Engin stofnun undanskilin þegar kemur að einelti

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar grein í tilefni af Eineltisdeginum.

Auglýsing

Í dag 8. nóvember er Eineltisdagurinn. Einelti spyr hvorki um stöðu né stétt. Einelti og áreitni getur birst í mörgum myndum og fyrirfinnst í öllum starfsstéttum. Einelti og áreitni er bæði algengara og alvarlegra en margir gera sér í hugarlund. Ekki allir sem finnast á sér brotið upplýsa um það. Enn annar hópur segir frá því en ekkert er gert í málum þeirra. Þess vegna er ómögulegt að átta sig á algengi eineltis og áreitni í fyrirtækjum eða stofnunum.

Hlutverki fagráða sem sinna málum af þessu tagi er að skoða allar kvartanir sem berast í samvinnu við tilkynnanda hverju sinni. Í þessum erfiðu og viðkvæmu málum eru nokkrir grundvallarþættir sem ávalt þarf að heiðra.

  • Hér má nefna mikilvægi þess að allir séu sammála um að:
  • Vinna gegn einelti með öllum ráðum og dáðum
  • Vera meðvituð um meðvirkni og hvernig hún getur litað skynsemi og skert dómgreind
  • Taka aldrei þátt í þöggun eða hylmingu ofbeldisatvika eins og eineltis eða áreitni
  • Hver og einn taki ábyrgð á hegðun sinni og framkomu
  • Hver og einn vakti nærumhverfið og spyrji sig ,,get ég rétt einhverjum hjálparhönd”?

Auglýsing

Miklar breytingar til batnaðar hafa orðið í þessum málum þegar litið er yfir hálfrar aldar tímabils. Í baráttunni gegn einelti má aldrei gefast upp. Börnin treysta á að fullorðna fólkið skapi þeim öruggt umhverfi í skólum, íþróttum og frístundum þar sem þau geta vaxið og dafnað án þess að óttast að meiðast á líkama eða sál. Fullorðna fólkið er fyrirmynd barnanna. Börn horfa á hegðun þeirra og framkomu og hlusta á orð þeirra. Þau sjá einnig hvað fullorðna fólkið skrifar á samfélagsmiðla, hvað það lætur hafa eftir sér og þau hlusta á hvað rætt er á heimilinu. Þess vegna þurfum við að vanda okkur í öllu því sem við segjum, gerum og skrifum.

Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar