Dólgastjórnmál

Sverrir Mar Albertsson skrifar um dólga í stjórnmálum sem höfða, því miður, til alþýðu sem upplifir að stjórnmálaelítan hafi yfirgefið hana.

Auglýsing

Ungur gyð­ing­ur, Walter að nafni, skaust að kvöld­lagi 1933 á milli hverfa í Berlín til að heim­sækja frænd­fólk. Hann kom á áfanga­stað náfölur og skjálf­andi og hróp­aði upp að hann væri and­set­inn. Hann hafði á leið sinni skyndi­lega komið að fjölda­fundi nas­ista og í stað þess að forða sér hafði hann treyst á „arískt“ útlit sitt og tekið þátt í fund­in­um.

Fljót­lega var hann far­inn að syngja með og rétti út arm­inn og öskr­aði „sieg heil“ - og þá gerði hann sér grein fyrir því að hann var far­inn að hríf­ast af hug­mynda­fræði sem honum var vits­muna­lega and­styggi­leg og bein­línis beind­ist að honum sjálfum og hans hags­mun­um. Þetta kemur fram í frá­sögn hag­fræð­ings­ins Eyal Winter og er upp­rifjun af æskuminn­ingum föður hans.

Þegar við fjöllum um stjórn­mál förum við oft­ast í rök­ræðu og látum sem stjórn­mál ráð­ist af skyn­semi og stað­reynd­um. Dólga­stjórn­mál – sem nú njóta vax­andi fylgis víða um heim - láta hins vegar stað­reynd­ir, sið­ferði og rök­semdir lönd og leið og byggja á til­finn­ing­um.

Auglýsing

Rök vs. Til­finn­ingar

Sigur Bol­son­aro í for­seta­kosn­ingum í Bras­ilíu er nýjasta vís­bend­ingin um sig­ur­göngu dólganna í stjórn­málum heims­ins. Bol­son­aro er af sama meiði og Orbán í Ung­verja­landi, Putin í Rúss­landi og Trump í Banda­ríkj­unum og þeir eiga fjölda félaga. Þessir menn eru full­trúar nýrra tíma í stjórn­málum eða öllu heldur end­ur­vakn­ingar þjóð­ern­is­of­stopa og ofbeld­is­stjórn­mála.

Dólgarnir vaða uppi á grund­velli ein­faldrar hug­mynda­fræði og í skjóli þess að hefð­bundnir borg­ara­legir flokkar - bæði til hægri og vinstri - eru hug­mynda­fræði­leg þrota­bú. Innan hefð­bundnu flokk­anna situr fólk í eigin berg­máls­helli og sann­færir hvert annað um hversu gáfað það sé og hversu rétt­mætar og sið­legar hug­myndir þau hafa og hversu miklum árangri þau hafa náð. Á meðan halda dólgarnir fjölda­fundi með fólki og selja þeim hug­myndir og afla sér fylg­is. „Sið­legu“ stjórn­mála­menn­irnir tala ekki við fólk – heldur til fólks.

Dólga­stjórn­málin byggja á hug­mynda­fræði sem nær flugi – auð­meltri og gríp­andi. Því miður virð­ast þessar hug­myndir oftar byggja á nei­kvæðum gildum en jákvæð­um. Ótti og hatur eru þannig grunnur dólga­stjórn­mála en jafn­framt segj­ast dólgarnir hafa lausnir sem eru ein­faldar og skil­virk­ar.

„Make Amer­ica great aga­in“ er dæmi­gert slag­orð sem kveikir í fólki – snertir alla til­finn­inga­flet­ina. Brexit er annað dæmi þar sem kosn­inga­bar­áttan var á milli þjóð­ern­isstolts ann­ars vegar og rök­semda og stað­reynda hins veg­ar. Þjóð­ern­isstoltið vann. Vanda­málin eru Evr­ópu­sam­band­ið, klíkur og flótta­menn og stjórn­mála­el­ít­an. Lausnin – Bret­land fyrir Breta.

Óvin­irnir eru um allt – það þarf bara að velja. Inn­flytj­end­ur, flótta­menn, hommar, glæpa­menn, gyð­ing­ar, múslimar og stjórn­mála­menn. Það fer eftir aðstæðum á hverjum stað hverjir verða skot­mörk­in. Stór­karla­legar yfir­lýs­ingar selja líka. Byggjum veggi og múra, eyðum frum­skóg­inum og gerum landið okkar æðis­legt. Drepum glæpa­menn­ina og lokum „spilltu fjöl­miðl­un­um“.

Á meðan beita hefð­bundnu flokk­arnir fyrir sig rökum og töl­fræði og línu­rit­um. Þegar rök og til­finn­ingar keppa um athygli fólks vinna til­finn­ing­arnar næstum alltaf. Til­finn­ingar sem tengj­ast ótta um afkomu og von um fram­tíð eru sterkar og á þeim er hamr­að. Til­finn­ingar sem tengj­ast þjóð­erni og þar sem á ein­hvern hátt er reynt að upp­hefja suma á kostnað ann­arra skora feitt hjá sem upp­hafðir eru.

Dólgarnir hafa því miður oft nokkuð til síns máls. Þeir höfða til alþýð­unnar – verka­fólks og milli­stétt­ar. Fólks sem upp­lifir að „stjórn­mál­el­ít­an“ hafi yfir­gefið það. Alþýðu­fólk stendur frammi fyrir vanda­málum og ótt­ast fram­tíð­ina.

Stjórn­mála­fólk er frekar leið­in­legt fólk!

Störf þess eru í hættu vegna alþjóða- og tækni­væð­ingar og fólk hræð­ist að inn­flytj­endur taki störfin sem eftir verða – í skjóli frjálsrar farar launa­fólks. Afkoma fólks hefur versnað síð­ustu ár á meðan hinir ofur­ríku lifa í nán­ast ólýs­an­legum lystisemdum og öll auð­æfin eru að safn­ast á fárra hendur - allt saman vel falið í skatta­skjólum og leiðin þangað greið með „frjálsum fjár­magns­flutn­ing­um“.

Stjórn­mála­el­ítan – þessi mark­hópur hat­urs sem vel gengur að merkja sem skot­skífu – er mjög sam­leitur hóp­ur. Fólkið hefur sams konar mennt­un, umgengst sama fólk­ið, les sömu bækur og fræði­greinar og horfir á sama efni í fjöl­miðl­um. Þessi hópur sem hefur tekið að sér að stjórna sam­fé­lag­inu – lifir mjög ein­angr­uðu lífi og ágrein­ingur er einna helst í kringum kosn­ing­ar.

Flestir stjórn­mála­menn af hinum „hefð­bundna merg“ eru frekar leið­in­legt fólk. Það heldur yfir manni langar og leið­in­legar ræður stút­fullar af alls kyns stað­reyndum og vitnar í skýrslur og rýni­hópa máli sínu til stuðn­ings. En að það veki hjá manni von um betra sam­fé­lag er fjarri lagi.

Það má vera að það hafi mikið til síns máls – en það skiptir samt engu. Ein­hvern tíma voru skilti við þjóð­vegi ein­hvers staðar í heim­inum sem sögðu „það getur vel verið að þú sért í rétti – en þú ert samt dauð­ur­“.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri AFLs starfs­greina­sam­bands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar