Mætti minnka losun Íslands um 50% á 10 árum?

Andri Snær Magnason rithöfundur segir að miðað við núver­andi tækni þá blasi við að á næstu árum ætti að vera hægt að minnka losun Íslands að minnsta kosti um helming. Það væri alls ekki dýrt – heldur yrði þvert á móti af því mik­ill hag­ur.

Auglýsing

Það er óhætt að segja að þeir sem fyglj­ast með fréttum af lofts­lags­málum séu fljótir að þróa með sér sam­visku­bit og jafn­vel sjálfs­hatur eins og margir upp­lifðu þegar þeir sáu þessa frétt. Ég lifi sjálfur í þess­ari þver­sögn, flýg til útlanda oft á ári vegna útgáfu verka minna og held fyr­ir­lestra sem fjalla meðal ann­ars um bráðnun jökla og fram­tíð jarð­ar. Það er erfitt að sjá ein­hverjar raun­veru­legar breyt­ingar eiga sér stað, fram­farir eða von­ar­glætur og sífellt koma fram alvar­legri afleið­ingar og ógn­vekj­andi spár. 

Það getur verið erfitt að fóta sig í þessum lofts­lags­fræðum og lofts­lags­fræð­ingar virð­ast ekki hafa bein­línis fengið skáld­gáfu í vöggu­gjöf þegar sviðs­mynd­ir IPCC heita SSP1 og SSP2 og línu­ritin segja manni að eitt­hvað sé án LULUCF. Maður hrökkl­ast auð­veld­lega burt og lætur sér­fræð­ingum eftir að ræða þetta, miðla og skilja.

Það verður ekki auðvelt verkefni að draga úr losun, ef fram heldur sem horfir.

Auglýsing

Mark­miðin sem eru sett fram í nýj­ustu skýrslu vís­inda­nefndar sam­ein­uðu þjóð­anna virð­ast nán­ast fárán­leg og ófram­kvæm­an­leg. Sam­kvæmt henni á mann­kynið hafa hætt losun á CO2 árið 2050 og eftir þann tíma á jákvæð bind­ing CO2 að verða smám saman jafn mikil og los­unin er núna. Sem­sagt, við eigum að binda meira en við los­um, við eigum að spóla til baka öllum okkar hring­veg­um, utan­lands­ferðum og rúntum ung­lings­ár­anna. Vand­inn er sá að ef við náum ekki þessum mark­miðum mun mann­kynið og jörðin öll ganga gegnum langan lista af hörm­ung­um, súrnun sjáv­ar, þurrka, upp­skeru­brest, skóg­ar­elda, eyði­merku­mynd­un, flótta­manna­straum o.s.frv...

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda, eftir geirum.

Á kvöldi sem ég stóð fyrir í Hann­es­ar­holti var fjallað um tím­ann og lofts­lag­ið, með áherslu á von­ina. Það er að segja, að leita að lausn­um. Við þurfum sem­sagt að binda meira en við los­um. Það er nán­ast fárán­leg til­hugsun eins og staðan er í dag. En ef við horfum á losun Íslands þá er hún nærri fimm millj­ónum tonna af CO2 árlega. 

En er svo fárán­legt að koma Íslandi nærri núlli í losun á CO2? Ef við lítum nánar á töl­urnar þá losar bíla­um­ferð c.a milljón tonn árlega hér­lend­is. Það er nú þegar komin fram tækni til að raf­bíla­væða sam­göngu­flot­ann og eftir 15 ár verður fyr­ir­bærið bens­ín­stöð álíka fram­andi fyr­ir­bæri og sjoppa eða víd­eó­leiga. 

Ef við lítum síðan enn nánar á töl­urnar má sjá að álverin þrjú, Alcoa, Rio Tinto og Cent­ury losa álíka mikið og bíla­flot­inn og flugið til sam­ans og nú er komin fram tækni til að koma þeirri losun niður í núll.

Losun. Iðnaður og flug.

Í Hann­es­ar­holti var Dr. Sandra Snæ­björns­dóttir með erindi en hún hefur verið hluti af Car­bFix teym­inu uppi á Hell­is­heiði. Þau hafa staðið fyrir til­rauna­verk­efni sem hefur tek­ist framar vonum og nú eru þau farin að binda um 10.000 tonn árlega af losun Hell­is­heið­ar­virkj­unar og megnið af brenni­steins­vetn­inu sem verk­smiðjan los­aði. Aðferðin er til­tölu­lega ein­föld, í raun­inni er hér um að ræða hálf­gert Soda Str­eam. CO2 er blandað við vatn og sóda­vatn­inu er dælt ofan í jörð­ina og þar verða efna­hvörf þar sem loft­teg­undin breyt­ist í silf­ur­berg en með brenni­stein­inum verður til glópa­gull.

Nú hafa þau gefið út vís­inda­grein þar sem kostn­aður við að losna við hvert tonn af CO2 er c.a 25 doll­arar tonnið. Þetta verð mið­ast við tækni sem er rétt að kom­ast af þró­un­ar­stigi og er í eðli sínu alls ekki flókin þannig að verðið ætti þess vegna að geta fallið enn­þá. Tæknin felur ekki í sér flókin auka­efni heldur er ein­fald­lega verið að vinna með nátt­úru­legum ferl­um.

Álverin og kís­il­verin á Íslandi losa um 1.8 milljón tonn á ári og eru þannig langstærsti ein­staki meng­un­ar­valdur á Ísland­i. Þannig að ef Car­bFix virkar, ætti að vera hægt að minnka losun frá Íslandi, sem nemur öllu flugi og allri bíla­um­ferð með því að koma böndum á álver­in.

Sam­tals, miðað við núver­andi tækni blasir við að á næstu árum ætti að vera hægt að minnka losun Íslands um að minnsta kosti 50% og það væri alls ekki dýrt, heldur þvert á móti, af því yrði mik­ill hag­ur.

Tonnið á áli er á heims­mark­aði um 2000 doll­arar tonn­ið. Þannig að kostn­aður við að binda CO2 frá álver­unum ætti ekki að vera meiri en 4 - 5 millj­arðar árlega -eða c.a 1-2% af álverð­i. Það er minna en með­al­sveifla á álverði milli mán­aða. Ef heims­mark­að­ur­inn er ekki til­bú­inn að greiða 1% hærra verð frá verk­smiðju sem er án CO2 los­unar - þá yrði það ein­fald­lega til merkis um að mark­að­ur­inn væri ónýtt kerfi.

Ég tek auð­vitað ekki ábyrgð á nýrri tækni en þetta er kjörið efni fyrir fjöl­miðla að fylgja eft­ir. Hér­lendis eru ungir vís­inda­menn og konur geta og kunna að leysa þetta vanda­mál. Ef tæknin er talin örugg og öll aðstaða er fyrir hendi er ekki eftir neinu að bíða. Þá er heldur engin ástæða til að bíða eftir mark­aðn­um, ef þetta ger­ist ekki nógu hratt má setja skatt eða lög. 

Síðan má fljúga sjaldnar og betur og kolefn­is­jafna flugið sitt með því að styrkja sjóði eins og Auð­lind sem stuðlar að end­ur­heimt vot­lendis og Yrkju en gegnum hann hafa grunn­skóla­börn bundið tug­þús­undir tonna af CO2 á síð­ustu þrjá­tíu árum.

Og þegar það er komið þarf að taka á land­bún­aðn­um, skip­un­um, mat­ar­venj­um, neyslu og úrgangi. Þannig að ef við horfum bara á Ísland, þá er full ástæða til bjart­sýni um að hægt verði að ná tals­verðum hluta af þessum mark­mið­u­m. 

Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030
Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.
Kjarninn 24. maí 2019
Olíuverð lækkar og Bandaríkjaþing samþykkir aðstoð til bænda
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er farið að valda fjárfestum miklum áhyggjum, og bændur í Bandaríkjunum hafa víða farið illa út úr því.
Kjarninn 23. maí 2019
Icelandair gerir ráð fyrir að kyrrsetningin á Max-vélunum vari lengur
Óvíst er hvenær 737 Max vélin frá Boeing fer í loftið. Nú er gert ráð fyrir kyrrsetningu, til að minnsta kosti 15. september, segir í tilkynningu Icelandair.
Kjarninn 23. maí 2019
Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar