Þrjú tækifæri til sterkari ferðaþjónustu og betri lífskjara

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fjallar um þrjú tækifæri sem hann telur að geti haft mikil jákvæð áhrif á framtíð ferðaþjónustu hér á landi og framlag hennar til samfélagsins.

Auglýsing

Eitt af því sem ég hef tekið eftir síð­ustu mán­uði er að Íslend­ingar eru á ýmsan máta vel upp­lýstir um ferða­þjón­ust­una, hegðun ferða­manna hér á landi og mik­il­vægi þess­arar nýju burð­ar­at­vinnu­greinar fyrir sam­fé­lagið í heild – og sam­fé­lögin hér og þar um land­ið. Ég hugsa til dæmis að það séu fáar þjóðir sem fá jafn reglu­lega upp­færðar fréttir af fjölda­tölum ferða­manna í stærstu fjöl­miðlum lands­ins. 

Kann­anir sýna að 90% Íslend­inga eru þeirrar skoð­unar að ferða­þjón­usta sé mik­il­væg atvinnu­grein sem hafi bætt lífs­kjörin í þeirra sveit­ar­fé­lag­i. Enda full ástæða til. Sum­arið 2018 störf­uðu um 35 þús­und manns við ferða­þjón­ustu um allt land og ferða­þjón­ustan hefur skapað um helm­ing allra starfa sem orðið hafa til frá árinu 2011. Þá hefur verið áætlað að um 50% hag­vaxtar frá árinu 2010 sé til­kom­inn vegna ferða­þjón­ust­unn­ar, með beinum eða óbeinum hætti.

Tekjur sam­fé­lags­ins af ferða­mönnum og ferða­þjón­ustu eru nú gríð­ar­leg­ar. Árið 2017 skil­aði ferða­þjón­ustan sam­fé­lag­inu 503 millj­örðum króna í gjald­eyr­is­tekjur og nettó tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga af ferða­mönnum og ferða­þjón­ustu – bein­harðir pen­ingar í kass­ann - voru um 60 millj­arðar króna árið 2017. Það er sama upp­hæð og öll fjár­fram­lög rík­is­ins til Land­spít­al­ans það ár. Sumir halda því enn fram að ferða­þjón­ustan skili ekki nægi­lega miklu til sam­fé­lags­ins. Það er ein­fald­lega rangt. Fáar atvinnu­greinar skila sam­fé­lag­inu meiri arði og mögu­leikum til bættra lífs­kjara.

Í við­tali á dög­unum var ég spurður að því hvað þyrfti til að ferða­þjón­ustan yrði betri á næsta ári og árum. Ég verð að játa að mér vafð­ist aðeins tunga um tönn, því að hvar á maður að byrja? En þetta er góð spurn­ing, hvað þarf? Við skulum skoða hér þrjú tæki­færi sem geta haft mikil jákvæð áhrif á fram­tíð ferða­þjón­ustu og fram­lag hennar til samfélagsins.

Auglýsing

Það þarf að nýta þessar tug­millj­arða tekjur af ferða­þjón­ustu betur til upp­bygg­ingar inn­viða

Sú umræða sem staðið hefur und­an­farin ár um nauð­syn sér­tækrar gjald­töku af ferða­þjón­ustu til að standa undir vernd og upp­bygg­ingu inn­viða hófst upp úr 2010 sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna. Á þeim tíma og árunum sem fylgdu var efna­hags­leg staða lands­ins mjög erfið og stjórn­völd ekki í færum til að auka útgjöld til mála­flokks­ins. Lengst framan af því tíma­bili lá heldur ekki fyrir hverjar tekjur af ferða­mönnum í gegn um almenna skatt­kerfið væru og ekk­ert lá fyrir um það hvort fjölgun ferða­manna til lands­ins væri var­an­leg eða tíma­bund­in. Það var því eðli­legt að kallað væri eftir auknu fram­lagi ferða­manna til upp­bygg­ingar inn­viða og til að mæta veikri stöðu rík­is­ins.

Nú, átta árum síðar eru aðstæður hins vegar gjör­breytt­ar, efna­hags­leg staða rík­is­ins er fádæma góð, erlend staða þjóð­ar­bús­ins hefur verið jákvæð um 10 ára skeið sem er for­dæma­laust í efna­hags­sögu lands­ins, skuldir rík­is­ins hafa verið greiddar niður um 660 ma. króna og tekjur rík­is­sjóðs hafa nærri tvö­faldast, hafa vaxið úr 474 ma. króna árið 2010 í 892 ma. króna skv. fjár­lögum fyrir árið 2019. Frum­varpið gerir og ráð fyrir því að nærri 29 ma. króna afgangur verði af rekstri rík­is­ins á árinu 2019.

Í dag dylst engum að hröð upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu hefur átt stóran þátt í þeim ótrú­lega efna­hags­lega við­snún­ingi og miklu tekju­aukn­ingu rík­is­sjóðs sem átt hefur sér stað á svo stuttum tíma. Í dag er einnig ljóst að gera má ráð fyrir að komur ferða­manna til Íslands muni til langs tíma halda áfram að vaxa að jafn­aði um 2-5% árlega í sam­ræmi við spár UNWTO um vöxt ferða­mennsku í heiminum.

Auglýsing

Stað­reyndin í dag er sú að það þarf ekki nýja eða meiri sér­tæka gjald­töku af ferða­mönnum og ferða­þjón­ustu til að byggja upp inn­viði. Ferða­menn skila tug­millj­arða tekjum í rík­is­kass­ann nú þeg­ar, t.d. í gegn um virð­is­auka­skatt – sem ferða­þjón­ustan skilar ein útflutn­ings­greina.

Í núver­andi efna­hags­um­hverfi eru aðstæður rík­is­ins því mjög hag­felldar til að minnka sér­tæka gjald­töku og skatt­heimtu af ferða­þjón­ustu og ráð­stafa þess í stað núver­andi tekjum af ferða­mönnum í rík­ari mæli en nú til nauð­syn­legra verk­efna sem tengj­ast ferða­þjón­ustu, nátt­úru­vernd og styrk­ingu inn­viða. Þannig má sam­hliða ná þeim mark­miðum ann­ars vegar að koma til móts við álag af völdum ferða­manna og hins vegar að styrkja sam­keppn­is­hæfni íslenskrar ferða­þjón­ustu í alþjóða­sam­hengi og þar með auka heild­ar­á­vinn­ing sam­fé­lags­ins af atvinnu­grein­inni til langs tíma.

Mögu­leik­arnir til fram­tíð­ar­upp­bygg­ingar inn­viða á ferða­manna­stöðum og verndar nátt­úr­unnar okkar eru gríð­ar­leg­ir. Þá þarf að nýta betur en nú er gert.

Það þarf að gera skyn­sam­lega kjara­samn­inga sem taka mið af stöð­unni í hag­kerf­inu

Á sama tíma og staða rík­is­sjóðs hefur aldrei verið betri, valda ýmsar ytri aðstæður og versn­andi rekstr­ar­skil­yrði nú erf­ið­leikum hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Mjög mik­il­vægt er að hafa í huga þegar horft er til þátta sem hafa áhrif á ferða­þjón­ust­una sem atvinnu­grein að það er ekki línu­legt sam­hengi milli fjölda ferða­manna og afkomu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja.

Mynd: Samtök ferðaþjónustunnarSterkt gengi krón­unnar og gríð­ar­leg aukn­ing launa­kostn­aðar hefur stór­skaðað sam­keppn­is­hæfni ferða­þjón­ust­unnar í heild og Ísland er því orð­inn einn af dýr­ustu áfanga­stöðum í heim­inum í dag. Þetta hefur ýmis áhrif á íslenska ferða­þjón­ustu og rekstur fyr­ir­tækja umfram beinna kostnað og hefur marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á hegðun og útgjöld ferða­manna.

Áhrif þess­ara tveggja þátta koma enn skýrar fram eftir því sem fjær dregur höf­uð­borg­ar­svæð­inu og stofna í hættu þeirri mik­il­vægu upp­bygg­ingu fjöl­breytt­ari atvinnu­tæki­færa og auknum tekjum sveit­ar­fé­laga sem upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu í litlum byggð­ar­lögum á lands­byggð­inni hefur haft í för með sér á und­an­förnum árum.

Í nýlegri könnun Sam­taka atvinnu­lífs­ins kom fram að um 43% for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja SA telja ekk­ert svig­rúm til launa­hækk­ana, en meðal for­svars­manna ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja var hlut­fallið mun hærra, eða 65%. Könn­unin sýnir einnig að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækji telja svig­rúm til launa­hækk­ana að með­al­tali vera um 1,2% sem er það lægsta meðal allra greina innan SA. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna því að rekstr­ar­að­stæður ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja eru mun erf­ið­ari en ann­arra fyr­ir­tækja innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þrátt fyrir fjölgun ferða­manna og jákvæðar aðstæður í rík­is­fjár­málum og efna­hags­líf­i.   

Auglýsing
 

Mynd: Samtök ferðaþjónustunnarSkýrsla KPMG frá októ­ber 2018 sýnir svo svart á hvítu hvernig rekstr­ar­skil­yrði í ferða­þjón­ustu hafa versnað síð­ustu ár. Gengi helstu gjald­miðla gagn­vart krónu hefur lækkað á sama tíma og launa­vísi­tala, neyslu­vísi­tala og bygg­ing­ar­vísi­tala hafa hækk­að. Rekstr­ar­kostn­aður fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hefur því auk­ist mik­ið. Þar vegur rúm­lega 44% hækkun launa­vísi­tölu einna þyngst því að ferða­þjón­ustan er mann­afls­frek grein og hlut­fall launa­greiðslna af tekjum fyr­ir­tækj­anna er því hátt.

Þá sýnir skýrslan svo ekki verður um villst að afkoma ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja versnar eftir því sem fjær dregur höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að launa­kostn­aður er mun hærra hlut­fall af tekjum þar en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Því er ljóst að óraun­hæfar launa­hækk­anir í kjara­samn­ingum munu óhjá­kvæmi­lega hafa mest nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni.

Staðan í dag er þessi: Fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafa þegar þurft að hag­ræða mikið vegna kostn­að­ar­aukn­ingar síð­ustu ára og þegar stjórn­endur þeirra eru spurðir hvaða mögu­leika þeir hafi til að bregð­ast við þeim kröfum sem settar eru fram við kjara­samn­inga­borðið er svarið ein­falt: Draga saman seglin og lækka kostn­að. Og við vitum öll hvað það þýð­ir.

Það þarf að auka  veru­lega við fjár­magn til rann­sókna í ferða­þjón­ustu til að styðja við stefnu­mótun

Opin­ber stefnu­mótun um atvinnu­grein þarf að byggja á gögnum og þekk­ingu á þróun grein­ar­innar og aðstæð­um. Þetta þekkjum við Íslend­ingar lík­lega best í sam­hengi sjáv­ar­út­vegs. Þar hefur verið byggð upp gríð­ar­mikil þekk­ing á atvinnu­grein­inni og við­fangi hennar sem hefur nýst til að byggja upp sjálf­bæran og sterkan iðnað og nýsköpun í sjáv­ar­út­vegi. Haf­rann­sókn­ar­stofnun þekkir nú nán­ast hvern fisk í sjónum og stefnu­mót­andi ákvarð­anir um veiðar byggja því á gríð­ar­traustum grunni rann­sókna og þekk­ing­ar.

Stefnu­mótun í mik­il­væg­ustu útflutn­ings­grein lands­ins, ferða­þjón­ustu, þarf að byggja á sömu nálg­un. Það gengur ekki að ár eftir ár séu fram­lög til rann­sókna í ferða­þjón­ustu miklu, miklu lægri en til ann­arra atvinnu­greina. Það gengur ekki að fjár­magn vanti til að byggja upp sam­an­burð­ar­hæf gögn yfir tíma sem nýta má til að fá heild­ar­mynd af þróun atvinnu­grein­ar­inn­ar. Við verðum að byggja mark­visst upp þekk­ingu á við­fangi ferða­þjón­ust­unnar – ferða­manninnum – til að vita hvaða áhrif stefnu­mót­andi ákvarð­anir munu hafa á hegðun hans. Mun ferða­mönnum fjölga eða fækka ef við gerum svona eða hinseg­in? Mun sam­setn­ing ferða­manna­hóps­ins breyt­ast ef við breytum mis­mun­andi þáttum í stefnu­mót­un? Hvernig þá? Það þýðir ekki að treysta á að reka fing­ur­inn upp í vind­inn. Stefnu­mótun þarf að byggja á tölum en ekki til­finn­ingu.

Eins og staðan er núna vantar bæði fjár­magn til rann­sókna og skýr­ara skipu­lag á gagna­öflun og rann­sóknum í atvinnu­grein­inni. Þeir sem fara með fjár­laga­valdið þurfa að átta sig hratt á því að ferða­þjón­ustan er orðin að einni mik­il­væg­ustu burð­ar­at­vinnu­grein íslenska hag­kerf­is­ins. Það gengur ekki lengur að koma fram við hana eins og hobbý. Eins og staðan er í dag þyrfti aðeins að nota 2% af 60 millj­arða nettó­tekjum af ferða­þjón­ustu til að hækka fram­lög til rann­sókna og mark­aðs­mála í grein­inni um 100% - úr einum millj­arði í tvo. Það myndi auka þekk­ingu á ferða­þjón­ustu, auð­velda stefnu­mótun og upp­bygg­ingu og skila ríki og sveit­ar­fé­lögum enn meiri tekjum til langs tíma. Það væri aug­ljós­lega góð fjár­fest­ing fyrir sam­fé­lag­ið.

Næsta ár býður upp á nýt­ingu tæki­fær­anna.

Það er ekki hægt að telja upp allt sem máli skiptir í einni grein. Það sem er þessum þremur þáttum sam­eig­in­legt sem taldir eru hér að ofan, er að í þeim liggja tæki­færi sem er mik­il­vægt að nýta. Vorið 2019 verður lögð fram fjár­mála­á­ætlun til fimm ára þar sem tæki­færi er til að for­gangs­raða tug­millj­arða tekjum af ferða­mönnum til verndar og upp­bygg­ingar inn­viða. Þar er einnig hægt að byrja að lag­færa þá stóru skekkju sem hefur verið í fram­lögum til rann­sókna í ferða­málum miðað við aðrar atvinnu­greinar und­an­farin ár. Og í jan­úar þurfa aðilar við kjara­samn­inga­borðið að horfast í augu við stað­reyndir hag­kerf­is­ins og ná samn­ingum sem byggj­ast á því sem er til skipt­anna í raun og veru. Ein­ungis þannig verða lífs­kjör byggð upp til fram­tíð­ar.

Allt er þetta hægt. Ef vilj­inn er fyrir hendi.   Jóhannes Þór Skúla­son er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiÁlit