Þriðjungur landsmanna er ekki í þjóðkirkjunni

Íslendingum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkar enn. Það sem af er ári hafa rúmlega þúsund fleiri sagt sig úr henni en gengið í hana. Alls standa nú um 120 þúsund landsmenn utan þjóðkirkjunnar.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Auglýsing

Alls fækk­aði Íslend­ingum sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una um 1.069 á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018. Annar hver lands­maður sem breytti skrán­ingu sinni í trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lagi ákvað að ganga úr þjóð­kirkj­unni. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóð­skrá um breyt­ingar á slíkum skrán­ing­um.

Um er að ræða breyt­ingar sem eru mjög í takt við það sem átt hefur sér stað hér­lendis á und­an­förnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­manna sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una met­tölu, en þá voru 253.069 lands­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 233.146. Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 19.923 frá árs­byrjun 2009. Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 33.708, en þjóð­kirkj­unni hefur mis­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því tæp­lega 54 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­kirkj­una á síð­ast­liðnum árum. Alls standa nú um 120 þús­und lands­menn utan þjóð­kirkju.

Hlut­falls­lega hefur þeim sem vilja vera í kirkj­unni einnig fækkað mik­ið. Árið 1998 var 90 pró­sent þjóð­ar­innar í henni. Í dag eru 66 pró­sent þjóð­ar­innar þar inni, eða tveir af hverjum þremur lands­mönn­um.

Auglýsing

Mik­ill flótti í fyrra

Mik­ill flótti var úr þjóð­kirkj­unni í fyrra, þegar þegnum hennar fækk­aði um 3.019 á alm­an­aks­ár­inu. Þorri þess hóps sagði sig úr henni á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2017, eða 2.246 alls.

Það er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

Lík­lega má leita skýr­inga á hinum mikla fjölda úrsagna í fyrra í því að Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands og leið­togi þjóð­kirkj­unn­ar, rataði tví­vegis í fréttir á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2017 vegna mála sem þóttu umdeild.

Fyrst sagði hún í sam­tali við Morg­un­­blaðið að henni þætti ekki sið­­ferð­is­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­­leik­ann í ljós. Þessi ummæli féllu í sam­hengi við lög­­­bann sem Sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafði sam­­þykkt gagn­vart fjöl­miðla­­fyr­ir­tækj­unum Stund­inni og Reykja­vík Media, vegna birt­ingar þeirra á fréttum sem unnar voru úr gögnum úr gamla Glitni.

Síð­ara málið sem kom upp var í des­em­ber, þegar kjara­ráð ákvað að hækka laun Agn­­esar um tugi pró­­senta. Heild­­ar­­laun hennar eftir hækk­­un­ina eru 1.553.359 krón­­ur. Hækk­­­unin var auk þess aft­­­ur­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­kvæmt úrskurð­in­­­um. Um ára­­mót fékk því bisk­­up ein­greiðslu fyrir síð­­­asta árið en sú upp­­­hæð nam 3,3 millj­­­ónir króna.

Hækk­­unin kom í kjöl­far bréfs sem biskup sendi kjara­ráði þar sem ýmis rök voru færð fyrir því að hún ætti að fá launa­hækk­­un. Sér­­stak­­lega var til­­­greint að biskup greiddi nú húsa­­leigu fyrir afnot af emb­ætt­is­­bú­­stað sem henni er skylt að búa í. Í Frétta­­blað­inu þann 28. des­em­ber var greint frá því að leigan fyrir bisk­­ups­­bú­­stað­inn, sem er 487 fer­­metra hús í mið­­borg Reykja­vík­­­ur, væri tæp­­lega 90 þús­und krónur á mán­uði.

Kostar á fimmta millj­arð á ári

Til­veru­réttur þjóð­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Í krafti þessa fær þjóð­­kirkja umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði um 1.750 millj­­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar