Litið um öxl og fram á veg

Ólafur Ísleifsson Alþingismaður fer yfir stöðu mál á hinu pólitíska sviði.

Auglýsing

Við lok árs­ins ber hátt ýmsa við­burði til að minn­ast hund­rað ára afmælis full­veldis íslensku þjóð­ar­inn­ar. Danir hafa með marg­vís­legum hætti sýnt Íslend­ingum hlýju og virð­ingu af þessu til­efni, eins og löngum fyrr og síð­ar, sem und­ir­strikar hin sterku tengsl þjóð­anna tveggja og djúpa vin­áttu milli þeirra.

Til­laga um 300 þús­und króna skatt­leys­is­mörk

Á árinu lagði höf­undur fram þrjú laga­frum­vörp á Alþingi og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu studdur þing­mönnum úr ýmsum flokk­um. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan miðar að því að rétta hag þeirra sem lægst hafa launin með því að gera tekjur undir 300 þús­und krónum skatt­laus­ar. Slíkar tekjur duga ekki til fram­færslu sam­kvæmt opin­berum við­miðum og ætti fólk ekki að þurfa að sjá á bak hluta þeirra í skatt. Til­lagan gerir ráð fyrir hækkun skatt­leys­is­marka til að ná þessu mark­miði en per­sónu­af­sláttur taki síðan að lækka við mán­að­ar­tekjur 562 þús­und krónur og falli niður þegar tekju­mark­inu 970 þús­und krónur er náð. Með til­lög­unni er undið ofan af langvar­andi þróun þar sem skatt­byrði hefur flust frá tekju­háum til tekju­lágra.

Kostn­aður við til­lög­una er áætl­aður 31,4 millj­arðar króna og má bera hana saman við til­lögu sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagði fram fyrir kosn­ing­arnar 2017 um að lækka neðra þrep tekju­skatts um tæp 2% niður í 35%. Kostn­aður af þeirri til­lögu er var­lega tal­inn 22 millj­arðar króna. Kostn­að­ar­munur milli leið­anna er minni en ætla mætti og skýrist af flutn­ingi skatt­byrðar milli tekju­hópa. Mun­ur­inn liggur mark­miðum sem til­lög­unum er ætlað að ná. Fyrr­greinda til­lagan miðar að því að rétta af mis­mun­inn á skatt­byrði tekju­hópa hér á landi þar sem hallar á lág­launa­fólk og færa skatt­byrði hópa nær því sem ger­ist á Norð­ur­löndum um leið og ráð­stöf­un­ar­tekjum lægstu tekju­hópa er lyft yfir fram­færslu­mörk. Hin til­lagan lækkar skatta upp allan tekju­stig­ann án sér­staks til­lits til tekju­lágra.

Auglýsing

Hjúkr­un­ar­rými fyrir aldr­aða

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um mál­efni aldr­aðra til að tryggja að fé Fram­kvæmda­sjóðs aldr­aðra sé varið í sam­ræmi við upp­haf­legan til­gang, þ.e. til upp­bygg­ingar og við­halds hús­næðis fyrir aldr­aða. Verði frum­varpið að lögum mun bol­magn sjóðs­ins á hverju ári til að byggja heim­ili fyrir aldr­aða aukast um 67% frá því sem nú er eða úr um 1,4 millj­örðum kr. í um 2,3 millj­arða kr. Þetta jafn­gildir árlega um 30 hjúkr­un­ar­rým­um. Hafa verður í huga að sjóðnum hefur ekki enn verið bætt upp það fé sem runnið hefur úr honum til rekstrar á umliðnum árum í stað þess að vera varið til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­rýma.

Tang­ar­sókn gegn verð­trygg­ing­unni

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp sem felur í sér víð­tækar breyt­ingar á verð­trygg­ingu lána. Frum­varpið felur í sér fjórar meg­in­breyt­ing­ar: Fyrst ber að telja að taka hús­næð­islið­inn úr vísi­töl­unni. Í annan stað eru áhrif óbeinna skatta tekin út svo að hækk­anir á áfengi, tóbaki, bens­ín­gjöldum og kolefn­is­skatti til að rækja lofts­lags­mark­mið leiði ekki til hækk­unar hús­næð­is­lána og þyngri greiðslu­byrði. Í þriðja lagi er eitr­aði kok­teill­inn svo­nefndi tek­inn út, það er verð­tryggð jafn­greiðslu­lán mega ekki vera til lengri tíma en 25 ára í sam­ræmi við til­lögur nefndar sem falið var að und­ir­búa afnám verð­trygg­ingar og skil­aði þess­ari til­lögu sem meg­in­nið­ur­stöðu. Í fjórða lagi gerir frum­varpið ráð fyrir að vextir á verð­tryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við við­ur­kennd við­mið um aukn­ingu á fram­leiðni og hag­vöxt til langs tíma.

30-50 þús­und manns hrakin af heim­ilum sínum

Fyr­ir­spurnir til ráð­herra geta verið öfl­ugt tæki í höndum þing­manna til að afla upp­lýs­inga úr stjórn­sýsl­unni. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn höf­undar kom fram að um 9.200 fjöl­skyldur hafa frá hruni þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna nauð­ung­ar­upp­boða eða ann­arra slíkra aðgerða. Þá eru ótaldar allar þær fjöl­skyldur sem mátt hafa ganga út af heim­ilum sínum í kjöl­far samn­inga við lána­stofn­an­ir. Lík­lega hafa ekki undir 30 þús­und manns hrökkl­ast  af heim­ilum sínum frá hruni og talan gæti verið of lág. Þessi fjöldi svarar til ekki minna en 10% þjóð­ar­inn­ar. Erlendur maður gæti spurt hvort hér hafi geisað stór­felldar nátt­úru­ham­farir eða styrj­öld þegar hús­næð­is­missir fjölda fólks er slíkur sem raun ber vitni. Nei svörum við, en við höfum verð­trygg­ing­una.

Hús­næð­isliður vísi­töl­unnar

Fjár­mála­ráð­herra upp­lýsti í svari við fyr­ir­spurn höf­undar að á fimm árum hafi hús­næð­islið­ur­inn einn og sér lagt 118 millj­arða króna ofan á höf­uð­stóla hús­næð­is­lána. Á sama tíma ríkti verð­hjöðnun á mörgum svið­um, ekki síst á inn­fluttum varn­ingi. Vísi­talan án hús­næð­islið­ar­ins lagði 15 millj­arða króna á hús­næð­is­lánin á sama tíma. Hér gengur laust gráð­ugt skrímsli sem engu eirir og sogar til sín fé skuld­ara í þágu lána­stofn­ana. Fyrr­greint frum­varp höf­undar  gegn verð­trygg­ing­unni tekur á þessu máli.

Lykla­frum­varp til varnar heim­ilum

Höf­undur hefur að til­stuðlan Hags­muna­sam­taka heim­il­anna lagt fram lykla­frum­varp í þeim til­gangi að tryggt verði að skuld­arar íbúða­lána, sem missa heim­ili sín, þurfi ekki að þola áfram­hald­andi inn­heimtu eft­ir­stöðva íbúða­láns­ins þegar hin veð­setta eign hrekkur ekki fyrir lán­inu. Slík frum­vörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjöl­skyldur eftir hrunið gegn því að vera linnu­laust sóttar af fjár­mála­stofn­unum til greiðslu eftir að hafa misst heim­ili sín. Að minnsta kosti 10 þús­und fjöl­skyldur hafa verið hraktar af heim­ilum sínum frá hruni. Margir reyndu þrauta­göngu til umboðs­manns skuld­ara og síðan var beðið um gjald­þrot. Í fram­hald­inu voru fjöl­skyld­urnar varn­ar­lausar án mögu­leika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lok­aðar dyr. Margir kusu að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veik­indi og örorku til þessa? Frum­varpið er reist á nýlegri laga­þróun og alþjóðlegum sjón­ar­miðum og sker sig þannig frá fyrri frum­vörp­um.

Afsök­un­ar­beiðni

Síðla árs urðu mér á þau mis­tök að sitja of lengi undir orð­ræðu sem spannst í hópi sam­starfs­manna og ratað hefur í fjöl­miðla. Ég hefi beðist afsök­unar á að ganga ekki fyrr af vett­vangi og ítreka þá afsök­un­ar­beiðni hér. Til mín hafa ekki verið rakin sær­andi eða meið­andi ummæli í garð nokk­urs manns. Ég hlýt engu að síður að draga lær­dóm af þess­ari dýr­keyptu reynslu.

Verk­efnin fram undan

Fram undan eru fjöl­mörg brýn og aðkallandi verk­efni á vett­vangi stjórn­mál­anna. Í þeim mun ég hér eftir sem hingað til leggja mig allan fram í þágu þeirra mál­efna sem ég berst fyr­ir­.  

Les­endum Kjarn­ans og lands­mönnum öllum óska ég far­sældar á nýju ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar