Vinalaus og rekinn úr píratasamfélaginu?

Hallgrímur Hróðmarsson fjallar um stöðu Vinstri grænna í stjórnmálalandslagi dagsins í dag. Hann telur að gagnrýni frá degi til dags megi vera hörð en forðast beri óvægna og óréttláta gagnrýni.

Auglýsing

Ég er skráður félagi hjá Pírötum og einnig hjá VG. Og ég held því áfram þar til að mér verður vísað burt úr öðru hvoru sam­fé­lag­inu. Ég þyk­ist nú vita að vinir mínir muni fyr­ir­gefa mér þó þeim finn­ist skoð­anir mínar skrýtn­ar. Eins er með Pírata – alls konar fólk þrífst innan vébanda þeirra og því munu þeir ekki grípa til örþrifa­ráða.

Að und­an­förnu hef ég mikið velt fyrir mér þeirri gagn­rýni sem núver­andi rík­is­stjórn hefur feng­ið. Nær ein­göngu eru það Vinstri grænir sem eru skamm­að­ir. Stór hluti með­lima VG og stjórn­ar­and­staðan eins og hún leggur sig segja að VG hafi svikið öll kosn­inga­lof­orðin sem þeir gáfu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. En er rétt­látt að dæma um það í dag eftir svo stutta setu í rík­is­stjórn? 

Ég held að við þurfum að gera grein­ar­mun á gagn­rýni frá degi til dags og gagn­rýni til lengri tíma. Fyrstu skref núver­andi rík­is­stjórnar lof­uðu ekki góðu, en fyrstu skrefin segja ekki allt. Gagn­rýni frá degi til dags er rétt­lát og vel við hæfi. En fólk verður einnig að horfa til lengri tíma. Það er ekki hægt að upp­fylla öll lof­orð sem gefin voru fyrir kosn­ingar – á fyrstu níu mán­uðum kjör­tíma­bils­ins. Áætlun stjórn­ar­innar til næstu ára segir okkur meira um það hvers má vænta. Og efnd­irnar á þeim lof­orðum verða lagðar í hendur kjós­enda.

Auglýsing

Óvægin gagn­rýni á Vinstri stjórn­ina

Gagn­rýni á sam­stjórn VG og Sam­fylk­ingar eftir hrun var í flestum til­fellum mjög ósann­gjörn. Það þufti að koma þjóð­ar­skút­unni á sigl­ingu aft­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Fram­sókn og Sam­fylk­ing báru mesta ábyrgð á árunum fyrir hrun – þegar skútan fór á hlið­ina. And­vara­leysi og rangar ákvarð­anir höfðu ein­kennt rík­isstjónir þess­ara flokka. Mikið og erfitt verk beið því Vinstri stjórn­ar­inn­ar. Sein­grímur Sig­fús­son fjár­mála­ráð­herra hennar orð­aði það eitt­hvað á þá leið að það þyrfti að moka flór­inn og hann vildi gjarnan taka það að sér, þó hann vissi að hann yrði eflaust hatað­isti maður á Íslandi að verki lokn­u. Ó­vægin og órétt­lát gagn­rýni á aðgerðir Vinstri stjórn­ar­innar ein­kenndi vinnu­brögð sjálf­stæð­is­manna og Fram­sókn­ar. Og því var fylgt eftir með upp­hróp­unum og mál­þófi á alþingi. Örugg­lega hefði mátt vinna öðru­vísi og betur úr aðstæð­unum sem við var að glíma. Má þar t.d. nefna að það hefði verið heilla­væn­legra að reyna að hafa minni­hlut­ann á alþingi meira með í ráð­um. Undir lok kjör­tíma­bils­ins var skútan komin á þokka­lega sigl­ingu en þing­menn B og D lista héldu áfram óvæg­inni og óréttl­atri gagn­rýni.

Og hvað gerð­ist í kjöl­far­ið? Vinstri menn töp­uðu meiri­hluta á alþingi.

Okkur er hollt að minn­ast þess­ara tíma.

Sjálf­um­gleði og grobb BD-­stjórn­ar­innar

Að loknu kjör­tíma­bili Vinstri stjórn­ar­innar kom sam­stjórn Fram­sóknar og sjálf­stæð­is­manna. Allt kjör­tíma­bil þeirrar rík­is­stjórnar ein­kennd­ist af sjá­fl­um­gleði og grobbi. BD-­stjórnin hafði jú bjargað skút­unni og minnt­ust ekk­ert á að ytri aðstæður hjálp­uðu að mestu til að koma henni á betri sigl­ingu. Að sjálf­sögðu var end­ur­reisn­ar­starfið ein­göngu þeim að þakka! Þeir minnt­ust aldrei á þátt Vinstri sjórn­ar­innar við að koma skút­unni á réttan kjöl. Guð­mundur Stein­gríms­son þing­maður Bjartrar fram­tíðar á mikið hrós skil­ið, en í einum eld­hús­dags­um­ræð­um, þegar BD stjórnin réði ríkj­um, benti hann á hve mik­inn þátt Vinstri stjórnin ætti í því að ástandið batn­aði svona mikið eftir hrun.

Engar úrbætur til þeirra sem eiga undir högg að sækja

Í umræð­unni núna frá degi til dags ber mikið á gagn­rýni á því að núver­andi stjórn hafi brugð­ist þeim sem eiga undir högg að sækja í sam­fé­lag­inu. Vissu­lega er ljóst að ef stjórn VG, Fram­sókn­ar, Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hefði kom­ist á kopp­inn, þá hefði meira verið gert í því að lag­færa ástand­ið. En hafa verður í huga að fram­sókn­ar­menn ætl­uðu aldrei í slíka stjórn. VG varð því að bregð­ast við og velja ill­skásta kost­inn – sam­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar.

Það er mjög eðli­legt að gagn­rýna núver­andi stjórn fyrir það að vinna ekki betur fyrir allan almennning í land­inu. Full­yrt hefur verið á að Katrín Jak­obs­dóttir sé ein­ungis strengja­brúða í höndum Bjarna Ben. En er ekki rétt að athuga að í sam­starfi þriggja flokka frá hægri til vinstri, þá þarf að miðla mál­um. Í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum þess­ara flokka lögðu sjálf­stæð­is­menn ofur­kapp á að hygla þeim betur settu í land­inu með skatta­lækk­unum og smán­ar­lega lágum gjöldum fyrir afnot af auð­lindum okk­ar. Einnig var lagt ofur­kapp á að borga niður skuldir rík­is­sjóðs. Það má velta því fyrir sér hvort það er besta ráðið á þeim tímum þegar svo margt þarf að gera. Í þessu sam­bandi má minn­ast til­lagna Lilju Mós­es­dóttur en hún vildi borga niður skuldir okkar eftir hrun á lengri tíma svo við þyrftum ekki að ganga svona hart fram í nið­ur­skurði í mik­il­vægum mála­flokk­um.

Áherslur VG hafa vænt­an­lega verið á annan veg og má telja að stór þáttur hafi verið fólg­inn í leið­rétt­ingu á kjörum aldr­aðra, öryrkja og barna­fjöl­skyldna. Eða almennt að bæta hag þeirra lægst­laun­uðu og einnig að bæta hag með­al­tekju­fólks. Allir flokkar á alþingi eru vænt­an­lega sam­þykkir því að byggja upp inn­viði heil­brigð­is­kerf­is­ins og skól­anna svo og að koma skikki á vega­mál­in. Ein­ungis er deilt um í hve smáum eða stórum skefum það er gert og hvers eðlis þau eiga að vera. Það er því mik­ill kostur að VG kemur að ákvarð­ana­töku um verk­lag­ið.

Rétt er að hafa í huga að gagn­rýni á rík­is­stjórn­ina á að bein­ast að flokk­unum sem að henni standa. Ef sjálf­stæð­is­menn fá ekki sinn skerf af gagn­rýni þá mun flokkur þeirra stækka á kostnað sam­starfs­flokk­anna eins og dæmin sanna.

Aðkoma rík­is­stjórnar að kjara­samn­ingum

Í kom­andi kjara­samn­ingum mun virki­lega reyna á þing­flokk VG. Hver verður aðkoma rík­is­stjórn­ar­innar að samn­ing­un­um? Aldr­aðir og öryrkjar hafa um langa hríð verið sviknir um eðli­legar hækk­anir til jafns við almennar launa­hækk­anir í land­inu. Barna­bætur hafa verið skerktar til muna. Hús­næð­is­mál eru í ólestri bæði fyrir leigj­endur og þá sem vilja kaupa eigið hús­næði.

Í stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra á dög­unum kom fram að rík­is­stjórnin telur að hún hafi lagt sitt að mörkum til að liðka fyrir samn­ing­um. En ljóst er að betur má ef duga skal.

Hægt er að reikna út hag­stæðar tölur um hækkun launa í land­inu á ákveðnum ára­bil­um. En almennt má segja að launa­hækk­unum þeirra lægst­laun­uðu og milli­tekju­fólks hefur kerf­is­bundið verið stolið með aðgerðum stjórn­valda.

Rétt­lát gagn­rýni

Gagn­rýni frá degi til dags má vera hörð. En forð­ast ber óvægna og órétt­láta gagn­rýni. Ég tala nú ekki um ef í kjöl­farið fylgir mál­þóf og upp­hróp­anir á alþingi, sem oft má líkja við hrein og klár skemmd­ar­verk.

Gagn­rýni til lengri tíma er mjög mik­il­væg. Við verðum að líta á heild­ar­mynd­ina og meta hverju ákveðnar aðgerðir skila.

Hvað ger­ist í næstu kosn­ing­um? Sam­kvæmt síð­ustu skoð­ana­könnun um fylgi flokk­anna þá má stefnir í að VG, Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Við­reisn muni fá rúm­lega 50% atkvæða. Það mun samt ekki leiða til meiri­hluta á aþingi vegna óhag­stæðrar skipt­ingar þing­sæta.

Okkur er hollt að hug­leiða: Hvað ger­ist ef sjálf­stæð­is­menn fá ekki sinn skerf af gagn­rýn­inni? Og hvað ger­ist ef við metum ekki frammi­stöðu VG að verð­leikum undir lok kjör­tíma­bils­ins?

Höf­undur er eft­ir­launa­þegi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar