Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ávarp­aði kirkju­þing síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Þar sagði hann ýmis­legt. Meðal ann­ars að lítil sann­girni væri í mál­flutn­ingi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju. „Oft virð­ist manni sem mál­flutn­ingur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálu­sorgun og ýmis konar félags­þjón­ust­u.“

Sá sem þetta ritar er yngri en Bjarni Bene­dikts­son og hefur tek­ist á við erfið áföll. Hann hefur einnig upp­lifað frá fyrstu hendi hvers konar sálu­sorgun kirkjan getur boðið upp á við slíkar aðstæð­ur, hvernig slíkri þjón­ustu er stundum haldið stíft að gjör­sam­lega nið­ur­brotnu og við­kvæmu fólki og hvernig hún getur ýkt afleið­ingar frekar en að hjálpa til.

Auð­vitað liggur fyrir að slík upp­lifun af starfi áfallateyma sem inni­halda presta er ekki algild. En það þýðir ekki að vera þjóna kirkj­unnar í slíku teymi sé hafin yfir gagn­rýni og að mögu­lega væri fjár­magni sem fer í slíkt betur varið til að ráða fleira fag­fólk án trú­ar­teng­inga í teym­in. Það er nefni­lega hægt að sér­hæfa sig í áfalla­hjálp án þess að vera starfs­maður hinnar evang­el­ísku lút­ersku kirkju.

Ungt fólk lendir líka í áföll­um. Það missir for­eldra sína, systkin eða aðra nána ætt­ingja. Það missir maka og vini. Það missir börnin sín. Það getur lent í alvar­legum slysum sem breyta lífi þeirra algjör­lega og á svip­stundu. Eða lífum nán­ustu ætt­ingja. Og svo fram­veg­is.

Það að gefa í skyn að aldur fólks úti­loki það frá því að lenda í áföll­um, og að hópur lands­manna sé þar af leið­andi ekki til þess bær að hafa skoðun á hvort nýta eigi skattfé til að greiða fyrir rekstur trú­fé­lags, er ofsa­legt virð­ing­ar­leysi gagn­vart öllu ungu fólki. Bæði því sem hefur sann­ar­lega tek­ist á við áföll og hinum sem hafa það ekki, en eiga samt sem áður fullan rétt á því að hafa skoðun á hlut­verki rík­is­ins og útdeil­ingu skatt­fjár.

Orð Bjarna bera þess merki að hann sé að ein­hverju leyti ófær um að setja sig í spor ann­arra. Og eru ekki boð­leg úr hendi áhrifa­mik­ils stjórn­mála­manns sem vill láta taka sig alvar­lega.

Millj­arðar á ári

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun presta og starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Auglýsing
Á grunni þessa er þjóð­kirkjan á fjár­lögum og fær umtals­verða fjár­muni úr rík­is­sjóði. Nánar til­tekið 42 millj­arða króna frá árinu 1998.

Af fjár­lögum er greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna.

Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði yfir 1,7 millj­arðar króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Bað um og fékk

Ýmis­legt hefur gerst á und­an­förnum árum sem hefur haft áhrif á skoðun þjóð­ar­innar á sam­bandi ríkis og kirkju.

Þar ber til að mynda að nefna með­ferð hennar á kyn­ferð­is­brotum sem upp­götvast hafa innan henn­ar, sem náði hámarki þegar ásak­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram árið 2010.

Kirkjan hef­ur, meðal ann­ars vegna þess­ara mála, sett sér skýrar starfs­reglur og stofnað sér­stakt fagráð til að fjalla um með­ferð kyn­ferð­is­brota. Slíkt fyr­ir­komu­lag, að stofnun á fjár­lögum ætli sér að leysa sjálf úr slíkum málum inn­an­húss og oft með leynd, er sann­ar­lega ekki hafið yfir gagn­rýni.

Agnes Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, hefur einnig blandað sér í önnur mál og lét meðal ann­ars hafa eftir sér í við­tali við Morg­un­blaðið haustið 2017 að það væri ekki sið­­­ferð­i­­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­­leik­ann í ljós. Ummæli Agn­esar féllu nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arnar 2017, og nokkrum dögum eftir að lög­bann var sett á umfjöllun Stund­ar­innar upp úr gögnum frá Glitni, sem voru tekin ófrjálsri hendi.

Í des­em­ber 2017 hækk­­aði kjara­ráð laun bisk­­­­­ups um tugi pró­­­­­senta. Laun bisk­­­­­ups eftir hækk­un­ina eru alls 1.553.359 krónur á mán­uði. Hækk­­­­­unin var aft­­­­­ur­­­­­virk til 1. jan­úar 2017.

Kjara­ráð tók kjör bisk­­ups til skoð­unar eftir að biskup sendi bréf til ráðs­ins þess efn­is, en biskup krafð­ist betri launa í bréf­inu.

Flótti úr kirkj­unni

Ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­skoð­un­­­­­ar­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­fé­laga.

Stór hluti þjóð­ar­innar var því skráður í þjóð­kirkj­una án þess að vera spurður að því. Og þess vegna var lengi vel yfir 90 pró­sent þjóð­ar­innar skráður í þjóð­kirkj­una. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­­­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­­­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­­­is­­­trúnni fækk­­­aði alltaf hlut­­­falls­­­lega.

Frá árinu 2009 hefur með­­­limum þjóð­­­kirkj­unnar hins vegar fækkað á hverju ári. Alls hefur þeim fækkað um 20.164 frá þeim tíma og ekk­ert af þeirri hröðu fjölgun íbúa sem verið hefur á land­inu síðan þá – lands­menn eru nú 36.252 fleiri en í byrjun árs 2009 – hefur skilað sér til þjóð­kirkj­unn­ar. 

Nú er svo komið að 65,6 pró­sent lands­manna voru skráðir í þjóð­kirkj­una 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Rúmur þriðj­ungur okkar er ekki í henni.  Aldrei áður hefur lægra hlut­fall lands­manna verið skráð í hana. Alls standa 122.133 lands­menn utan þjóð­kirkj­unn­ar. Sú tala hefur tvö­fald­ast á tæpum ára­tug.

Traustið horfið og meiri­hluti vill aðskilnað

Í þjóð­ar­púlsi Gallup sem birtur var 23. októ­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að meiri­hluti Íslend­inga, eða 54 pró­sent, er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Það hefur verið meiri­hluti fyrir því í hverri ein­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins frá árinu 2009.

Þar kom fram að ein­ungis 33 pró­­sent þjóð­­ar­innar ber mikið traust til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Það er tíu pró­­sent­u­­stigum færri en sögð­ust bera mikið traust til hennar í fyrra. Þeir sem treysta þjóð­­kirkj­unni eru nú tæp­­lega helm­ingi færri en gerðu það árið 1999.

Alls sögð­ust 39 pró­­sent lands­­manna bera lítið traust til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Mjög skýr munur var á afstöðu til hennar eftir aldri. Þannig sögð­ust ein­ungis 17 pró­­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-30 ára að þeir beri mikið traust til þjóð­­kirkj­unnar en 55 pró­­sent þess ald­­ur­s­hóps treystir henni ekki. Traustið fer svo vax­andi upp alla ald­­ur­s­hópa og nær hámarki hjá 60 ára og eldri þar sem 47 pró­­sent segj­­ast treysta kirkj­unni en 26 pró­­sent treysta henni ekki.

Auglýsing
Þjóð­ar­púls­inn mældi einnig ánægju með störf bisk­­ups Íslands. Hún hefur aldrei verið minni en ein­ungis 14 pró­­sent aðspurðra sagð­ist ánægt með störf henn­­ar. Raunar hefur ánægja með störf bisk­­ups ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur ára­tugum sem hún hefur verið mæld hjá Gallup. Alls sögð­ust 44 pró­­sent aðspurðra vera óánægðir með störf bisk­­ups.

Í könn­un­inni kom líka fram að mik­ill munur er á afstöðu til kirkj­unnar eftir því hvaða stjórn­­­mála­­flokk við­kom­andi kýs. Kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks (52 pró­­sent segj­­ast treysta þjóð­­kirkj­unni) og kjós­­endur Mið­­flokks­ins (48 pró­­sent segj­­ast treysta þjóð­­kirkj­unni) skáru sig úr hvað varðar traust á meðan að kjós­endur Pírata (71 pró­­sent van­­traust), Við­reisnar (52 pró­­sent van­­traust) og Sam­­fylk­ingar (50 pró­­sent van­­traust) voru algjör­­lega á hinum pólnum hvað varðar afstöðu til þjóð­­kirkj­unn­­ar.

Á síð­ustu árum hefur sam­setn­ing íslensks sam­fé­lags verið að breyt­ast hratt. Erlendum rík­is­borg­urum sem búa hér hefur fjölgað um 22.500 frá lokum árs 2011 og eru nú 43.430 tals­ins, eða 12,2 pró­sent lands­manna. Og þeir eru sann­ar­lega ekki að uppi­stöðu í þjóð­kirkj­unni. Svo sit­ur, í fyrsta sinn, maður á for­seta­stóli, Guðni Th. Jóhann­es­son, sem er ekki í þjóð­kirkj­unni.

Tím­arnir eru því breyttir og þeir hafa breyst hratt.

Fimm flokkar fylgj­andi aðskiln­aði

Það blasir við að tíma­bært er að eiga alvöru sam­tal um hvert fram­tíð­ar­sam­band ríkis og kirkju eigi að vera, og hvort slíkt sam­band eigi raun­veru­lega að vera til staðar eða ekki.

Í hversu mörg ár þurfa kann­anir að sýna að stöð­ugur meiri­hluti vill slíkan aðskilnað til að hann verði rædd­ur? Hversu lágt þarf hlut­fall þeirra sem eru skráðir í þjóð­kirkj­una, vit­andi vits eða óvart, að verða til að málið verði rætt af alvöru? Hversu margir í við­bót þurfa að standa utan henn­ar?

Þing­menn Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata hafa það fyrir framan sig að mun fleiri kjós­endur þeirra van­treysta þjóð­kirkj­unni en treysta henni. Allir þessir fjórir flokkar hafa opin­ber­lega sagst styðja aðskilnað ríkis og kirkju. Það gerir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn líka sam­kvæmt sam­þykktri stefnu á lands­fundi og ung­liða­hreyf­ing flokks­ins sá ástæðu til að hirta for­mann sinn í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér vegna orða hans á kirkju­þingi um liðna helgi. Þar sagði að Bjarni hefði talað af „gríð­ar­legum van­skiln­ingi“ um mál­stað þeirra sem styðja aðskilnað og að mál­staður þeirra byggi „í lang­flestum til­vikum á því að það sé ekki hlut­verk rík­is­ins að skatt­leggja almenn­ing til að fjár­magna trú­fé­lög, hvað þá eitt trú­fé­lag framar öðr­um.“

Auglýsing
Saman eru þessir fimm flokkar með 44 þing­menn á þingi, eða tæp­lega 70 pró­sent slíkra. Full­trúar flokk­anna fimm hafa nú lagt fram skýrslu­beiðni til dóms­mála­ráð­herra um stöðu þjóð­kirkj­unnar og tengsl hennar við rík­is­valdið umfram önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Af hinum þremur flokk­unum sem eiga full­trúa á Alþingi hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn helst verið á móti aðskiln­aði, í lands­fund­ar­sam­þykktum Flokks fólks­ins segir að hann styðji þjóð­kirkj­una „til að standa vörð um gildi krist­innar trúar og íslenska menn­ing­u,“ en ekk­ert er minnst á málið í birtri stefnu Mið­flokks­ins þótt lesa megi and­stöðu úr orð­ræðu for­manns flokks­ins, sem hann var stofn­aður utan um. Það virð­ist því aug­ljós meiri­hluti fyrir aðskiln­aði á meðal stjórn­mála­flokka og á meðal þjóð­ar­inn­ar. 

Það þarf vilja og þor

Það er hægt að segja kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 upp ein­hliða og kljúfa þjóð­kirkj­una fjár­hags­lega frá rík­inu. Von­andi verður ofan­greind skýrslu­beiðni upp­hafið af þeirri veg­ferð. Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hindrar það ekki þótt Fram­sókn sé á móti aðskiln­aði. Ekk­ert er minnst á málið í stjórn­ar­sátt­mála og því hlýtur að vera í lagi að leggja það fram sem sam­eig­in­legt þing­manna­mál þeirra flokka sem styðja það. 

Ef aðskiln­aður yrði stað­festur í slíkri myndi þjóð­kirkjan lík­ast til stefna rík­inu og dóm­stólar myndu útkljá það hvað það myndi kosta íslenska skatt­greið­endur að slíta þessu hjóna­bandi. Þetta ferli gæti tekið nokkur ár og mögu­lega myndi það enda með því að þjóð­kirkjan fengi umtals­verða upp­hæð greidda úr rík­is­sjóði, tæk­ist ekki að semja um mál­ið. En sú upp­hæð yrði alltaf brota­brot af því að borga þjóð­kirkj­unni marga millj­arða króna á ári bók­staf­lega óend­an­lega.

Fyrir ligg­ur, á tölum um traust til kirkj­unn­ar, á þeirri stað­reynd að meiri­hluti er fylgj­andi aðskiln­aði ár eftir ár, á því að lands­mönnum sem eru í þjóð­kirkj­unni fækkar gríð­ar­lega hratt árs­fjórð­ungi til árs­fjórð­ungs, að það er sam­fé­lags­legur vilji til að end­ur­skoða það fyr­ir­komu­lag að ein kirkja sé hluti af rík­in­u. 

Þótt við stígum þetta skref þá munum við auð­vitað áfram vera að uppi­stöðu kær­leiks­ríkt, gott og sið­legt sam­fé­lag fullt af sam­kennd. Slíkt kemur að innan og þeir sem móta líf sitt eftir nokkur þús­und ára sam­an­safni ritn­inga, sem margar hverjar er hægt að túlka eftir hent­ug­leika, eiga einka­rétt á hvor­ug­u. 

Við munum áfram geta haldið páska og jól hátíð­leg eða gift okkur í kirkj­unum sem eru ekk­ert að fara neitt, á sama hátt og önnur sam­fé­lög sem eru ekki með þjóð­kirkjur gera slíkt. Trú­frelsi verður enn algjört og var­ið. Kirkjan mun starfa áfram og þjóna þeim sem hún gagn­ast. Fyr­ir­komu­lag á greiðslu launa presta, og á öðrum rekstr­ar­kostn­aði þjóð­kirkj­unn­ar, breyt­ist bara.

Eina sem þarf er vilji og þor þing­manna til að setja málið fyrir alvöru á dag­skrá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari