Eignarrétti þjóðarinnar stefnt í hættu

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spyr hvers vegna Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn séu á móti því að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni í aðsendri grein.

Auglýsing

Í fram­göngu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja í veiði­gjalda­mál­inu, sem hefur verið til umræðu á Alþingi und­an­far­ið, birt­ist kjarn­inn í því rík­is­stjórn­ar­sam­starfi sem form­lega var stofnað til fyrir réttu ári síð­an. Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn ætla sam­hliða breyt­ingu á lögum um veiði­gjöld að reyna að festa í sessi hefð­ar­rétt stór­út­gerð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni.

Það er lík­lega fátt ósagt um frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um veiði­gjöld sem nú hefur farið í gegnum tvær umræður á þingi. Það er þó full ástæða til að beina athygl­inni enn og aftur að þeirri stað­reynd að með frum­varp­inu eru stjórn­ar­flokk­arnir þrír að festa í sessi tang­ar­hald útgerð­ar­innar á þjóð­ar­auð­lind Íslend­inga með því að hafna því að um tíma­bund­inn afnota­rétt sé að ræða. Það er grafal­var­legt. Og það er fjar­stæða og ódýr fyr­ir­sláttur að halda því fram að með breyt­ing­um, sem ein­göngu eru ætl­aðar til þess að festa eign­ar­hald þjóð­ar­innar í sessi, yrði fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu koll­varp­að.

Ég sat fyrir hönd Við­reisnar í sátta­nefnd­inni svoköll­uðu sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisnar og þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, setti á lagg­irnar vorið 2017. Mark­miðið var að reyna að ná þverpóli­tískri sátt um fram­tíð­ar­skipu­lag á gjald­töku fyrir afnot af nátt­úru­auð­lind­inni. Það varð vissu­lega brátt um störf nefnd­ar­inn­ar, sem var lögð niður við stjórn­ar­slitin í sept­em­ber sama ár og á meðan hún starf­aði gekk á ýmsu. Full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var þá sér á báti með skila­boð síns flokks um að ekki yrði gengið út frá tíma­bundnum samn­ing­um. Þarna hafði flokk­ur­inn lent í stjórn­ar­meiri­hluta með flokkum sem vildu breyt­ingar til að festa í sessi eign­ar­hald þjóð­ar­innar á nátt­úru­auð­lind­inni – en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn móað­ist við, trúr eigin áherslum og for­gangs­röð­un. Aðrir flokkar sem þá áttu full­trúa á þingi, og þar með í sátta­nefnd­inni, voru sam­mála um mik­il­vægi þess að festa í sessi tíma­bundnar veiði­heim­ild­ir. Sam­mála í orði.

Auglýsing

Varð­staða gegn kerf­is­breyt­ingum

Sum­arið 2017 sá Þor­steinn Páls­son, for­maður sátta­nefnd­ar­inn­ar, ástæðu til að skrifa grein þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hætta væri á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn næði saman um varð­stöðu gegn slíkum kerf­is­breyt­ingum með Fram­sókn­ar­flokknum og Vinstri græn­um.

Þor­steinn Páls­son er for­spár mað­ur.

Í stuttu máli er það mat okkar sem tala fyrir tíma­bundnum samn­ingum að slíkt sé nauð­syn­legt til að tryggja sam­eign þjóð­ar­innar og koma í veg fyrir að ævar­andi eign­ar­réttur útgerð­ar­innar mynd­ist með hefð. Með öðrum orð­um, til að skera úr um skiln­ing okkar á eign­ar­hald­inu á auð­lind­inni. Um mik­il­vægi þess voru allir nema einn full­trúi sátta­nefnd­ar­innar 2017 sam­mála. En það var þá.

Tíma­bundnir samn­ingar eru líka nauð­syn­legir til að tryggja rekstr­ar­legt öryggi útgerð­ar­fyr­ir­tækja með sann­gjörnum hætti og til að eyða laga­legri óvissu.

Það þarf tíma­bundna samn­inga til að mynda rétta for­sendu fyrir veiði­gjaldi sem aug­ljós­lega ræðst af tíma­lengd. Það er ein­fald­lega ekki unnt að ákveða veiði­gjald af ein­hverri skyn­semi án þess að vita fyrir hversu langan tíma er verið að greiða.

Bein tengsl var­an­leika og greiðslu

Ýmsir stjórn­ar­liðar hafa í umræð­unni lýst furðu sinni og van­þóknun á því að gagn­rýnendur vilji ræða tíma­lengd veiði­rétt­inda í sam­hengi við breyt­ingu á frum­varpi um veiði­gjöld. Stað­reyndin er sú það er í hæsta máli eðli­legt að ræða þetta sam­an. Ákvæði um veiði­gjöld voru í upp­hafi hluti af lögum um stjórn fisk­veiða. Það var svo í tíð vinstri stjórn­ar­innar hinnar fyrri að veiði­gjöldin voru tekin út í sér­stök lög af því að stjórn­ar­flokk­arnir gátu ekki rætt fisk­veiði­stjórnun og veiði­gjöld sam­tím­is. Eðli máls­ins vegna hangir þetta hins vegar sam­an, eins og sjá má í skýrslu svo­kall­aðrar auð­linda­nefndar frá 2000. Sér­stak­lega hvað varðar tíma­lengd veiði­rétt­ar­ins.

Auð­linda­nefndin starf­aði um alda­mót­in, skipuð full­trúum allra stjórn­mála­flokka og til hennar má rekja upp­töku veiði­gjalds í sjáv­ar­út­vegi. Í grein­ar­gerð við veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem nú er til umræðu, er vísað til nefnd­ar­innar m.a. með þessu: „Í álits­gerð sinni lagði nefndin til að heim­ilt yrði að úthluta afla­heim­ildum gegn gjaldi. Rök­rétt afleið­ing af því mundi vera að bein tengsl yrðu á milli var­an­leika og forms afla­heim­ilda ann­ars vegar og greiðslu fyrir nýt­ing­ar­rétt­inn hins veg­ar.“ Það er áhuga­vert að sjá vísað í þessi orð í grein­ar­gerð með frum­varpi þess­arar rík­is­stjórnar sem getur ekki hugsað sér að ræða var­an­leika afla­heim­ilda í umræðu frum­varps­ins. Er þessi setn­ing óvart þarna inni?

Í lok umræð­unnar situr spurn­ing sem ekki hefur feng­ist svar­að: Hvers vegna eru Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn á móti því að tryggja eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni?

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar