Opið bréf til íslensku þjóðarinnar

Tveir erlendir sérfræðingar í mannréttindum fatlaðs fólks hafa fylgst með íslenskri atburðarás síðastliðinna vikna. Þau segja að ekki sé nóg að biðjast afsökunar og láta eins og ekkert hafi í skorist. Virðingar og virkrar hlustunar sé þörf.

Gerard & Anna
Auglýsing

Við lásum með hryll­ingi frá­sagn­irnar af þeim athuga­semdum sem nokkrir alþing­is­menn ykkar hafa látið út úr sér varð­andi konur og sér­stak­lega ummæli þeirra um fyrr­ver­andi sam­starfs­konu þeirra sem er fötluð. Sem tíðir gestir á Íslandi bjugg­umst við aldrei við þessu.

Við bjugg­umst aldrei við þessu því að fyrr­ver­andi vara­þing­kona sem um ræð­ir, Freyja Har­alds­dótt­ir, er dáð og virt um alla Evr­ópu. Hún er frá­bær full­trúi Íslands og kraft­mikil bar­áttu­mann­eskja fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks. Hálf­kær­ings­blaður sem jaðrar við hat­urs­orð­ræðu hefur raun­veru­legar afleið­ing­ar. Það hefur fæl­ing­ar­á­hrif á stjórn­mála­þátt­töku fatl­aðs fólks, og þá sér­stak­lega fatl­aðra kvenna. Það rýrir lýð­ræð­ið. Það er ekki sigur fyrir neinn ef stuðlað er að ósýni­leika heilla þjóð­fé­lags­hópa í fram­tíð­inni. Við héldum að Ísland væri stærra en þetta.

Auglýsing

Og við bjugg­umst aldrei við þessu því að við eigum að geta ætl­ast til betri hegð­unar – miklu betri – af þjóð­kjörnum full­trú­um. Það getur ekki hafa farið fram hjá les­endum ykkar að á meðan þetta átti sér stað á Íslandi voru Banda­ríkin rétt að byrja að syrgja George H.W. Bush. Kænn og klókur var hann – eins og allir stjórn­mála­menn þurfa að vera. En hann var maður sem gat teygt sig út fyrir eigin reynslu. Eins og frægt er orðið þrýsti hann á um sam­þykkt lög­gjafar í þágu fatl­aðra Banda­ríkja­manna (the Amer­icans with Disa­bilities Act) árið 1990, sem er án efa fræg­asta lög­gjöf í þágu rétt­lætis fyrir fatlað fólk í ver­öld­inni. Hann hlust­aði – sér­stak­lega á rík­is­sak­sókn­ara sinn, Dick Thorn­burgh, sem átti fatlað barn. Hann bar virð­ingu fyrir því bar­áttu­fólki og þeim hópum sem vildu tryggja að fatlað fólk gæti loks not­ið, til jafns við aðra, þeirra mann­rétt­inda sem ætluð voru öllum (eða næstum öllu­m). Sem fyrr­ver­andi her­maður sinnti hann ávallt þeim fyrr­ver­andi her­mönnum með fötl­uð­ust við að færa fórnir fyrir sam­fé­lag sitt. Hann skap­aði rými fyrir nýj­ung­ar. Hann lét öllu fólki finnas það ætti sinn sess í sam­fé­lag­inu burt séð frá fötlun – eða þjóð­fé­lags­stétt. Hvað er göf­ugra í stjórn­málum en þetta?

Ef til vill getur þessi upp­á­koma á Íslandi leitt af sér eitt­hvað gott. Það er ekki nóg að biðj­ast afsök­unar og láta eins og ekk­ert hafi í skorist! Virð­ingar og virkrar hlust­unar er þörf. Við viljum trúa því að Ísland geti gert eitt­hvað sem myndi gera Bush stolt­an, vakið öfund Evr­ópu og rétt við hlut Freyju. Það er lág­mark að stjórn­völd hlýði á eigin þegna og stofni sjálf­stæða og óháða mann­rétt­inda­stofnun strax. Slík stofnun kemur ekki í stað­inn fyrir stjórn­mál eða stjórn­mála­fólk. En minnir okkur á að stjórn­málin snú­ast – þegar best lætur – um almanna­heill en ekki for­dóma eða sér­hags­muni. Slík mann­rétt­inda­stofnun myndi geta fært hluti til betri vegar þegar eitt­hvað fer úrskeiðis eins og virð­ist hafa gerst hér og myndi tengja Ísland alþjóð­legri umræðu um rétt­læti í heim­in­um. Það er hið rétta í stöð­unni. Það myndi gera Freyju aftur stolta af því að vera Íslend­ing­ur.

Anna Law­son er laga­pró­fessor við Leeds-há­skól­ann í Bret­landi og for­stöðu­maður fyrir the Centre for Disa­bility Stu­dies við sama skóla.

Ger­ard Quinn er pró­fessor við Raoul Wal­len­berg Institute í Lundi í Sví­þjóð og laga­pró­fessor við Leeds-há­skól­ann í Bret­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar