Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra

Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.

Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem við­fangið er mál­efni þjóð­kirkj­unn­ar. Alls segj­ast 54 pró­sent lands­manna vera hlynnt aðskiln­aði, um 23 pró­sent hafa ekki mótað sér afstöðu og 23 pró­sent segj­ast alfarið á móti.

Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði en kon­ur, yngra fólk mun hlynnt­ari en eldra fólk og kjós­endur Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna eru mun hlynnt­ari aðskiln­aði en kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks. Þá eru íbúðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mun hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­innar og stuðn­ingur við aðskilnað eykst eftir því sem mennt­un­ar­stig er hærra.

Þjóð­ar­púls­ins mældi einnig ánægju með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands. Hún hefur aldrei verið lægra en ein­ungis 14 pró­sent aðspurðra sagð­ist ánægt með störf henn­ar. Raunar hefur ánægja með störf bisk­ups ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur ára­tugum sem hún hefur verið mæld hjá Gallup. Alls sögð­ust 44 pró­sent aðspurðra vera óánægðir með störf bisk­ups.

Þriðj­ungur treystir þjóð­kirkj­unni

Ein­ungis 33 pró­sent þjóð­ar­innar ber mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er tíu pró­sentu­stigum færri en sögð­ust bera mikið traust til hennar í fyrra. Þeir sem treysta þjóð­kirkj­unni eru nú tæp­lega helm­ingi færri en gerðu það árið 1999.

Auglýsing
Alls segj­ast 39 pró­sent lands­manna bera lítið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Mjög skýr munur er á afstöðu til hennar eftir aldri. Þannig segj­ast ein­ungis 17 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-30 ára að þeir beri mikið traust til þjóð­kirkj­unnar en 55 pró­sent þess ald­urs­hóps treystir henni ekki. Traustið fer svo vax­andi upp alla ald­urs­hópa og nær hámarki hjá 60 ára og eldri þar sem 47 pró­sent segj­ast treysta kirkj­unni en 26 pró­sent treysta henni ekki.

Lít­ill munur er á afstöðu fólks eftir tekjum en traustið til Þjóð­kirkj­unnar er ívið meira á lands­byggð­inni (38 pró­sent) en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (30 pró­sent).

Mik­ill munur á afstöðu kjós­enda flokka

Mik­ill munur er hins vegar á afstöðu til kirkj­unnar eftir því hvaða stjórn­mála­flokk við­kom­andi kýs. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks (52 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) og kjós­endur Mið­flokks­ins (48 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) skera sig úr hvað varðar traust. Kjós­endur Pírata (71 pró­sent van­traust), Við­reisnar (52 pró­sent van­traust) og Sam­fylk­ingar (50 pró­sent van­traust) eru algjör­lega á hinum pólnum hvað varðar afstöðu til þjóð­kirkj­unn­ar.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar