Góðbendingar ýta fólki mjúklega í rétta átt

Ingrid Kuhlman skrifar grein um hugtakið „nudging“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem “góðbending”.

Auglýsing

Enska hug­takið „nudging“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem “góð­bend­ing”, “hnipp­ing” eða “að ýta mjúk­lega við” er aðferð til að fá fólk til að taka betri ákvarð­anir og breyta hegðun sinni til betri vegar af fúsum og frjálsum vilja og án þess að banna neitt. Góð­bend­ingar ýta fólki mjúk­lega í rétta átt með því að stilla upp val­kostum en varð­veita á sama tíma algjört val­frelsi þess. Góð­bend­ingar fela ekki í sér efn­is­lega hvata. Áminn­ingar og við­var­anir eru dæmi um góð­bend­ingar en ekki nið­ur­greiðsla, skatt­ur, sekt eða fang­els­is­dóm­ur.

Auglýsing
Stór hluti mann­legrar hegð­unar er byggður á van­an­um; við erum oft á sjálfs­stýr­ing­unni og tökum ákvarð­anir án þess að hugsa. Til­gang­ur­inn með góð­bend­ingum er að virkja ósjálf­ráða hegðun og stuðla að því að við veljum með öðrum hætti án þess að við áttum okkur á því sjálf.

Flugan í skálinni.Elsta dæmið um góð­bend­ingu er þegar fluga var máluð í pissu­skál­arnar á almenn­ings­sal­ernum Schip­hol­flug­vallar í Amster­dam árið 1999. Til­gang­ur­inn var að gefa körlunum eitt­hvað til að miða á þannig að þeir pissuðu minna út fyr­ir. Árang­ur­inn lét ekki á sér standa því sullið minnk­aði um heil 80%.

Mörg dæmi eru um góð­bend­ingar í mat­vöru­versl­unum sem hafa það að mark­miði að hvetja til jákvæðra heilsu­venja. Í einni þeirra var hengt skilti yfir inn­kaupa­kerr­urnar og við­skipta­vinum réttur bæk­lingur sem leið­beindi þeim að setja ávexti og græn­meti fyrir framan skiltið og allar hinar vör­urnar fyrir aftan það. Salan á ávöxtum og græn­meti jókst um 102%.Skilti í kerru.

Í annarri búð voru mál­aðar stórar grænar örvar á gólfið sem vörð­uðu leið­ina að ávaxta- og græn­met­is­deild­inni. Þegar við­skipta­vinir komu að þeim stað þar sem var hægt að fara til hægri eða vinstri fylgdu þeir grænu örvunum í 90% til­fella og salan jókst til muna. Net­mat­vöru­verslun jók söl­una á holl­ari vörum með því einu að taka fram að aðrir við­skipta­vinir hefðu keypt vist­vænar vör­ur. Annað dæmi um góð­bend­ingu í mat­vöru­verslun er að hafa hollar vörur í augn­hæð.Örvar á gólfi

Í Kaup­manna­höfn var farið í átak til að minnka rusl á göt­unum með því að mála fót­spor á göt­urnar sem vörð­uðu leið­ina að rusla­föt­un­um. Þeir gáfu 1000 fót­gang­andi kara­mellur í bréfi og fylgd­ust síðan með því hversu margir fylgdu fótspor­unum að rusla­föt­un­um. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að það voru 46% færri kara­mellu­um­búðir á þeim stöðum þar sem fótsporin voru. Fótsporin gerðu fólk með­vitað um ruslið auk þess sem hugs­an­lega er ómeð­vituð til­hneig­ing hjá fólki að fylgja fótspor­um.Tunnurnar í Kaupmannahöfn.

Nýleg rann­sókn í hol­lensku skrif­stofu­hús­næði sýndi að 70% fleiri völdu að taka stig­ann í stað þess að taka lyft­una eftir að máluð voru rauð strik sem lágu að stig­an­um. Hugs­an­lega er um nokkra áhrifa­þætti að ræða: for­vitni, nýj­unga­girni og hjarð­hegðun þegar maður sér marga nota stig­ann og fylgir á eft­ir. Píanó­stig­inn frægi er líka dæmi um góð­bend­ingu.

Nýja lög­gjöfin um líf­færa­gjöf sem tekur gildi um ára­mót hér á Íslandi og byggir á ætl­uðu sam­þykki í stað ætl­aðrar neit­unar er gott dæmi um góð­bend­ingu. Allir eru líf­færa­gjafir en réttur þeirra sem eru and­vígir líf­færa­gjöf er áfram virt­ur. Rann­sóknir erlendis hafa sýnt að aðeins 30% velja að ger­ast líf­færa­gjafir en þegar ætlað sam­þykki er tekið upp eru aðeins 10-15% sem láti í ljós vilja til hins gagn­stæða.

Veit­inga­staðir nota oft góð­bend­ingar t.d. með því að hafa einn rétt áber­andi dýr­ari en hinir rétt­irn­ir. Þeir vænta þess ekki að fólki kaupi hann heldur næst­dýrasta rétt­inn. Þegar verðið er borið saman lítur sá réttur nefni­lega út og kjara­kaup. Þessi áhrif, sem auka söl­una á næst­dýrasta rétt­in­um, hafa verið nefnd “tál­beitu­á­hrif­in”. Á kín­verskum skyndi­bita­stað voru við­skipta­vinir spurðir hvort þeir vildu minnka mál­tíð­ina í stað þess að stækka hana eins og hjá t.d. McDon­alds. Í ljós kom að 14-33% við­skipta­vin­anna þáðu boð­ið, sem leiddi til minni mat­ar­só­unar og þess að hita­ein­ing­unum sem fólk inn­byrti fækk­aði um 200. Minni diska­stærð í mötu­neytum fyr­ir­tækja getur haft sömu áhrif.

Í Bret­landi er til­raun í gangi til að auka með­vit­und fólks á orku­notkun með því að hafa upp­lýs­ingar um orku­notkun nágranna eða fólks í sömu göt­unni aðgengi­legar á reikn­ings­yf­ir­lit­inu. Hugs­unin á bak við það er að fólk muni draga úr orku­notkun ef það sér að það er að nota mun meiri orku en t.d. nágrann­inn.Einföld skilaboð.

Þegar nota á góð­bend­ingar er mik­il­vægt að skil­greina sér­stak­lega þá hegðun sem ætlað er að hafa áhrif á. Einnig er mik­il­vægt að virða rétt fólks til að velja, jafn­vel þó að verri eða óholl­ari kost­ur­inn gæti orðið fyrir val­inu. Góð­bend­ing er alltaf jákvæð í eðli sínu. Gott er að fækka val­kost­un­um, draga úr flækju­stigi þeirra og gera fólki auð­velt fyrir að velja. Góð­bend­ingar eiga að skapa rými fyrir íhug­un; þær eiga að fá fólk til að hugsa meira, ekki minna. Þá ber ekki að van­meta áhrifin sem smá­at­riði hafa; fólk tekur eftir umhverf­is­legum og félags­legum merkj­um, eins og t.d. hvaða val­kostur er fyrstur eða því sem tekur stystan tíma að lesa. Gagn­legt er að hafa góð­bend­ingar gagn­virk­ar. Dæmi um gagn­virka góð­bend­ingu er app sem fylgist með hve lengi starfs­menn standa við skrif­borðin sín. Þetta hvetur alla til að standa aðeins leng­ur. Góð­bend­ingar þurfa ekki að vera flókn­ar; skilti, vegg­spjald, eða tölvu­póstur getur gert krafta­verk.

Hér fyrir neðan eru nokkur fleiri dæmi um góð­bend­ing­ar:

Sykurinnihald.

Reykingar drepa.



Tyggjó.



Höf­undur er leið­bein­andi og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðl­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar