Auglýsing

Nú þegar nýtt ár, 2019, er að hefj­ast er gott að minna á það að Ísland er í ein­stakri efna­hags­legri stöðu meðal þró­aðra ríkja í heim­in­um.

Rúm­lega ára­tug eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, beit­ingu neyð­ar­laga og setn­ingu fjár­magns­hafta, stendur rík­is­sjóður traustum fót­um, og stoðir hag­kerf­is­ins hafa aldrei verið sterk­ari í sögu lands­ins.

Skulda­staðan við útlönd hefur aldrei verið betri. Sam­kvæmt bráða­birgða­yf­ir­liti sem Seðla­banki Íslands birti 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn námu erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins 3.380 millj­örðum króna í lok árs­fjórð­ungs­ins en skuldir 3.012 millj­örðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 368 millj­arða eða 13,3 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.

Auglýsing

Skulda­staða rík­is­sjóðs hefur líka batnað hratt.

Á með­an, út í heimi

Nú þegar tjöldin eru fallin á erlendum mörk­uð­um, hvað varðar umfangs­miklar inn­spýt­ing­ar­að­gerðir seðla­banka í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu, þá er staða Íslands öfunds­verð. Vextir hafa farið hækk­andi í Banda­ríkj­un­um, en það hefur vita­skuld víð­tækar afleið­ingar vítt og breitt um heim­inn, enda yfir 60 pró­sent af gjald­eyr­is­forða heims­ins í Banda­ríkja­dal.

Í upp­hafi nýs árs hættir síðan Seðla­banki Evr­ópu form­lega með áætlun sína um kaup á skulda­bréfum á mark­aði en umfangið hefur verið með ólík­ind­um, eða sem nemur um 60 millj­örðum evra í hverjum mán­uði. Allt hefur þetta miðað að því að örva hag­vöxt og ýta undir betri efna­hags­stöðu í álf­unni.

Ekki er ólík­legt að vextir hækki, og verð­bólgu­draug­ur­inn láti sjá sig í Evr­ópu, með til­heyr­andi tjóni fyrir almenn­ing. 

Brexit er stór óvissu­þáttur fyrir Ísland, enda með öllu óljóst hvernig staða mála verður í Bret­landi þegar stóri dag­ur­inn kem­ur, 29. mars. Þá mun Bret­land yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, lögum sam­kvæmt. Nema eitt­hvað nýtt óvænt útspil komi fram, eins og Wild Card í borð­spili. Það er ekki hægt að úti­loka það, miðað við það sem hefur gengið á að und­an­förnu.

En stóra myndin er sú að við­skipta­hags­munir Bret­lands eru þeir, að halda sem bestum tengslum við innri mark­að­inn í Evr­ópu, og raska ekki um of gang­verki og for­sendum við­skipta við önnur ríki. Ísland er þar á meðal og á mikla hags­muni undir því að það tak­ist að við­halda góðu við­skipta­sam­bandi.

Mark­að­ur­inn fékk ekki að leið­rétta sig

Smátt og smátt er að koma í ljós hversu öfunds­verð staða Íslands er, í alþjóð­legu sam­hengi. Þar munar mikið um að vera með „hreina“ efna­hags­reikn­inga í fjár­mála­kerf­inu, í sam­an­burði við alþjóð­lega fjár­mála­kerf­ið. Neyð­ar­lögin og höft­in, rík­is­valds­að­gerðir til að koma í veg fyrir að „mark­að­ur­inn“ fengi að leið­rétta sig, björg­uðu Íslandi og lögðu grunn­inn að bjartri fram­tíð. 

Það er ekki ósann­gjarnt að gera þá kröfu til þeirra, sem vilja ekki rík­is­inn­grip - í það minnsta í orði - að þeir við­ur­kenni auð­mjúk­lega inni­stæðu­leysi hug­sjóna þeirra. Mark­að­ur­inn getur ekki án rík­is­ins verið og hann getur ekki stjórnað sér sjálf­ur. Hrunið á Íslandi er gott dæmi um það.

Áhrifin af þessum fyrr­nefndu aðgerðum eru djúp­stæð en þau mörk­uðu einnig veg­inn fyrir end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og afnám haft­anna, eins og þekkt er.

Ef vel tekst til, ætti Ísland að geta byggt upp afar spenn­andi og bjarta fram­tíð. Allar for­sendur eru fyrir því.

Í þeim efnum mætti meðal ann­ars að horfa til Nor­egs og læra af því hvernig norsk þjóð tókst á við áskor­anir í efna­hags­líf­inu á árunum 1960 til 1980. Þá fannst olía í norskri lög­sögu og fram­sýnum stjórn­mála­mönnum bar gæfa til þess að nýta það fyrir almanna­hag.

Sömu sögu má segja um hvernig Norð­menn hafa byggt upp mark­aðs­bú­skap, þar sem hið opin­bera er stór þátt­tak­andi með einka­fjár­festum og skráður mark­aður hefur verið not­aður til að styrkja umhverfi fyrir ávöxtun fjár­muna, með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Ísland hefur ekki olíu­auð­lind­ir, en það er til marks um hversu umfangs­miklar aðgerðir íslenskra stjórn­valda og seðla­bank­ans hafa ver­ið, eftir hrun­ið, að Ísland er í hálf­gerðri for­rétt­inda­stöðu á meðal þjóða nú um stund­ir.

Spurn­ing um kaup og kjör

Þá vakna upp sið­ferð­is­legar spurn­ingar um hvernig best er að skipta þjóð­ar­kök­unni og móta sam­fé­lags­gerð­ina til fram­tíð­ar.

Kjara­við­ræð­urnar sem nú standa sem hæst, eru að fara fram í þessu sam­hengi. Það er algjör óþarfi að mála upp for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem rót­tæk­linga og öfga­fólk, þegar það fjallar um ítr­ustu kröfur fyrir þá sem verst standa. For­ystu­fólk verka­lýðs­fé­laga á að tala máli þess fólks.

Í þeim aðstæðum sem hafa skap­ast á Íslandi er þetta eðli­legt og atvinnu­rek­endur ættu að bera virð­ingu fyrir þessum röddum og horfa á stóru mynd­ina, og hvað leiddi til stöð­unn­ar. Stór­felld rík­is­inn­grip, póli­tískar aðgerð­ir, voru þar á með­al. Sumir hópar komu verr út úr þessum aðgerðum en aðrir og má nefna ungt fólk. Kaup­mátt­ar­þróun þess hefur ekki verið í takt við aðra hópa, svo dæmi sé tek­ið.

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, hefur bent á kaldan veru­leika hag­kerf­is­ins, þar sem takast á þeir sem geta farið úr krón­unni og svo hinir sem kom­ast hvergi. Sig­ur­veg­ar­inn í þeirri bar­áttu verður alltaf sá sem getur hreyft sig og þá á beinan kostnað hinna. Verka­lýðs­for­ystan getur ekki afneitað þessum veru­leika eða gert lítið úr hon­um, og það geta atvinnu­rek­endur ekki held­ur.

Það er styrk­leiki að geta sett sig í spor ann­arra og í kjara­við­ræð­unum nú, ætti það að vera algjör for­senda fyrir því að taka þátt í sam­tal­inu. Ein­stök staða Íslands gefur færi á því að ná þjóð­ar­sátt um bjarta fram­tíð. Von­andi ber verka­lýðs­for­yst­unni og atvinnu­rek­endum gæfu til að átta sig á því, og semja með ábyrgum hætti um kaup og kjör.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari