Bylting í krónulandi!

„Þessi aðstöðumunur hefur stuðlað að því að eignaskiptingin er ójafnari hér á landi en launatekjudreifingin.“

Gylfi Zoega
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Drífa Snædal forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorberggson framkvæmdastjóri SA á morgunfundi Landsbankans í síðustu viku. Mynd: Stjórnarráðið
Auglýsing

For­ystu­fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni hefur á síð­ustu mán­uðum lýst því yfir að í vetur verði háð stétta­bar­átta á Íslandi. Svo má skilja orð þeirra að launa­fólk rísi þá upp gegn fjár­magns­eig­endum og for­rétt­inda­hópum og noti verk­föll til þess að skapa betri lífs­kjör og rétt­lát­ara sam­fé­lag.

Það er ekki erfitt að skilja gremju margra sem finnst þeir, með réttu eða röngu, hlunn­farnir í hag­kerfi okk­ar. Þetta geta verið ein­stak­lingar og fjöl­skyldur sem ekki hafa ráð á eigin hús­næði, búa við óör­yggi um fram­tíð­ina og hafa lágar ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. Við tökum líka eftir því að margir virð­ast nota aðstöðu sína til þess að fá há laun án þess að hafa aug­ljós­lega unnið til þeirra; t.d. ýmsir for­stjórar fyr­ir­tækja, bæj­ar­stjór­ar, og ráð­herrar og Alþing­is­menn sem fengu launa­hækkun í einum rykk eftir að hafa setið á eftir í launa­þróun í fleiri ár (vænt­an­lega var rykk­ur­inn of stór árið 2016!).  Einnig er ekki erfitt að koma auga á ýmis konar sjálftöku hér og þar. Reglan virð­ist vera sú að fólk gangi eins langt og það mögu­lega kemst upp með.

Er stétta­bar­átta rétt­læt­an­leg?

Þótt margt geti brotið í bága við rétt­læt­is­kennd okkar þá segja hag­tölur okkur að ekki sé aug­ljós­lega ástæða til þess að leggja í stétta­bar­áttu.

Auglýsing

Tekju­skip­ing er mjög jöfn í sam­an­burði við nágranna­lönd okkar í Evr­ópu, m.a. vegna þess að dæmin sem hér voru nefnd eru ekki mörg. Fátækt er einnig lítil sam­an­borið við fátækt í öðrum lönd­um. Einnig má benda á að verka­lýðs­hreyf­ing­unni á Íslandi hefur tek­ist und­an­farna ára­tugi að tryggja launa­fólki fasta hlut­deild í þjóð­ar­tekj­um. Hlut­deild launa og launa­tengdra gjalda í VLF var 50% árið 1973, 48% árið 1981, 50% árið 1991, 53% árið 2001 og er nú 56%. Það hallar því síður en svo á launa­fólk um þessar mund­ir.

Stétta­bar­áttu mætti kannski rétt­læta með því að benda á að þeir sem hærri tekj­urnar hafa eigi þær ekki skil­ið, sumir njóti þess að hafa aðgang að ýmis konar rentu sem þeir hafi ekki unnið fyrir en njóti í skjóli aðstöðu sinn­ar. En er stétta­bar­áta lík­leg til þess að bera árang­ur?

Um fjár­magns­eig­endur og launa­fólk

Hugum fyrst að kenn­ingum Karls Marx sem setti fram kenn­ingar um arð­rán og stétta­bar­áttu á 19. öld­inni. Kjarni kenn­inga Karl Marx var sá að allt verð­mæti fram­leiðslu komi frá vinnu­afli, ekki fjár­magni og hagn­aður eig­enda fyr­ir­tækja feli í sér arð­rán. Með fjár­fest­ingu og vax­and­i fjár­magns­stofni fækki starfs­mönnum fyr­ir­tækja og atvinnu­leysi auk­ist. En arðránið minnkar með fækkun starfs­fólks og þá líka hagn­aður fyr­ir­tækj­anna. Við þessu bregð­ast fyr­ir­tæki með því að halda launum niðri, lengja vinnu­tíma, færa störf til lág­launa­landa o.s.fr. Launa­fólk er þá pínt með atvinnu­leysi og kjara­skerð­ingu þangað til það rís upp gegn órétt­læt­inu og tekur fyr­ir­tækin yfir. Alræði öreig­anna tryggir betri lífs­kjör.

Hljómar eitt­hvað af þessu kunn­ug­lega?  Svarið er nei – á síð­ustu ára­tug­um, reyndar allar götur frá alda­mót­unum 1900, hafa lífs­kjör hér á landi farið batn­andi. Í upp­hafi síð­ustu aldar voru lífs­kjör hér bág, svipuð þeim sem íbúar Afr­íku þurftu að þola, en nú eru þau meðal þeirra bestu í heimi. Þeir sem fæð­ast á Íslandi geta prísað sig sæla. Atvinnu­leysi hefur ekki farið stöðugt vax­andi heldur er lítið sem ekk­ert og hlut­deild launa er, þökk sé m.a. verka­lýðs­hreyf­ing­unni, hærra hlut­fall af þjóð­ar­tekjum en það hefur verið í ára­tugi. Þetta eru ekki þær aðstæður sem Marx bjóst við að sjá, hann hafði á röngu að standa þótt inn­sæi hans á ýmsum sviðum sé gagn­legt, alla­vega þegar saga hag­fræði­kenn­inga er les­in.

Í stað þess að íslenska þjóðin skipt­ist í fjár­magns­eig­endur og arð­rænt launa­fólk þá skipt­ist hún ann­ars vegar í þá sem geta farið inn í og út úr gjald­miðl­inum og hina sem eru fast­ir. Í krónu­hag­kerfi þar sem fjár­magns­flutn­ingar á milli landa eru leyfðir er aðstöðu­munur á milli launa­fólks og fjár­magns­eig­enda. Dæmi­gerður launa­maður á fast­eign, skuldar fast­eigna­lán og safnar rétt­indum í líf­eyr­is­sjóði. Ef hann nú býst við því að gengi krón­unnar lækki þá áttar hann sig fljótt á a hann er fastur í krónu­hag­kerf­inu og getur fátt gert til þess að verja sig. Fjár­magns­eig­andi er í allt öðrum spor­um. Hann getur milli­fært pen­inga­legar eignir sínar á milli krón­unnar og ann­arra gjald­miðla. Þegar hann býst við að krónan falli þá kaupir hann gjald­eyri og þegar hann býst við því að hún hafi náð botni þá kemur hann aftur inn í krón­una og hagn­ast á geng­is­styrk­ingu henn­ar. Hann getur jafn­vel haft pen­inga­legar eignir sínar í erlendum böndum eða skatta­skjól­um.

Af því sem hér hefur verið sagt má álykta að for­sendur hef­bund­innar stétta­bar­áttu séu ekki fyrir hendi hér á landi. Þjóðin skipt­ist ekki upp í fjár­magns­eig­endur sem arð­ræna launa­fólk í Marxískum skiln­ingi heldur skipt­ist þjóðin í tvo hópa, þá sem geta komið sér út úr krón­unni á réttum tíma og hina sem eru fast­ir.  Þetta hljómar ekki rétt­látt en svona er það samt.

Er stétta­bar­átta lík­leg til árang­urs?

Ímyndum okkur nú að verka­lýðs­leið­togar lýsi yfir stríði á hendur atvinnu­rek­endum og fjár­magns­eig­endum í því skyni að fá hærri kaup­mátt á kostnað þeirra síð­ar­nefndu. Þeir hóta verk­föll­um, t.d. skæru­verk­föllum sem geta lamað útflutn­ing um tíma, og hóta því að sýna meiri hörku en áður hefur sést á vinnu­mark­aði. Fjár­magns­eig­endum bregður í brún við að heyra þessi orð og eftir ekki langa umhugsun fara þeir inn í heima­banka sína og milli­færa pen­inga af krónu­reik­ingum á gjald­eyr­is­reikn­inga. Við­skipta­bankar reyna þá að kaupa gjald­eyri hver af öðrum og verð á gjald­eyri á milli­banka­mark­aði hækk­ar, gengi krón­unnar lækk­ar. Nú hækkar verð á öllum inn­flutn­ingi mælt í krónum og versl­anir munu fyrr en síðar hækka krónu­verð á inn­fluttum vörum sín­um. Kaup­máttur launa­fólks lækk­ar; það verður dýr­ara að kaupa bíla og heim­il­is­tæki og ferða­lögum til útlanda fækk­ar.

Hag­stofan mælir sömu­leiðis meiri verð­bólgu í kjöl­far geng­is­lækk­unar krón­unnar sem verður til þess að tölvu­kerfi við­skipta­bank­anna hækka höf­uð­stól verð­tryggðra fast­eigna­lána, nú skuldar launa­fólkið meira í krónum mælt. Verka­lýðs­leið­togar krefj­ast þess þá að þak sé sett á verð­trygg­inu til þess að lánin hækki ekki en slíkt þak yrði til þess að eignir líf­eyr­is­sjóð­anna sem fel­ast í verð­tryggðum útlánum rýrð­ust og hvati til sparn­aðar minnk­aði vegna nei­kvæðra raun­vaxta. Von­andi segði rík­is­stjórn nei við slíkum til­lög­um. Vextir á óverð­tryggðum lánum myndu einnig hækka þótt engar vaxta­hækk­anir yrðu í Seðla­banka ein­fald­lega vegna þess að bank­arnir byggjust við meiri verð­bólgu.

Þannig geta hót­anir verka­lýðs­hreyf­ingar orðið til þess að skerða lífs­kjör launa­fólks áður en til kjara­samn­inga kem­ur. Til­raunir til stétta­bar­áttu, svo ekki sé talað um bylt­ingu, leiða til falls krón­unn­ar, minni kaup­máttar launa og auk­innar mis­skipt­ingar eigna. Þetta er hið járn­harða lög­mál sam­tím­ans.

Heyrst hefur að verka­lýðs­for­ystan gæti notað áhrif sín  í stjórn líf­eyr­is­sjóða til þess að þrýsta á um launa­hækk­an­ir. Líf­eyr­is­sjóðir eru mik­il­vægir fjár­festar á hluta­fjár­mark­aði. Stjórnir sjóð­anna gætu auð­vitað hótað að selja hluta­bréf sem myndi valda verð­lækkun þeirra, hót­unin ein myndi nægja. Sjóð­irnir eru nægi­lega stórir til þess að geta valdið hruni á hluta­bréfa­mark­aði. En afleið­ingin yrði fyrst og fremst sú að sjóðs­fé­lagar töp­uðu verð­mætum og rétt­indum í líf­eyri. Slíkt hegðun stjórna myndi þar að auki leiða til þess að Fjár­mála­eft­ir­litið myndi grípa inn í og setja stjórnir sjóð­anna af til þess að vernda hags­muni sjóðs­fé­laga.

Loka­orð

Í krónu­hag­kerf­inu er aðstöðu­munur á milli fjár­magns­eig­enda og launa­fólks. Hann er ekki Marxískur heldur felst í því að fjár­magn er fær­an­legt á milli landa á meðan íbúð­ar­hús­næði og verð­tryggð lán eru það ekki. Launa­fólk er þannig fast inni í krón­unni á meðan fjár­magns­eig­endur geta að vild farið út úr henni og komið aftur inn í hana. Þessi aðstöðu­munur hefur stuðlað að því að eigna­skipt­ingin er ójafn­ari hér á landi en launa­tekju­dreif­ing­in. Þannig eiga rík­ustu tíu pró­sentin um 70% fram­tal­inna eigna en sam­svar­andi hópur er ein­ungis með nærri 25% heild­ar­tekna fyrir skatta. Bilið á milli ójafn­að­ar­stigs­ins í eigna- og tekju­skipt­ing­unni nú er enn meiri en hann var t.d. á árunum fyrir seinni heims­styrj­öld.

Stétta­bar­átta er ekki skyn­sam­leg hér á landi vegna þess að kenn­ingar Marx um arð­rán fjár­magns eru úrelt­ar, kaup­máttur launa­fólks fer stöðugt vax­andi og vel­ferð launa­fólks hefur aldrei ver­ið ­meiri þrátt fyrir há laun nokk­urra for­stjóra og ann­arra sem geta skammtað sér laun. Slík bar­átta er heldur ekki skyn­sam­leg vegna þess að eðli máls sam­kvæmt getur fjár­magnið alltaf vikið sér undan lækkun krón­unnar og hærri launa­kostn­aði. Hót­anir um stétta­á­tök verða þá til þess að skerða kaup­mátt launa áður en sest er að samn­inga­borð­inu.

Í stað bylt­ingar væri hægt að bæta kjör launa­fólks með auknu fram­boði af íbúð­ar­hús­næði á við­ráð­an­legu verði, breyt­ingum á skatt­kerfi og hækkun lág­marks­launa. Hækkun lág­marks­launa þarf ekki að valda minni atvinnu eða verð­bólgu svo fremi sem hún veldur ekki þroti þeirra fyr­ir­tækja sem lægstu launin greiða.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu, og þá með ítar­efni og heim­ild­ar­skrá. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit