Svigrúm til launahækkana og ábyrgð á stöðugleika

Auglýsing

Stærstu laun­þega­sam­tök lands­ins hafa lagt fram kröfu­gerðir vegna kom­andi kjara­samn­inga. Þykja þær rót­tæk­ar. Mikil hækkun launa­taxta næstu þrjú árin og stytt­ing vinnu­tíma. Þegar felmtri slegnir tals­menn launa­greið­enda sögð­ust ófærir um að reikna út hvað þessar kröfur þýða kom heil blað­rit­stjórn til hjálpar og rit­ari Flokks­ins afhjúpaði af skarp­skyggni Sól­veigu og Drífu sem aft­ur­gengnar komma­grýl­ur. Lestur kröfu­gerð­anna leiðir þó ekki í ljós ástæður ótt­ans, engar kröfur um þjóð­nýt­ingu eða eigna­upp­töku, bara óskir um mann­sæm­andi laun og rétt­lát­ari tekju­skipt­ingu. Geðstillt­ari gagn­rýnendur kröfu­gerð­ar­innar hafa telft fram þeim rökum að hún að leiða til eft­ir­spurn­ar­þennslu og verð­bólgu. En þarf það að vera svo?

Fyrir hverja eru kröf­urnar

Kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) er að sjálf­sögðu fyrir félags­menn stétt­ar­fé­lag­anna í sam­band­inu en ekki aðra og sama má segja um VR. Í þeim er stærsti hluti lág­launa­fólks á land­inu. Kröfu­gerð þess­ara félaga er sniðin að þessum hópum en ekki öðr­um. Samn­ings­bundin mán­að­ar­laun hjá SGS eru nú hæst 310.700 fyrir skil­greint starfs­heiti og 318.600 er hæsta tala í launa­töflu. Hjá VR ná samn­ings­bundnir launa­taxtar upp í 309.400 kr.

Kröfur stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks á ekki meta sem hlut­falls­lega hækkun taxta­launa. Taka verður til­lit til raun­veru­lega greiddra launa. Sam­kvæmt launa­könnun VR voru með­al­dag­vinnu­laun félaga í VR um 622 þús kr. á mán­uði i árs­byrjun 2018 og eru vænt­an­lega nú um 640 þús. kr. á mán­uði. Jafn­vel þótt sú hækkun sem VR krefst fyrir lægstu launin gengi upp allan launa­skal­ann, sem er langt frá sjálf­gef­ið, yrði hækk­unin að með­al­tali um 6,6%. Á það skal þó bent að í gögnum VR eru með­al­launin lík­lega veru­lega ofmet­in.

Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa samn­ings­bundnir launa­taxtar verið flattir út með þeirri hug­mynda­fræði að mark­að­ur­inn skuli ráða laun­um. Hefur það leitt til þess að stétt­ar­fé­lögin hafa í reynd lítið um það að segja hver raun­veru­leg launa­kjör eru og það kemur niður á þeim hópum og ein­stak­lingum sem hafa ekki sterka “mark­aðs­stöð­u.” Þó ekki vegna þess að þeir séu verð­minni starfs­menn því ástæðan er oft­ast félags­leg, stað­bundnar aðstæð­ur, skortur á upp­lýs­ingum o.fl. Dæmi um þetta er staða erlends starfs­fólks en vand­inn er víð­tæk­ari því “mark­aðs­staða” fólks í lág­launa­störfum felst í því að vera upp á náð síns Þrí­hross kom­in.

Kjara­samn­ingum flestra stétt­ar­fé­laga hefur að und­an­förnu verið breytt í lág­marks­launa­samn­inga. Hin raun­veru­legu laun eru ákveðin í samn­ingum milli laun­þeg­ans og launa­greið­and­ans, t.d. milli kassa­dömu í Hag­kaup og for­stjóra Haga, fisk­verka­konu og for­stjóra Sam­herja eða sér­hæfðs tölv­un­ar­fræð­ings í samn­ingum við for­stjóra Origo eða Advania. Víg­staða þess­ara laun­þega er ólík en hug­mynda­fræði mark­aðs­laun­anna dæmir þá sem eru í veikri samn­ings­stöðu til lág­marks­launa. Kröfu­gerðir stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks nú eru rök­rétt við­brögð þeirra við þess­ari þró­un.

Laun þeirra sem ekki eru á umsömdum lág­mark­s­töxtum stétt­ar­fé­laga eru þannig ekki ákveðin af stétt­ar­fé­lögum heldur af vinnu­veit­and­an­um. Þessi stað­reynd setur kröfu­gerð stétt­ar­fé­lag­anna og afleið­ingar af henni í það nýja ljós að hækkun lág­marks­laun­anna gengur ekki upp allan launa­skal­ann og hækkar ekki allt launa­stigið í sam­fé­lag­inu nema launa­greið­end­urnir ákveði að svo verði. Ábyrgðin á boð­aðri koll­steypu er því ekki hjá stétt­ar­fé­lögum lág­launa­fólks heldur hjá launa­greið­endum og öðrum sem koma að launa­á­kvörð­unum í efri hluta launa­ska­l­ans. Þeir sem fengu aðsvif vegna kröfu­gerð­ar­innar og réð­ust með stór­yrðum að for­ystu stétt­ar­fé­lag­anna ættu því að beina spjótum sínum að þeim sem með boð­skap sínum eru í reynd að boða það að þeir muni láta launa­hækk­anir lág­launa­stétt­anna ganga upp allan launa­skal­ann til að við­halda þeirri mis­skipt­ingu sem þeir hafa skapað og bera ábyrgð á.

Skipt­ing heild­ar­tekna

Til þess að átta sig á rök­leysum í umræð­unni er gott að setja kröfu­gerð­ina í sam­hengi við þjóð­hags­stærð­ir. Grunn­tónn í máli hinna “ábyrgu” er í reynd það talna­lega sam­band að ef pen­inga­leg eft­ir­spurn í sam­fé­lag­inu vex umfram fram­leiðslu hækki verð­lag, þ.m.t. vextir og verð á erlendum gjald­eyri sem því nem­ur. Það má satt vera og rétt en því til við­bótar gefa menn sér að öll laun breyt­ist hlut­falls­lega eins. Það er engin rök­bundin nauð­syn. En hver er raun­veru­legur þáttur launa og þá sér­stak­lega lág­launa í heild­ar­eft­ir­spurn­inni?

Heild­ar­eft­ir­spurn í sam­fé­lag­inu ræðst að mestu af tekj­um, ekki bara launa­tekjum heldur öllum öðrum tekjum líka, líf­eyri, rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tækja, vaxta­tekj­um, arði o.s.frv. Bæri­lega not­hæfur mæli­kvarði á þessa heild­ar­eft­ir­spurn er hin marg­fræga verga lands­fram­leiðsla (VLF). VLF árs­ins 2018 er áætluð um 2.700 ma. kr. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem finna má á vef Hag­stof­unnar er hlutur allra launa, þmt. líf­eyr­is, í VLF um 55% eða um 1.500  ma. kr. en hlutur fjár­magns, afskriftir og fl. um 45% eða um 1.200 ma. kr.

Það eru því ekki launin ein sem hafa áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn­ina og hækkun þeirra skilar sér ekki sem hlut­falls­leg hækkun heild­ar­eft­ir­spurnar nema fjár­magnstekjur og annað hækki í sama takti. Kjara­bar­átta er alltaf að hluta bar­átta á milli hags­muna­hópa í sam­fé­lag­inu, bar­átta um skipt­ingu tekna milli vinnu og fjár­magns. Hækkun launa sem gengur á hagnað og aðrar fjár­magnstekjur eykur ekki heild­ar­eft­ir­spurn.

Annar þáttur í mál­flutn­ingi hinna „ábyrgu” er að hækkun launa megi ekki vera umfram hækkun VLF á mann. Þetta er tækni­legt skil­yrði þegar litið er til lengri tíma sem ekki þýðir að afneita. Gagn­rýni á Seðla­bank­ann fyrir að taka mið af þessu og láta það í ljós í umræðu um svig­rúm til launa­hækk­ana er ómak­leg. Ámæl­is­vert væri að hann leyndi upp­lýs­ingum sem þessum sem þurfa að liggja fyrir og eiga erindi til þeirra sem um efna­hags­mál þmt. kjara­samn­inga fjalla. Fram hefur komið að Seðla­bank­inn telur að hækkun heild­ar­launa um 1,5% umfram verð­bólgu­mark­mið bank­ans sam­ræm­ist að hans mati vaxt­ar­getu hag­kerf­is­ins án þess að skapa aukna verð­bólgu­á­hættu.

Sé gengið út frá því að mat Seðla­bank­ans sé rétt geta laun því alls hækkað um allt að 60 ma. kr. á ári án þess að raska jafn­vægi og breyta hlut­deild launa í VLF og gætu hækkað eitt­hvað meira á kostnað hagn­að­ar, fjár­magnstekna og rentu. Spurn­ingin er því hvort kröfur stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks geti rúm­ast innan þessa ramma. Til þess að fá svar við spurn­ing­unni þarf að skoða dreif­ingu launa­tekna. Í því sam­bandi verður að hafa í huga að kröfur þeirra eru einnig kröfur um auk­inn jöfn­uð, sem flestir hafa tekið und­ir, en auk­inn jöfn­uður næst ekki nema þeir launa­lægstu hækki umfram aðra eða hinir launa­hærri hækki minna en lág­launa­fólk.

Skipt­ing launa­tekna

Úr gögnum  RSK fyrir tekjur ársis 2016 má sjá að heild launa og líf­eyr­is­tekna hjóna og ann­arra sam­skatt­aðra var um 756  ma. kr. og um 511 ma.kr. hjá ein­hleypum eða alls 1.267 ma. kr. Skipt­ing launa­tekna sam­skatt­aðra eftir tekju­fimmt­ungum er sýnd í  töflu hér á eft­ir. Hafa þarf í huga að flokk­un, fjöldi, tekjur og með­al­tekj­urnar er allt miðað við sam­an­lagðar tekjur hjóna og ann­arra sam­skatt­aðra. Getur það leitt til van­mats á fjölda ein­stak­linga með lágar tekjur en aðrir þættir svo sem fjöldi þeirra sem eru tekju­lágir á skatta­papp­írum í skjóli veik­leika í skatta­lögum leiðir á móti til ofmats. Við útreikn­ing með­al­launa er auk þess áætlað að atvinnu­þát­taka sé 75% í lægsta flokknum vegna fjölda í hluta­störf­um, náms­manna o.fl. 85% í efri flokk­un­um. Ekki er ástæða til að ætla að skekkjur í fram­an­greindum áætl­unum breyti heild­ar­mynd­inni veru­lega.

Launatekjur á mann.

Lægstu 20% sam­skatt­aðra fékk í sinn hlut 9% heild­ar­laun­anna. Næsti fimmt­ungur fékk 14,3% sá þriðji 18,6%. Næst efsti fimmt­ungur fékk 23,4% og efstu 20%  sam­skatt­aðra fengu 34,6% heild­ar­laun­anna. Þau fengu reyndar líka 79% allra fjár­magnstekna sam­skatt­aðra í sinn hlut, 67 ma. kr., eða nán­ast sömu fjár­hæð og allar  launa­tekjur lægsta fimmt­ungs­ins. Hafa þarf í huga að í launa­tölum þessum eru líf­eyr­is- og eft­ir­launa­greiðslur með­taldar en reikna má með að hækkun á þeim fylgi í kjöl­far hækk­unar lægst launa.

Þjóð­hags­leg áhrif af hækkun lægstu launa

Þegar þessar tölur eru skoð­aðar er erfitt að finna inni­stæðu fyrir áhyggjur af veg­ferð efna­hags­lífs­ins. Þau laun sem ætla má að yrðu fyrir áhrifum af kröfu­gerð stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks eru í tveimur lægstu tekju­flokk­unum og eitt­hvað upp í þann þriðja. Í þeim hópi eru 40 - 50% sam­skatt­aðra ein­stak­linga með 175 til 250 ma. kr. í heild­ar­tekjur sem er um 23% heild­ar­tekna allra sam­skatt­aðra. Með því að bæta við ein­hleypum og áætla tekju­skipt­ingu þeirra svip­aða er alls um að ræða 80 til 100 þús­und ein­stak­linga með 280 til 400 ma,kr. heild­ar­tekjur af þeim 1.267 ma. kr. sem í heild voru taldar fram. Eru það 22 til 30% heild­ar­tekn­anna. Hinn hlut­inn 870 til 1.000  ma.kr. eru laun sem ekki eru greidd á grund­velli kjara­samn­inga lág­launa­stétt­anna heldur að hluta til sam­kvæmt öðrum kjara­samn­ingum en lík­lega að mestu mark­aðs­laun” ákveðin af launa­greið­end­um.

Fram­an­greind grein­ing sýnir að unnt er að verða við kröfum lág­launa­fólks án þess að setja efna­hags­lífið á hlið­ina eða raska meintum stöð­ug­leika. Til þess verða þeir sem notið hafa upp­gangs­ins á und­an­förnum árum í meira mæli en aðrir að sætta sig við að hægja á ferð­inni og þeir sem hagn­ast hafa mest á auk­inni mis­skipt­ingu tekna að sætta sig við að skila ein­hverju af þeim feng til baka. Eft­ir­far­andi tafla varpar enn frekar ljósi á þetta. Í henni er áætlað hvað það myndi kosta að hækka lægstu laun í sam­ræmi við kröfur SGS að því gefnu að sú hækkun myndi aðeins hafa bein áhrif á sam­bæri­leg laun. Sú hækkun er áætluð 13% að með­al­tali í lægsta fimmt­ungi töfl­unnar og 8% í öðrum fimmt­ungi. Þá er áætlað að laun upp að því marki að 60% laun­þega er náð myndu hækka um 4%, þ.e. í sam­ræmi við ætlað áhættu­laust svig­rúm, en laun þar fyrir ofan og að 80% mark­inu hækki um 2,5%, þ.e. um áætl­aða verð­bólgu. Laun þeirra 20% hæstu yrðu óbreytt.

Launatekjur.

Nið­ur­staða þess­ara útreikn­inga er að launa­summa sam­skatt­aðra myndi hækka um 27,5 ma. kr. eða um 3,6% af heild­ar­launa­summu þeirra. Að ein­hleypum með­töldum má áætla að hækk­unin væri um 44  ma.kr.. Til sam­an­burðar við þá tölu er að hækkun all­ara launa, 1.267 ma. kr. um 4% væri 51 ma. kr. Launa­hækkun sú sem með réttu má heim­færa á kröfu­gerð stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks og ann­arra í sam­bæri­legri launa­legri stöðu og að með­töldum sam­bæri­legum líf­eyr­is­greiðslum er vel innan þeirra marka sem gefið hefur verið út að séu þol­mörk hag­kerf­is­ins.

Hver er ábyrg­ur?

Það eru ekki lág­launa­stétt­irnar sem með kröfum sínum ógna stöð­ug­leika hag­kerf­is­ins. Sé sú ógnun fyrir hendi felst hún í því að hátekju­hóp­arnir uni því ekki að hænu­skref séu tekin í átt til launa­jöfn­uðar og hæstu laun verði því hækkuð til sam­ræmis við lægri laun. Þau laun eru beint eða óbeint ákveðin af launa­greið­endum eða eru sjálftöku­laun þeirra sem stýra atvinnu­reksti og með­reið­ar­sveina þeirra.

Það á ekki að koma neinum á óvart að krafa stétt­ar­fé­laga lág­launa­fólks er ekki ein­ungis krafa um bætt lífs­kjör heldur einnig krafa um auk­inn jöfn­uð. Þeirri kröfu er nú svarað með gömlu tugg­unni um hag­vöxt fyrir alla. Sá boð­skapur hefur verið leið­ar­ljós ójafn­aðar síð­ustu ára­tuga og myndi nú þýða að af 50 millj­arða svig­rúmi til hækk­unar á launum yrðu 20  ma. kr. eyrn­ar­merktir þeim 20% sem mestar tekjur hafa en þau 40% sem lægstu launin hafa að með­töldum líf­eyr­is­þegum fengju að bít­ast um 12 ma. kr.

Auk­inn jöfn­uður í sam­fé­lag­inu og krafa um auk­inn launa­legan jöfn­uður felur óhjá­kvæmi­lega í sér að há laun hækki minna en lægri laun. Þessa stað­reynd þurfa þeir sem berj­ast í ein­lægni fyrir auknum jöfn­uði að við­ur­kenna og hafa í huga. Aðrir ættu að að minnsta kosti að leggja frá sér sauð­ar­gæruna.

———-

PS. Ójöfn­uður launa á síð­ustu ára­tugum hefur verið ýktur með póli­tískri stefnu sem dregið hefur úr jöfn­un­ar­á­hrifum skatt­kerf­is­ins. Það er eðli­leg krafa laun­þega­sam­tak­anna til stjórn­valda að horfið verði af þeirri braut og það sem aflaga hefur farið verði leið­rétt. Slík krafa á þó ekki að vera undir í við­ræðum um kjara­samnn­inga heldur eiga stjórn­völd að leggja spil sín á borðið áður en gengið er til samn­inga. Um þessa hlið máls­ins verður fjallað síð­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar