Stríðið við skattsvikara – 9 sóknarfæri

Þorkell Sigurlaugsson segir að fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að skattsvik sé mögulega jákvæðari leið en að þurfa að læsa glæpamennina inni með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið.

Auglýsing

Stríð stjórn­valda við skattsvik­ara hefur löngum verið erfitt, en nokkrum sinnum hefur verið farið í átak til að upp­ræta skatt­svik­in. Á síð­asta árið var lagt upp með enn eitt átakið í þessu efni og ná þannig ein­hverjum millj­örðum af þeim sem stunda þá vafasömu iðju að svíkja undan skatti.  

Ég vildi í þess­ari grein rifja það upp að í byrjun árs 2017 skip­aði þáver­andi fjár­mála­ráð­herra starfs­hóp til að greina umfang og áhrif skattsvika á íslenskan þjóð­ar­bú­skap og hvernig megi minnka svarta hag­kerf­ið. Einnig var skoðað hvernig megi reisa skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum með hlið­sjón af lögum og reglum nágranna­land­anna. Grein­ar­höf­undur var skip­aður for­maður hóps­ins og skil­aði hann af sér skýrslu 20. júní 2017. Eft­ir­far­andi atriði voru m.a. skoð­uð:

  • Mat og flokkun umfangs skattsvika.

  • Skoða kenni­tölu­flakk og hvaða reglur mætti setja um stofnun einka­hluta­fé­laga, hæfn­is­reglur stjórn­enda og úrbætur sem tengj­ast skilum á virð­is­auka­skatti.

  • Hvernig má koma í veg fyrir pen­inga­þvætti og hver hefur verið árangur af fyrri aðgerðum á því sviði?

  • Hvernig má auka sam­ráð milli stofn­ana og upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings og skapa jákvætt við­horf varð­andi eft­ir­liti og aðgerðir stjórn­valda?

  • Er á ein­hvern hátt skyn­sam­legt að setja tak­mark­anir á notkun reiðu­fjár ásamt því að kanna tækni­lega og við­skipta­lega fram­kvæmd slíkra tak­markana?

Úttektin og til­lögur starfs­hóps­ins hlutu ekki miklar athygli nema sú til­laga að taka 10.000 krónu seð­il­inn úr umferð. Fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn höfðu unun af að velta sér upp úr því, enda mikið áhyggju­efni ef gam­alt fólk mundi svelta heilu hungri vegna skorts á 10.000 krónu seðl­um.  

Eðli og umfang skattsvika

Skatt­svik skerða sam­eig­in­legan sjóðs lands­manna og valda ójafn­ræði og órétt­læti með því að skekkja með ólög­mætum hætti bæði sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja og dreif­ingu tekna og auðs milli ein­stak­linga. Athug­anir og mat á umfangi skattsvika eru ekki nýjar af nál­inni og hafa stjórn­völd með reglu­legu milli­bili falið sér­fræð­ingum að meta lík­legt umfang skatt­und­an­skota hér á landi.

Umfang skattsvika virð­ist hald­ast nokkuð stöðugt frá einum tíma til ann­ars, þótt eðli skattsvika breyt­ist yfir tíma. Fjórar athug­anir hafa verið gerðar á heild­ar­um­fangi skattsvika hér á landi síð­ustu þrjá ára­tugi. Þær hafa allar skilað svip­uðum nið­ur­stöðum um hlut­fall skattsvika af lands­fram­leiðslu og lík­legt tekju­tap ríkis og sveit­ar­fé­laga. Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu hefur umfang skattsvika und­an­farna ára­tugi verið metið á bil­inu 3 – 7% og heild­ar­tekju­tap hins opin­bera verið í námunda við 10% allt tíma­bil­ið. Miðað við nýlegri kann­anir gæti þessi tala verið lið­lega 4% af lands­fram­leiðslu, eða rúm­lega 100 millj­arðar króna miðað við 2016. Við þá upp­hæð bæt­ist tjón sam­fé­lags­ins vegna und­an­skot­inna tekna í tengslum við aflands­fé­lög, sem metin eru 16 millj­arðar króna vegna fjár­magnstekju­skatts yfir árin 2006-2009 og 42 millj­arðar vegna van­halda á auð­legð­ar­skatti á 6 ára tíma­bili 2009-2014. Sam­tals gera þetta 58 millj­arðar króna yfir 9 ára tíma­bil vegna aflandseigna.

Eftir hrun íslensku við­skipta­bank­anna í októ­ber 2008 og inn­leið­ingu fjár­magns­hafta mán­uði síðar breytt­ust aðstæður í efna­hags­líf­inu í grund­vall­ar­at­rið­um. Mjög dró úr erlendri starf­semi íslenskra fyr­ir­tækja og svig­rúm til fjár­magns­flutn­inga milli landa hvarf nán­ast að fullu. Mögu­leikar til skattsvika á þeim vett­vangi urðu því svo til að engu í einni svip­hend­ingu. Þunga­miðjan í mati á umfangi skattsvika hefur því enn á ný færst til og þáttur hefð­bund­inna atvinnu­greina auk­ist á nýjan leik.

Und­an­farna ára­tugi hafa orðið umtals­verðar breyt­ingar á íslensku efna­hags­lífi og gripið hefur verið til ýmissa ráð­staf­ana gegn skattsvik­um. Þó marg­vís­legur árangur hafi náðst eru skatta­laga­brot orðin skipu­lagð­ari og tækni­legri og geta snú­ist um umtals­verðar upp­hæð­ir, í ein­staka til­fellum um fleiri hund­ruð millj­ónir króna.

Auglýsing

Skipta má skattsvikum gróf­lega upp í eft­ir­far­andi flokka:

  • Und­an­skot frá greiðslu virð­is­auka­skatts með því að van­telja skatt­skylda veltu eða oftelja inn­skatt, t.a.m. með því að færa sér í nyt til­hæfu­lausa reikn­inga, eða með van­höldum á greiðslu fram­tal­ins skatts; Nið­ur­staða starfs­hóps rík­is­skatt­stjóra er að umfang und­an­skota í virð­is­auka­skatti hefðu numið um 12,9% á tíma­bil­inu 2010–13.

  • Und­an­skot frá greiðslu tekju­skatts af launum starfs­manna og launa­tengdum gjöld­um.

  • Van­tal­inn tekju­skattur af atvinnu­rekstri vegna of tal­ins kostn­aðar eða van­tal­inna tekna.;

  • Van­talin eða van­goldin önnur opin­ber gjöld, s.s. skattur af fjár­magnstekj­um, eða skatt­und­an­skot í tengslum við tekjur frá aflands­svæð­um.

Skatt­svik af fram­an­greindum toga eru talin umfangs­mest innan bygg­ing­ar- og verk­taka­iðn­að­ar, ferða­þjón­ustu sem og innan ann­arrar per­sónu­legrar þjón­ustu. Aukin umsvif ferða­þjón­ust­unnar hefur leitt til vax­andi skatt­und­an­skota, m.a. vegna umfangs heimagist­ing­ar, þátt­töku erlendra starfs­manna og ein­yrkja­starf­semi í grein­inni.

Far­sæl­ast er að auka upp­lýs­inga­miðl­un, eft­ir­lit og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn skattsvikum og koma þannig í veg fyrir skatt­und­an­skot. Nýta m.a. upp­lýs­inga­tækni, minnk­andi notkun reiðu­fjár og hert­ari lög­gjöf og refsiramma til að takast á við vanda­mál­ið. Of lít­ill fæl­ing­ar­máttur felst í refs­ingum og mik­il­vægt er því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir lög­brot í formi skattsvika.

9 til­lögur til að tak­marka skatt­svik

Starfs­hóp­ur­inn var með nokkrar til­lögur um aðgerðir sem ætti að ráð­ast í til að tak­marka skattsvik, sem flokka má í 9 punkta.

1. Lög­festa þarf reglur um keðju­á­byrgð. Rekja má umfangs­mikil skatt­svik og til­hneig­ingu til ólög­mætra und­an­skota til und­ir­verk­taka. Sum fyr­ir­tæki hafa nýtt glufur í virð­is­auka­skatts­kerf­inu með mark­viss­ari hætti en áður, s.s. í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu, m.a. með útgáfu til­hæfu­lausra reikn­inga. Lög­festa þarf reglur um keðju­á­byrgð svo verk­takar beri í auknum mæli ábyrgð á því að und­ir­verk­takar þeirra greiði þau opin­beru gjöld sem þeim ber. Þannig má draga úr mögu­leikum til að stunda und­an­skot skatta af þessum toga.

2. Auð­velda á aðgang að hluta­skrá einka­hluta- og hluta­fé­laga. Hluta­skrár einka­hluta- og hluta­fé­laga ættu að verði öllum opnar og aðgengi­legar gegn lág­marks­gjaldi. Þannig má stuðla að auknu gagn­sæi ein­stak­linga og fyr­ir­tækja í við­skipt­um. Aðilum verði gert skylt að skrá hjá fyr­ir­tækja­skrá nafn, kenni­tölu og heim­il­is­fang allra helstu eig­enda ásamt eign­ar­hlut þeirra og atkvæða­rétti. Þeir sem eiga í við­skiptum eiga að geta vitað við hverja er verið að eiga við­skipti og fylgj­ast með því hvort við­kom­andi eru kenni­tölu­flakk­arar eða haft beint sam­bandi við raun­veru­lega eig­endur eða stjórn­ar­menn.

3. Þrengja þarf hæf­is­skil­yrði til að stofna hluta­fé­lag og sér­stak­lega að kom­ast inn á virð­is­auka­skatts­skrá. Setja þarf sér­stakar hæf­is­reglur um aðila sem end­ur­tekið hafa verið í for­svari fyrir félög sem verða gjald­þrota, að und­an­geng­inni úttekt á umfangi þeirrar brota­starf­semi. Skorður verði settar við kenni­tölu­flakki þannig að heim­ilt verði að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann, sem telj­ast van­hæfir vegna svik­sam­legra við­skipta­hátta. Ein­stak­lingum sem hafa ítrekað brotið af sér, verði óheim­ilt að taka að sér inn­heimtu virð­is­auka­skatts og fá end­ur­greiddan inn­skatt. Slíkir síbrota­menn geta heldur ekki borið ábyrgð á ráðn­ingu starfs­manna, skila til­skyldum launa­sköttum og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum og inn­heimta skatta og gjöld fyrir rík­is­sjóð.

4. Auka þarf skil­virkni til­kynn­ing­ar­skyldra aðila og aðgerðir gegn pen­inga­þvætti. Nauð­syn­legt er að auka skil­virkni til­kynn­ing­ar­skyldra aðila um grun­sam­legar fjár­færslur eða greiðslur og hefur pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan hjá hér­aðs­sak­sókn­ara hrundið af stað átaki til að skerpa á til­kynn­ing­ar­skyld­unni. Fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skip­unin tók gildi í Evr­ópu­sam­band­inu 27. júlí 2017 og verður tekin upp í EES-­samn­ing­inn nú í októ­ber 2018. Drög að frum­varpi til nýrra heild­ar­laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka eru í vinnslu. Drögin byggja á þess­ari pen­inga­þvætt­is­til­skip­unum Evr­ópu­sam­bands­ins og við­bót­ar­þáttum sem úttekt FATF leiddi í ljós.  Al­mennt verður að telja að pen­inga­þvætti sé algeng­ast í þeim greinum sem helst not­ast við reiðufé og um veru­legar fjár­hæðir sé að ræða. Tryggja þarf að fram­kvæmd og eft­ir­fylgni lag­anna sé full­nægj­andi og á fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir meiri fjár­munum í þetta verk­efni á árunum 2019-2020.

5. Dregið verði mark­visst úr notkun reiðu­fjár. Fram að efna­hags­hrun­inu árið 2008 fór reiðufjár­notkun stöðugt minnk­andi. Þó reiðufé í umferð hafi nán­ast tvö­fald­ast í kjöl­far hruns­ins þá er Ísland meðal þeirra landa þar sem reiðufjár­notkun er hvað minnst. Eins og erlendis er lang­mest af stærri seðlum í notk­un, þótt fæstir telji sig yfir­leitt nýta slíka seðla í dag­legum við­skipt­um. Stjórn­völd eiga að styðji við þá þróun að draga úr reiðufé í umferð í þrepum á næstu árum. Það mun gera svarta hag­kerf­inu erf­ið­ara upp­dráttar ásamt því að draga úr pen­inga­þvætti og skatt­und­anskot­um. Eft­ir­far­andi var lagt til af vinnu­hópn­um:

  • 10.000 krónu seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð og í fram­haldi af því 5.000 krónu seð­ill­inn líka.

  • Hámark verði sett á leyfi­lega upp­hæð greiðslna fyrir vörur og þjón­ustu með reiðu­fé, (bæði milli ein­stak­linga og einnig milli fyr­ir­tækja t.d. verk­taka) t.d. að fjár­hæð 200.000 kr. og sam­svar­andi upp­hæð í erlendri mynt;

  • Versl­unum og þjón­ustu­að­ilum verði heim­ilt að taka aðeins við raf­rænum greiðsl­um;

  • Vinnu­veit­endum verði skylt að greiða laun með raf­rænu og rekj­an­legu greiðslu­fyr­ir­komu­lagi;

  • Við inn­lagnir og úttektir reiðu­fjár í/úr banka yfir ákveðnum fjár­hæð­ar­mörkum verði ein­stak­lingum og lög­að­ilum gert að gera grein fyrir upp­runa reiðu­fjár­ins. Fjár­hæð­ar­markið gæti verið um 200.000 kr;

  • Huga þarf að hvort almenn­ingur þurfa að hafa aðgang að raf­eyri eða ígildi debet­korts með lág­marks­kostn­að­i; 

6. Ein­falda virð­is­auka­skatts­kerfið. Öll frá­vik frá breiðum skatt­stofni og einni, almennri skatt­pró­sentu fela í sér mögu­leika eða hvata til und­an­skota frá virð­is­auka­skatti. Því er rétt að skoða til hlítar öll slík frá­vik í gild­andi skatta­lögum með það fyrir augum að bæta tekju­skil­virkni virð­is­auka­skatts­kerf­is­ins, þar á meðal að minnka bilið á milli skatt­þrepanna eða sam­eina þau. Sam­hliða þarf að skoða hversu mikið væri mögu­legt að lækka virð­is­auka­skatt­inn.

7. Stuðla þarf að bættum skilum virð­is­auka­skatts. Skoða ætti fjölgun gjald­daga vegna skila virð­is­auka­skatts þannig að þeir verði mán­að­ar­lega. Auka þarf eft­ir­lit með end­ur­greiðslum rík­is­ins á inn­skatti til fyr­ir­tækja og sér­stak­lega huga að bygg­ing­ar­iðn­aði í því sam­bandi. Stefna ber að vottun raf­rænna versl­un­ar­kerfa með sam­bæri­legum hætti og tíðkast víða erlend­is. Jafn sjálf­sagt og að vott­aðir raf­magns­mælar eru í íbúð­ar­hús­um.

8. Refs­ingar fyrir skatta­laga­brot. Refs­ingar fyrir skatta­laga­brot hafa of lít­inn fæl­ing­ar­mátt og gildir það jafnt um fésektir sem fang­els­is­dóma. Fésektir inn­heimt­ast illa og fang­els­is­dómar eru yfir­leitt skil­orðs­bundn­ir. Þetta er óheppi­legt því lög­gjaf­inn hefur ákveðið að þessi brot séu alvar­leg sbr. refsi­á­kvæði í hegn­ing­ar­lögum og skatta­lög­um. Vel innan við 10%, jafn­vel nálægt 5% af fésektum inn­heimt­ast og það verður að telj­ast alger­lega óvið­un­andi. Fulln­usta vara­refs­ingar að baki sekt­ar­refs­ingum kemur oft ekki til fram­kvæmda vegna skorts á rými í fang­els­um. Oft taka þeir sak­felldu út refs­ingu með sam­fé­lags­þjón­ustu sem yfir­leitt er ekki nema nokkrir mán­uð­ir. Hvat­inn er því mik­ill að stunda skatt­svik og ávinn­ingur af því umtals­verður og fórn­ar­kostn­aður lít­ill.

9. Sam­starf rík­is­að­ila. Auka þarf og bæta upp­lýs­inga­miðl­un, sam­starf og vinnu­ferla milli rík­is­að­ila svo sem rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, hér­aðs­sak­sókn­ara og toll­stjóra á sviði skattsvika og skatt­eft­ir­lits. Reynsla af slíku hefur verið góð á sviði toll­eft­ir­lits þar sem toll­stjór­inn, rík­is­lög­reglu­stjór­inn og lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa átt í form­legu sam­starfi. Stjórn­kerfið þarf að vera skil­virkara og máls­með­ferð skatt­yf­ir­valda og refsi­vörslu­kerf­is­ins sam­felld og sam­tvinn­uð. Nýta þarf upp­lýs­inga­tækni og raf­ræn við­skipti í enn frek­ari mæli.

Hér á eftir fer ég nánar yfir ýmis helstu atriði til nán­ari skýr­inga við til­lög­urnar hér að fram­an.

Nánar um kenni­tölu­flakk

Kenni­tölu­flakk er ein birt­ing­ar­mynd skatt­und­an­skota og birt­ist einna helst í mis­notkun á félaga­formum sem byggja á tak­mark­aðri ábyrgð hlut­hafa. Felst það í stofnun fyr­ir­tækis í sama atvinnu­rekstri og það félag sem hefur verið úrskurðað gjald­þrota til að losa und­ir­liggj­andi rekstur undan fjár­hags­legum skuld­bind­ing­um, en halda eign­um.

Áhrif kenni­tölu­flakks birt­ast m.a. í fjár­hags­legu tjóni ann­arra ein­stak­linga, fyr­ir­tækja, rík­is­sjóðs, stétt­ar­fé­laga, líf­eyr­is­sjóða og launa­manna. Getur slík hátt­semi því haft keðju­verk­andi áhrif þannig að tjón kröfu­hafa hefur áhrif á rekstur hans og jafn­vel neytt hann í gjald­þrot ásamt því að skekkja sam­keppni á mark­aði. Hafa ber þó í huga að gjald­þrot geta verið eðli­leg þegar fyr­ir­tæki eru rekin með tapi, má hér nefna rekstur nýsköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tækja sem búa við áhættu­sam­ara rekstr­ar- og starfs­um­hverfi.

Færst hefur í auk­ana að aðilar starf­ræki félög án þess að gera full­nægj­andi skil á stað­greiðslu og virð­is­auka­skatti. Þegar virð­is­auka­skatts­númer er afskráð eða rekstur er stöðv­aður þá er nýtt félag stofnað undir annarri kenni­tölu og starf­sem­inni haldið áfram. Í þessu sam­bandi má nefna að skatt­yf­ir­völd hafa orðið vör við skipu­lagða glæp­a­starf­semi í tengslum við mis­notkun á virð­is­auka­skatts­núm­er­um. Félög eru t.a.m. stofnuð ein­göngu í þeim til­gangi að gefa út til­hæfu­lausa reikn­inga með virð­is­auka­skatti á önnur félög sem nota þá reikn­inga til frá­dráttar tekjum í sínum rekstri og til að búa til end­ur­greiðslu á inn­skatti sem á sér ekki stoð í veru­leik­an­um. Þau félög sem gefa út til­hæfu­lausa reikn­inga eru oft á tíðum með litlar sem engar eign­ir.

  • Dæmi eru um að verk­takar geti kom­ist undan lög­bundnum skatt­greiðslum með því að koma ábyrgð á greiðslum skatta yfir á und­ir­verk­taka sína. Oft er um keðju und­ir­verk­taka að ræða þar sem ábyrgð á skatt­greiðslum er færð niður keðj­una með þeim afleið­ingum að skil á skatt­greiðslum verða í reynd tak­mörk­uð, eða eng­in. Slík hátt­semi teng­ist oft öðrum brot­um, s.s. greiðslu svartra launa, útgáfu til­hæfu­lausra reikn­inga og pen­inga­þvætti. Virð­ist margt benda til að þetta sé nú gert með skipu­lagð­ari hætti en áður hefur sést og um getur verið að ræða veru­legar háar und­an­dregnar fjár­hæð­ir. Má í því sam­bandi nefna að m.a. í Finn­landi gilda reglur um keðju­á­byrgð í bygg­ing­ar­iðn­aði og þar standa yfir­verk­takar skil á virð­is­auka­skatti vegna starf­semi und­ir­verk­taka. Þá má einnig nefna að í Sví­þjóð verða rekstr­ar­að­ilar með rekstur í eigin nafni að sækja um svo­kallað F-skatt­kort ætli þeir að standa sjálfir skil á stað­greiðslu opin­berra gjalda.

  • Leiðir til úrbóta

  • Mik­il­vægt er að reglur um keðju­á­byrgð verði lög­fest­ar, þannig að verk­takar beri í auknum mæli ábyrgð á skilum opin­berra gjalda und­ir­verk­taka.

  • Núgild­andi lög og reglu­gerðir um skrán­ingu félaga og virð­is­auka­skatt­skyldra aðila veita stjórn­völdum of lítið svig­rúm til þess að hindra að aðilar sem ann­að­hvort hafa verið teknir til gjald­þrota­skipta eða hafa lent á válista vegna áætl­ana á virð­is­auka­skatti, geti skráð sig í stjórn félaga og kom­ist aftur inn á virð­is­auka­skatt­skrá. Kenni­tölu­flakk þarf heldur ekki að tengj­ast gjald­þroti á þeim tíma sem það á sér stað.

  • Þrengja þarf reglur um hæfi ein­stak­linga til að stofna og vera í for­svari fyrir félög með tak­mark­aða ábyrgð. Í því sam­bandi er lagt til að heim­ilt verði að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann sem sýnt hafa af sér grófa og óverj­andi við­skipta­hætti sem stjórn­endur félaga. Í frum­varpi um breyt­ingu á lögum um hluta­fé­lög og lögum um einka­hluta­fé­lög frá 145. lög­gjaf­ar­þingi, sem ekki náði fram að ganga, var fjallað um atvinnu­rekstr­ar­bann aðila sem úrskurð­aðir hafa verið gjald­þrota. Ekki er ein­falt að setja slík lög því atvinnu­rekstr­ar­bann er alvar­leg frels­is­skerð­ing og önnur úrræði kunna að vera betri eins og að koma í veg fyrir skatt­svik­in. Ríkið getur t.d. tekið upp sjálf­stætt mat á því hvort það treystir við­kom­andi til að inn­heimta og skila virð­is­auka­skatti.

  • Efla þarf upp­lýs­inga­gjöf og fræðsla. Stuðla þarf að vit­und­ar­vakn­ingu í þá veru að kaup­endur vöru og þjón­ustu verði með­vit­aðri um bak­grunn selj­enda ásamt því auka fræðslu þeirra aðila sem t.d. fara inn á virð­is­auka­skatts­skrá. Núver­andi nám­skeið um nýja aðila í rekstri þarf að efla. Sjá norskan vef þar sem má sjá góðar hug­mynd­ir.

  • Eðli­legt er að sett verði skil­yrði um að þeir aðilar sem eru í for­svari fyrir félag með tak­mark­aða ábyrgð hafi sótt við­ur­kennt nám­skeið um stofn­setn­ingu og rekstur slíkra félaga og stað­ist þær kröfur sem þar eru gerð­ar. Nám­skeiðið verði haldið og/eða við­ur­kennt af rík­is­skatt­stjóra eða öðrum til þess bærum aðila.

Þvottur óhreinna fjár­muna

Pen­inga­þvætti er alltaf afleið­ing skatt­und­an­skota og ólög­mætrar starf­semi, en er þó sjálf­stætt refsi­vert brot sam­kvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Það er sem sagt refsi­vert að þvo pen­inga hvort sem það eru skítugir fjár­munir vegna eigin svartrar atvinnu­starf­semi eða þvotta­vélin er nýtt til að þvo ann­arra manna fé. Ákvæðið hljóðar svo:

„Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á lögum þessum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­um, eða meðal ann­ars umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­lýs­ingum um upp­runa hans, eðli, stað­setn­ingu eða ráð­stöfun ávinn­ings skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“

Pen­inga­þvætti er alþjóð­legt vanda­mál sem, með vax­andi alþjóða­væð­ingu við­skipta og frjálsu fjár­magns­flæði milli ríkja, er orð­inn stór þáttur í alþjóð­legri glæp­a­starf­semi, svo sem fíkni­efna­við­skiptum og man­sali auk fjár­mögn­unar á hryðjuverkum.

Auglýsing

Hvernig er spornað við pen­inga­þvætti? Með eft­ir­liti og refs­ingu

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur eft­ir­lit með því að aðilar sem til­greindir eru í lögum nr. 64/2006, um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka fari að ákvæðum lag­anna og reglu­gerða settra sam­kvæmt þeim. Eft­ir­litið felst meðal ann­ars í heim­ildum til að kalla eftir hvers konar gögnum og heim­ild til athug­unar á starfs­stöð.

Þá hefur neyt­enda­stofa eft­ir­lit með því að ein­stak­lingar eða lög­að­ilar sem hlotið hafa starfs­leyfi á grund­velli laga um happ­drætti eða til rekst­urs fjár­safn­anna og happ­drætta.

Til­kynn­ing­ar­skyldir aðilar sam­kvæmt lög­unum eru einnig sem dæmi lög­menn, fast­eigna­salar og end­ur­skoð­end­ur. Einnig ein­stak­lingar eða lög­að­ilar sem í atvinnu­skyni selja hluti sem greitt er fyrir með reiðufé og hafa grun um að upp pen­inga­þvætti sé að ræða.

Miklu skiptir að til­kynn­ing­ar­skyldir aðilar standi skil á til­kynn­ingum á grun um pen­inga­þvætti og í reynd eru þeir þunga­miðja eft­ir­lits­kerf­is­ins.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sókn­ara (Fin­ancial Intelli­g­ence Unit, FIU) ann­ast mót­töku til­kynn­inga á grund­velli laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þar eru upp­lýs­ingar greindar og miðlað til hlut­að­eig­andi yfir­valda til frek­ari með­ferðar ef ástæða er til, svo sem til rann­sóknar og sak­sókn­ar. Síð­ustu ár hefur verið meiri áhersla á grein­ingu þeirra til­kynn­inga sem beint er til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu áður en þær eru sendar til hlut­að­eig­andi yfir­valda.

Tak­mörkun reiðu­fjár

Fram að efna­hags­hrun­inu árið 2008 fór reiðufjár­notkun hér á landi stöðugt minnk­andi. Þó reiðufé í umferð hafi auk­ist nokkuð í kjöl­far hruns­ins þá er Ísland meðal þeirra landa þar sem reiðufjár­notkun er hve minnst. Reiðufé í umferð var ein­göngu um 1% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu til árs­ins 2008, en í kjöl­far hruns­ins tvö­fald­að­ist þetta hlut­fall og stendur í dag í um 2% af VLF. Í lok apríl 2017 voru um 52,3 ma.kr. í seðlum og mynt í umferð utan inn­láns­stofn­ana og Seðla­bank­ans. Þá nam aukn­ing reiðu­fjár á 12 mán­aða tíma­bili um 11%. Athygl­is­vert er að tæpur helm­ingur fjár­hæðar af seðlum í umferð er í 10.000 krónu seðlum og um 40% í 5.000 krónu seðl­um. Inn­leið­ing 10.000 krónu seð­ils árið 2013 olli því að hlutur 5.000 krónu seð­ils hefur minnkað stöðugt og eftir á að hyggja var lítil þörf á að taka þann seðil í notk­un.  

Stjórn­völd ættu að styðja við þá þróun og dragi úr umfangi reiðu­fjár í umferð enn frekar í mark­vissum þrep­um. Slík stefnu­mörkun er í sam­ræmi við aðgerðir á Norð­ur­lönd­un­um, sem og áherslur innan Evr­ópu. Mark­miðið með tak­mörkun reiðu­fjár er að gera svarta hag­kerf­inu erf­ið­ara upp­dráttar með því að tor­velda mögu­leika ein­stak­linga og fyr­ir­tækja til skatt­und­an­skota og draga þar með úr pen­inga­þvætti. Þá eru slík þróun í takt í við tækni­þróun sam­tím­ans.

Hröð tækni­þró­un, raf­ræn greiðslu­miðlun og ýmsar snjall­tækja­lausnir, hafa ýtt undir þau sjón­ar­mið að tækni­lega væri unnt að draga veru­lega úr notkun reiðu­fjár. Þrátt fyrir mikla þróun á raf­rænum greiðslu­miðlum hefur ekki komið fram greiðslu­mið­ill sem hefur alla eig­in­leika reiðu­fjár. Lík­legt er því að reiðufé verði áfram í notkun um ein­hvern tíma. Með til­komu „blockchain“ tækn­innar kom eina raf­ræna mynt­in, sem næst kemst seðl­um, Bitcoin til sög­unn­ar. Tæknin bygg­ist á dreifðum netum þar sem haldið er utan um eign­ar­hald (sem geta verið pen­ingar eða eitt­hvað ann­að) og það skrá­sett í gegnum deiliskrá (e. shared services). Þannig þarf ekki að fara í gegnum þriðja aðila eins og Reikni­stofu bank­anna. Með þess­ari tækni opn­ast mark­að­ur­inn fyrir önnur fyr­ir­tæki en banka að stunda t.d. greiðslu­miðlun eða gefa út greiðslu­mið­il. Vonir standa til að kostn­aður við greiðslu­miðlun og líkur á svikum muni lækka. Notk­unin er á til­rauna­stigi og enn sem komið er glímir Bitcoin við veru­legar geng­is­sveiflur auk þess sem gjald­mið­ill­inn er almennt ekki sam­þykktur í verslun með vörur og þjón­ustu. Gjald­mið­ill­inn er bann­aður í til­teknum ríkj­um. Raf­eyrir sem myndi gegna sam­bæri­legu hlut­verki seðla og mynta er í skoðun hjá fjölda seðla­banka og hefur Seðla­banki Íslands m.a. verið að skoða mögu­leika í því efni og þró­un­ina erlend­is. Sjá hér.

Fyr­ir­tæki eru að þróa nýjar greiðslu­miðl­un­ar­lausnir, t.d. snerti­lausar greiðsl­ur, snjall­síma­greiðslur o.fl. Sem dæmi má nefna að þegar við­skipta­vinur greiðir fyrir vöru á Amazon mun Amazon geta kallað eftir upp­lýs­ingum um stöðu á reikn­ingi og fram­kvæmt greiðsl­una án milli­göngu fyr­ir­tækja eins og Payp­al, Visa og Master Card. Sím­inn er að mörgu leiti einnig að taka yfir sem greiðslu­tæki í stað kredit- eða debet­korta. Þetta mun án efa umbylta mark­aðnum og búast má við mik­illi vöru­þróun og sam­keppni sem ætti að leiða til auk­inna greiðslu­miðl­un­ar­mögu­leika fyrir neyt­endur og lægra verðs.

Hug­myndir um tak­mörkun reiðufjár­notk­unar eru hvorki nýjar né óum­deild­ar. Helsta sér­kenni og kostur reiðu­fjár er ein­fald­leik­inn, þæg­indin og órekj­an­leik­inn sem felst í við­skiptum með reiðu­fé. Notk­unin snýr þannig að per­sónu­vernd og einka­málum hvers og eins. Í flestum til­fellum eru við­skipti með reiðufé lög­leg og eðli­leg, en því miður getur helsti kost­ur­inn við notkun reiðu­fjár, eins og t.d. órekj­an­leik­inn, verið stærsti ókost­ur­inn þar sem reiðufé er mis­notað til pen­inga­þvætt­is, fjár­mögn­unar hryðju­verka og und­an­skota frá skatti.

Þró­unin á Norð­ur­lönd­unum

Nokkuð er síðan stjórn­völd á Norð­ur­lönd­unum hófu að draga úr notkun reiðu­fjár með mark­vissum hætti. Sem dæmi má nefna að víða er ekki hægt að greiða fyrir almenn­ings­sam­göngur og smá­vörur af götu­sala, nema með korti eða snjall­greiðslu. Ekki er hægt að greiða fyrir vörur í mörgum flug­vélum nema með greiðslu­korti. Aug­ljóst hag­ræði er af því að losna við notkun seðla. Það hraðar afgreiðslu, eykur öryggi og losar ein­stak­linga og versl­un­ar­að­ila við mikið umstang. Sví­þjóð er lengst á veg komið að tak­marka notkun reiðu­fjár og þar er mark­miðið með tak­mörkun reiðufjár­notk­unar að draga úr pen­inga­þvætti ásamt því að vera liður í aðgerðum gegn hryðju­verk­um.

Í Dan­mörku hefur verið sett eins konar þak á greiðslur með reiðu­fé. Þakið er um 150.000 kr. (10.000 DKK) og þó greiðslur yfir hámark­inu séu leyfi­legar þá tryggja kaup­endur vöru og þjón­ustu sem virða hámarkið að þeir verði ekki sak­aðir í skatt­und­anskots­mál­um. Danir hafa einnig rætt um að heim­ila smá­söl­um, veit­inga­stöðum og bens­ín­stöðvum að taka ekki við greiðslum í reiðu­fé. Mark­miðið er að draga úr kostn­aði og auka fram­leiðni danskra fyr­ir­tækja, m.a. með lág­mörkun kostn­aðar við örygg­is­vörslu sem fylgir umsýslu með reiðufé auk þess sem íþyngj­andi skipti­mynta­þörf hverf­ur.

Nýverið voru sam­þykkt lög sem heim­ila smá­sölum í Dan­mörku að hafna við­töku reiðu­fjár á milli kl. 22.00 og 06.00. Almenn ánægja er með lög­in, hverra mark­mið er að fækka glæpum á borð við rán, þó m.a. danska við­skipta­ráðið hafi viljað að lögin heim­il­uðu við­skipta­að­ilum að hafna alfarið við­töku reiðu­fjár. Lagt er til að þessi mögu­leiki verði skoð­aður hér á landi.

Finnar hafa sett sér það mark­mið að verða seðla­laust sam­fé­lag árið 2029.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur tekið til skoð­unar hvort skyn­sam­legt sé, á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins, að setja hámark á greiðslur í reiðufé fyrir vörur og þjón­ustu. Teng­ist það beint aðgerða­á­ætlun til að berj­ast gegn fjár­mögnun hryðju­verka, m.a. með strang­ari gagn­sæ­is­reglum og að taka 500 € seð­il­inn úr umferð árið 2018, en und­an­farin ár hefur hann verið sára­lítið í notk­un. Í júní 2015 tók gildi innan Evr­ópu­sam­bands­ins reglu­gerð um hámarks­milli­gjöld, þ.e. þau debet- og kredit­korta­gjöld sem við­skipta­banki þjón­ustu­að­ila greiðir við­skipta­banka þess sem innti greiðsl­una af hendi. Til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að efla sam­keppni og neyt­enda­vernd, m.a. með sam­ræmdum regl­um. Einnig er lögð rík­ari gagn­sæ­iskrafa á banka og þjón­ustu­að­ila.

Aðgerðir við tak­mörkun reiðu­fjár

Stjórn­völd ættu að setja sér mark­mið til lengri tíma um að draga úr notkun reiðu­fjár í umferð. Það mun gera svarta hag­kerf­inu erfitt upp­dráttar ásamt því að draga úr pen­inga­þvætti og skatt­und­anskot­um. Sumar aðgerðir eru skamm­tíma­að­gerð­ir, en heppi­legt er að í til­felli ann­arra aðgerða verði settir til­teknir frest­ir. Í ljósi þessa lagði starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra eft­ir­far­andi til árið 2017:

  • 10.000 kr. seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð eins fljótt og auðið er. Í kjöl­farið verði 5.000 kr. seð­ill­inn einnig tek­inn úr umferð;

  • Hámark verði sett á leyfi­lega upp­hæð greiðslna fyrir vörur og þjón­ustu (bæði milli ein­stak­linga og einnig milli fyr­ir­tækja t.d. verk­taka) með reiðu­fé, t.d. að fjár­hæð 200.000 kr. og sam­svar­andi upp­hæð í erlendri mynt;

  • Versl­unum og þjón­ustu­að­ilum verði heim­ilt að taka aðeins við raf­rænum greiðslum (korta- og snjall­tækja­greiðsl­u­m), kjósi þeir svo;

  • Vinnu­veit­endum verði skylt að greiða laun með raf­rænu og rekj­an­legu greiðslu­fyr­ir­komu­lagi;

  • Við inn­lagnir og úttektir reiðu­fjár í/úr banka yfir ákveðnum fjár­hæð­ar­mörkum verði ein­stak­lingum og lög­að­ilum gert að gera grein fyrir upp­runa reiðu­fjár­ins. Fjár­hæð­ar­markið gæti t.d. verið í kringum 200.000 kr. og sam­svar­andi upp­hæð í erlendir mynt;

  • Huga þarf að hvort almenn­ingur þurfi að hafa aðgang að raf­eyri eða ígildi debet­korts með lág­marks­kostn­aði;

Að draga úr reiðufé í umferð er til þess fallið að draga úr skattaund­anskotum og pen­inga­þvætti. Til að koma til móts við þá ein­stak­linga sem af ein­hverjum ástæðum kjósa að eiga ekki í við­skiptum við fjár­mála­fyr­ir­tæki er ein leið að bjóða þeim að stofna vaxta­lausa reikn­inga hjá Seðla­bank­an­um, þeim að kostn­að­ar­lausu. Með því er búið til raf­rænt ígildi pen­inga­seðla, enda pen­ingar í raun vaxta­laus skulda­bréf. Slíkur reikn­ing­ur, hvort sem honum fylgdi kort eður ei, myndi þó ekki varð­veita órekj­an­leik­ann sem ein­kennir greiðslur með reiðu­fé.

Velji hið opin­bera að fara fram­an­greinda leið gæti slíkur reikn­ingur tengst vef­svæði eins og island.is sem hefði að geyma allar grunn­upp­lýs­ingar ein­stak­lings á einum stað þar sem nú er að finna aðgang að ýmis­konar upp­lýs­ingum á einum stað til hag­ræðis fyrir ein­stak­linga, að virtum per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið­um. Rík­is­stofn­anir ættu almennt að huga að því að nýta island.is meira sem vef­svæði og með því að efla raf­ræna þjón­ustu og afgreiðslu fyrir almenn­ing. Fyr­ir­komu­lagið væri eins og "mínar síð­ur" sem fyr­ir­finn­ast hjá flestum þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Þar væri hægt að finna allar upp­lýs­ingar sem almenn­ingur þarf, upp­lýs­ingar um helstu rík­is­stofn­anir og tengsl og upp­lýs­inga­miðlum milli ein­stak­lings og rík­is­stofn­un­ar­inn­ar.

Við fæð­ingu fær ein­stak­lingur kenni­tölu og sam­tímis ætti hann að fá reikn­ing í Seðla­banka Íslands sem nýta mætti til geymslu fjár­muna, inn­lagna og úttekta sam­kvæmt sér­stökum regl­um. Auk þess þyrfti að vera þarna regla um hámarks­inni­stæðu, hverjir ættu að hafa aðgang að þessum reikn­ingi og tryggja það að aðrir hefðu ekki aðgang að þessum reikn­ingi.  Svona reikn­ingur ætti að vera ígildi þess að geyma fjár­muni undir kodd­anum nema að sjálf­sögðu örugg­ari aðferð. Reikn­ingur í Seðla­banka Íslands er jafn­framt við­ur­kenn­ing á því að við­kom­andi aðili (fjár­halds­maður fyrir börn) hefur lög­form­legan rétt á að hýsa fjár­muni á ein­hverjum öruggum stað og standa skil á greiðslum án þess að þurfa að nýta reiðu­fé.

Tak­mörkun reiðu­fjár mun ekki, frekar en aðrar aðgerð­ir, útrýma skatt­und­anskot­um. Því miður varð ein­vörð­ungu mikil umræða um tak­mörkun reiðu­fjár þegar til­lögur fjár­mála­ráð­herra voru lagðar fram árið 2017 til kynn­ingar og má þar bæði kenna um van­mat nefnd­ar­innar á við­brögðum almenn­ings og fjöl­miðla og ekki síður hversu nei­kvætt ýmsir stjórn­mála­menn tóku í þessar hug­mynd­ir, jafn­vel strax áður en þeir höfðu kynnt sér til­lögur nefnd­ar­inn­ar. Fjár­mála­ráð­herra var því miður fljótur að hörfa undan þess­ari gagn­rýni og draga hug­mynd­irnar til baka.  

Refs­ingar fyrir skatta­laga­brot bíta lítið

Að lokum er rétt að nefna það að þegar sak­fellt er í refsi­málum er varða skatta­laga­brot er algengt að dæmdar eru háar fjár­sektir (a.m.k. tvö­föld sú fjár­hæð sem van­goldnum sköttum nem­ur) og skil­orðs­bundið fang­elsi. Kveðið er á um í dómum að ef dæmd sekt er ekki greidd þá afpláni dóm­felldi vara­refs­ingu í formi fang­els­is­vist­un­ar. Þótt ýmis­legt sé gert til að fyr­ir­byggja skatta­laga­brot þá er við­búið að ákveð­inn hópur ein­stak­linga láti ekki af brota­starf­semi. Refs­ing­ar, sem er beitt gagn­vart þeim hópi, þurfa því að fela í sér þau varn­að­ar­á­hrif að ekki sé lengur fýsi­legt að fremja skatta­laga­brot. Það sem meðal ann­ars þarf að gera er:

  • Styrkja beit­ingu þeirra úrræða að kyrr­setja eða hald­leggja eignir sak­born­inga fyrir van­goldnum gjöld­um, sektum og sak­ar­kostn­aði og taka þar með ávinn­ing­inn af brot­un­um;

  • Gera það mögu­legt innan fang­els­is­kerf­is­ins að virkja vara­refs­ing­ar­úr­ræðið að baki sekt­inni ef sektin er ekki greidd;

  • Að dæmd verði óskil­orðs­bundin refs­ing þegar veru­legum fjár­hæðum er skotið undan auk þess að dæmd verði frekar óskil­orðs­bundið fang­elsi þegar um ítrekuð brot er að ræða af hálfu sömu aðila;

  • Auka refsi­heim­ildir ef árs­reikn­ingum er ekki skilað á til­settum tíma. Félög geti ekki starfað áfram ár eftir ár ef árs­reikn­ingum er ekki skilað og lög­að­ilar eiga ekki að geta kom­ist upp með að fá ein­göngu á sig áætl­aða skatta.

Loka­orð

Miklar breyt­ingar hafa orðið í atvinnu­líf­inu und­an­farin ár og skattsvik­arar eins og aðrir nýta sér ný tæki­færi og tækni til að stunda sína iðju. Ýmis­legt bendir til þess að nokkur árangur hafi náðst í bar­áttu við skattsvik, en stjórn­völd þurfa sífellt að halda vöku sinni. Skatt­svik eru oft mjög umfangs­mikil og úthugsuð af „fag­mönn­um“ í þess­ari glæp­a­starf­semi enda er áætlað að þau nemi um 100 millj­örðum króna eða um 10% af öllum skatt­tekjum hins opin­bera.

Stofn­anir sem koma að þessum málum þurfa að vinna enn betur saman og ná meiri og hrað­ari skil­virkni í sínum störf­um. Leiða má hug­ann að því hvort tengja mætti betur saman hlut­verk og störf rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, hér­aðs­sak­sókn­ara, toll­stjóra og ann­arra sem sjá um inn­heimtu sekta og síðan fang­els­is­mála­yf­ir­valda þar sem margir þurfa að taka út sína refs­ingu. Eitt skref er nú verið að stíga í því efni varð­andi inn­heimtu skatta; - inn­heimtan verður flutt fljót­lega frá toll­stjóra til rík­is­skatt­stjóra. Sumar af þessum stofn­unum gætu unnið betur saman og þannig nýst betur í bar­áttu við þá glæp­a­starf­semi sem teng­ist skattsvikum og pen­inga­þvætti. Þótt nafnið Seðla­banki mun ekki fylli­lega eiga við í fram­tíð­inni í seðla­lausu sam­fé­lagi, þá mun hlut­verk bank­ans ekki minnka í takt við minni notkun reiðu­fjár eða seðla. Hér að neðan eru helstu atriði sem gætu dregið úr skattsvik­um.

  • Ein­földun virð­is­auka­skatts­kerf­is­ins og fækkun skatt­þrepa, helst í eitt skatt­þrep, sam­hliða lækkun skatts­ins myndi draga úr und­an­skot­um. Auk þess er tíma­bært að und­ir­búa inn­leið­ingu fram­sæk­inna tækni­lausna við sölu vöru og þjón­ustu.

  • Kröfur um hæf­is­skil­yrði ein­stak­linga til að ger­ast inn­heimtu­menn rík­is­ins á virð­is­auka­skatti og almennt hæfi ein­stak­linga til að stofna hluta­fé­lög og stunda við­skipti, með þeirri ábyrgð sem því fylg­ir. Síbrota­menn og van­hæfir ein­stak­ling­ar, svo sem þeir sem stunda kenni­tölu­flakk, eiga ekki að reka fyr­ir­tæki með þeirri ábyrgð sem því fylg­ir.

  • Til­lögur sem snúa að keðju­á­byrgð fyr­ir­tækja t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði og mæta þeim áskor­unum sem fel­ast í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar.

  • Að lokum snúa til­lögur starfs­hóps­ins að tak­mörkun á notkun reiðu­fjár. Inn­kaup og flutn­ingur fjár­muna milli landa í stórum stíl á ekki að tíðkast með notkun reiðu­fjár. Pen­inga­þvætti er afleið­ing skattsvika sem tíðkast hér á landi eins og ann­ars stað­ar. Því er mik­il­vægt að pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa valdi vel hlut­verki sínu.

Sköp­un­ar­hæfi­leikar og ein­beittur brota­vilji ein­stak­linga fyr­ir­finnst á sviði skatta­mála eins og á flestum öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. Almenn­ingur og þá ekki síst stjórn­völd þurfa að hafa hug­mynda­flug, fram­tíð­ar­sýn og tækni­þekk­ingu til að vera skref­inu á undan skattsvik­urum í að koma í veg fyrir skatt­svik. Þótt refs­ingar skipti miklu máli þá eru fyr­ir­byggj­andi aðferð­ir, upp­lýs­inga­miðlun og við­horfs­breyt­ing til skattsvika enn mik­il­væg­ari.

Fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og að koma í veg fyrir að skatt­svik séu mögu­leg eru jákvæð­ari en að þurfa að læsa glæpa­menn­ina inni með til­heyr­andi kostn­aði fyrir rík­ið. Það er eins með skatt­svik og önnur brot, hvort sem það er hraðakst­ur, ofbeld­is­brot eða önnur svik­sam­leg starf­semi; - betra er að byrgja brunn­inn áður en barnið dettur ofan í hann.      

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar