafa hins vegar kom­ist að því að þrátt fyrir að vissu­lega fái útgerð­ar­menn afnota­rétt fyrir veiði­gjaldið skuli það heita skattur og und­ir­gang­ast þær reglur sem stjórn­ar­skráin setji um álagn­ingu skatta og aðkomu Alþingis að þeim ákvörð­un­um. Ef veiði­gjaldið væri afnota­gjald væri hægt að breyta því  til sam­ræmis við breyttar aðstæður innan árs, t.d. hálfs­árs eða árs­fjórð­ungs­lega og ef miðað væri við verð á afla­marki væri miðað við upp­lýs­ingar sem væru kannski 1-2 mán­aðar gaml­ar. Hægt væri að hafa skýrar og fyr­ir­sjá­an­legar reglur fyrir þessum breyt­ing­um. Senni­lega væri nokkur ábati af þess konar fyr­ir­komu­lagi, einkum þegar skyndi­legar og ófyr­ir­sjá­anlegar breyt­ingar verða í ytri aðstæðum sjáv­ar­út­vegs­ins.

Höf­undur var sér­fræð­ingur á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála hjá Þjóð­hags­stofnun á árunum 1989-2002 og er nú for­stöðu­maður rann­sókn­ar- og spá­deildar hjá hag­fræði- og pen­inga­stefnu­svið­i ­Seðla­banka Íslands.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar