Nýir miðlar og lýðræðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallar um tæknibyltinguna og áhrif hennar á einstaklinga og samfélagið. Hún segir að tækifærin sem felast í tæknibreytingunum þurfi að nýta með ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja lýðræðið.

Auglýsing

Nú á dögum nýrra sam­skipta­miðla er mik­il­vægt að hafa í huga að allir miðlar móta skila­boðin og laga að sér. Þetta eru gömul sann­indi, Kanada­mað­ur­inn Mars­hall McLu­han, orð­aði það ein­fald­lega svona: „Mið­ill­inn er skila­boð­in.“ Þetta þurfum við að hafa í huga núna sem lifum óvenju­lega tíma þar sem sann­kölluð bylt­ing hefur orðið í upp­lýs­inga­tækni, þar sem aðgengi að upp­lýs­ingum hefur aldrei verið greið­ara og meira en um leið hefur sjaldan verið flókn­ara að greina kjarn­ann frá hism­inu í öllu upp­lýs­inga­streym­inu, þar sem jafn auð­velt er að dreifa röngum stað­reyndum og rétt­um.

Nýir miðlar hafa breytt skila­boð­un­um. Umræða á vett­vangi alþjóða­stjórn­mála verður núna að rúm­ast innan 280 bók­stafa á Tíst­inu og nán­ast dag­lega eru fluttar fréttir af því sem valda­mesta fólk heims segir á þeim miðli. Sjálf­sagt hefði Sesar blómstrað því að „Ten­ingnum er kastað“ passar í formið en hann skrif­aði raunar líka langar bækur um póli­tík sína.

Það blasir auð­vitað við að hætta er á að röngum upp­lýs­ingum sé dreift vís­vit­andi til þess eins að skapa glund­roða og grafa undan lýð­ræð­inu. Á fundi Norð­ur­landa­ráðs í síð­ustu viku kom fram að ekki væri óal­gengt að röngum upp­lýs­ingum væri til dæmis dreift um mál­efni inn­flytj­enda til að auka spennu og ósætti milli ólíkra hópa í sam­fé­lag­inu. Ný tækni gerði þetta mun auð­veld­ara en áður þar sem sam­fé­lags­miðlar sköp­uðu jarð­veg fyrir sam­fé­lag þar sem ólíkir hópar halda til í afar ólíkum kimum nets­ins og byggja líf­sýn sína á mjög ólíkum upp­lýs­inga­grunni. Norð­ur­löndin væru sér­lega við­kvæm fyrir þess­ari þróun einmitt vegna þess að almennt ríkti mikið traust milli fólks og fólk væri því til­bún­ara til að treysta því sem það læsi á net­inu.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­bylt­ingin sem nú stendur yfir er hvorki sú fyrsta né sú síð­asta. Við höfum séð slík umskipti í miðlun upp­lýs­inga áður. Þegar rit­málið leysti munn­lega geymd af hólmi og nýir menn tóku völdin á Íslandi í upp­hafi Sturl­unga­ald­ar. Þegar prent­smiðjur leystu af hólmi hand­rita­skrif­ara og mestu völdin söfn­uð­ust til þeirra sem réðu yfir prent­smiðj­un­um. Það er því mik­il­vægt að við séum með­vituð um að slík umskipti í miðlun upp­lýs­inga getur líka haft í för með sér breyt­ingar á sam­fé­lagi og stjórn­mál­um.

Til­koma sam­fé­lags­miðla hefur ger­breytt skynjun allra á veru­leik­an­um. Á sama tíma og allt virð­ist geymt í minni alnets­ins virð­ist minni mann­fólks­ins geyma æ minna. Umræðan snýst iðu­lega einkum um líð­andi stund, áreitið er stöðugt og hvert umræðu­efni lifir skammt.

Við höfum dæmi um leyni­þjón­ustur sem söfn­uðu ótrú­legu magni upp­lýs­inga um náung­ann á tutt­ug­ustu öld­inni en hvernig er þetta nú? Því hefur verið haldið fram að 21. öldin sé drauma­heimur leyni­þjón­ust­unn­ar, sann­kölluð veisla, vegna þess að ein­stak­ling­ur­inn hefur lagt fram svo ótrú­legt magn upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum sem virka nán­ast eins og staf­ræn alsjá.

Allir þekkja frægt slag­orð Nokia, „Tengir fólk“, og vissu­lega er það svo að við erum nán­ast öll tengd alnet­inu. En erum við tengd hvert öðru? Eða hafa tengslin milli fólks í sama her­bergi ef til vill aldrei verið minni á meðan hver er í sínum netheimi? Og eru tengsl á net­inu per­sónu­leg þannig að þau veiti fólki nauð­syn­lega nánd? Áttu vini ef besti vinur þinn er bara alias á net­inu sem þú hefur aldrei séð? Það vekur eft­ir­tekt að sam­hliða þess­ari þróun á sam­fé­lags­miðlum má greina aukna and­lega van­líð­an, ekki síst hjá ungu fólki. Ég get ekki lagt mat á það hvort hún teng­ist þessum breyttu sam­skipta­háttum og tækni­þróun en mitt í þessu öllu hafa bresk stjórn­völd til dæmis stofnað ráðu­neyti ein­mana­leik­ans sem svar við því að æ fleiri Bretar eru ein­mana og líður illa í ein­mana­leik­an­um.

Það líður ekki sá dagur að fjöl­miðlar beri ekki á borð end­ur­sögn á því hvað hafi verið sagt á ýmsum sam­fé­lags­miðlum þann dag­inn, ekki þó eftir hverjum sem er heldur útvöldum skoð­ana­leið­togum sem blaða­mað­ur­inn telur mik­il­væga. Í breyt­ingum af þessu tagi græða ein­hverjir en aðrir eru jað­ar­sett­ir.

Við þurfum að huga að ýmsu til að bregð­ast við þessum breyt­ingum sem hafa orðið og munu verða. Það er mik­il­vægt að tryggja fag­legum fjöl­miðlum gott rekstr­ar­um­hverfi og kannski hefur það aldrei verið mik­il­væg­ara en einmitt nú.

Við­brögð skóla­kerf­is­ins við tækni­bylt­ing­unni eru líka mik­il­væg og þau eiga meðal ann­ars að snú­ast um aukna tækni­menntun eins og for­ritun en þau mega ekki ein­ungis snú­ast um hana. Það er ekki síður mik­il­vægt að rækta enn frekar þá þætti sem fjallað er um í aðal­námskrá og snú­ast um lýð­ræð­is­mennt­un, menn­ing­ar­læsi, sál­fræði­þekk­ingu og gagn­rýna hugs­un.

Stjórn­málin þurfa að vera með­vituð um þessar breyt­ing­ar. Við sem þar störfum verðum að taka til umræðu mik­il­vægi lýð­ræð­is­legra stjórn­mála­hreyf­inga og þing­ræð­is­ins. Við megum ekki leyfa breyt­ing­unum að grafa undan lýð­ræð­is­legum stofn­unum og aðferðum og leiða til fáræðis og fábreytni heldur verðum við að gæta þess að sam­fé­lag okkar glati ekki þeim mikla ávinn­ingi sem náðst hefur á sviði mann­rétt­inda og lýð­ræð­is, fjöl­ræðis og fjöl­breytni í þeim miklu breyt­ingum sem nú eiga sér stað.

Tæki­færin sem fel­ast í tækni­breyt­ingum okkar tíma þarf að nýta með ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja lýð­ræðið og gefi sann­an­lega fleirum rödd og tæki­færi til áhrifa en áður.

Höf­undur er for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar