Rangfærslur ráðgjafa Trumps um Norðurlönd leiðréttar

Jo Thori Lind og Kalle Moene, prófessorar í hagfræði við Háskólann í Osló, fjalla um nýja skýrslu hagfræðiráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þórólfur Geir Matthíasson þýddi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Full­yrt er að hag­kerfi Banda­ríkja Norður Amer­íku (Banda­ríkj­anna, USA) sé fremra hag­kerfum nor­rænu ríkj­anna á nán­ast öllum sviðum í nýlegri 72ja síðna skýrslu hag­fræði­ráð­gjafa Don­alds Trumps for­seta Banda­ríkj­anna sen ber heit­ið: „The opportunity costs of soci­al­ism“ eða „Fórn­ar­kostn­aður sós­í­al­ism­ans“. Ráð­gjaf­arnir halda því fram að aukið vægi lýð­ræð­is­legra, félags­legra lausna á sam­fé­lags­legum úrlausn­ar­efnum (jafn­að­ar­stefnu eða félags­legrar lýð­ræð­is­stefnu) muni draga úr hag­rænum ávinn­ingi sem hafa má af óheftum kap­ít­al­isma. Við segjum ráð­gjaf­ana hafa rangt fyrir sér.

Skýrslu­höf­undar rugla (vilj­and­i?) saman sós­í­al­isma og jafn­að­ar­stefnu og segja svo að aukið vægi jafn­að­ar­stefnu í hag­kerf­inu dragi úr hvatn­ingu til vinnu­semi og nýsköp­un­ar. Þetta segja skýrslu­höf­undar að megi styðja talna­legum rök­um. ­Full­yrð­ingin stenst ekki skoðun ein­fald­lega vegna þess að vinnu­semi og nýsköpun er síst minni á Norð­ur­löndum en í Banda­ríkj­un­um.

Höfundar: Jo Thori Lind og Kalle Moene

Fram­leiðni­aukn­ing í Sví­þjóð og Nor­egi á tíma­bil­inu 1930 til dags­ins í dag er meiri en í Banda­ríkj­un­um. Það gildir jafnt þó verð­mæti olíu­fram­leiðslu Norð­manna sé haldið utan við sam­an­burð­inn. Nýsköpun gengur hraðar fyrir sig á Norð­ur­löndum en í Banda­ríkj­unum sem kemur fram í að atvinnu­lífið bregst hraðar við breyttum ytri aðstæðum og nýsköpun er einnig meiri að umfangi á Norð­ur­lönd­um. Mun­ur­inn í fram­leiðni á milli arð­bær­ustu og minnst arð­bæru fram­leiðslu­ein­ing­anna er þess vegna minni á Norð­ur­löndum en í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Röðun Sam­ein­uðu Þjóð­anna á löndum eftir notkun og þróun upp­lýs­inga­tækni sýnir sams­konar mynd: Ísland er í fyrsta sæti, Dan­mörk er í því fjórða, Nor­egur átt­unda og Sví­þjóð í ell­efta. Banda­ríkin kom­ast ekki hærra en í sext­ánda sæti.

Umfangs­mikil vel­ferð­ar­kerfi – lít­ill launa­munur

En hvers vegna koma nor­rænu löndin vel út í sam­an­burði varð­andi nýsköpun og fram­leiðni­þró­un? Ástæðan er gott skipu­lag vel­ferð­ar­kerfa Norð­ur­land­anna ann­ars vegar og það hversu lít­ill munur er á hæstu og lægstu launum hins veg­ar.

Sé vinnu­afl vel mennt­aðra hlut­falls­lega ódýrt og vinnu­afl almennra starfs­manna hlut­falls­lega dýrt borgar sig nefni­lega að vél­væða vinnu­ferla og inn­leiða vinnu­afls­spar­andi tæki og tækni. Vél­væð­ing kann vissu­lega að leiða til tíma­bund­ins atvinnu­leys­is. En sé öllum sem það vilja tryggð end­ur­hæf­ing og góðar atvinnu­leys­is­bætur er atvinnu­leysi af völdum tækni­breyt­inga ekki vanda­mál. Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins leggja sömu­leiðis mikla áherslu á að haga kjara­samn­ingum þannig að með­al­launa­stig sé stillt þannig af að full atvinna hald­ist á hverjum tíma í hag­kerf­inu í heild. Þess vegna verður tíma­bundið atvinnu­leysi vegna vél­væð­ingar og fram­leiðni­aukn­ingar hvorki langvar­andi né umfangs­mik­ið.

Það eru einmitt almennir kjara­samn­ingar og félags­legar trygg­ingar sem hafa stuðlað að miklum hag­vexti, lágu atvinnu­leysi og miklum jöfn­uði á Norð­ur­löndum und­an­gengin rúm 80 ár.

Jafn­að­ar­stefnan sem rekin er á Norð­ur­löndum eyði­leggur ekki hið kvika eðli kap­ít­al­ism­ans, þvert á móti styrkir hún það, styður og efl­ir.

Tafla 1. Lægsti ójöfnuður í Evrópu.

Athygli beint að með­al­tekjum

Hag­fræði­ráð­gjafar Trumps minn­ast á ójafna tekju­skipt­ingu í fram­hjá­hlaupi, en athyglin bein­ist þó fyrst og fremst að með­al­tekj­um. Okkur er ekki ljóst hvaða gögn þeir nota. Þeir segja gögnin upp­runnin hjá OECD en ekki hvaða útreikn­inga þeir fram­kvæma sjálf­ir.

Við höfum aflað sam­bæri­legra gagna með því að nota tölur Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) um lands­fram­leiðslu á íbúa sem við höfum síðan leið­rétt fyrir mis­mun­andi kaup­mætti og mis­mun­andi verð­lagi milli landa.

Séu þessar eðli­legu leið­rétt­ingar fram­kvæmdar mæl­ast tekjur á mann í Nor­egi 19% hærri en í Banda­ríkj­un­um. Hluta af þeim mun má skýra með olíu­tekj­un­um, en ekki all­an. Hin nor­rænu löndin hafa nokkru lægri leið­réttar tekjur á íbúa en Banda­rík­in. Röðin er þessi: Efst er Nor­eg­ur, síðan Banda­rík­in, þá Ísland, Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land.

Leið­rétt fyrir ójöfnuð

Með­al­tekjur á mann segja lítið um vel­sæld og lífs­gæði ef það eru bara örfáir sem njóta mjög hárra tekna meðan allir aðrir eru tekju­litl­ir.

Til að fá fyllri mynd verður að taka til­lit til þess hvernig tekj­urnar dreifast. Nóbels­verð­launa­hafi í hag­fræði, Amar­tya Sen hefur þróað aðferð til að leið­rétta þjóð­ar­tekjur á mann vegna ójafn­aðar í tekju­dreif­ing­unni. Þeim mun meiri sem ójöfn­uð­ur­inn er þeim mun minna gagn er af háum með­al­tekjum sam­kvæmt mæli­kvarða Sen.

Það er vel þekkt að ójöfn­uður í Banda­ríkj­unum er umtals­vert meiri en á Norð­ur­lönd­um. Ef við leið­réttum töl­urnar með þess­ari ein­földu en almennt við­ur­kenndu aðferð verður myndin af vel­ferð­ar­stöðu Norð­ur­land­anna og Banda­ríkj­anna allt önnur en sé það ekki gert. Þá eru Banda­ríkin næst neðst í vel­meg­un­ar­röð­inni. Aðeins Finn­land rað­ast neðar á þennan mæli­kvarða. Nor­egur mælist með mestar ójafn­að­ar­leið­réttar tekjur á íbúa, enda með­al­tekjur mjög háar og ójöfn­uður lít­ill. Ísland, Sví­þjóð og Dan­mörk mæl­ast öll betur en Banda­rík­in.

Sé til­lit tekið til þess að íbúar Norð­ur­land­anna fá heil­brigð­is­þjón­ustu og háskóla­menntun nán­ast ókeypis minnkar ójöfn­uður innan þess­ara landa enn um 20% sam­kvæmt útreikn­ingum 3ja vís­inda­manna við norsku Hag­stof­una. Þar með fær­ast Norð­ur­löndin enn ofar en Banda­ríkin á vel­ferð­ar­kvarð­an­um.

Banda­rískir Svíar og sænskir Svíar

Ráð­gjafar Trumps gera einnig örvænt­ing­ar­fulla til­raun til að sýna fram á að íbúar Norð­ur­landa tapa á að búa ekki í Banda­ríkj­un­um.

Skýrslan dregur fram tölur sem sýna hversu góður efna­hagur inn­flytj­enda í Banda­ríkj­unum er eftir því hvort þeir eru af dönsku, finnsku, íslensku, norsku eða sænsku bergi brotn­ir. Sam­kvæmt skýrsl­unni eru með­al­tekjur sænsks inn­flytj­anda í Banda­ríkj­unum 29% hærri en með­al­tekjur í Banda­ríkj­un­um. Skýrslan gerir ráð fyrir að hefðu for­feður við­kom­andi ekki flutt til Banda­ríkj­anna væru tekjur hans þær sömu nú og með­al­svía, þ.e.a.s. 15% lægri en með­al­tekjur í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt skýrsl­unni eru tekjur Svía í Sví­þjóð því aðeins um 45% af því sem tekjur hans væri hefði hann (eða for­feður hans) flutt til Banda­ríkj­anna.

Vill­andi um ójöfnuð og menntun

Útreikn­ing­ur­inn er vill­andi. Það er vill­andi að láta eins og tekjur sér­hvers íbúa séu jafnar með­al­tekjum og hoppa þannig yfir áhrif tekju­ó­jafn­að­ar. Mik­il­vægar er þó að ekki er tekið til­lit til þess að tekjur íbúa Banda­ríkj­anna ráð­ast af því hversu snemma for­feður þeirra fluttu til lands­ins. Þeim mun fyrr sem for­feð­urnir fluttu þeim mun hærri eru tekjur nútíma Banda­ríkja­manns­ins.

Það er reyndar þannig að Banda­ríkja­menn af nor­rænum upp­runa eru ekk­ert sér­lega vel settir sam­an­borið við aðra aðkomu­menn af evr­ópskum upp­runa. Tekju­munur milli þeirra sem eru af breskum upp­runa og þeirra sem eru á sænskum upp­runa í Band­ríkj­unum er meiri en tekju­munur milli Svía í Banda­ríkj­unum og Svía í Sví­þjóð. ­Jafn vill­andi er það þegar því er slegið föstu í skýrsl­unni að ókeypis menntun á Norð­ur­löndum gefi ekki góða ávöxt­un. Höf­undar hafa ekki upp­götvað að á Norð­ur­löndum er lít­ill tekju­munur vegna sam­þjöpp­unar launa­stig­ans. Þess vegna er arð­semi ein­stak­linga af menntun lægri á Norð­ur­löndum en í Banda­ríkj­un­um.

En bæði í Banda­ríkj­unum og í Nor­egi er það þjóð­hags­leg arð­semi mennt­unar sem skiptir mestu máli. Þjóð­hags­leg arð­semi er mæli­kvarði á hversu vel menntun gagn­ast til að auka almenn lífs­gæði og almennar tekjur í lönd­un­um. Á þessu svið hafa ráð­gjafar Trumps ekk­ert fram að færa.

Ein­hverjir kunna að leggja trúnað á inni­hald skýrsl­unn­ar 

Skýrsla hag­fræði­ráðu­nauta Trumps er lík­lega ætluð til heima­brúks. Hún gefur glopp­óttan og skakkan sam­an­burð á virkni hag­rænna stofn­ana í Banda­ríkj­unum ann­ars vegar og á Norð­ur­löndum hins­veg­ar. Hún svarar heldur ekki spurn­ingum um það hvaða hópum í Banda­ríkj­unum það myndi gagn­ast að gera banda­ríska hag­kerfið lík­ara hag­kerfum Norður Evr­ópu.

Umræðan í skýrsl­unni tekur útúr­dúra til Sov­ét­ríkj­anna, Kúbu og Venes­ú­ela en lætur vera að kafa ofan í orsakir hins mikla og langvar­andi hag­vaxtar í Kína. Til­gang­ur­inn er aug­ljós­lega að stilla nor­rænu lönd­unum upp í slæmum félags­skap landa sem ein­kenn­ast af litlum hag­vexti, djúpum kreppum og tak­mörk­uðu frjáls­ræði. Í leið­inni er ætl­unin greini­lega að koma höggi á Bernie Sand­ers.

Við hefð­bundnar aðstæður væri lítil hætta á að skýrslan hefði áhrif á þekk­ingu og skiln­ing Banda­ríkja­manna á aðstæðum á Norð­ur­lönd­um. Til þess er rit­deilu­brag­ur­inn of mik­ill og heið­ar­leiki í umgengni við stað­reyndir of lít­ill. En aðstæður eru ekki hefð­bundn­ar. Þess vegna viljum við leið­rétta hinar röngu full­yrð­ingar skýrsl­unn­ar.

Höf­undar eru pró­fess­orar í hag­fræði við Háskól­ann í Osló.

Þórólfur Geir Matth­í­as­son pró­fessor við félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands þýddi en Kalle Moene var leið­bein­andi Þór­ólfs í dokt­ors­námi hans við Háskól­ann í Osló. 

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar