Litið um öxl og fram á veg

Ólafur Ísleifsson Alþingismaður fer yfir stöðu mál á hinu pólitíska sviði.

Auglýsing

Við lok árs­ins ber hátt ýmsa við­burði til að minn­ast hund­rað ára afmælis full­veldis íslensku þjóð­ar­inn­ar. Danir hafa með marg­vís­legum hætti sýnt Íslend­ingum hlýju og virð­ingu af þessu til­efni, eins og löngum fyrr og síð­ar, sem und­ir­strikar hin sterku tengsl þjóð­anna tveggja og djúpa vin­áttu milli þeirra.

Til­laga um 300 þús­und króna skatt­leys­is­mörk

Á árinu lagði höf­undur fram þrjú laga­frum­vörp á Alþingi og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu studdur þing­mönnum úr ýmsum flokk­um. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan miðar að því að rétta hag þeirra sem lægst hafa launin með því að gera tekjur undir 300 þús­und krónum skatt­laus­ar. Slíkar tekjur duga ekki til fram­færslu sam­kvæmt opin­berum við­miðum og ætti fólk ekki að þurfa að sjá á bak hluta þeirra í skatt. Til­lagan gerir ráð fyrir hækkun skatt­leys­is­marka til að ná þessu mark­miði en per­sónu­af­sláttur taki síðan að lækka við mán­að­ar­tekjur 562 þús­und krónur og falli niður þegar tekju­mark­inu 970 þús­und krónur er náð. Með til­lög­unni er undið ofan af langvar­andi þróun þar sem skatt­byrði hefur flust frá tekju­háum til tekju­lágra.

Kostn­aður við til­lög­una er áætl­aður 31,4 millj­arðar króna og má bera hana saman við til­lögu sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagði fram fyrir kosn­ing­arnar 2017 um að lækka neðra þrep tekju­skatts um tæp 2% niður í 35%. Kostn­aður af þeirri til­lögu er var­lega tal­inn 22 millj­arðar króna. Kostn­að­ar­munur milli leið­anna er minni en ætla mætti og skýrist af flutn­ingi skatt­byrðar milli tekju­hópa. Mun­ur­inn liggur mark­miðum sem til­lög­unum er ætlað að ná. Fyrr­greinda til­lagan miðar að því að rétta af mis­mun­inn á skatt­byrði tekju­hópa hér á landi þar sem hallar á lág­launa­fólk og færa skatt­byrði hópa nær því sem ger­ist á Norð­ur­löndum um leið og ráð­stöf­un­ar­tekjum lægstu tekju­hópa er lyft yfir fram­færslu­mörk. Hin til­lagan lækkar skatta upp allan tekju­stig­ann án sér­staks til­lits til tekju­lágra.

Auglýsing

Hjúkr­un­ar­rými fyrir aldr­aða

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um mál­efni aldr­aðra til að tryggja að fé Fram­kvæmda­sjóðs aldr­aðra sé varið í sam­ræmi við upp­haf­legan til­gang, þ.e. til upp­bygg­ingar og við­halds hús­næðis fyrir aldr­aða. Verði frum­varpið að lögum mun bol­magn sjóðs­ins á hverju ári til að byggja heim­ili fyrir aldr­aða aukast um 67% frá því sem nú er eða úr um 1,4 millj­örðum kr. í um 2,3 millj­arða kr. Þetta jafn­gildir árlega um 30 hjúkr­un­ar­rým­um. Hafa verður í huga að sjóðnum hefur ekki enn verið bætt upp það fé sem runnið hefur úr honum til rekstrar á umliðnum árum í stað þess að vera varið til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­rýma.

Tang­ar­sókn gegn verð­trygg­ing­unni

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp sem felur í sér víð­tækar breyt­ingar á verð­trygg­ingu lána. Frum­varpið felur í sér fjórar meg­in­breyt­ing­ar: Fyrst ber að telja að taka hús­næð­islið­inn úr vísi­töl­unni. Í annan stað eru áhrif óbeinna skatta tekin út svo að hækk­anir á áfengi, tóbaki, bens­ín­gjöldum og kolefn­is­skatti til að rækja lofts­lags­mark­mið leiði ekki til hækk­unar hús­næð­is­lána og þyngri greiðslu­byrði. Í þriðja lagi er eitr­aði kok­teill­inn svo­nefndi tek­inn út, það er verð­tryggð jafn­greiðslu­lán mega ekki vera til lengri tíma en 25 ára í sam­ræmi við til­lögur nefndar sem falið var að und­ir­búa afnám verð­trygg­ingar og skil­aði þess­ari til­lögu sem meg­in­nið­ur­stöðu. Í fjórða lagi gerir frum­varpið ráð fyrir að vextir á verð­tryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við við­ur­kennd við­mið um aukn­ingu á fram­leiðni og hag­vöxt til langs tíma.

30-50 þús­und manns hrakin af heim­ilum sínum

Fyr­ir­spurnir til ráð­herra geta verið öfl­ugt tæki í höndum þing­manna til að afla upp­lýs­inga úr stjórn­sýsl­unni. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn höf­undar kom fram að um 9.200 fjöl­skyldur hafa frá hruni þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna nauð­ung­ar­upp­boða eða ann­arra slíkra aðgerða. Þá eru ótaldar allar þær fjöl­skyldur sem mátt hafa ganga út af heim­ilum sínum í kjöl­far samn­inga við lána­stofn­an­ir. Lík­lega hafa ekki undir 30 þús­und manns hrökkl­ast  af heim­ilum sínum frá hruni og talan gæti verið of lág. Þessi fjöldi svarar til ekki minna en 10% þjóð­ar­inn­ar. Erlendur maður gæti spurt hvort hér hafi geisað stór­felldar nátt­úru­ham­farir eða styrj­öld þegar hús­næð­is­missir fjölda fólks er slíkur sem raun ber vitni. Nei svörum við, en við höfum verð­trygg­ing­una.

Hús­næð­isliður vísi­töl­unnar

Fjár­mála­ráð­herra upp­lýsti í svari við fyr­ir­spurn höf­undar að á fimm árum hafi hús­næð­islið­ur­inn einn og sér lagt 118 millj­arða króna ofan á höf­uð­stóla hús­næð­is­lána. Á sama tíma ríkti verð­hjöðnun á mörgum svið­um, ekki síst á inn­fluttum varn­ingi. Vísi­talan án hús­næð­islið­ar­ins lagði 15 millj­arða króna á hús­næð­is­lánin á sama tíma. Hér gengur laust gráð­ugt skrímsli sem engu eirir og sogar til sín fé skuld­ara í þágu lána­stofn­ana. Fyrr­greint frum­varp höf­undar  gegn verð­trygg­ing­unni tekur á þessu máli.

Lykla­frum­varp til varnar heim­ilum

Höf­undur hefur að til­stuðlan Hags­muna­sam­taka heim­il­anna lagt fram lykla­frum­varp í þeim til­gangi að tryggt verði að skuld­arar íbúða­lána, sem missa heim­ili sín, þurfi ekki að þola áfram­hald­andi inn­heimtu eft­ir­stöðva íbúða­láns­ins þegar hin veð­setta eign hrekkur ekki fyrir lán­inu. Slík frum­vörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjöl­skyldur eftir hrunið gegn því að vera linnu­laust sóttar af fjár­mála­stofn­unum til greiðslu eftir að hafa misst heim­ili sín. Að minnsta kosti 10 þús­und fjöl­skyldur hafa verið hraktar af heim­ilum sínum frá hruni. Margir reyndu þrauta­göngu til umboðs­manns skuld­ara og síðan var beðið um gjald­þrot. Í fram­hald­inu voru fjöl­skyld­urnar varn­ar­lausar án mögu­leika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lok­aðar dyr. Margir kusu að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veik­indi og örorku til þessa? Frum­varpið er reist á nýlegri laga­þróun og alþjóðlegum sjón­ar­miðum og sker sig þannig frá fyrri frum­vörp­um.

Afsök­un­ar­beiðni

Síðla árs urðu mér á þau mis­tök að sitja of lengi undir orð­ræðu sem spannst í hópi sam­starfs­manna og ratað hefur í fjöl­miðla. Ég hefi beðist afsök­unar á að ganga ekki fyrr af vett­vangi og ítreka þá afsök­un­ar­beiðni hér. Til mín hafa ekki verið rakin sær­andi eða meið­andi ummæli í garð nokk­urs manns. Ég hlýt engu að síður að draga lær­dóm af þess­ari dýr­keyptu reynslu.

Verk­efnin fram undan

Fram undan eru fjöl­mörg brýn og aðkallandi verk­efni á vett­vangi stjórn­mál­anna. Í þeim mun ég hér eftir sem hingað til leggja mig allan fram í þágu þeirra mál­efna sem ég berst fyr­ir­.  

Les­endum Kjarn­ans og lands­mönnum öllum óska ég far­sældar á nýju ári.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar