Góðbendingar ýta fólki mjúklega í rétta átt

Ingrid Kuhlman skrifar grein um hugtakið „nudging“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem “góðbending”.

Auglýsing

Enska hugtakið „nudging“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem “góðbending”, “hnipping” eða “að ýta mjúklega við” er aðferð til að fá fólk til að taka betri ákvarðanir og breyta hegðun sinni til betri vegar af fúsum og frjálsum vilja og án þess að banna neitt. Góðbendingar ýta fólki mjúklega í rétta átt með því að stilla upp valkostum en varðveita á sama tíma algjört valfrelsi þess. Góðbendingar fela ekki í sér efnislega hvata. Áminningar og viðvaranir eru dæmi um góðbendingar en ekki niðurgreiðsla, skattur, sekt eða fangelsisdómur.

Auglýsing
Stór hluti mannlegrar hegðunar er byggður á vananum; við erum oft á sjálfsstýringunni og tökum ákvarðanir án þess að hugsa. Tilgangurinn með góðbendingum er að virkja ósjálfráða hegðun og stuðla að því að við veljum með öðrum hætti án þess að við áttum okkur á því sjálf.

Flugan í skálinni.Elsta dæmið um góðbendingu er þegar fluga var máluð í pissuskálarnar á almenningssalernum Schipholflugvallar í Amsterdam árið 1999. Tilgangurinn var að gefa körlunum eitthvað til að miða á þannig að þeir pissuðu minna út fyrir. Árangurinn lét ekki á sér standa því sullið minnkaði um heil 80%.

Mörg dæmi eru um góðbendingar í matvöruverslunum sem hafa það að markmiði að hvetja til jákvæðra heilsuvenja. Í einni þeirra var hengt skilti yfir innkaupakerrurnar og viðskiptavinum réttur bæklingur sem leiðbeindi þeim að setja ávexti og grænmeti fyrir framan skiltið og allar hinar vörurnar fyrir aftan það. Salan á ávöxtum og grænmeti jókst um 102%.Skilti í kerru.

Í annarri búð voru málaðar stórar grænar örvar á gólfið sem vörðuðu leiðina að ávaxta- og grænmetisdeildinni. Þegar viðskiptavinir komu að þeim stað þar sem var hægt að fara til hægri eða vinstri fylgdu þeir grænu örvunum í 90% tilfella og salan jókst til muna. Netmatvöruverslun jók söluna á hollari vörum með því einu að taka fram að aðrir viðskiptavinir hefðu keypt vistvænar vörur. Annað dæmi um góðbendingu í matvöruverslun er að hafa hollar vörur í augnhæð.Örvar á gólfi

Í Kaupmannahöfn var farið í átak til að minnka rusl á götunum með því að mála fótspor á göturnar sem vörðuðu leiðina að ruslafötunum. Þeir gáfu 1000 fótgangandi karamellur í bréfi og fylgdust síðan með því hversu margir fylgdu fótsporunum að ruslafötunum. Niðurstöðurnar sýndu að það voru 46% færri karamelluumbúðir á þeim stöðum þar sem fótsporin voru. Fótsporin gerðu fólk meðvitað um ruslið auk þess sem hugsanlega er ómeðvituð tilhneiging hjá fólki að fylgja fótsporum.Tunnurnar í Kaupmannahöfn.

Nýleg rannsókn í hollensku skrifstofuhúsnæði sýndi að 70% fleiri völdu að taka stigann í stað þess að taka lyftuna eftir að máluð voru rauð strik sem lágu að stiganum. Hugsanlega er um nokkra áhrifaþætti að ræða: forvitni, nýjungagirni og hjarðhegðun þegar maður sér marga nota stigann og fylgir á eftir. Píanóstiginn frægi er líka dæmi um góðbendingu.

Nýja löggjöfin um líffæragjöf sem tekur gildi um áramót hér á Íslandi og byggir á ætluðu samþykki í stað ætlaðrar neitunar er gott dæmi um góðbendingu. Allir eru líffæragjafir en réttur þeirra sem eru andvígir líffæragjöf er áfram virtur. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að aðeins 30% velja að gerast líffæragjafir en þegar ætlað samþykki er tekið upp eru aðeins 10-15% sem láti í ljós vilja til hins gagnstæða.

Veitingastaðir nota oft góðbendingar t.d. með því að hafa einn rétt áberandi dýrari en hinir réttirnir. Þeir vænta þess ekki að fólki kaupi hann heldur næstdýrasta réttinn. Þegar verðið er borið saman lítur sá réttur nefnilega út og kjarakaup. Þessi áhrif, sem auka söluna á næstdýrasta réttinum, hafa verið nefnd “tálbeituáhrifin”. Á kínverskum skyndibitastað voru viðskiptavinir spurðir hvort þeir vildu minnka máltíðina í stað þess að stækka hana eins og hjá t.d. McDonalds. Í ljós kom að 14-33% viðskiptavinanna þáðu boðið, sem leiddi til minni matarsóunar og þess að hitaeiningunum sem fólk innbyrti fækkaði um 200. Minni diskastærð í mötuneytum fyrirtækja getur haft sömu áhrif.

Í Bretlandi er tilraun í gangi til að auka meðvitund fólks á orkunotkun með því að hafa upplýsingar um orkunotkun nágranna eða fólks í sömu götunni aðgengilegar á reikningsyfirlitinu. Hugsunin á bak við það er að fólk muni draga úr orkunotkun ef það sér að það er að nota mun meiri orku en t.d. nágranninn.Einföld skilaboð.

Þegar nota á góðbendingar er mikilvægt að skilgreina sérstaklega þá hegðun sem ætlað er að hafa áhrif á. Einnig er mikilvægt að virða rétt fólks til að velja, jafnvel þó að verri eða óhollari kosturinn gæti orðið fyrir valinu. Góðbending er alltaf jákvæð í eðli sínu. Gott er að fækka valkostunum, draga úr flækjustigi þeirra og gera fólki auðvelt fyrir að velja. Góðbendingar eiga að skapa rými fyrir íhugun; þær eiga að fá fólk til að hugsa meira, ekki minna. Þá ber ekki að vanmeta áhrifin sem smáatriði hafa; fólk tekur eftir umhverfislegum og félagslegum merkjum, eins og t.d. hvaða valkostur er fyrstur eða því sem tekur stystan tíma að lesa. Gagnlegt er að hafa góðbendingar gagnvirkar. Dæmi um gagnvirka góðbendingu er app sem fylgist með hve lengi starfsmenn standa við skrifborðin sín. Þetta hvetur alla til að standa aðeins lengur. Góðbendingar þurfa ekki að vera flóknar; skilti, veggspjald, eða tölvupóstur getur gert kraftaverk.

Hér fyrir neðan eru nokkur fleiri dæmi um góðbendingar:

Sykurinnihald.
Reykingar drepa.

Tyggjó.

Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar