Áherslur á velferð skortir í fjárhagsáætlun Garðabæjar

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans, segist sakna aukins fjármagns í þágu barna, ungmenna, barnafjölskyldna og aldraðra.

Auglýsing

Í fjárhagsáætlun Garðabæjar gengur meirihlutinn út frá óbreyttri þjónustu. Garðabæjarlistinn saknar aukins fjármagns í þágu barna og ungmenna, barnafjölskyldna og aldraðra. Garðabæjarlistinn vill gera miklu betur á þessum sviðum og leggur því fram breytingartillögur. Sveitarfélagið stendur afar vel og getur lagt meira af mörkum til velferðar íbúa sinna.

Garðabær er öflugt sveitarfélag á stærð við úthverfi Reykjavíkur, enda hefur verið litið svo á að sveitarfélagið hafi efni á margra milljarða framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss. Við hlið slíkrar stórframkvæmdar bliknar föst prósenta í félagslegar íbúðir, þar sem farið verður í að byggja upp hverfi. Og við hlið slíkrar milljarðaframkvæmdar er aumt að bjóða upp á 5 milljónir króna til að tryggja öryggi, festu og velferð fatlaðra barna og ungmenna og barna og ungmenna af erlendum uppruna með þátttöku í frístund, íþrótta- og tómstundastarfi innan bæjarfélagsins.
Ef vel stætt og öflugt bæjarfélag á stærð við úthverfi Reykjavíkur hefur efni á margra milljarða íþróttahúsi þá er hæglega hægt að:

Auglýsing
  • byggja til framtíðar, taka samfélagslega ábyrgð og fjárfesta í öryggi allra
  • halda gjaldskrá leikskóla óbreyttri
  • efla lýðheilsu eldri borgara enn frekar
  • styðja við barnmargar fjölskyldur með hærri hvatapeningum,

svo aðeins séu nefnd dæmi um möguleikana er fyrir hendi eru í bæjarfélagi, sem áætlar að skila rétt undir milljarði króna í hagnað á einu kjörtímabili.

Og það þrátt fyrir margra milljarða framkvæmd í þágu íþróttastarfs bæjarins.

Það er einlæg von okkar sem stöndum að Garðabæjarlistanum að samtal okkar við meirihlutann um þessar áherslur leiði til góðs í þágu alls samfélagsins. Það þarf vissulega að tryggja stöðugan rekstur og leggja upp með ábyrga fjármálastefnu, en um leið þarf að gæta jafnvægis og treysta innviðina með því að fjárfesta í velferð fyrir alla. Velferð íbúa hvar sem þeir standa óháð lífsgæðum má aldrei stefna í hættu. Skylda hvers sveitarfélags felst í að tryggja öryggi og festu fyrir íbúa þess, ekki síður en öryggi og festu í rekstri.

Þegar Garðabæjarlistinn leggur mannbætandi breytingartillögur fyrir bæjarstjórn hlýtur meirihlutinn að styðja þær og samþykkja.


Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar