Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra

Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.

Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Auglýsing

Meirihluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup þar sem viðfangið er málefni þjóðkirkjunnar. Alls segjast 54 prósent landsmanna vera hlynnt aðskilnaði, um 23 prósent hafa ekki mótað sér afstöðu og 23 prósent segjast alfarið á móti.

Karlar eru hlynntari aðskilnaði en konur, yngra fólk mun hlynntari en eldra fólk og kjósendur Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri grænna eru mun hlynntari aðskilnaði en kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þá eru íbúðar höfuðborgarsvæðisins mun hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en íbúar landsbyggðarinnar og stuðningur við aðskilnað eykst eftir því sem menntunarstig er hærra.

Þjóðarpúlsins mældi einnig ánægju með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Hún hefur aldrei verið lægra en einungis 14 prósent aðspurðra sagðist ánægt með störf hennar. Raunar hefur ánægja með störf biskups ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur áratugum sem hún hefur verið mæld hjá Gallup. Alls sögðust 44 prósent aðspurðra vera óánægðir með störf biskups.

Þriðjungur treystir þjóðkirkjunni

Einungis 33 prósent þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar. Það er tíu prósentustigum færri en sögðust bera mikið traust til hennar í fyrra. Þeir sem treysta þjóðkirkjunni eru nú tæplega helmingi færri en gerðu það árið 1999.

Auglýsing
Alls segjast 39 prósent landsmanna bera lítið traust til þjóðkirkjunnar. Mjög skýr munur er á afstöðu til hennar eftir aldri. Þannig segjast einungis 17 prósent Íslendinga á aldrinum 18-30 ára að þeir beri mikið traust til þjóðkirkjunnar en 55 prósent þess aldurshóps treystir henni ekki. Traustið fer svo vaxandi upp alla aldurshópa og nær hámarki hjá 60 ára og eldri þar sem 47 prósent segjast treysta kirkjunni en 26 prósent treysta henni ekki.

Lítill munur er á afstöðu fólks eftir tekjum en traustið til Þjóðkirkjunnar er ívið meira á landsbyggðinni (38 prósent) en á höfuðborgarsvæðinu (30 prósent).

Mikill munur á afstöðu kjósenda flokka

Mikill munur er hins vegar á afstöðu til kirkjunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi kýs. Kjósendur Sjálfstæðisflokks (52 prósent segjast treysta þjóðkirkjunni) og kjósendur Miðflokksins (48 prósent segjast treysta þjóðkirkjunni) skera sig úr hvað varðar traust. Kjósendur Pírata (71 prósent vantraust), Viðreisnar (52 prósent vantraust) og Samfylkingar (50 prósent vantraust) eru algjörlega á hinum pólnum hvað varðar afstöðu til þjóðkirkjunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar