Seiður og arfur sögunnar

Þröstur Ólafsson hagfræðingur segir að það sé blekking að segja að popúlismi sé ekki hættuleg stjórnmálastefna

Auglýsing

Þegar Jón Bald­vin sá á borði mínu bók­ar­skruddu sem fjall­aði um ára­tug­ina fyrir og eftir fyrri heims­styrj­öld, varð hann ögn hugsi og spurði, hvað þessi fróð­leikur kæmi nútím­anum við? Mér varð að orði að það væri tíma­hvörf­in, and­þrengsli upp­lýsts frjáls­lyndis og fram­rás hægri­s­inn­aðrar hugóra­hyggju, sem virðir rök­hyggju og stað­reyndir að vetttugi. Ára­tugirnir milli heims­styrj­ald­anna ein­kennd­ust einnig af styrk­ingu hug­mynda­óra og stað­reynda­fals­ana sem fengu að lokum byr undir báða vængi. Þá eins og nú voru frum­kvöðlar fas- og nas­isma í upp­hafi kall­aðir popúlist­ar. Í opin­berri umræðu var þetta sagður vera ryk­salli úr iðrum þjóðar í huga­hremm­ing­um, sem félli til jarðar og hyrfi. Það reynd­ust höf­uð­ór­ar. Þegar tíð­ar­and­inn fer að taka á sig miður þekki­legar myndir úr for­tíð þá er þörf á að skoða skyld­leika og sam­hengi við­burða og hug­mynda. Erfitt reyn­ist að átta sig á eðli tím­ans, þótt atburðarásin sé kunn. Það skiptir því máli að skilja og bera saman slóða hans. Vanga­veltur Jóns Bald­vins áttu fullan rétt á sér. Er eitt­hvað sam­eig­in­legt með fyrstu ára­tugum lið­innar aldar og okkar tíma ?

Átök hug­mynd­anna

Á ára­tug­unum fyrir og eftir fyrri heims­styrj­öld stóð mik­ill styrr um frjáls­lynda upp­lýsta hugs­un,­arf Upp­lýs­ing­ar­innar einkum í Þýska­landi, stærsta og öfl­ug­asta ríki Evr­ópu. Hún átti í vök að verj­ast gegn óra­hyggju (irrationa­l­isma) frá hægri. Þar réð ferð ótti við bylt­ing­ar­kenndan módern­is­ma,hug­ar­burður menn­ing­ar­böl­sýni ,nið­ur­læg­ing upp­gjaf­ar­innar og hefnd­ar­hyggja.­Mikil fram­tíð­ar­gerjun átti sér stað. Land­nám fram­úr­stefnu birt­ist ekki bara á sviði lista og menn­ingar heldur í fram­leiðslu og hönn­un, ögrandi lífs­stíl, upp­hafi alþjóða­væð­ing­ar,­tækni­legri sjálf­virkni og fram­andi lifn­að­ar­hátt­um. Stórir hópar þjóð­fé­lags­ins réðu ekki við örar sam­fé­lags­breyt­ing­ar, fund­ust þær ógn­vekj­andi. Við þetta bætt­ist til­vistarótti sem nærð­ist á mann­falli og tapi stríðs­ins ásamt  upp­lausn eft­ir­stríðs­ár­anna Yfir öllu þessu hékk svo skuggi blóði drif­ins bol­sé­visma. Lam­andi ótt­inn laum­að­ist inní hug­ar­fylgsnin. Etir krepp­una miklu var allt glat­að.

Róm­an­tísk villi­mennska

Úr þessum grút­ar­dalli hug­ar­óra og til­finn­inga nærð­ust djúp­stæð átök hug­mynda­strauma um sam­fé­lag­ið. Ann­ars vegar mann­úð­ar- og mann­rétt­inda­stefna, sem byggði á jafn­ræð­is­hugs­un, sem allar skyn­sem­is­verur gátu sam­sinnt. Hinu megin for­rétt­inda­sækin sér­hyggja sem  metur það sér­tekna ofar því sam­eig­in­lega. Þjóð­ern­is- og kyn­þátta­hyggja gegn sam­hyggju þjóða (uni­ver­sal­isma). Heildin er tekin fram fyrir hlut­ana. Átökin sner­ust ann­ars vegar um sígildan húman­isma þar sem upp­lýst hugsun vís­aði veg­inn en á hinum vængnum réð ríkjum það sem kalla mætti róm­an­tíska villi­mennsku. Þessir and­stæðu hugs­ana­ferlar ristu þó dýpra. Í stað þess að láta sið­menn­ing­una hemja og temja ótt­ann sem fram­and­leiki breyttra tíma kall­aði fram, vildu sér­hyggju­menn berj­ast með öllum ráðum gegn rótum óreið­unnar og ótt­ans, sem skil­greind voru sam­kvæmt eigin hug­ar­heimi. Útrým­ing, upp­ræt­ing og skörp skil komu í stað lag­fær­inga og umbreyt­inga. Tekist var á um tvær and­stæðar leið­ir; nútíma­lega sam­fellda en jafn­framt skrykkj­ótta þróun eða upp­gjör og nýtt upp­haf. Þarna var fas­isma stefnt gegn frjáls­lyndi. Fyrri leiðin varð ofan á með herfi­legum afleið­ing­um. Þarna hófst harm­saga tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar.

Auglýsing

Er frjáls­lynd hugsun á útleið ?                                                                                        

Þau liðnu átök hug­mynda sem einkum áttu sér stað á ára­tug­unum milli stríð­anna væru nú geymd í hug­mynda­sögu­safni ald­anna, væru ekki sömu hug­tök og sams­konar ótti komin á kreik að nýju. Aðdrag­andi þess­ara nýj­unga var marg­vís­leg­ur; fjár­mála­hrun­ið; atvinnu- og eigna­miss­ir, straumar fram­andi flótta­fólks; áður ókunn áhrif hnatt­væð­ing­ar­inn­ar; van­meta­kennd gagn­vart fram­tíð­inni í formi staf­rænnar bylt­ing­ar, ótti og reiði. Nú er ekk­ert Kalt stríð til að halda hópnum saman og Kirkjan hefur misst tökin á hirð sinni. Margt er nú keim­líkt milli­stríðs­ár­unum í Evr­ópu. Á ný er gripið til sér­hyggju kyn­þátta- og þjóð­ern­is­stefnu, sem vörn gegn ann­ar­legum  siðum og ókunnu fólki. Hnatt­ræn fjöl­hyggja sögð tor­tíma bæði atvinnu, heim­kynnum og stað­bund­inni menn­ingu. Landamæra­gæsla og þjóð­leg toll­vernd gegn opn­um,frjálsum, samn­ings­bundnum við­skipt­um. Einnar þjóðar lausn gegn fjöl­þjóða samn­ingum og sam­tökum eins og ESB. Vofur keim­líkra hugs­ana­ferla á sveimi eins og um 1930. Frjáls­lynt lýð­ræði, eitt megin gildi vest­rænnar stjórn­mála­hugs­un­ar, á nú aftur í vök að verj­ast.

Frjáls­lyndur arfur

Frjáls­lynd heims­mynd er arfur frá Upp­lýs­ing­ar­stefnu átj­ándu ald­ar­,­sem lagði fæð á allar þær hug­mynd­ir,hvað þá for­dóma, sem skyggðu á skíra hugsun og ómeng­aðar stað­reynd­ir. Hug­mynda­fræði, trú­ar­brögð og sér­hags­munir hópa og stétta máttu ekki menga hugs­un­ina eins og ský í auga truflar hreina sjón. Rök­hyggjan skyldi ráða ferð, ekki til­finn­inga­hlaðin óra­hyggja. Opin, frjáls­lynd,­samn­ings­bundin sam­skipti gegn lok­uðum landamæragirtum for­rétt­ind­um, sem byggja á styrk þeirra stóru og sterku. Mót­sagna­kennt aðdrátt­ar­afl þess­ara and­stæðu hug­ferla hafa mótað vest­rænu menn­ingu. For­mót­aðar skoð­anir ráða ferð,en við gefum okkur sjaldn­ast tíma til að leggja þessar skoð­anir á mæli­kvarða upp­lýstrar reynslu eða gagn­rýn­innar hugs­un­ar. Skoðun er mun þægi­legri til brúks en hugs­un. Það þarf engan aðdrag­anda til að láta skoðun sína í ljós. Á okkar tímum er sterk ásókn í að gera skoð­anir að stað­reynd­um.

Var­huga­verður seiður

Það er blekk­ing að segja að popúl­ismi sé ekki hættu­leg stjórn­mála­stefna. Hún lagði milli stríða grunn að valda­töku spænskra falangista,ítal­skra fas­ista og þýskra nas­ista. Umskipti hafa orðið í heim­inum einkum með kosn­ingu Trumps, en líka með upp­gangi póli­tískrar sér­hyggju hér í Evr­ópu. Amer­ica first í stað sam­stöðu þjóða. Hroll­vekj­andi er að bera saman mynd­skeið með ræðu­mönn­unum Trump  ann­ars vegar en Hitler hins veg­ar. Hávær öskr­in,hend­urnar eins og þeytispað­ar­,hót­anir og ógnar órar. Boð­skapur villi­mennsku. Það vilja greini­lega margir hægja á för tím­ans, snúa ferð hans við, hefta fram­rás, end­ur­gera for­tíð­ina. Hér eru tíma­hvörfin að takast á að nýju, því það gleym­ist gjarnan að megin far­vegir mann­legra hugs­ana­ferla hafa lítið breyst. 

 En pópúl­ism­inn er einnig smit­sjúk­dóm­ur. Hann mengar orð­ræð­una,­byrgir fyrir skíra hugsun en ýkir til­finn­inga­tengda for­dóma. Gerir órum hærra undir höfði en rök­hyggju og skírskotun til stað­reynda. Sann­indi og lygi hylj­ast móðu sem gerir þau ókenni­leg. Evr­ópa hefur hér sér­stökum skyldum að gegna. Hún er fæð­ing­ar­staður Upp­lýs­ing­ar­innar og heim­kynni gagn­rýn­innar hugs­un­ar. Saga hennar ætti að vera vörn gegn end­ur­lífgun öfga­stefnu. Hlut­verk okkar Íslend­inga er að standa vörð um eigið frjáls­lynda stjórn­ar­far og styrkja upp­lýsta gagn­rýni á ríkj­andi for- og sér­rétt­indi. Okkur ber að vinna náið með þeim grönnum okkar í Evr­ópu sem leggja meiri áherslu á sam­stöðu þjóða en sér­hyggju þeirra og þjóð­rembu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar