Velkomin til Íslands – eða ekki!

Borghildur Sölvey Sturludóttir telur að gaman væri ef ríkið gæti tæklað ákvarðanir sínar í takt við það sem nútíma skipulagsmál snúast um, ef t.d. húsnæðismál og lagabreytingar tækju mið af nýtingu lands, aðgengi og upplifun í augnhæð fólks.

Auglýsing

Við byrjum í Dan­mörku en nýjir borg­arar í Árósum eru ævin­lega boðnir vel­komnir á borg­ara­skrif­stofu borg­ar­innar – Dokk1. Hér skráir þig þú inn er þú flyt­ur, en hér er jafn­framt boðið uppá fjöl­breytta þjón­ustu – hér er hægt að sækja um leik­skóla­pláss, vega­bréf og breyta lög­heim­ili. Afgreiðslu­tím­inn er líka breyti­legur – þannig að það er hægt að sækja þjón­ustu utan vinnu og skóla­tíma. Margt af þessu er sann­ar­lega hægt að gera raf­rænt – en við flutn­ing til borg­ar­innar gerir þú grein fyrir þér hér. Hér er líka stærsta bóka­safn borg­ar­innar (hæ mennta­mála­ráð­herra og átak í lestri!), nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki geta leigt aðstöðu, Borg­ar­línan keyrir hér undir og með­fram höfn­inni. Og rús­ínan í pylsu­end­anum – hér er stórt málm­rör (lista­verk) sem kveður mik­inn og kraft­mikið hljóm í hvert skiptir sem að nýr borg­ari fæð­ist á fæð­ing­ar­deild Árósar – vel­komin til Árós­ar, all­ir!

Það er hægt að skrifa líka þykkan doðr­ant um þetta hús – þó svo að það hefði verið hægt að útfæra það á marga vegu þá er styrkur þess stað­setn­ingin í mið­borg­inni. Hér endar áin sem er kenni­mark borg­ar­inn­ar, kant­ur­inn og höfnin faðma húsið og svo fær það að vera á sínum tíma, líkt og Dóm­kirkjan hér stein­snar frá – er frá sínum tíma. Í Árósum búa aðeins fleiri en á öllu Íslandi og því er skal­inn auð­veldur fyrir okkur eyja­búa sem hingað kom­um.

Og skiptir þetta ein­hverju máli – skiptir ein­hverju máli hvernig borg og umhverfi tekur á móti okk­ur?

Auglýsing

Já – það skiptir öllu máli ætla ég að full­yrða. Allar ákvarð­anir sem að ríki og sveita­fé­lög taka í formi aðgeng­is, upp­lýs­inga og lög­bund­innar skildu – skiptir öllu máli í okkar dag­lega lífi. Við­horf, augn­sam­band, traust – að vera vel­kom­in!

Og hvernig skipu­leggur svo „rík­ið“ á Íslandi, hvernig stað­setur ríkið þjón­ustu sína og hugsar um aðgeng­ið?

Tökum nýj­ustu laga­breyt­ingu (nr.80/2018 ný lög um lög­heim­ili) en þar seg­ir: Við til­kynn­ingu flutn­ings til Íslands skal sá sem flytur koma í afgreiðslu Þjóð­skrár Íslands eða á skrif­stofu við­kom­andi lög­reglu­emb­ætt­is, sanna á sér deili og skrá lög­heim­ili sitt. Skal fram­vísa gildum per­sónu­skil­ríkjum við skrán­ingu.

Þegar að sýslu­menn á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru sam­ein­aðir þá var lík­lega verið að leita að hag­kvæmu hús­næði, góðri leigu, nægum bíla­stæðum og mögu­lega miðju út frá land­fræði­legri stað­setn­ingu. Hús­næði í Kópa­vogi varð fyrir val­inu en ég hvet ykkur til að prófa að kom­ast þangað í strætó með 3 börn og end­ur­nýja vega­bréf án þess að missa meira en hálfan vinnu­dag úr skóla og vinnu.

Og hvaða skila­boð er verið að senda almenn­ingi, nýjum og grónum borg­urum lands­ins ef að við ætlum að láta lög­reglu­emb­ættið sjá um þessa skrán­ingu – með fullri virð­ingu fyrir lög­regl­unni þá hefði ég haldið að þetta ætti frekar heima á bæj­ar­skrif­stofum sveita­fé­laga.

En mikið væri nú samt gaman ef að „rík­ið“ gæti tæklað ákvarð­anir sínar í takt við það sem að nútíma skipu­lags­mál snú­ast um, ef að t.d. hús­næð­is­mál og laga­breyt­ingar taki mið af nýt­ingu lands, aðgengi og upp­lifun í augn­hæð fólks en ekki í gegnum bíl­rúð­ur. Það hefur sjaldan verið eins nauð­syn­legt og nú að skoða hvar og hvernig við mæt­umst sem mann­eskj­ur. Hvernig við hitt­umst og þar skiptir við­mót og fyrstu kynni miklu máli. Gerum ekki bara eitt­hvað – gerum vel og betur fyrir fólk en ekki stofn­anir og gömul kerfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar