Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra

Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.

Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem við­fangið er mál­efni þjóð­kirkj­unn­ar. Alls segj­ast 54 pró­sent lands­manna vera hlynnt aðskiln­aði, um 23 pró­sent hafa ekki mótað sér afstöðu og 23 pró­sent segj­ast alfarið á móti.

Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði en kon­ur, yngra fólk mun hlynnt­ari en eldra fólk og kjós­endur Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna eru mun hlynnt­ari aðskiln­aði en kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks. Þá eru íbúðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mun hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­innar og stuðn­ingur við aðskilnað eykst eftir því sem mennt­un­ar­stig er hærra.

Þjóð­ar­púls­ins mældi einnig ánægju með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands. Hún hefur aldrei verið lægra en ein­ungis 14 pró­sent aðspurðra sagð­ist ánægt með störf henn­ar. Raunar hefur ánægja með störf bisk­ups ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur ára­tugum sem hún hefur verið mæld hjá Gallup. Alls sögð­ust 44 pró­sent aðspurðra vera óánægðir með störf bisk­ups.

Þriðj­ungur treystir þjóð­kirkj­unni

Ein­ungis 33 pró­sent þjóð­ar­innar ber mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er tíu pró­sentu­stigum færri en sögð­ust bera mikið traust til hennar í fyrra. Þeir sem treysta þjóð­kirkj­unni eru nú tæp­lega helm­ingi færri en gerðu það árið 1999.

Auglýsing
Alls segj­ast 39 pró­sent lands­manna bera lítið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Mjög skýr munur er á afstöðu til hennar eftir aldri. Þannig segj­ast ein­ungis 17 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-30 ára að þeir beri mikið traust til þjóð­kirkj­unnar en 55 pró­sent þess ald­urs­hóps treystir henni ekki. Traustið fer svo vax­andi upp alla ald­urs­hópa og nær hámarki hjá 60 ára og eldri þar sem 47 pró­sent segj­ast treysta kirkj­unni en 26 pró­sent treysta henni ekki.

Lít­ill munur er á afstöðu fólks eftir tekjum en traustið til Þjóð­kirkj­unnar er ívið meira á lands­byggð­inni (38 pró­sent) en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (30 pró­sent).

Mik­ill munur á afstöðu kjós­enda flokka

Mik­ill munur er hins vegar á afstöðu til kirkj­unnar eftir því hvaða stjórn­mála­flokk við­kom­andi kýs. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks (52 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) og kjós­endur Mið­flokks­ins (48 pró­sent segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni) skera sig úr hvað varðar traust. Kjós­endur Pírata (71 pró­sent van­traust), Við­reisnar (52 pró­sent van­traust) og Sam­fylk­ingar (50 pró­sent van­traust) eru algjör­lega á hinum pólnum hvað varðar afstöðu til þjóð­kirkj­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar