Fjármálaráðherra og kjör láglaunafólks

Stefán Ólafsson segir yfirlýsingu fjármálaráðherra um að 1% starfandi fólks væru á lágmarkslaunum vera afar villandi. Um 20% allra á almennum vinnumarkaði séu með 304 þúsund krónur á mánuði eða minna í grunnlaun.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði í Krydd­síld Stöðvar 2 á gaml­árs­dag að ein­ungis 1% af starf­andi fólki væri á lág­marks­launum á vinnu­mark­aði.

Þetta er eins vill­andi og nokkuð getur ver­ið!

Umsamin lág­marks­laun á árinu 2017 voru 280 þús­und krónur og á árinu 2018 voru þau 300 þús. kr. á mán­uði.

­Sam­kvæmt launa­könn­unum Hag­stofu Íslands voru árið 2017 tæp­lega 40% full­vinn­andi verka­fólks með umsamin lág­marks­laun eða minna í grunn­laun.

Helm­ingur verka­fólks var með 301.000 kr. eða minna í grunn­laun og 384.000 í reglu­leg laun (að teknu til­liti til álags vegna vakta­vinnu og eft­ir­vinnu, fastrar yfir­vinnu bónusa og kostn­að­ar­greiðslna). Inn í það mat vantar þó lág­launa­fólk í ferða­þjón­ustu, sem er stór hópur og mat Hag­stof­unnar telst því vera í neðri kant­in­um.

Ef horft er yfir allan almenna vinnu­mark­að­inn voru 20% með 304 þús. kr. á mán­uði eða minna í grunn­laun og 379 þús. í reglu­leg laun sam­kvæmt nýj­ustu launa­könnun Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing
Menn geta svo bætt afkomu sína með greiddri yfir­vinnu. Það gerir verka­fólk í miklum mæli, enda er ekki hægt að draga fram lífið á Íslandi á lægstu launum nema með mik­illi yfir­vinnu.

En þá mæta menn fjár­mála­ráð­herr­anum sem tekur 36,9% af yfir­vinnu­tekjum lág­launa­fólks í stað­greiðslu tekju­skatts. Ríka fólkið sem bætir við sig fjár­magnstekjum greiðir hins vegar ein­ungis 22% af þeim í beina skatta (fjár­magnstekju­skatt) – óháð tekju­upp­hæð.

Skatt­lagn­ing fátækt­ar­kjara

Árið 1996 og fyrr voru lág­marks­laun á vinnu­mark­aði, sem og óskertur líf­eyrir TR, skatt­frjáls í tekju­skatts­kerf­inu.

Í dag greiðir fólk á lág­marks­launum hins vegar umtals­verðan tekju­skatt af launum sínum – jafn­vel þó launin dugi ekki fyrir lág­marks fram­færslu­kostn­aði sam­kvæmt við­miði vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Það er afleið­ing af því að skatt­lagn­ing lægstu launa hefur auk­ist umtals­vert umfram skatt­byrði hæstu tekju­hópa frá 1996 til 2018 (sjá um það hér og skýrslu ASÍ frá 2016).   

Skatt­lagn­ing lágra launa setur því stórt strik í afkomu lág­launa­fólks á Íslandi nú á dög­um.

Þetta er sýnt í með­fylgj­andi töflu sem sýnir tekj­ur, stað­greiðslu og fram­færslu­kostnað hjá ein­stak­lingum sem eru með laun á bil­inu 275.000 og 525.000 krónur á mán­uði. Allar töl­urnar í töfl­unni mið­ast við árið 2018.

Af töfl­unni má sjá að vegna beinnar skatt­lagn­ingar launa, allt að 500 þús­und krónum á mán­uði, þá duga tekj­urnar ekki fyrir fram­færslu­kostn­aði, eins og vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur metið hann (sjá dálk­inn „Af­kom­a”, lengst til hægri).

Sá sem er með 300 þús. kr. á mán­uði (lína 2) fær útborg­aðar 235.508 krónur eftir skatt og iðgjöld í líf­eyr­is­sjóð. Fram­færslu­kostn­aður hans án hús­næð­is­kostn­aðar er 228.850. Ef bætt er við algjörum lág­marks hús­næð­is­kostn­aði (125 þús. kr. á mán.) þá er fram­færslu­kostn­aður 353.000 kr. og við­kom­andi í mínus sem nemur 117 þús­und krónum í hverjum mán­uði.Tafla: Stefán Ólafsson.

Menn þurfa í reynd að vera með nærri 500 þús­und krónur í laun/­tekjur á mán­uði (fyrir skatt) til að eiga fyrir lág­marks fram­færslu­kostn­aði á Íslandi, sem vel að merkja er nú sá dýr­asti í Evr­ópu.

Sá sem er með 425 þús­und krónur á mán­uði, sem er krafa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um lág­marks­laun fyrir lok næsta samn­ings­tíma­bils, er samt með nei­kvæða afkomu upp á 41.800 krónur á mán­uði – vegna skatt­heimt­unn­ar.

Stjórn­völd horf­ist í augu við stað­reyndir – og taki á vand­anum

Til að brúa bilið og ná endum saman í afkom­unni þarf lág­launa­fólk því bæði kaup­hækkun og lækkun beinna skatta – eins og fram kemur í kröfu­gerð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þetta er hin raunsanna mynd af afkomu fólks sem er í lægri enda tekju­stig­ans. Staðan í efri hluta tekju­stig­ans á Íslandi er hins vegar ein sú albesta á Vest­ur­lönd­um, meðal ann­ars vegna til­tölu­lega lágra skatta á hæstu tekjur hér á landi.

Þegar fjár­mála­ráð­herra segir að ein­ungis 1% vinn­andi fólks sé á lág­marks­launum þá er hann ekki ein­ungis að villa stór­lega um fyrir fólki, heldur horfir hann einnig fram­hjá því hvernig skatt­kerfið (sem hann stýr­ir) fer með afkomu lág­launa­fólks. Sú með­ferð hefur versnað umtals­vert á stjórn­ar­tíma hans, frá 2013 til 2018.

Auglýsing
Stuðningur bóta­kerf­is­ins við ungt fjöl­skyldu­fólk (barna- og vaxta­bæt­ur) hefur einnig rýrnað veru­lega frá 2013 til 2018.

Stjórn­völd hafa nú lofað að breyta skatta- og bóta­kerf­inu svo það bæti afkomu þeirra lægst laun­uðu og lægri milli­hópa.

Taflan hér að ofan gefur skýra mynd af því verk­efni sem við blasir, ef menn eiga að geta náð því að lifa af heild­ar­launum undir 500 þús­und krónum á mán­uði – í dýrasta landi Evr­ópu.

Fram­lag stjórn­valda, með lækkun skatta á lægri tekju­hópa, þarf því að vera umtals­vert og ná vel upp eftir milli­tekju­hóp­un­um.

Það er fjár­mála­ráð­herra ekki sæm­andi að gera lítið úr erf­ið­leikum lág­launa­fólks við að láta enda ná sam­an.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar