Nýir miðlar og lýðræðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallar um tæknibyltinguna og áhrif hennar á einstaklinga og samfélagið. Hún segir að tækifærin sem felast í tæknibreytingunum þurfi að nýta með ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja lýðræðið.

Auglýsing

Nú á dögum nýrra sam­skipta­miðla er mik­il­vægt að hafa í huga að allir miðlar móta skila­boðin og laga að sér. Þetta eru gömul sann­indi, Kanada­mað­ur­inn Mars­hall McLu­han, orð­aði það ein­fald­lega svona: „Mið­ill­inn er skila­boð­in.“ Þetta þurfum við að hafa í huga núna sem lifum óvenju­lega tíma þar sem sann­kölluð bylt­ing hefur orðið í upp­lýs­inga­tækni, þar sem aðgengi að upp­lýs­ingum hefur aldrei verið greið­ara og meira en um leið hefur sjaldan verið flókn­ara að greina kjarn­ann frá hism­inu í öllu upp­lýs­inga­streym­inu, þar sem jafn auð­velt er að dreifa röngum stað­reyndum og rétt­um.

Nýir miðlar hafa breytt skila­boð­un­um. Umræða á vett­vangi alþjóða­stjórn­mála verður núna að rúm­ast innan 280 bók­stafa á Tíst­inu og nán­ast dag­lega eru fluttar fréttir af því sem valda­mesta fólk heims segir á þeim miðli. Sjálf­sagt hefði Sesar blómstrað því að „Ten­ingnum er kastað“ passar í formið en hann skrif­aði raunar líka langar bækur um póli­tík sína.

Það blasir auð­vitað við að hætta er á að röngum upp­lýs­ingum sé dreift vís­vit­andi til þess eins að skapa glund­roða og grafa undan lýð­ræð­inu. Á fundi Norð­ur­landa­ráðs í síð­ustu viku kom fram að ekki væri óal­gengt að röngum upp­lýs­ingum væri til dæmis dreift um mál­efni inn­flytj­enda til að auka spennu og ósætti milli ólíkra hópa í sam­fé­lag­inu. Ný tækni gerði þetta mun auð­veld­ara en áður þar sem sam­fé­lags­miðlar sköp­uðu jarð­veg fyrir sam­fé­lag þar sem ólíkir hópar halda til í afar ólíkum kimum nets­ins og byggja líf­sýn sína á mjög ólíkum upp­lýs­inga­grunni. Norð­ur­löndin væru sér­lega við­kvæm fyrir þess­ari þróun einmitt vegna þess að almennt ríkti mikið traust milli fólks og fólk væri því til­bún­ara til að treysta því sem það læsi á net­inu.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­bylt­ingin sem nú stendur yfir er hvorki sú fyrsta né sú síð­asta. Við höfum séð slík umskipti í miðlun upp­lýs­inga áður. Þegar rit­málið leysti munn­lega geymd af hólmi og nýir menn tóku völdin á Íslandi í upp­hafi Sturl­unga­ald­ar. Þegar prent­smiðjur leystu af hólmi hand­rita­skrif­ara og mestu völdin söfn­uð­ust til þeirra sem réðu yfir prent­smiðj­un­um. Það er því mik­il­vægt að við séum með­vituð um að slík umskipti í miðlun upp­lýs­inga getur líka haft í för með sér breyt­ingar á sam­fé­lagi og stjórn­mál­um.

Til­koma sam­fé­lags­miðla hefur ger­breytt skynjun allra á veru­leik­an­um. Á sama tíma og allt virð­ist geymt í minni alnets­ins virð­ist minni mann­fólks­ins geyma æ minna. Umræðan snýst iðu­lega einkum um líð­andi stund, áreitið er stöðugt og hvert umræðu­efni lifir skammt.

Við höfum dæmi um leyni­þjón­ustur sem söfn­uðu ótrú­legu magni upp­lýs­inga um náung­ann á tutt­ug­ustu öld­inni en hvernig er þetta nú? Því hefur verið haldið fram að 21. öldin sé drauma­heimur leyni­þjón­ust­unn­ar, sann­kölluð veisla, vegna þess að ein­stak­ling­ur­inn hefur lagt fram svo ótrú­legt magn upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum sem virka nán­ast eins og staf­ræn alsjá.

Allir þekkja frægt slag­orð Nokia, „Tengir fólk“, og vissu­lega er það svo að við erum nán­ast öll tengd alnet­inu. En erum við tengd hvert öðru? Eða hafa tengslin milli fólks í sama her­bergi ef til vill aldrei verið minni á meðan hver er í sínum netheimi? Og eru tengsl á net­inu per­sónu­leg þannig að þau veiti fólki nauð­syn­lega nánd? Áttu vini ef besti vinur þinn er bara alias á net­inu sem þú hefur aldrei séð? Það vekur eft­ir­tekt að sam­hliða þess­ari þróun á sam­fé­lags­miðlum má greina aukna and­lega van­líð­an, ekki síst hjá ungu fólki. Ég get ekki lagt mat á það hvort hún teng­ist þessum breyttu sam­skipta­háttum og tækni­þróun en mitt í þessu öllu hafa bresk stjórn­völd til dæmis stofnað ráðu­neyti ein­mana­leik­ans sem svar við því að æ fleiri Bretar eru ein­mana og líður illa í ein­mana­leik­an­um.

Það líður ekki sá dagur að fjöl­miðlar beri ekki á borð end­ur­sögn á því hvað hafi verið sagt á ýmsum sam­fé­lags­miðlum þann dag­inn, ekki þó eftir hverjum sem er heldur útvöldum skoð­ana­leið­togum sem blaða­mað­ur­inn telur mik­il­væga. Í breyt­ingum af þessu tagi græða ein­hverjir en aðrir eru jað­ar­sett­ir.

Við þurfum að huga að ýmsu til að bregð­ast við þessum breyt­ingum sem hafa orðið og munu verða. Það er mik­il­vægt að tryggja fag­legum fjöl­miðlum gott rekstr­ar­um­hverfi og kannski hefur það aldrei verið mik­il­væg­ara en einmitt nú.

Við­brögð skóla­kerf­is­ins við tækni­bylt­ing­unni eru líka mik­il­væg og þau eiga meðal ann­ars að snú­ast um aukna tækni­menntun eins og for­ritun en þau mega ekki ein­ungis snú­ast um hana. Það er ekki síður mik­il­vægt að rækta enn frekar þá þætti sem fjallað er um í aðal­námskrá og snú­ast um lýð­ræð­is­mennt­un, menn­ing­ar­læsi, sál­fræði­þekk­ingu og gagn­rýna hugs­un.

Stjórn­málin þurfa að vera með­vituð um þessar breyt­ing­ar. Við sem þar störfum verðum að taka til umræðu mik­il­vægi lýð­ræð­is­legra stjórn­mála­hreyf­inga og þing­ræð­is­ins. Við megum ekki leyfa breyt­ing­unum að grafa undan lýð­ræð­is­legum stofn­unum og aðferðum og leiða til fáræðis og fábreytni heldur verðum við að gæta þess að sam­fé­lag okkar glati ekki þeim mikla ávinn­ingi sem náðst hefur á sviði mann­rétt­inda og lýð­ræð­is, fjöl­ræðis og fjöl­breytni í þeim miklu breyt­ingum sem nú eiga sér stað.

Tæki­færin sem fel­ast í tækni­breyt­ingum okkar tíma þarf að nýta með ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja lýð­ræðið og gefi sann­an­lega fleirum rödd og tæki­færi til áhrifa en áður.

Höf­undur er for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar