Bylting í krónulandi!

„Þessi aðstöðumunur hefur stuðlað að því að eignaskiptingin er ójafnari hér á landi en launatekjudreifingin.“

Gylfi Zoega
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Drífa Snædal forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorberggson framkvæmdastjóri SA á morgunfundi Landsbankans í síðustu viku. Mynd: Stjórnarráðið
Auglýsing

Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur á síðustu mánuðum lýst því yfir að í vetur verði háð stéttabarátta á Íslandi. Svo má skilja orð þeirra að launafólk rísi þá upp gegn fjármagnseigendum og forréttindahópum og noti verkföll til þess að skapa betri lífskjör og réttlátara samfélag.

Það er ekki erfitt að skilja gremju margra sem finnst þeir, með réttu eða röngu, hlunnfarnir í hagkerfi okkar. Þetta geta verið einstaklingar og fjölskyldur sem ekki hafa ráð á eigin húsnæði, búa við óöryggi um framtíðina og hafa lágar ráðstöfunartekjur. Við tökum líka eftir því að margir virðast nota aðstöðu sína til þess að fá há laun án þess að hafa augljóslega unnið til þeirra; t.d. ýmsir forstjórar fyrirtækja, bæjarstjórar, og ráðherrar og Alþingismenn sem fengu launahækkun í einum rykk eftir að hafa setið á eftir í launaþróun í fleiri ár (væntanlega var rykkurinn of stór árið 2016!).  Einnig er ekki erfitt að koma auga á ýmis konar sjálftöku hér og þar. Reglan virðist vera sú að fólk gangi eins langt og það mögulega kemst upp með.

Er stéttabarátta réttlætanleg?

Þótt margt geti brotið í bága við réttlætiskennd okkar þá segja hagtölur okkur að ekki sé augljóslega ástæða til þess að leggja í stéttabaráttu.

Auglýsing

Tekjuskiping er mjög jöfn í samanburði við nágrannalönd okkar í Evrópu, m.a. vegna þess að dæmin sem hér voru nefnd eru ekki mörg. Fátækt er einnig lítil samanborið við fátækt í öðrum löndum. Einnig má benda á að verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur tekist undanfarna áratugi að tryggja launafólki fasta hlutdeild í þjóðartekjum. Hlutdeild launa og launatengdra gjalda í VLF var 50% árið 1973, 48% árið 1981, 50% árið 1991, 53% árið 2001 og er nú 56%. Það hallar því síður en svo á launafólk um þessar mundir.

Stéttabaráttu mætti kannski réttlæta með því að benda á að þeir sem hærri tekjurnar hafa eigi þær ekki skilið, sumir njóti þess að hafa aðgang að ýmis konar rentu sem þeir hafi ekki unnið fyrir en njóti í skjóli aðstöðu sinnar. En er stéttabaráta líkleg til þess að bera árangur?

Um fjármagnseigendur og launafólk

Hugum fyrst að kenningum Karls Marx sem setti fram kenningar um arðrán og stéttabaráttu á 19. öldinni. Kjarni kenninga Karl Marx var sá að allt verðmæti framleiðslu komi frá vinnuafli, ekki fjármagni og hagnaður eigenda fyrirtækja feli í sér arðrán. Með fjárfestingu og vaxandi fjármagnsstofni fækki starfsmönnum fyrirtækja og atvinnuleysi aukist. En arðránið minnkar með fækkun starfsfólks og þá líka hagnaður fyrirtækjanna. Við þessu bregðast fyrirtæki með því að halda launum niðri, lengja vinnutíma, færa störf til láglaunalanda o.s.fr. Launafólk er þá pínt með atvinnuleysi og kjaraskerðingu þangað til það rís upp gegn óréttlætinu og tekur fyrirtækin yfir. Alræði öreiganna tryggir betri lífskjör.

Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega?  Svarið er nei – á síðustu áratugum, reyndar allar götur frá aldamótunum 1900, hafa lífskjör hér á landi farið batnandi. Í upphafi síðustu aldar voru lífskjör hér bág, svipuð þeim sem íbúar Afríku þurftu að þola, en nú eru þau meðal þeirra bestu í heimi. Þeir sem fæðast á Íslandi geta prísað sig sæla. Atvinnuleysi hefur ekki farið stöðugt vaxandi heldur er lítið sem ekkert og hlutdeild launa er, þökk sé m.a. verkalýðshreyfingunni, hærra hlutfall af þjóðartekjum en það hefur verið í áratugi. Þetta eru ekki þær aðstæður sem Marx bjóst við að sjá, hann hafði á röngu að standa þótt innsæi hans á ýmsum sviðum sé gagnlegt, allavega þegar saga hagfræðikenninga er lesin.

Í stað þess að íslenska þjóðin skiptist í fjármagnseigendur og arðrænt launafólk þá skiptist hún annars vegar í þá sem geta farið inn í og út úr gjaldmiðlinum og hina sem eru fastir. Í krónuhagkerfi þar sem fjármagnsflutningar á milli landa eru leyfðir er aðstöðumunur á milli launafólks og fjármagnseigenda. Dæmigerður launamaður á fasteign, skuldar fasteignalán og safnar réttindum í lífeyrissjóði. Ef hann nú býst við því að gengi krónunnar lækki þá áttar hann sig fljótt á a hann er fastur í krónuhagkerfinu og getur fátt gert til þess að verja sig. Fjármagnseigandi er í allt öðrum sporum. Hann getur millifært peningalegar eignir sínar á milli krónunnar og annarra gjaldmiðla. Þegar hann býst við að krónan falli þá kaupir hann gjaldeyri og þegar hann býst við því að hún hafi náð botni þá kemur hann aftur inn í krónuna og hagnast á gengisstyrkingu hennar. Hann getur jafnvel haft peningalegar eignir sínar í erlendum böndum eða skattaskjólum.

Af því sem hér hefur verið sagt má álykta að forsendur hefbundinnar stéttabaráttu séu ekki fyrir hendi hér á landi. Þjóðin skiptist ekki upp í fjármagnseigendur sem arðræna launafólk í Marxískum skilningi heldur skiptist þjóðin í tvo hópa, þá sem geta komið sér út úr krónunni á réttum tíma og hina sem eru fastir.  Þetta hljómar ekki réttlátt en svona er það samt.

Er stéttabarátta líkleg til árangurs?

Ímyndum okkur nú að verkalýðsleiðtogar lýsi yfir stríði á hendur atvinnurekendum og fjármagnseigendum í því skyni að fá hærri kaupmátt á kostnað þeirra síðarnefndu. Þeir hóta verkföllum, t.d. skæruverkföllum sem geta lamað útflutning um tíma, og hóta því að sýna meiri hörku en áður hefur sést á vinnumarkaði. Fjármagnseigendum bregður í brún við að heyra þessi orð og eftir ekki langa umhugsun fara þeir inn í heimabanka sína og millifæra peninga af krónureikingum á gjaldeyrisreikninga. Viðskiptabankar reyna þá að kaupa gjaldeyri hver af öðrum og verð á gjaldeyri á millibankamarkaði hækkar, gengi krónunnar lækkar. Nú hækkar verð á öllum innflutningi mælt í krónum og verslanir munu fyrr en síðar hækka krónuverð á innfluttum vörum sínum. Kaupmáttur launafólks lækkar; það verður dýrara að kaupa bíla og heimilistæki og ferðalögum til útlanda fækkar.

Hagstofan mælir sömuleiðis meiri verðbólgu í kjölfar gengislækkunar krónunnar sem verður til þess að tölvukerfi viðskiptabankanna hækka höfuðstól verðtryggðra fasteignalána, nú skuldar launafólkið meira í krónum mælt. Verkalýðsleiðtogar krefjast þess þá að þak sé sett á verðtrygginu til þess að lánin hækki ekki en slíkt þak yrði til þess að eignir lífeyrissjóðanna sem felast í verðtryggðum útlánum rýrðust og hvati til sparnaðar minnkaði vegna neikvæðra raunvaxta. Vonandi segði ríkisstjórn nei við slíkum tillögum. Vextir á óverðtryggðum lánum myndu einnig hækka þótt engar vaxtahækkanir yrðu í Seðlabanka einfaldlega vegna þess að bankarnir byggjust við meiri verðbólgu.

Þannig geta hótanir verkalýðshreyfingar orðið til þess að skerða lífskjör launafólks áður en til kjarasamninga kemur. Tilraunir til stéttabaráttu, svo ekki sé talað um byltingu, leiða til falls krónunnar, minni kaupmáttar launa og aukinnar misskiptingar eigna. Þetta er hið járnharða lögmál samtímans.

Heyrst hefur að verkalýðsforystan gæti notað áhrif sín  í stjórn lífeyrissjóða til þess að þrýsta á um launahækkanir. Lífeyrissjóðir eru mikilvægir fjárfestar á hlutafjármarkaði. Stjórnir sjóðanna gætu auðvitað hótað að selja hlutabréf sem myndi valda verðlækkun þeirra, hótunin ein myndi nægja. Sjóðirnir eru nægilega stórir til þess að geta valdið hruni á hlutabréfamarkaði. En afleiðingin yrði fyrst og fremst sú að sjóðsfélagar töpuðu verðmætum og réttindum í lífeyri. Slíkt hegðun stjórna myndi þar að auki leiða til þess að Fjármálaeftirlitið myndi grípa inn í og setja stjórnir sjóðanna af til þess að vernda hagsmuni sjóðsfélaga.

Lokaorð

Í krónuhagkerfinu er aðstöðumunur á milli fjármagnseigenda og launafólks. Hann er ekki Marxískur heldur felst í því að fjármagn er færanlegt á milli landa á meðan íbúðarhúsnæði og verðtryggð lán eru það ekki. Launafólk er þannig fast inni í krónunni á meðan fjármagnseigendur geta að vild farið út úr henni og komið aftur inn í hana. Þessi aðstöðumunur hefur stuðlað að því að eignaskiptingin er ójafnari hér á landi en launatekjudreifingin. Þannig eiga ríkustu tíu prósentin um 70% framtalinna eigna en samsvarandi hópur er einungis með nærri 25% heildartekna fyrir skatta. Bilið á milli ójafnaðarstigsins í eigna- og tekjuskiptingunni nú er enn meiri en hann var t.d. á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld.

Stéttabarátta er ekki skynsamleg hér á landi vegna þess að kenningar Marx um arðrán fjármagns eru úreltar, kaupmáttur launafólks fer stöðugt vaxandi og velferð launafólks hefur aldrei verið meiri þrátt fyrir há laun nokkurra forstjóra og annarra sem geta skammtað sér laun. Slík barátta er heldur ekki skynsamleg vegna þess að eðli máls samkvæmt getur fjármagnið alltaf vikið sér undan lækkun krónunnar og hærri launakostnaði. Hótanir um stéttaátök verða þá til þess að skerða kaupmátt launa áður en sest er að samningaborðinu.

Í stað byltingar væri hægt að bæta kjör launafólks með auknu framboði af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði, breytingum á skattkerfi og hækkun lágmarkslauna. Hækkun lágmarkslauna þarf ekki að valda minni atvinnu eða verðbólgu svo fremi sem hún veldur ekki þroti þeirra fyrirtækja sem lægstu launin greiða.

Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, og þá með ítarefni og heimildarskrá. Hægt er að gerast áskrifandi hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit