Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra

Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.

Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem við­fangið er mál­efni þjóð­kirkj­unn­ar. Alls segj­ast 54 pró­sent lands­manna vera hlynnt aðskiln­aði, um 23 pró­sent hafa ekki mótað sér afstöðu og 23 pró­sent segj­ast alfarið á móti.

Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði en kon­ur, yngra fólk mun hlynnt­ari en eldra fólk og kjós­endur Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna eru mun hlynnt­ari aðskiln­aði en kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks. Þá eru íbúðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mun hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­innar og stuðn­ingur við aðskilnað eykst eftir því sem mennt­un­ar­stig er hærra.

Þjóð­ar­púls­ins mældi einnig ánægju með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands. Hún hefur aldrei verið lægra en ein­ungis 14 pró­sent aðspurðra sagð­ist ánægt með störf henn­ar. Raunar hefur ánægja með störf bisk­ups ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur ára­tugum sem hún hefur verið mæld hjá Gallup. Alls sögð­ust 44 pró­sent aðspurðra vera óánægðir með störf bisk­ups.

Þriðj­ungur treystir þjóð­kirkj­unni

Ein­ungis 33 pró­sent þjóð­ar­innar ber mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er tíu pró­sentu­stigum færri en sögð­ust bera mikið traust til hennar í fyrra. Þeir sem treysta þjóð­kirkj­unni eru nú tæp­lega helm­ingi færri en gerðu það árið 1999.

Auglýsing
Alls segj­ast 39 pró­sent lands­manna bera lítið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Mjög skýr munur er á afstöðu til hennar eftir aldri. Þannig segj­ast ein­ungis 17 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-30 ára að þeir beri mikið traust til þjóð­kirkj­unnar en 55 pró­sent þess ald­urs­hóps treystir henni ekki. Traustið fer svo vax­andi upp alla ald­urs­hópa og nær hámarki hjá 60 ára og eldri þar sem 47 pró­sent segj­ast treysta kirkj­unni en 26 pró­sent treysta henni ekki.

Lít­ill munur er á afstöðu fólks eftir tekjum en traustið til Þjóð­kirkj­unnar er ívið meira á lands­byggð­inni (38 pró­sent) en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (30 pró­sent).

Mik­ill munur á afstöðu kjós­enda flokka

Mik­ill munur er hins vegar á afstöðu til kirkj­unnar eftir því hvaða stjórn­mála­flokk við­kom­andi kýs. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks (52 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) og kjós­endur Mið­flokks­ins (48 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) skera sig úr hvað varðar traust. Kjós­endur Pírata (71 pró­sent van­traust), Við­reisnar (52 pró­sent van­traust) og Sam­fylk­ingar (50 pró­sent van­traust) eru algjör­lega á hinum pólnum hvað varðar afstöðu til þjóð­kirkj­unn­ar.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar