Eitt ár og tíu dagar þöggunar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um lögbann á Stundina, áhrif þöggunar, stöðu fjölmiðla á Íslandi og af hverju umfjöllun um fjármál Bjarna Benediktssonar á erindi við almenning.

Auglýsing

Tæpur mán­uður er lið­inn frá því að Stundin ákvað að fjalla á ný um umfangs­mikil við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og þáver­andi þing­manns, í aðdrag­anda Hruns­ins. Þá hafði afar umdeilt lög­bann sýslu­manns á umfjöll­un­ina verið í gildi í 375 daga, eitt ár og 10 daga. Stund­ar­fólk kærði lög­bannið og íslenskir dóm­stólar tóku sér 354 daga til að kom­ast að nið­ur­stöðu en nið­ur­staða Lands­réttar var skýr; Lög­bann á umfjöllun fjöl­mið­ils­ins var fellt úr gildi.

Rit­stjórn Stund­ar­innar ákvað að bíða samt um sinn með birt­ingu frétta sinna, því enn gæti gjald­þrota bank­inn áfrýjað dómn­um. Eftir þriggja vikna bið, ákvað rit­stjórnin að birta umfjöll­un­ina. Þau höfðu beðið lengi og ekk­ert í kort­unum þá sem sýndi að Glitnir HoldCo ætl­aði að áfrýja en nú hefur Hæsti­réttur veitt Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að fá úrskurðað hvort afhenda eigi gögnin sem greina­skrifin byggðu á.  

Auglýsing
Þetta mál er eins­dæmi en hverf­ist um tvo meg­in­þætti. Lög­bann á umfjöllun fjöl­mið­ils um mál sem átti að mati dóm­stóla erindi til almenn­ings ann­ars vegar og hins veg­ar, umfangs­mikil við­skipti stjórn­mála­manns í aðdrag­anda Hruns­ins.

Áfram­hald­andi þöggun

Mán­uði eftir að Stundin ákvað að birta gögn­in, ríkir enn frekar mikil þögn um málið og skort hefur á sam­stöðu og við­brögð. Bæði hjá öðrum fjöl­miðl­um, sem að mínu mati ættu að styðja Stund­ina fram í rauðan dauð­ann til að verja við­líka aðför að fjöl­miðli á Íslandi. Svo er það almennt við­bragða­leysi og doði sem er áhyggju­efni. Það er áhyggju­efni ef fólk gerir sér ekki grein fyrir alvar­leika máls­ins, sem er sá að við þurfum öll að verja frelsi fjöl­miðla til að fjalla um mál­efni sem eiga erindi til almenn­ings. Þetta er nefni­lega ekki enn eitt Face­book-­fárið eða „della dags­ins“ sem ein­kennir því miður íslenska sam­fé­lags­um­ræðu, heldur snýst um svo miklu meira.  

Fjár­hags­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi hefur ekki verið beysið síð­ustu 10 ár eða svo, sem hefur veikt getu fjöl­miðla til að kafa ofan í mál og fjalla um þau af alúð og þekk­ingu, að ekki bæt­ist við í ofaná­lag aðfarir sýslu­manna að frelsi fjöl­miðla. Hvað þá að áeggjan ein­hvers konar hylkis utan um gjald­þrota banka.

Bann á upp­lýs­ingum til almenn­ings en aðgangur valda­fólks að upp­lýs­ingum

Að sjálf­sögðu getur lög­bann átt rétt á sér þegar verið er að fjalla um við­kvæm, per­sónu­leg mál­efni og um það gilda lög. En lög­bann í 375 daga á umfjöllun fjöl­mið­ils, hlýtur að telj­ast nán­ast eins­dæmi í sögu fjöl­miðla í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og erfitt að sjá það sem annað en aðför að tján­ing­ar­frelsi, frelsi fjöl­miðla og upp­lýstri umræðu í íslensku sam­fé­lagi. Þann þátt er ekki hægt að þagga nið­ur.

Hinn meg­in­þáttur máls­ins snýst um sið­ferði og ábyrgð. Og um aðstöðumun fólks í þjóð­fé­lag­inu. Hvernig valda­laust fólk varð mátt­vana þegar fjár­hags­leg til­vera þeirra hrundi, á meðan fólk í valda­stöðu nýtti sér aðstöðu sína. Ekki í allra þágu, heldur í sína eigin þágu. Fyrir þetta þarf að svara með ein­hverju móti, enda komst Lands­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri til­efni til að stöðva umfjöll­un­ina. Svo almenn­ingur á rétt á að vita nánar alla mála­vöxtu þó ekki væri beðið um meira.

Auglýsing
Hvað er nýtt í þess­ari umfjöllun Stund­ar­innar spyrja marg­ir. Eins og til að frið­þægja sam­visku sína eða gera lítið úr mál­inu. Umfjöll­unin sýnir fram á nýja fleti í við­skipta­sögu núver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í umfjöllun Stund­ar­innar er umfang við­skipta hans og við­skipta­fé­laga hans fyrir Hrun kort­lagt í fyrsta sinn út frá gögnum frá bank­anum þar sem við­skipta­fé­lagar hans og fjöl­skyldu­með­limir fóru með eign­ar­hlut. Staða hans á þessum tíma var ekki sú að vera á hlið­ar­lín­unni í við­skiptum sínum og við­skipta­fé­laga sinna, heldur leiða gögnin í ljós að hann hafi var leið­andi í þeim, eins og lesa má í umfjöllun blaðs­ins. Sam­skipti þing­manns­ins við stjórn­endur Glitnis á við­kvæmum tím­um, um við­kvæm við­skipta­leg efni, þegar hann sjálfur var trún­að­ar­maður fyrir sinn flokk á trún­að­ar­fundum um hvað gekk nákvæm­lega á í bönk­un­um, voru líka sam­kvæmt umfjöll­un­inni, miklu umfangs­meiri og mark­viss­ari en áður hafði verið sýnt fram á. Sam­skipti við fólk sem er enn virkir þátt­tak­endur í íslensku fjár­mála­lífi.

En það sem er líka nýtt í þessu máli eru dap­ur­leg áhrif þögg­un­ar­inn­ar. Sem gerði það að verkum að tíma­lína frá­sagn­ar­innar brotn­aði, málið var kæft á afar við­kvæmum tíma og þögg­unin í eitt ár og tíu daga þýðir að eft­ir­fylgni blaðs­ins á fréttaum­fjöll­un­inni verður erf­ið­ari. Lög­bannið hafði sann­ar­lega áhrif og það er dap­ur­leg frétt. 

Við­brögð lýð­ræð­is­sam­fé­lags

Hver eru þá hin æski­legu við­brögð í stað við­bragða­leys­is­ins ? Það er ljóst að öll fram­ganga Sýslu­manns í þessu máli er afar gagn­rýn­is­verð og þarf að skoða ræki­lega út frá lög­mæti. Svig­rúm sýslu­manna til við­líka gjörn­inga þurfa að vera þrengd og sömu­leiðis þarf rík­ari kröfur á rök­stuðn­ing fyrir því að stöðva umfjöllun fjöl­miðla. Mál af þessu tagi verða að rata strax fyrir dóm­stóla sem úrskurða þá án tafar um gildi ákvarð­ana sýslu­manna. Það getur ekki lið­ist í lýð­ræð­is­ríki að lög­bann á umfjöllun fjöl­mið­ils geti haldið í rúmt ár.

Mik­il­væg nefnd um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ingar – fjöl­miðla og upp­lýs­inga­frelsis sem komið var á fót af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, þyrfti að hraða vinnu sinni um til­lögur á breyt­ingum á lagaum­hverfi til að hægt sé að koma í veg fyrir aðgerðir sem eiga að þagga niður umfjöllun - eins og lög­bannið á Stund­ina var.

­Styrkja þarf heild­ar­starfs­um­hverfi íslenskra fjöl­miðla og koma því á sama stað og á hinum Norð­ur­lönd­um. Lög­bann á umfjöllun fjöl­miðil þarf helst að fjar­lægja úr lögum nema við­kvæmir per­sónu­legir hags­munir liggi að baki og það er hlut­verk okkar á Alþingi að tryggja það.

Búa þarf svo um hnút­ana að girt verði fyrir að stjórn­mála­menn geti not­fært sér aðstöðu sína til að tryggja sína eigin við­skipta­hags­muni og herða reglur um hags­muna­skrán­ingu ráð­herra og skýra enn betur siða­reglur um þá. Kannski þarf að skerpa enn frekar á lögum og reglum um athafnir þing­manna á meðan þeir gegna þing­mennsku og mín skoðun er að á Íslandi þurfi að koma á skýru „kæl­ing­ar­tíma­bili“ eftir þing­mennsku eða ráð­herra­dóm, líkt og tíðkast í nágranna­löndum okkar og lagt er líka til í nýrri skýrslu starfs­hóps um efl­ingu traust á stjórn­mál­um.

Allt þetta og meira til þarf til að við sofnum ekki á verði okkar til að tryggja lýð­ræð­is­lega, upp­lýsta umfjöllun og að við drögum raun­veru­lega lær­dóma af Hrun­inu sem við höfum verið að minn­ast und­an­farnar vik­ur. 

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta-og blaða­maður og núver­andi þing­maður Vinstri grænna.

Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
Kjarninn 13. desember 2018
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXVIII - Neandercool
Kjarninn 13. desember 2018
Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV
Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.
Kjarninn 13. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már: Kannaði sáttagrundvöll í Samherjamálum og fór að lögum
Seðlabankastjóri segir að hann hafi kannað mögulegan sáttagrundvöll í máli Seðlabankans gegn Samherja.
Kjarninn 13. desember 2018
Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar