Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um helstu vandræðafleti Brexit.

Auglýsing

Það líður að einni mark­verð­ustu dag­setn­ingu í sögu Bret­lands, 29. mar­s 2019, þegar landið ætlar að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, ESB. „Brex­it“ kall­ast það, en Bret­land ­gekki inn í ESB árið 1973 ásamt Írlandi. Um er að ræða einn fræg­asta „skilnað" fyrr og síð­ar.

Það hefur verið átak­an­legt að fylgj­ast með þessu ferli, hvernig það hefur bók­staf­lega tætt í sundur bresku þjóð­ina og ekki minnst Íhalds­flokk­inn breska, undir stjórn Ther­esu May. Lygar og svik útgöngu­sinna hafa verið afhjúpuð og margir ráð­herrar hafa sagt af sér vegna máls­ins. Þá er í gangi glæpa­rann­sókn á þáttum sem tengjast Brex­it og útgöngusinn­um, meðal ann­ars sem teng­ist mis­notkun á fjár­magni í kosn­inga­bar­átt­unni.

May löskuð eftir van­traust

Sjálf hef­ur Ma­y ­gefið það út að hún muni ekki leiða Íhalds­flokk­inn í næstu kosn­ing­um, enda þetta ferli sjálf­sagt búið að reyna veru­lega á taug­arnar hjá henni. Fyrir skömmu stóð hún af sér van­traust innan flokks­ins, en er samt veru­lega löskuð eftir það, þar sem um 30% þing­manna hennar greiddu með van­trausti á hana.

Auglýsing

Fyrir liggur samn­ingur á milli Bret­lands og ESB um útgöng­una, en hann hefur ekki enn verið afgreiddur af breska þing­inu og í raun óvíst hvort hann verður sam­þykkt­ur. Því var frestað fram yfir ára­mót fyrir skömmu, þar sem Ma­y sá að hún hafði ekki þann stuðn­ing sem hún þarf til að koma samn­ingnum í gegnum þing­ið. Verði hann ekki sam­þykktur stefnir í það sem kallað er „Hart-Brex­it“ – þ.e. að Bret­land slíti sig frá ESB án samn­ings. Það er nokkuð sem fáir vilja, nema ef til vill hörð­ustu Brex­it-­sinn­ar. Spyrja má hverjir hags­munir þeirra séu?

„Vand­ræð­in“

Einn mik­il­væg­asti þáttur alls þessa ferlis er það sem snýr að; a) Írlandi og b) N-Ír­landi, alveg sér­stak­lega. „Eyjan græna“ eins og Írland er kölluð er í raun tvö ríki, hið sjálf­stæða Írland (The Iris­h Repu­blic), þar sem búa um 4.5 millj­ónir manna, með höf­uð­borg­ina Du­blin. Þangað tekur um tvo tíma að fljúga frá Íslandi.

Svo er það Norð­ur­-Ír­land, sem er hluti af Stóra-Bret­landi, en þar háðu sam­bands­sinnar (sem vilja til­heyra Bret­landi) og sjálf­stæð­is­sinnar (sem vilja sam­einast Ír­landi) lengi grimmi­lega bar­áttu á 20. öld­inni. Alvar­leg­asti kafl­inn í þeirri bar­áttu má segja að hafi staðið frá 1969 til 1998, eða það sem heima­menn kalla „Vand­ræð­in“ (The Trou­bles).

Á þessum tíma féllu um 3600 manns í átökum sem lýsa má sem borg­ara­stríði, þar sem sam­bands­sinn­ar, sem studdir voru af breskum her­mönnum glímdu við Írska lýð­veld­is­her­inn (IRA, Iris­h Repu­blican ­Ar­my) og fylg­is­menn hans. Þús­undir í við­bót særð­ust og flest fórn­ar­lömbin voru almennir borg­ar­ar. Frið­ar­samn­ingar náð­ust árið 1998 og tóku gildi ári síðar en þetta kall­ast „The ­Good Fri­da­y A­greem­ent." Síðan þá hefur verið friður á Írlandi öllu.

Hörð eða mjúk landa­mæri?

En með útgöngu Bret­lands úr ESB ótt­ast menn að komið geti aftur til vand­ræða, sér­stak­lega vegna landamær­anna sem myndu skap­ast við útgöng­una. Útganga Bret­lands án samn­ings um hin 500 km löngu landa­mæri N-Ír­lands og Írlands myndi þýða „hörð landa­mæri“ með alvöru landamæra­eft­ir­liti, þar sem þetta yrðu þá „jað­ar­landa­mæri“ ESB gagn­vart Bret­landi (með yfir 200 landamæra­stöðvum ef allt færi á versta veg). Í dag er hins­veg­ar frítt/frjálst flæði vöru, þjón­ustu, fólks og fjár­magns yfir þessi landa­mæri og þannig vill fólk hafa það (kallað „fjór­frelsi").

Útganga Breta úr ESB er hins veg­ar hugsuð þannig að þeir yfir­gefi líka „Innri mark­að“ ESB og þar með skap­ast vanda­mál. Menn vilja engin ný vanda­mál á þessu svæði, sér­stak­lega í ljósi sög­unn­ar.

Óbreytt ástand, þangað til­...

Því var búið til ákvæði í samn­ingum Bret­lands og ESB sem kall­ast „Back­stop“ og sem í stystu máli fjallar það um að halda stöð­unni á landa­mær­unum óbreyttri fram til 2020, að því gefnu að Bret­land og ESB hafi ekki náð samn­ingum um við­skipti. Náist ekki samn­ingur muni N-Ír­land áfram fylgja reglum ESB og Innri mark­að­ar­ins (og Bret­land þá í raun enn inni í ESB). Þetta fer gríð­ar­lega í taug­arnar á Brex­it-sinn­um.

Málið verður svo enn flókn­ara þar sem rík­is­stjórn Ther­esu Ma­y er háð stuðn­ing­i DUP, sem er flokkur sam­bands­sinna á N-Ír­landi og var stofn­aður árið 1971 af sér­a I­an Pa­is­ley, sem var ein af aðal­per­sónum átak­anna frá 1969-1998. DUP vill yfir­gefa ESB og ekki sjá að N-Ír­land verði áfram á Inn­ri ­mark­aðn­um. Þeir eru því harðir Brex­it-­sinn­ar.

Í raun má því segja að engin lausn hafi verið fundin á þessu máli, en það skuli hins veg­ar not­ast við „óbreytt ástand“ (sta­tu­s quo) til að byrja með, þangað til önnur lausn finn­st, sem er mjög brýnt.

Eng­inn vill blóðsút­hell­ingar

Allir eru sam­mála um að nýjar blóðsút­hell­ingar sé eitt­hvað sem eng­inn vill sjá á N-Ír­landi og þá jafn­vel Írlandi. Sem er nán­ast að allra mati það land sem hefur hagn­ast hvað mest á veru sinni innan ESB frá því það ­gekk inn árið 1973. Talið er að um milljón starfa hafi orðið til við inn­göngu Írlands frá aðild, að umfang við­skipta hafi 150-fald­ast og erlend fjár­fest­ing hafi auk­ist úr 16 millj­ónum evra árið 1972 í 30 millj­arða ­evra.

Það eru því gríð­ar­legir hags­munir í húfi á þess­ari nágranna­eyju okkar og áhyggjur manna út af „Brex­it­inu“ á Írlandi mjög skilj­an­leg­ar.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar