Þriðjungur landsmanna er ekki í þjóðkirkjunni

Íslendingum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkar enn. Það sem af er ári hafa rúmlega þúsund fleiri sagt sig úr henni en gengið í hana. Alls standa nú um 120 þúsund landsmenn utan þjóðkirkjunnar.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Auglýsing

Alls fækk­aði Íslend­ingum sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una um 1.069 á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018. Annar hver lands­maður sem breytti skrán­ingu sinni í trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lagi ákvað að ganga úr þjóð­kirkj­unni. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóð­skrá um breyt­ingar á slíkum skrán­ing­um.

Um er að ræða breyt­ingar sem eru mjög í takt við það sem átt hefur sér stað hér­lendis á und­an­förnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­manna sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una met­tölu, en þá voru 253.069 lands­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 233.146. Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 19.923 frá árs­byrjun 2009. Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 33.708, en þjóð­kirkj­unni hefur mis­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því tæp­lega 54 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­kirkj­una á síð­ast­liðnum árum. Alls standa nú um 120 þús­und lands­menn utan þjóð­kirkju.

Hlut­falls­lega hefur þeim sem vilja vera í kirkj­unni einnig fækkað mik­ið. Árið 1998 var 90 pró­sent þjóð­ar­innar í henni. Í dag eru 66 pró­sent þjóð­ar­innar þar inni, eða tveir af hverjum þremur lands­mönn­um.

Auglýsing

Mik­ill flótti í fyrra

Mik­ill flótti var úr þjóð­kirkj­unni í fyrra, þegar þegnum hennar fækk­aði um 3.019 á alm­an­aks­ár­inu. Þorri þess hóps sagði sig úr henni á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2017, eða 2.246 alls.

Það er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

Lík­lega má leita skýr­inga á hinum mikla fjölda úrsagna í fyrra í því að Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands og leið­togi þjóð­kirkj­unn­ar, rataði tví­vegis í fréttir á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2017 vegna mála sem þóttu umdeild.

Fyrst sagði hún í sam­tali við Morg­un­­blaðið að henni þætti ekki sið­­ferð­is­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­­leik­ann í ljós. Þessi ummæli féllu í sam­hengi við lög­­­bann sem Sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafði sam­­þykkt gagn­vart fjöl­miðla­­fyr­ir­tækj­unum Stund­inni og Reykja­vík Media, vegna birt­ingar þeirra á fréttum sem unnar voru úr gögnum úr gamla Glitni.

Síð­ara málið sem kom upp var í des­em­ber, þegar kjara­ráð ákvað að hækka laun Agn­­esar um tugi pró­­senta. Heild­­ar­­laun hennar eftir hækk­­un­ina eru 1.553.359 krón­­ur. Hækk­­­unin var auk þess aft­­­ur­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­kvæmt úrskurð­in­­­um. Um ára­­mót fékk því bisk­­up ein­greiðslu fyrir síð­­­asta árið en sú upp­­­hæð nam 3,3 millj­­­ónir króna.

Hækk­­unin kom í kjöl­far bréfs sem biskup sendi kjara­ráði þar sem ýmis rök voru færð fyrir því að hún ætti að fá launa­hækk­­un. Sér­­stak­­lega var til­­­greint að biskup greiddi nú húsa­­leigu fyrir afnot af emb­ætt­is­­bú­­stað sem henni er skylt að búa í. Í Frétta­­blað­inu þann 28. des­em­ber var greint frá því að leigan fyrir bisk­­ups­­bú­­stað­inn, sem er 487 fer­­metra hús í mið­­borg Reykja­vík­­­ur, væri tæp­­lega 90 þús­und krónur á mán­uði.

Kostar á fimmta millj­arð á ári

Til­veru­réttur þjóð­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Í krafti þessa fær þjóð­­kirkja umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði um 1.750 millj­­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar