Auglýsing

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms- og mennta­mála­ráð­herra og áhrifa­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum í ára­tugi, hefur á und­an­förnum vikum og mán­uðum tjáð sig afdrátt­ar­laust um þriðja orku­pakk­ann svo­nefnda.

Í stuttu máli segir hann marga efa­semda­menn vera að mis­skilja málið og að ekki þurfi að ótt­ast það að Ísland fram­selji full­veldi eða eign­ar­hald yfir orku­auð­lindum lands­ins, með því að taka 3. orku­pakk­ann upp í íslensk lög. 

Án þess að gera deilur um þriðja orku­pakk­ann að sér­stöku umtals­efni að þessu sinni, þá hefur hann nefnt í skrifum sín­um, að svo virð­ist sem miklar efa­semdir um þriðja orku­pakk­ann komi frá Nor­egi. Stundum beint með sím­tölum til þing­manna og síðan með öðrum boð­leið­u­m. 

Auglýsing

Fjallað var ítar­lega um þriðja orku­pakk­ann á vef Kjarn­ans á dög­un­um, en segja má að hann hafði valdið miklum titr­ingi í íslenskum stjórn­málum að und­an­förn­u. 

Nor­egur og orku­mál

Það er ástæða til að tala um Noreg í þessu sam­hengi. Þar í landi eru orku­mál hryggjar­stykkið í hag­kerf­inu og umfjöllun um þau eiga líka hið póli­tíska svið oft og tíð­um.

Ástæðan fyrir því er ekki aðeins hin mikla vel­megun lands­ins, sem fylgt hefur olíufund­inum í norskri lög­sögu, fyrir meira en hálfri öld - og síðan fram­sýnt fyr­ir­komu­lag norska olíu­sjóðs­ins frá 1996. Heldur ekki síður ákvörðun sem um náð­ist þverpóli­tískur meiri­hluti, að gera Noreg að risa­veldi fyrir umhverf­is­væna orku.

Sæstrengja­þjóð

Statkraft er 100 pró­sent í eigu norska rík­is­ins, og má segja að stefnu Nor­egs þegar kemur að end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og raf­orku­sölu, sé hrint í fram­kvæmd í gegnum fyr­ir­tæk­ið. Svipað og segja má um Lands­virkjun og Lands­net á Ísland­i. 



Norsk stjórn­völd og Statkraft hafa þegar sett sér mark­mið um að raf­orku­sala til Evr­ópu verði jafn ábata­söm norska hag­kerf­inu og olíu­fram­leiðsla í náinni fram­tíð. Nor­dNed sæstreng­ur­inn milli Nor­egs og Hollands, sem tek­inn var í notkun um mitt ár 2008, tengir saman Noreg og Hol­land. Raf­orku­sala um sæstreng­inn hefur reynst mun ábata­sam­ari en reiknað var með þegar rök­rætt var um fram­kvæmd­ina á vett­vangi stjórn­mála og hjá Statkraft.



Fyrir liggur að Statkraft ætlar sér að leggja fleiri sæstrengi, bæði á Eystra­salti og svo lengsta sæstreng í heimi til Bret­lands. Sam­tals verða þeir orðnir sex innan 15 ára, ef allt gengur eft­ir.



Statkraft ætlar sér mun stærri hlut á sviði vind­orku, en hinn 2. októ­ber síð­ast­lið­inn var greint frá kaupum þess á umsvifa­miklum vind­orku­verk­efnum á Írlandi og í Bret­land­i.  

Stærð­argráða þeirra nemur um 1.500 mega­vött­um, eða um tveimur Kára­hnjúka­virkj­un­um, en fyr­ir­tækið hefur þegar sam­þykkt stefnu um að hafa 6 þús­und mega­vatta virkj­anir á sviði vind­orku fyrir 2025. Það eru um tíu Kára­hnjúka­virkj­an­ir, svo það sé sett í ein­falt og auð­skilj­an­legt sam­hengi.

Nor­egur er ekki bara olíu­stór­veldi heldur líka raf­orku­stór­veldi þegar kemur að end­ur­nýj­an­legri orku. Ástæðan fyrir því er fram­sýn og skyn­sam­leg stefna stjórn­mála­manna í land­inu. Flókn­ara er það ekki. Vegna þess að þegar það tekst, að marka skyn­sam­lega stefnu í svona mik­il­vægum mál­um, þá er fram­kvæmdin auð­veld­ari.

Hvernig skil­grein­ist þetta á vinstri og hægri kvarð­ann?

Það er ekki gott að segja hvernig á að greina stefnu Norð­manna á póli­tíska kvarða, en stundum er það þannig með skyn­sama stefnu að hún þarf ekk­ert að vera eignuð einum eða nein­um. 



Nokkrar stað­reyndir má taka til, sem verða að telj­ast merki­leg­ar, um Noreg og norska hag­kerf­ið:



1. Norska ríkið þjóð­nýtir svo til allar olíu­auð­lindir sín­ar. Það á um 70 pró­sent hlut í Statoil á móti norskum líf­eyr­is­sjóðum og einka­fjár­fest­um. Hagn­aður á olíu­fram­leiðslu er skatt­lagður með tæp­lega 80 pró­sent skatti.



Afrakst­ur­inn er settur í norska olíu­sjóð­inn, sem norska ríkið á og stýrir í gegnum sér­stakt sam­komu­lag við seðla­banka Nor­egs. Sjóð­ur­inn er í dag stærsti fjár­fest­inga­sjóður heims­ins og á eignir sem nema rúm­lega eitt þús­und millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 125 þús­und millj­örðum króna.



Þetta er upp­hæð sem nemur 24 millj­ónum króna á hvern núlif­andi Norð­mann. Til sam­an­burðar þá nema eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða 11,4 millj­ónum króna á hvern Íslend­ing. Sjóð­ur­inn fjár­festir ekki í Nor­egi, nema með agn­arsmáu hlut­falli af heild, og þá einkum í inn­viða­verk­efn­um. Þannig er lít­ill hluti sjóðs­ins not­aður í að fjár­magna umfangs­mikla sam­göngu- og fjar­skipta­stefnu lands­ins.

Norð­menn hefðu alveg geta valið aðra leið, eins og Rúss­ar, Sádí-­Ar­ab­ía, Níger­ía, Venes­ú­ela og fleiri olíu­fram­leiðslu­ríki gerðu. Þessum ríkjum hefur gengið illa að nýta þessar miklu auð­lindir sínar fyrir almanna­hag, ekki síst vegna spill­ing­ar, og hafa ekki náð að byggja upp nándar nærri eins góð lífs­kjör og sam­fé­lög, eins og Norð­menn hafa gert. 

Auð­söfn­unni í olíu­geir­anum fylgja mikil völd og Norð­menn hafa sífellt verið að fá meira vægi á hinu póli­tíska sviði, enda á norska ríkið meira en 1,3 pró­sent af öllum hluta­bréfum í heim­inum í gegnum olíu­sjóð­inn. Það er eng­inn norskur olíg­arki til. Nema þá rík­is­sjóð­ur­inn norski sé skil­greindur þannig.

2. Norska ríkið hefur haft þá reglu, að það á kjöl­festu­eign­ar­hluti í mörgum af kerf­is­lægt mik­il­vægum fyr­ir­tækjum í land­inu. Má þar nefna Statoil, DNB bank­ann, álf­ram­leið­and­ann Norsk Hydro, fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tel­eN­or, og síðan hið fyrr­nefnda Statkraft.

Ástæðan er sú, að í Nor­egi hefur tek­ist að ná þverpóli­tískri sátt um bland­aðan mark­aðs­bú­skap, þar sem ábyrgð og eign­ar­hald hins opin­bera er við­ur­kennd, á sama tíma og mark­aðs­bú­skapur fær einnig að styrkja ávöxt­un­ar­markað fjár­magns. Má nefna að Statoil er skráð á markað í Nor­egi, og styrkir þannig fjár­magns­mark­að­inn í land­inu, eins og gefur að skilja. 

Þessi stefna markast af því, að það sé betra fyrir almenn­ing í Nor­egi, að vera með eign­ar­hald á þessum fyr­ir­tækjum hjá hinu opin­bera, með einka­fjár­fest­um. Þarna sé ákveðið jafn­vægi, sem þurfi að vera fyrir hendi, og stuðli meðal ann­ars óbeint að betri kjörum á alþjóð­legum fjár­magns­mörk­uð­um.

Getum lært af Norð­mönnum

Ísland getur alveg lært af Nor­egi, þegar kemur að lang­tíma­stefnu­mörkun í mál­um, eins og til dæmis í orku­mál­um. Það er algjör óþarfi að leyfa gömlum körlum á Íslandi að leiða umræð­una um mál sem varða fram­tíð Íslands. 

Fleiri þurfa að fá að leggja til mál­anna, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins, virð­ist þurfa að passa sér­stak­lega upp á þetta. Merki­legt var að sjá það um dag­inn, þegar eldri karlar í flokknum tóku yfir Val­höll og messuðu yfir „unga fólk­inu í flokkn­um. „Við hina ungu for­yst­u­­sveit Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í dag lang­ar mig að segja: Gætið að ykk­­ur. Sá þráður í sál­­ar­­lífi þessa flokks sem snýr að full­veldi og sjálf­­stæði er mjög sterk­­ur,“ sagði Styrmir Gunn­ars­son meðal ann­ars í ræðu sinni, og tal­aði til ungu kyn­slóð­ar­innar í flokkn­um.

Teng­ingar orku­neta landa er í grunn­inn sið­ferði­legt mál fyrir alla íbúa jarð­ar, þar sem þær stuðla að betri nýt­ingu orku og gera vist­vænni orku­bú­skap mögu­leg­an. Þriðji orku­pakk­inn snýst að stóru leyti um þetta og hvernig eigi að takast á við þessar áskor­anir með sam­eig­in­legu reglu­verki fyrir raf­orku- og jarð­gasmark­að. Þátt­taka í þessu verk­efni byggir á full­veldi ríkj­anna, en felur ekki í sér fram­sal á full­veld­inu. Hræðslu­á­róður um þátt­töku í þessu er óþarf­ur, því verk­efnin sem þessu tengj­ast eru nógu flókin fyr­ir.

Ísland er í þeirri ein­stöku stöðu í heim­in­um, að um 80 pró­sent af raf­orku lands­ins fer til stórnot­enda, einkum þriggja álf­ram­leið­anda. Landið er auk þess ekki með neinar teng­ingar við umheim­inn þegar kemur að raf­orku um streng.

Það sem passa þarf sér­stak­lega er að álf­ram­leið­end­urnir skipti sér ekki af því, hvernig orku­stefna lands­ins verður mót­uð. Ef Ísland ætlar að vera eyland þegar kemur að orku­mál­um, þá er það stefna útaf fyrir sig. Hún virð­ist hins vegar ólík­leg, sé litið til alþjóð­legra skuld­bind­inga og þró­unar í orku­málum heims­ins.

En það er líka eflaust eitt­hvað sem álf­ram­leið­end­urnir vilja, enda gæti orku­verðið marg­fald­ast ef sæstreng­ur­inn myndi tengja Ísland við umheim­inn. Það myndi skila sér í vasa eig­anda orku­sal­ans, Lands­virkj­un­ar, sem er íslenskur almenn­ing­ur. Alþingi ræður svo hvernig orku­verð eigi að mót­ast til almenn­ings. Sá réttur fer ekk­ert með þriðja orku­pakk­an­um.

Sæstreng­ur­inn er flókið mál og það virð­ist erfitt að koma honum á dag­skrá. Fróð­legt er í þessu sam­hengi, að velta fyrir sér hvernig Norð­menn hafa markað sína stefnu, og eru að fram­kvæma hana. Það er ekk­ert að ótt­ast þegar kemur að því að kynna sér þau mál og vinstri og hægri í stjórn­málum skiptir ekki öllu máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari