Hvalárvirkjun, forhert vanþekking eða ný framtíð?

Viðar Hreinsson fjallar um Hvalárvirkjun í ítarlegri aðsendri grein en hann telur að nú sé kominn tími til að byggja upp þekkingu og heildstæða sýn á sambúð manns og náttúru.

Auglýsing

1. Ódýr áróður og orku­mál

Það hefur verið hlá­legt und­an­farna mán­uði að fylgj­ast með mál­flutn­ingi þeirra sem vilja virkja Hvalá í Ófeigs­firði. Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Árnes­hreppi sner­ust upp í skop­leik sem lauk með sigri for­hertra virkj­un­ar­sinna sem þó styðj­ast við frekar nauman meiri­hluta hrepps­búa. Aðeins hefur heyrst í örfáum Árnes­hrepps­búum opin­ber­lega sem hlynntir eru þess­ari fram­kvæmd, odd­vita sem virð­ist vera fjar­stýrt af Vest­ur­verki, og tveim orð­hákum sem gjamma hástöfum um hyski og rottu­eitur að fólki sem hefur ekki annað til saka unnið en að sýna vel­vild í garð byggð­ar­lags­ins og láta sér annt um nátt­úru þess og mann­líf. Fróð­legt væri að heyra opin­ber­lega sjón­ar­mið fleiri íbúa, hvort þeim þyki sómi að vand­ræða­legu ósjálf­stæði odd­vit­ans og gaspri orð­há­k­anna, hvort þeir trúi því í alvöru að virkjun sé eina leiðin til að tryggja fram­hald búsetu í hreppnum og ekki síst hvað þeim finnst um mál­flutn­ing þeirra sem augljós­lega bera hag bæði Árnes­hrepps og nátt­úr­unnar fyrir brjósti.

Vest­firskir framá­menn láta gjarnan sem þeir tali í nafni allra Vest­firð­inga og láta í veðri vaka að þar tali menn einum rómi sem einn mað­ur. Þó er fram­kvæmdin umdeild á Vest­fjörð­um. Óvina­smíð hér­aðs­met­ings, skipt­ing í „heima­menn“ og „hyskið að sunn­an“, er lúa­leg og alþekkt aðferð til að koma vondum málum áleiðis og skil­virk leið til að bæla niður and­stöðu heima fyr­ir. Menn jórtra stöðugt sömu tugg­una um raf­orku­ör­yggi og stór­feng­leg tæki­færi lands­hlut­ans til fram­fara, sama hve ræki­lega er sýnt fram á að ávinn­ing­ur­inn sé hæp­inn.

Auglýsing

Það tíðkast að orku­fyr­ir­tækin ráða heima­fólk til að sjá um áróður í hér­aði. Kjarn­inn í mál­flutn­ingi virkj­un­ar­sinna birt­ist í við­tali við fjömiðla­full­trúa Vest­ur­verks í kvöld­fréttum sjón­varps 19. júní sl.: „Það er skortur á raf­magni á Vest­fjörðum og sér­ílagi er raf­orku­ör­yggið lít­ið, Hval­ár­virkjun getur klár­lega verið liður í að bæta það en ekki ein og sér. ... Við sem erum að tala fyrir því að skyn­sam­leg nýt­ing nátt­úru­auð­linda sé við­höfð hér í land­inu við erum alveg jafn­miklir umhverf­is­sinnar og hver annar en við sjáum það bara að ef við ætlum að búa í þessu landi þá þurfum við að nýta auð­lind­irnar okkar með skyn­sam­legum hætt­i.“

Við þessi fáu orð er margt að athuga ef málið er skoðað í víð­ara sam­hengi.

1) Í fyrsta lagi felst orku­vandi Vest­fjarða í teng­ingum en ekki orku­magni eins og oft hefur verið sýnt fram á. Virkj­unin skiptir litlu máli fyrir raf­orku­ör­yggi heldur þarf að bæta dreifi­kerfið og teng­ingar við raf­orku­kerfi lands­ins. Deilt er um tengi­leiðir og ýmsar tækni­legar útfærslur en aðal­at­riðið er hvort sér­stæðum nátt­úru­gæðum sem hafa gildi í sjálfu sér sé fórn­andi þegar ekki er brýn sam­fé­lags­leg þörf fyrir þessa orku. Það hefur verið afhjúpað að Kolla­fjarð­ar­teng­ing sem virkj­un­ar­að­ilar hafa sóst eftir beini orkunni bein­línis fram­hjá Vest­firð­ingum og inn á lands­netið því litlu máli skiptir í raun hvaðan orkan kemur ef dreifi­kerfið er í lagi. Nóg raf­magn er til í land­inu og svo virð­ist sem orkunni sé ætlað að auka hagnað og hag­kvæmni HS Orku svo það þurfi ekki að kaupa toppafl dýru verði. Toppafl er orkan sem til er þegar orku­þörf er mikil í kerf­inu í heild og þar af leið­andi dýr. Ket­ill Sig­ur­jónsson, sér­fræð­ingur og ráð­gjafi um orku­mál, hefur reiknað út að virkj­unin sé „tölu­vert dýr­ari en almennt raf­orku­verð hér rétt­læt­ir”. Skýr­ingin á þungri sókn Vest­ur­verks í virkjun virð­ist að sögn Ket­ils vera sú „að HS Orku sé mik­il­vægt að ráða yfir nýrri nokkuð stórri vatns­afls­virkjun til að geta upp­fyllt alla raf­orku­sölu­samn­inga sína. Eða ella kaupa dýrt toppafl af Lands­virkj­un.“ Þessi skoðun um helsta til­gang virkj­un­ar­innar sé stað­fest í gögnum Orku­stofn­un­ar. Nið­ur­staða Ket­ils er því sú (og rétt að taka fram að hann er tals­maður ódýrrar vind­orku sem gæti leyst þennan vanda) að það sé „ekki heppi­legt ef reyndin er sú að orku­fyr­ir­tæki þurfi að reisa svo dýra 55 MW virkjun norður á Ströndum til að mæta toppafli.“ Lík­lega séu til betri leiðir til að fram­leiða nóg raf­magn fyrir orku­sölu­samn­ing­ana, meðal ann­ars að „ná meiri hag­kvæmni út úr hinu stóra íslenska vatns­afls­kerfi ... sem þegar er til stað­ar“. Það er aug­ljóst að ýmsir maðkar eru í þeirri mysu sem Vest­firð­ingum er boðin og löngu tíma­bært að huga betur að heild­ar­fyr­ir­komu­lagi orku­öfl­unar og -dreif­ingar í land­inu.

Fara þarf ræki­lega í saumana á orku­skuld­bind­ingum HS Orku, hvort fyr­ir­tækið sé að sæl­ast eftir Hvalá til að losna úr vand­ræðum vegna lof­orða um orku til stór­iðju, kís­il­vera, gagna­vera eða jafn­vel bitcoin-graftar eins og Andri Snær Magna­son hefur bent á. Þrátt fyrir þessar rök­studdu grun­semdir virð­ist fjöldi Vest­firð­inga og Árnes­hrepps­búa halda að Hval­ár­virkjun sé fyrst og fremst ætlað að bjarga þeim. Þegar allt kemur til alls er það ein­fald­lega kanadíski auð­hring­ur­inn Inn­ergex sem á meiri­hluta í Alt­erra sem á meiri­hluta í HS Orku sem á meiri­hluta í Vest­ur­verki sem hyggst spilla ómet­an­lega nátt­úru Hvalár­svæð­is­ins til að hagn­ast á þess­ari óvenju­dýru og óhag­kvæmu virkj­un. Erfið staða Árnes­hrepps og nátt­úru­gæði svæð­is­ins verði skipti­mynt í við­skiptum and­lits­lauss auð­magns. Leysa þarf raf­orku­vanda Vest­firð­inga eftir ein­fald­ari leiðum og að sjálf­sögðu á að bæta sam­göng­ur, raf­orku og netteng­ingar í Árnes­hreppi án þess að gylli­boð orku­fyr­ir­tækis komi til.

2) Í öðru lagi er aug­ljóst að fjöl­miðla­full­trú­inn veit ekki hvað orðið skyn­semi þýðir og heldur að það sé nán­ast sam­heiti við fjár­hags­legan hagn­að. Ef eitt­hvað borgi sig sé það sjálf­krafa skyn­sam­legt. Sú mein­loka hefur við­geng­ist allt of lengi í almennri umræðu. Skyn­semi er náskyld dóm­greind og felst fyrst og fremst í því að draga vits­muna­legar álykt­anir út frá flóknum aðstæðum í miklu víð­ara sam­hengi en ein­ungis fjár­hags­legu. Og það er einmitt er nauð­syn­legt þegar taka þarf mik­il­vægar ákvarð­an­ir. Skoða þarf ólíkar hliðar máls­ins út frá fjöl­þættri heild í stað þess að ein­blína á ætl­aðan hagnað eins og hann sé eini mæli­kvarð­inn á skyn­sem­ina.

3) Í þriðja lagi segir það sig sjálft að þeir sem standa eða tala fyrir veru­legu umhverf­is­raski geta ekki verið „jafn­miklir umhverf­is­sinnar og hver ann­ar“, hvað sem fjöl­miðla­full­trú­inn er svosem að reyna að segja með þess­ari algengu og frá­leitu full­yrð­ingu. Maður verður ekki umhverf­is­sinni fyrir það eitt að hafa gaman af að spóka sig úti á víða­vangi.

4) Í fjórða lagi er það fjarri því að vera sjálf­gefið að ef fólk ætli að búa í land­inu þurfi það skil­yrð­is­laust að nýta auð­lind­irnar með hina þröngu „skyn­semi“ (þ.e. hagn­að­ar­hugs­un) fjöl­miðla­full­trú­ans að leið­ar­ljósi. Þessi hug­mynd kann að hafa átt við fyrr á öldum þegar nýt­ing nátt­úru­gæða gat snú­ist um líf og dauða en nú eru aðstæður allt aðr­ar. Tækni­lega væri mögu­legt að umturna öllu nátt­úru­fari í hagn­að­ar­skyni en raunin er þó sú að lands­menn bera ábyrgð á umgengni sinni við umhverfi og nátt­úru, gagn­vart afkom­endum sínum og umheim­in­um. Þá umgengni verður að meta í víðu sam­hengi raun­veru­legrar skyn­semi og það verður nú reynt hér.

2. Víð­ara sam­hengi

Marg­vís­leg umhverf­isvá steðjar að mann­kyni og ber hnatt­ræna hlýnun hæst, eins og stöðugt blasir við í nær öllum fjöl­miðl­um. Það er algengur mis­skiln­ingur að raf­orka, hvernig sem hennar sé aflað, sé af hinu góða bara ef hún leysir kolefn­is­orku­gjafa af hólmi. Það þarf fyrst og fremst að draga úr ósjálf­bærri neyslu og bruðli með hrá­efni. Hnatt­ræn hlýnun er aðeins hluti af stærri umhverf­is­vanda. Meng­un, sóun auð­linda, hröð fækkun teg­unda og hrun líf­fræði­legrar fjöl­breytni eru aðrar hliðar vand­ans. Umhverf­is­váin er afleið­ing af nátt­úru­drottnun sem á djúpar sögu­legar rætur en náði hæstu hæðum með upp­lýs­ing­unni, iðn­bylt­ingu, neyslu­hyggju nútím­ans og yfir­þyrm­andi kröfu auð­magns­ins um vöxt og hag­vöxt. Smætt­andi og brota­kennd nátt­úru­sýn í þjón­ustu hagn­aðar og hag­vaxtar tók að drottna á kostnað víð­tæk­ari þekk­ingar á sam­búð manns og nátt­úru. Sú skyn­sem­is­hyggja sem býr að baki þeim svo­nefndu fram­förum sem kallað hafa fram efna­lega vel­sæld nútím­ans var allt of tak­mörkuð og þröng og hefur leitt drottnun yfir nátt­úr­unni út í slíkar öfgar að óvíst er hvernig mann­kyni reiðir af. Í raun var ekki um skyn­semi að ræða heldur yfir­þyrm­andi skort á skyn­semi vegna þess að heild­ar­myndin var ekki skoð­uð. Afleið­ing­arnar blasa við um víða ver­öld, í lofts­lags­vanda og óstöð­ugu veð­ur­fari, eyð­ingu regn­skóga og auð­linda­þurrð, yfir­gengi­legri mengun og hraðri hnignun líf­rík­is­ins.

Vand­inn felst í rangsnú­inni skyn­semi, þeirri drottn­andi afstöðu til nátt­úr­unnar sem mál er að linni. Það er eng­inn bakk­gír á sög­unni og úti­lokað að spóla til baka. Ekki er hægt að skrúfa fyrir ríkj­andi lífs­hætti með einu hand­taki en hins vegar verður mann­kynið að staldra við og hugsa sinn gang, átta sig á hvað sé til ráða til að vinda ofan af ástand­inu. Því þarf að meta allar athafnir manna og fram­kvæmdir út frá heild­ar­sýn í stað þess að telja það sjálf­gefið að allar auð­lindir beri að nýta. Vellíðan og sátt við nátt­úru eru við­mið sem smátt og smátt leysa hag­vaxt­ar­dýrkun af hólmi enda fer því fjarri að neyslu­magn sé mæli­kvarði á lífs­gæði. Vel má stór­minnka neyslu án þess að dregið sé úr vellíð­an. Vaxt­ar­blekk­ingin leit­ast við að halda uppi neyslu­stigi meðan staðan er sú að brýnt er að draga stór­lega úr því, ekki síst því bruðli sem orku­fram­leiðsla nútím­ans ýtir und­ir. Hag­fræð­ingar um víða ver­öld eru í óða önn að end­ur­skoða hefð­bundnar hag­vaxt­ar­hug­myndir eða jafn­vel hafna þeim og halda fram hug­myndum á borð við hjöðnun (e. degrowth) sem gæti stuðlað að sjálf­bærni. Hval­ár­virkjun snýst fyrst og fremst um hagnað eig­enda þar sem hver situr ofnaná öðrum en kemur lífs­gæðum á Vest­fjörðum ekk­ert við. Virkj­unin er í sam­ræmi við hina þröngu og úreltu skyn­sem­is­hug­mynd og þá eins­leitni sem veldi fjár­magns­ins hefur í för með sér. Slík stór­verk­efni sem byggj­ast á hefð­bund­inni nátt­úru­drottnun eru grófar öfgar og jafn­vel hryðju­verk gagn­vart nátt­úr­unni. Nátt­úru­vernd, sem menn hafa hneigst til að stimpla sem öfga­kennda er aftur á móti krafa um að látið sé af öfgum og skyn­semi hins víða sam­hengis verði höfð að leið­ar­ljósi gagn­vart nátt­úr­unni.

Heill­andi nátt­úru­feg­urð hefur lengi verið mest áber­andi í umræðu um nátt­úru­vernd. Því hafa menn löngum beitt þeirri rök­semd að land­svæði sem kaf­færa skuli undir uppi­stöðu­lón séu ljót og ómerki­leg. Þar að auki er stundum sagt að eng­inn hafi séð til­tekin virkj­un­ar­svæði eða haft áhuga á þeim og því sé óhætt að fórna þeim, sem er nátt­úr­lega snar­gal­inn hugs­un­ar­hátt­ur. Svona rök­semdir hafa heyrst gagn­vart Hval­ár­virkjun en lækn­arnir Tómas Guð­bjarts­son og Ólafur Már Björns­son hafa ásamt fleirum gert nátt­úru­feg­urð­inni og tign foss­anna á svæð­inu svo glæsi­leg skil að ljót­leik­aradd­irnar hafa þagn­að. Hins vegar sýna rann­sóknir að úti­vera og ferða­lög um óbyggð víð­erni auka á vellíðan fólks og því opn­ast hér nýir mögu­leikar á vist­vænni ferða­þjón­ustu sem byggð­ist á sam­spili heima­manna og gesta.

3. Jarð­ra­sk, þekk­ing og afstaðan til nátt­úr­unnar

Jarð­rask virkj­un­ar­innar verður mik­ið: Fimm stíflur og fjögur lón, skurð­gröft­ur, ganga­gerð, jarð­vegs­flutn­ing­ar, vega­gerð og bygg­ing stöðv­ar­húss. Fram­kvæmd­irnar eiga auk þess að ná yfir tvo firði og mikil óbyggð víð­erni. Menn hafa mis­skilið Ramma­á­ætlun þannig að hún gefi sjálf­krafa grænt ljós á virkjun en svo er ekki. Hún gefur aðeins leyfi til að skoða virkj­un­ar­kosti og og þá er hið eig­in­lega umhverf­is­mat eft­ir. Skipu­lags­stofnun mat það svo að áhrifin yrðu veru­lega nei­kvæð. Þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk árið 2011 olli það mörgum von­brigðum en sú nið­ur­staða virð­ist vera málum bland­in. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að gögnin um svæðið sem unnið var eftir voru að mestu leyti aðeins sæmi­leg og það er tæp­ast nægi­legt fyrir mat. Á skal­anum A-D þar sem A var best en D lakast voru gæði gagna fyrir fag­hóp I C/B, fyrir fag­hóp II C/C og B fyrir fag­hópa III og IV. Skjöl úr vinnu­ferli Rammaá­ætl­unar benda til þess að gögnin hafi jafn­vel verið enn verri. For­send­urnar fyrir mati á menn­ing­ar- og nátt­úru­þáttum voru því alls ekki full­nægj­andi og virkj­unin hefði með réttu átt að fara í bið­flokk. Í raun var nið­ur­stað­an, að setja Hvalá í nýt­ing­ar­flokk, byggð á van­þekk­ingu og því ómark­tæk.

Nú hefur staðan hins vegar breyst og þekk­ingin auk­ist. Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hef­ur, í ljósi frek­ari rann­sókna, mælt með friðun drjúgs hluta fram­kvæmda­svæð­is­ins, þ.e. Dranga­jök­uls og nágrennis hans. Suð­ur­mörk þess „liggja um Ófeigs­fjarð­ar­heiði frá Melgraseyri í vestri suður fyrir Hraun­dal og Rauða­núps­vatn, síðan eftir far­vegi Rjúkanda austur í Ófeigs­fjörð”. Eftir því sem þekk­ingin eykst styrkj­ast rökin gegn virkjun vegna vend­ar­gildis svæð­is­ins. Í þessu til­viki á sviði nátt­úru­fræða, en ætla má að mögu­leikar í ferða­mennsku hafi einnig verið van­metnir veru­lega. Því er brýnt að stjórn­völd taki strax í taumana og friði svæðið eftir til­lögu Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, í B hluta nátt­úru­vernd­ar­á­ætl­un­ar.

Það er aug­ljóst að í ljósi þess hverjir hagn­ast á Hval­ár­virkjun og í krafti þeirra við­horfa sem eru að verða ríkj­andi í nátt­úru­vernd eru næg rök til að stöðva áform um Hval­ár­virkj­un. Þau styrkj­ast enn frekar þegar málið er skoðað í víð­ara sam­hengi þeirrar heild­ar­hyggju sem rakin var hér að fram­an. Umhverf­is­vandi heims­ins er afleið­ing þess að menn glöt­uðu skyn­bragði á heild­ina og settu allt sitt traust á smætt­andi vél­hyggju, þá hugsun að sam­búð manns og nátt­úru sé nán­ast verk­fræði­leg og hag­fræði­leg úrlausn­ar­efni. Nú er tíma­bært að víkka sjón­ar­horn­ið.

Í ljósi þeirra við­horfa sem nú er lífs­nauð­syn­legt að hafa að leið­ar­ljósi mætti færa rök fyrir því að eign­ar­hald á landi og þar með nátt­úru sé vafa­samt, eða í það minnsta réttur til að ráð­stafa landi að geð­þótta og vild. Eign á landi hefur alltaf verið ein­hverjum tak­mörk­unum háð enda hafa aðstæður að sönnu verið mis­jafn­ar. Vegna þess að nátt­úran er stærri og sam­virk­ari heild vist­kerfa en menn hafa vilja vera láta er brýnt að end­ur­skoða ofan í kjöl­inn allan ráð­stöf­un­ar­rétt á landi. Mönnum verður æ betur ljóst hví­lík fjar­stæða það er að heilu land­svæðin séu háð geð­þótta ein­stak­linga sem til dæmis þjóna undir ómennska auð­hringa, sama hvers lenskir þeir eru. Í raun ætti að vera óhugs­andi að ráðskast með land í hagn­að­ar­skyni af því að það er alltaf hluti af þeirri stóru heild sem líf okkar er komið und­ir.

Það þarf að skoða sam­búð manna við nátt­úr­una í víðu ljósi sam­fé­lags, menn­ingar og hug­ar­fars. Árið 1970 tóku Mývetn­ingar lögin í sínar hendur til að hindra að framin yrðu hryðju­verk á líf­ríki Mývatns með vatna­flutn­ingum og stór­virkj­unum í Laxá. Í kvik­mynd­inni Hvelli sem gerð var um þann atburð lýsir aldr­aður Mývetn­ing­ur, Finn­bogi Stef­áns­son á Geira­stöð­um, afstöðu sinni. Hann seg­ist vera hluti af nátt­úr­unni og líf­keðj­unni, til­heyra henni. „Mýið étur örþör­ung­ana, sil­ung­ur­inn étur mýið og ég ét sil­ung­inn.“ Virkj­un­ar­menn ætl­uðu að vaða yfir allt og alla án þess að spyrja nokkurn mann, t.d. byggja vinnu­búðir á landi Finn­boga í leyf­is­leysi. Honum var gert ljóst að ekk­ert þýddi að vera með neinn derr­ing því allt yrði tekið eign­ar­námi ef með þyrfti. Þarna stóð til „að eyði­leggja allt lífs­starf for­eldra minna og afkom­enda“ segir hann. Mývetn­ingar stóðu gegn virkj­un­ar­á­formum sem einn mað­ur, sprengdu stíflu í Mið­kvísl eins og frægt er og hætt var við stór­fram­kvæmd­irn­ar. Finn­bogi segir í mynd­inni: „Við höfum allt frá nátt­úr­unni. Og ef við skemmum það og spillum því þá eigum við eftir að spilla fyrir sjálfum okk­ur, eft­ir­kom­endum og eig­in­lega öllu, hverjum sem er og hvar sem við erum. Um leið og þú ert far­inn að spilla nátt­úr­unni þá ert þú að eyði­leggja annað hvort mögu­leika þína eða ein­hverra ann­arra.“ Vís­dóms­orð Finn­boga eru í sam­ræmi við það sjón­ar­mið að við séum aðeins með landið að láni hjá afkom­endum okk­ar, að það sé aðeins tíma­bundið í okkar vörslu og ábyrgð. Ólíkt haf­ast þeir að, Finn­bogi á Geira­stöðum og þeir sem selja vatns­rétt­indi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði. Finn­bogi vill vernda líf og nátt­úru, en eig­andi Ófeigs­fjarðar leggur drátt­ar­vél sinni þvert yfir almanna­veg til að meina nátt­úru­vernd­ar­sinnum aðgang að ætl­uðu virkj­ana­svæði. Aftur á móti vill hann leyfa ótæpilegt og óaft­ur­kræft jarð­rask á heið­inni.

Auglýsing

4. Friðun og breyttir sam­fé­lags­hættir

Full ástæða er til að að friða það svæði sem Nátt­úru­fræði­stofnun leggur til og í fram­hald­inu mætti gera allt svæðið að þjóð­garði. Sam­fé­lags­lega væri það afar öflug aðgerð og lík­lega eina færa leiðin til að vekja minnstu vonir um að Árnes­hreppur hald­ist í byggð. Byggja þarf upp nútíma­lega fram­tíð­ar­sýn þar sem saman flétt­ast nátt­úra, menn­ing og vit­und um breyti­lega lífs­hætti í sam­búð manns og nátt­úru. Menn verða að gera sér grein fyrir að trúin á stór­virkar vinnu­vélar er að líða undir lok og allar land­nytjar eru breyt­ingum háð­ar.

Sam­fé­lags­hættir og menn­ing geta staðnað og trénað og þá er skammt í auðn og enda­lok. Flótt­inn úr afskekktum byggðum hefur staðið yfir lengi, Horn­strand­ir, Flat­eyj­ar­dal­ur, Fjörður og Flatey á Skjálf­anda. Nú er ótt­ast að Bakka­fjörður stefni í sömu átt og jafn­vel fleiri byggð­ar­lög á Aust­fjörðum og Norð­aust­ur­horn­inu. Marg­vís­leg hlunn­indi gerðu þessi svæði byggi­leg öldum sam­an. Frum­fram­leiðslu­greinar á borð við land­búnað og sjáv­ar­út­veg standa þar ekki lengur undir nútíma­legum lífs­háttum og sama gildir um Árnes­hrepp. Fjár­búin týna töl­unni og smá­báta­út­gerð bygg­ist á aðkomu­bátum yfir hásum­ar­ið. Varla dettur nokkrum manni í hug að virkjun Hvalár breyti því. Eða ætla nýhættir fjár­bændur að byrja fjár­bú­skap aftur fullir bjart­sýni ef virkjað verð­ur? Í raun fylgir engin raun­veru­leg inn­spýt­ing með virkj­un­inni, nema máln­ing á skóla­hús þar sem ekk­ert skóla­hald er leng­ur, ein­hverjar útsvars­tekj­ur, engin störf (virkj­unin verður mann­laus), veg­ar­spotti út í óbyggðir (úr Tré­kyllis­vík í Ófeigs­fjörð), og hugs­an­lega betra net­sam­band og raf­magn (þriggja fasa) eftir skringi­legum króka­leiðum sem sjálf­sagt er að sé útvegað hvort sem er. Engin ný hugsun eða sýn um fram­tíð þessa sam­fé­lags.

Vand­inn er ein­fald­lega sá að sjálf hug­myndin um virkjun sem hálm­strá byggð­ar­lags er einmitt sprottin úr gam­al­dags hug­myndum um land­nytjar og búskap­ar­hætti sem ekki eiga lífs­von. Sú björgun sem menn sjá í Hval­ár­virkj­un, Vest­ur­verki, Alt­erra, Inn­ergex (eða hvaða stór­fyr­ir­tæki það nú er sem á þetta) og græna ridd­ar­anum Ross Beaty er einmitt á for­sendum óbreyttra lífs­hátta sem fólk er að leggja að baki. Eina fram­tíð­ar­sýnin er áfram­hald­andi búskapur og jafn­vel hvarflar að manni að odd­vit­inn reikni svosem ekk­ert frekar með að byggðin hald­ist við í hreppnum til fram­búð­ar. Ógöng­urnar eru aug­ljós­ar, óbreyttir lífs­hættir ganga ekki lengur en sam­band byggð­ar­lags­ins við umheim­inn skiptir öllu máli. Það getur verið af ýmsum toga og þar kann að leynst von­ar­glæta.

Þessi þró­un, eyð­ing byggð­ar­laga, hefur verið óhjá­kvæmi­leg en þó getur margt breyst með nýrri hugsun og breyttum aðstæðum sem geta breytt lífs­hátt­um. Eins og málin standa nú er ólík­legt að Árnes­hreppur lifi af þá orra­hríð sem gengið hefur yfir. Hugs­an­lega mætti þó byggja upp nútíma­leg lífs­skil­yrði með var­an­legum hætti þó að sam­fé­lagið sé fámennt. En það gæti þá aðeins orðið á for­sendum nýrra líf­daga í krafti þeirra töfra sem svæðið býr yfir. Aðdrátt­ar­afl þess er sterkt en mundi óhjá­kvæmi­lega skerð­ast gróf­lega með virkj­un. Með stofnun þjóð­garðs opn­ast hins vegar mögu­leikar á nútíma­legri upp­bygg­ingu þar sem umbreyta mætti töfrum nátt­úru, menn­ingar og sögu í sköp­un­ar­kraft frum­byggja og aðfluttra íbúa sem sækja þangað inn­blást­ur. Virkja mætti aðdráttaf­lið með þjóð­garði í bland við ferða­þjón­ustu og nýjar leiðir í hlunn­inda­nýt­ingu, búskap, sjó­sókn og full­vinnslu afurða. Það væri heima­fengin verð­mæta­sköpun í sjálf­bærri sam­búð við nátt­úr­una. Kannski er ekki of seint að hefja slíka veg­ferð, að byggja upp sam­fé­lag vellíð­un­ar, sam­stöðu, sam­ræðu, milli heima­manna og umheims­ins, í þeirri sátt við nátt­úr­una sem við­geng­ist hefur þar um ald­ir, vit­an­lega að því til­skildu að séð sé fyrir sjálf­sögðum lífs­skil­yrðum á borð við sam­göng­ur, almenni­legt raf­magn og net­sam­band.

5. Ný fram­tíð?

Í Árnes­hreppi býr gott fólk og góð­viljað í sér­stæðu sam­fé­lagi sem einmitt ein­kennd­ist af sam­stöðu þangað til auð­hyggjan hélt inn­reið sína og rak inn fleyg með gylli­boðum um það sem ætti að vera sjálf­sögð rétt­indi. Til lengdar mun slíkt sam­fé­lag ekki þríf­ast og dafna öðru­vísi en með áhuga þeirra sem þangað koma til lengri eða skemmri tíma. Ekki þyrfti að leggja nema örlítið brot af þeim upp­hæðum sem varið er til að þjóna undir stór­iðju­upp­bygg­ingu, til að koma á fót áhuga­verðum verk­efnum sem gætu fleytt Árnes­hreppi áleið­is. Slíkt yrði þó seint mælt á þann hag­ræna mæli­kvarða sem menn hengja sig gjarnan í þegar rætt er um stór­fram­kvæmdir sem yfir­leitt eru þó þannig að gróð­inn fer til stór­fyr­ir­tækj­anna en ekki heima­manna.

Sjálfur hef ég haft áhuga á Árnes­hreppi síðan ég kynnt­ist þeim magn­aða karli Jóni Guð­munds­syni lærða, sem fædd­ist í Ófeigs­firði árið 1574, þeirri jörð sem nú stendur til að selja vatns­rétt­indi undan fyrir þrjá­tíu silf­ur­pen­inga. Jón bjó líka í Tré­kyllis­vík þar til hann var hrak­inn í burtu og hund­eltur af helsta valds­manni Vest­fjarða, mold­ríkum skyn­sem­is­hyggju­manni í hinum þrönga hagn­að­ar­skiln­ingi orðs­ins. Nú er Ara Magn­ús­sonar í Ögri helst minnst fyrir ofsóknir á hendur Jóni lærða.

Ég hef und­an­far­inn ára­tug staðið fyrir alþjóð­legum sum­ar­nám­skeiðum á háskóla­stigi um ýmis til­brigði við sam­búð manns og nátt­úru, kennd við Svart­ár­kot í Bárð­ar­dal. Vegna þess að mér er að takast að fleyta orðstír Jóns lítið eitt út fyrir út fyrir land­stein­ana, hef ég hug á að halda um hann nám­skeið í Árnes­hreppi á næstu miss­erum og jafn­vel fleiri en eitt. Náms­dvöl útlend­inga er þó ekki óþekkt í hreppnum því sumar voru 80 útlend­ingar þar á merki­legu nám­skeiði um Bjólfs­kviðu á vegum skóla sem kall­ast Orp­han Wis­dom og er rek­inn af Kanada­mann­inum Stephen Jenk­in­son í sam­starfi við Elínu Öglu Briem þjóð­menn­ing­ar­bónda sem einmitt hefur sest að í Árnes­hreppi vegna þess sér­stæða aðdrátt­ar­fls sem svæðið hef­ur. Starf­semi skól­ans bygg­ist á skiln­ingi á hinu víða sam­hengi í sam­búð manns og nátt­úru og ekki síst ábyrgri umgengni við land­ið. Nýta þurfti allt gisti­rými í sveit­inni í þá fimm daga sem námskeiðið stóð yfir og auk þess gisti hluti hóps­ins í tjöld­um. Snar þáttur í nám­skeið­inu fólst í því að þátt­tak­endur kynnt­ust staðnum og íbúum og lifðu af heima­fengnum gæð­um, sauð­fjár­af­urðum og fiski.

Margt svipað væri hægt að gera til að efla ferða­mennsku á svæð­inu í sam­floti við aðra upp­bygg­ingu sem drepið var á hér að fram­an. Inn­lendir og erlendir lista­menn mundu örugg­lega sækj­ast eftir dvöl í Árnes­hreppi væri hún í boði. Mig langar af ein­lægni til að leggja mitt litla lóð á vog­ar­skál­arnar til að stuðla að nýjum tímum í Árnes­hreppi. En verði af virkjun er ég smeykur um að slík löngun fari hratt þverr­andi hjá mér og mörgum öðr­um.

Það græna ljós sem hálf­part­inn var gefið á Hval­ár­virkjun í 2. áfanga Ramma­á­ætl­unar árið 2011 var á grunni upp­lýs­inga­skorts og ein­hvern­veg­inn virð­ist vondum málum oft vera komið áleiðis á Íslandi í krafti for­hertrar van­þekk­ing­ar. Nú er kom­inn tími til að byggja upp þekk­ingu og heild­stæða sýn á sam­búð manns og nátt­úru. Starf­semi af þeim toga í Árnes­hreppi mundi leggja lið brýnum umhverf­is­málum heims­ins um leið og hún gæti stutt við nýja upp­bygg­ingu. Því mætti spyrja hinn almenna Árnes­hrepps­búa: Er fólk sam­mála mál­flutn­ingi tví­menn­ing­anna kjaft­foru sem drepið var á hér í upp­hafi? Vill fólk virki­lega halda dauða­haldi í vafa­saman virkj­un­ar­draum og óbreytta sam­fé­lags­hætti sem naum­ast eiga sér lífs­von, frekar en að taka fagn­andi býsna víð­tækum vel­vilja margra sem lagt geta hönd á plóg­inn um endu­reisn Árnes­hrepps? Einmitt nú hefur fólk hrað­vax­andi áhuga á breyttum lífs­háttum vegna þeirra ógangna í umhverfismálum sem tíund­aðar voru hér að fram­an. Því væri jafn­vel hægt með stuðn­ingi og þol­in­mæði að þróa öfl­uga fræðslu­starf­semi og mennta­ferða­þjón­ustu á slóðum Jóns lærða sem gæti, í sam­floti við þá búskap­ar­hætti sem fyrir eru, stofnun þjóð­garðs, almenna ferða­þjón­ustu og nýstár­lega hlunn­inda­nýt­ingu, laðað að fólk og stuðlað að upp­bygg­ingu líf­væn­legs sam­fé­lags. Svart­ár­kot og Ófeigs­fjörður eru litlir punktar á alheimskort­inu en vegna sér­stöðu sinn­ar, töfra og aðdrátt­ar­fls geta þeir fengið víð­tæka merk­ingu í stóra sam­heng­inu.

Höf­undur er sjálf­stætt starf­andi bók­mennta­fræð­ingur og áhuga­maður um menn­ing­ar­sögu Stranda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar