Við eigum honum skuld að gjalda

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Víglund Þorsteinsson, sem lést nýverið.

Auglýsing

Það er árið 1987. Eftir erf­iðar fæð­ing­ar­hríðir er þriggja flokka rík­is­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Alþýðu­flokks, undir for­sæti Þor­steins Páls­son­ar, að taka við völd­um. Fjár­mála­ráðu­neytið kom í minn hlut, for­manns Alþýðu­flokks­ins. Á verk­efna­list­anum var löngu tíma­bær heild­ar­end­ur­skoðun á tekju­stofna­kerfi rík­is­ins, m.ö.o. skatta- og tolla­lög­gjöf­in. Þeir sem eitt­hvað þekktu til rík­is­fjár­mála vissu, að kerfið var ónýtt; hafði fyrir löngu gengið sér til húð­ar. Á löngum tíma – allt frá kreppu­árum Eysteins – höfðu sér­hags­muna­seggir og kjör­dæma­potarar borað ótelj­andi göt á kerfið með enda­lausum und­an­þág­um. Kerfið var hrip­lekt. Und­an­þág­urnar buðu upp á greiðar leiðir til und­an­dráttar og van­skila á tekj­um. Það dugði ekki lengur að klína plástrum á sár­in. Það þurfti kerf­is­breyt­ingu.

En við jafn­að­ar­menn vorum vel und­ir­bún­ir. Á fyrsta degi í ráðu­neyt­inu, snemma í júlí 1987, lagði ég minn­is­blað fyrir starfs­lið tekju­deild­ar: (1) Heild­ar­upp­stokkun á tolla­kerf­inu til sam­ræmis við tolla­lög­gjöf ESB. (2) Tekju­skattur ein­stak­linga í einu þrepi (27%), með háum per­sónu­af­slætti, sem dekk­aði helstu und­an­þágur frá fyrri tíð. (3) End­ur­skoðun á tekju­sköttum fyr­ir­tækja, sem og á fjár­magnstekju­skött­um. (4) Sam­ræmdur sölu­skattur við búð­ar­borð­ið, sem und­ir­bún­ingur að upp­töku virð­is­auka­skatts, und­an­þágu­laus í einu þrepi (18%). Tekju­jöfn­un­ar­á­hrif kerf­is­ins voru inn­sigluð með háum fjöl­skyld­u-, barna- og vaxta­bót­um. Það sem mest lá á, var að koma á stað­greiðslu­kerfi tekju­skatta. Leið­ar­stefin voru: Ein­fald­leiki, skil­virkni, tekju­jöfn­un.

Risa­vaxið verk­efni

Þetta var risa­vaxið verk­efni. Kjeld-Olof Feldt, fjár­mála­ráð­herra Svía, sagði mér síð­ar, að í Sví­þjóð hefði svona kerf­is­breyt­ing tekið ca. 9 ár. Vi ð gerðum þetta á 14 mán­uð­um. Það var eins og ég hefði hug­boð um, að stjórnin yrði ekki lang­líf. Það væri því ekki til set­unnar boð­ið.

Auglýsing

Það kom á dag­inn, að ráðu­neytið réði ekki við verk­efn­ið. Ég varð að véla til mín hag­fræð­inga og aðra kunn­áttu­menn, innan kerfis og utan, þ.á.m. frá Þjóð­hags­stofnun og hag­deild ASÍ. Yfir­verk­stjór­inn var samt inn­an­búð­ar­maður í ráðu­neyt­inu, Ind­riði H. Þor­láks­son, sem reynd­ist vera margra manna maki til verka.

Það var naumur tími til stefnu. Frum­vörpin og með­fylgj­andi reglu­gerðir þurftu að ná sam­þykki stjórn­ar­flokka í rík­is­stjórn og ná afgreiðslu á Alþingi fyrir ára­mót. Við unnum baki brotnu frá morgni til mið­aft­ans við að semja frum­vörp, grein­ar­gerðir og með­fylgj­andi reglu­gerð­ir, ásamt minn­is­blöðum með mati á tekju­öfl­un, greiðslu­byrði, teku­jöfn­un­ar­á­hrifum o.s.fr. Það var ríf­andi gang­ur.

Allt fór þetta eins og á færi­bandi til for­manna sam­starfs­flokk­anna, for­manna þing­flokka og fjár­laga­nefnd­ar­manna með beiðni um að hraða afgreiðslu eftir föng­um. Þögn­in, sem við tók, var ærandi. Það bár­ust engin svör. Fram­sókn­ar­menn heimt­uðu bara meiri nið­ur­greiðslur og hærri styrki í land­bún­að­ar­kerf­ið. Kjör­dæma­potarar fóru að venju með rull­una sína um veg­ar­spotta og brú­ar­sporða með meiru í eigin kjör­dæm­um. En þrátt fyrir stöðuga eft­ir­gangs­muni reynd­ist ógern­ingur að toga svör – einkum út úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins – um eitt né neitt, sem máli skipti.

Jarð­ýtan

Í milli­tíð­inni höfðu helstu hags­muna­að­ilar – vinnu­veit­end­ur, laun­þega­sam­tök o.s.frv. fengið allan þennan mála­búnað til umsagn­ar. Einn góðan veð­ur­dag storm­aði Víglundur Þor­steins­son, for­maður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands, eins og það hét í den, inn á mína skrif­stofu í Fjár­mála­ráðu­neyt­inu, og með honum vösk sveit manna. Þeir höfðu unnið heima­vinn­una sína og þar með gert sér grein fyrir því, að það var gagn­kvæmur hagur atvinnu­rek­enda og laun­þega , að þessar umbætur næðu fram að ganga.

Þegar ég hins vegar upp­lýsti hann um, að það væru litlar líkur á, að málin fengjust afgreidd í þing­flokkum á Alþingi – sér í lagi vegna póli­tískrar löm­un­ar­veiki í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins – setti hann hljóð­an. En ég átti eftir að kynn­ast því næstu daga og vik­ur, hvern mann Víglundur Þor­steins­son hafði að geyma. Það var auð­fund­ið, að mað­ur­inn var ljónskarpur og fljótur að koma auga á kjarna máls. Ég heyrði líka, að hann væri harðsvír­aður mála­fylgju­mað­ur. En ég átti eftir að kynn­ast því, að þetta hól var kurt­eislegt „und­er­sta­tem­ent“.

Mað­ur­inn reynd­ist vera jarð­ýta, sem fátt stóðst fyr­ir. Hann setti saman harð­snúið lið mála­fylgju­manna (lobbyista) og lagði fyrir þá að fara maður á mann á hvern þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins með áleitnum for­töl­um, þar sem nei var ekki tekið sem svar. Á tíma­bili má heita, að Víglundur og hans menn hafi lagt undir sig tekju­deild ráðu­neyt­is­ins. Þeir linntu ekki lát­um, fyrr en málin voru komin í höfn. Að vísu var ekk­ert jóla­frí. Og það var haldið áfram strax á nýju ári, þar til málin voru end­an­lega afgreidd.

Í minn­ing­ar­orðum um Víglund, að honum gengn­um, hafa margir sam­starfs­menn hans orðið til að lýsa því, hversu úrræða­góður og fylg­inn sér hann var, þegar á reyndi að ryðja braut góðum mál­um. Og þraut­seigur í and­streymi. Með þess­ari frá­sögn vil ég votta, að það eru engar ýkju­sög­ur. Enn í dag er mér til efs, að okkur hefði tek­ist að ryðja skatt­kerf­is­bylt­ing­unni anno 1987/88 braut, án hans atbeina.

Höf­undur var fjár­mála­ráð­herra 1987-88.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar