Þriðjungur landsmanna er ekki í þjóðkirkjunni

Íslendingum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkar enn. Það sem af er ári hafa rúmlega þúsund fleiri sagt sig úr henni en gengið í hana. Alls standa nú um 120 þúsund landsmenn utan þjóðkirkjunnar.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Auglýsing

Alls fækk­aði Íslend­ingum sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una um 1.069 á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018. Annar hver lands­maður sem breytti skrán­ingu sinni í trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lagi ákvað að ganga úr þjóð­kirkj­unni. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóð­skrá um breyt­ingar á slíkum skrán­ing­um.

Um er að ræða breyt­ingar sem eru mjög í takt við það sem átt hefur sér stað hér­lendis á und­an­förnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­manna sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una met­tölu, en þá voru 253.069 lands­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 233.146. Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 19.923 frá árs­byrjun 2009. Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 33.708, en þjóð­kirkj­unni hefur mis­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því tæp­lega 54 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­kirkj­una á síð­ast­liðnum árum. Alls standa nú um 120 þús­und lands­menn utan þjóð­kirkju.

Hlut­falls­lega hefur þeim sem vilja vera í kirkj­unni einnig fækkað mik­ið. Árið 1998 var 90 pró­sent þjóð­ar­innar í henni. Í dag eru 66 pró­sent þjóð­ar­innar þar inni, eða tveir af hverjum þremur lands­mönn­um.

Auglýsing

Mik­ill flótti í fyrra

Mik­ill flótti var úr þjóð­kirkj­unni í fyrra, þegar þegnum hennar fækk­aði um 3.019 á alm­an­aks­ár­inu. Þorri þess hóps sagði sig úr henni á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2017, eða 2.246 alls.

Það er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

Lík­lega má leita skýr­inga á hinum mikla fjölda úrsagna í fyrra í því að Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands og leið­togi þjóð­kirkj­unn­ar, rataði tví­vegis í fréttir á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2017 vegna mála sem þóttu umdeild.

Fyrst sagði hún í sam­tali við Morg­un­­blaðið að henni þætti ekki sið­­ferð­is­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­­leik­ann í ljós. Þessi ummæli féllu í sam­hengi við lög­­­bann sem Sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafði sam­­þykkt gagn­vart fjöl­miðla­­fyr­ir­tækj­unum Stund­inni og Reykja­vík Media, vegna birt­ingar þeirra á fréttum sem unnar voru úr gögnum úr gamla Glitni.

Síð­ara málið sem kom upp var í des­em­ber, þegar kjara­ráð ákvað að hækka laun Agn­­esar um tugi pró­­senta. Heild­­ar­­laun hennar eftir hækk­­un­ina eru 1.553.359 krón­­ur. Hækk­­­unin var auk þess aft­­­ur­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­kvæmt úrskurð­in­­­um. Um ára­­mót fékk því bisk­­up ein­greiðslu fyrir síð­­­asta árið en sú upp­­­hæð nam 3,3 millj­­­ónir króna.

Hækk­­unin kom í kjöl­far bréfs sem biskup sendi kjara­ráði þar sem ýmis rök voru færð fyrir því að hún ætti að fá launa­hækk­­un. Sér­­stak­­lega var til­­­greint að biskup greiddi nú húsa­­leigu fyrir afnot af emb­ætt­is­­bú­­stað sem henni er skylt að búa í. Í Frétta­­blað­inu þann 28. des­em­ber var greint frá því að leigan fyrir bisk­­ups­­bú­­stað­inn, sem er 487 fer­­metra hús í mið­­borg Reykja­vík­­­ur, væri tæp­­lega 90 þús­und krónur á mán­uði.

Kostar á fimmta millj­arð á ári

Til­veru­réttur þjóð­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Í krafti þessa fær þjóð­­kirkja umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði um 1.750 millj­­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar