Sæstrengur, orka eða sveigjanlegt afl?

Þorbergur Steinn Leifsson telur að kanna þurfi hvort sala á sveigjanlegu afli í stað orku um sæstreng sé ekki skynsamlegri leið bæði fyrir Íslendinga og Breta. Þá yrði ekki víst að byggja þyrfti neinar nýjar virkjanir eða háspennulínur.

Auglýsing

Í kjöl­far umræðu um 3ja orku­pakka ESB hefur aðeins lifnað yfir umræðu um sæstreng til Bret­lands. Helstu upp­lýs­ingar um sæstreng er að fá úr rúm­lega 2ja ára gam­alli skýrslu: „Skýrslu verk­efn­is­stjórnar sæstrengs til iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra“. Um 20 fylgi­skjöl fylgdu þeirri skýrslu en skýrsla Kviku og Pöyry um „.. kostn­aðar og ábata­grein­ingu“ var þar viða­mest.

Í aðal­til­lögu skýrsl­unnar „mið­gildi export“ er miðað við útflutn­ing á að jafn­aði 7400 GWh/a af orku um 1000 MW sæstreng, sem jafn­gildir um 85% nýt­ingu á strengn­um. Nær ein­göngu er gert ráð fyrir flutn­ingi orku út úr land­inu, en ekki inn, þó hönnun strengs­ins geri slíkt mögu­legt í sama mæli.

Í skýrsl­unni er gert ráð fyrir gríð­ar­legri upp­bygg­ingu nýrra virkj­ana hér á landi, alls um 1460 MW, vegna sæstrengs­ins. Þar er um að ræða 550 MW í vind­orku­verum, 245 MW í jarð­varma­virkj­unum úr nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, 450 MW með stækkun núver­andi vatns­afls­virkj­ana auk 215 MW frá smá­virkj­unum og öðru.

Auglýsing

Stofn­kostn­aður umræddra virkj­ana er met­inn um 400 ma.kr. eða svipað og við sæstreng­inn sjálfan auk afrið­ils­stöðv­anna á sitt hvorum end­an­um. Einnig er gert ráð fyrir að styrkja þyrfti flutn­ings­kerfi raf­orku á Íslandi fyrir um 70 ma.kr. umfram það sem þyrfti ef ekki yrði lagður sæstreng­ur. Sam­tals er þetta því stofn­kostn­aður upp á nærri 900 ma.kr. (m.v. gengi á Evru 140 kr.). Skýrslu­höf­undar áætla að orku­verð í Bret­landi verði um 92 €/MWh árið 2035 en það er um 20% undir því sem það þyrfti að vera til að standa undir 8% ávöxt­un­ar­kröfu fjár­magns­ins vegna fram­kvæmd­anna. Það þyrfti því með­gjöf breskra stjórn­valda að mati skýrslu­höf­unda. Spáð orku­verð stendur hins­vegar vel undir 3-5% raun­á­vöxtum sem er að mati und­ir­rit­aðs, eðli­legra við­mið fyrir inn­viða­fram­kvæmdir í end­ur­nýj­an­legum orku­auð­lind­um.

Þó streng­ur­inn og afrið­ils­stöðv­arnar væri alfarið erlend fjár­fest­ing þyrfti að fram­kvæma hér á landi fyrir um 500 ma.kr. (ígildi tveggja Kára­hnjúka­virkj­anna). Það hefði mikil áhrif, bæði á hag­kerfi og umhverfi. Virkj­anir með um 300 MW afli þyrfti að reisa úr nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, og fjölda smá­virkj­ana og vindlunda. Mik­ill rekstr­ar- og við­halds­kostn­aður myndi fylgja, sér­stak­lega vind- og jarð­varma­virkj­un­um. Styrkja þyrfti flutn­ings­kerfi raf­orku því flytja þyrfti mikla orku þvert yfir land­ið, frá jarð­gufu­virkj­unum SV-lands að land­töku­stað strengs­ins sem er tal­inn heppi­leg­astur á Aust­ur­landi. Sam­kvæmt áætl­unum Lands­nets þyrfti ann­að­hvort 400 kV hálendisteng­ingu milli Suð­ur- og Aust­ur­lands eða tvö­falda 400 kV háspennu­línu hring­inn í kringum land­ið, til að ná við­un­andi afhend­ingar­ör­ygg­i. Það er því skilj­an­legt að ein­hverjum hugn­ist illa slíkar risa­fram­kvæmdir vegna þeirra miklu, og að mörgu leyti nei­kvæðu, áhrifa sem þær hefðu hér á landi. Sá sem þetta ritar telur hins­vegar eðli­legra að nota sæstreng­inn og íslenska vatns­orku­kerfið til að geyma og miðla sveigj­an­legu afli til og frá Bret­landi í stað þess að selja þangað grunnorku, og um það fjallar þessi grein.

Dælu­virkj­anir eða sæstrengur

Raf­orku­þörf er mjög mis­jöfn eftir árs­tíðum og innan dags­ins. Raf­orku­fram­leiðslu kjarna­orku- og kola­orku­vera er ekki hægt að breyta í takt við notk­un­ina án þess að fórna mik­illi nýtni. Vind­orku- og sól­ar­orku­ver­in, sem spretta nú upp um alla Evr­ópu, hafa mjög sveiflu­kennda fram­leiðslu og er alls ekki hægt að stýra á neinn hátt í takt við mark­að­inn. Víð­ast er því mikið mis­ræmi milli fram­leiðslu og eft­ir­spurn­ar, sem mun aukast í fram­tíð­inni með meiri fram­leiðslu vind- og sól­ar­orku­vera.

Lón vatns­afls­virkj­ana eru í dag eina hag­kvæma leiðin til að geyma raf­orku. Aðeins örfá lönd búa eins vel og Ísland að geta sinnt nær allri raf­orku­þörf­inni með sveigj­an­legri vatns­orku. Því hafa nær all­staðar erlendis verið byggðar svo­kall­aður dælu­virkj­anir (e. pumped stora­ge), þ.e. vatns­afls­virkj­anir sem fram­leiða raf­magn á álags­tímum en nota ódýrt raf­magn úr kerf­inu, t.d. um næt­ur, til að dæla vatni úr neðra lóni upp í efra lón. Í flestum til­vikum hafa lónin ekk­ert annað inn­rennsli og því er ekki fram­leidd nein orka. Nýtnin í dælu­virkj­unum er aðeins 75-80% sem þýðir að allt að 25% af orkunni sem fer í að dæla upp vatni skilar sér ekki til baka. Um 10% orkunnar tap­ast í raf­mótor og dælu og önnur 10% í vatns­vél og rafala þegar vatnið kemur til baka, auk þess sem orku­töp verða einnig í vatns­vegum í báðum leið­um.

Líta má á sæstreng til Íslands sem ígildi jafn­stórrar dælu­virkj­unar í Bret­landi. Til þess að nota sæstreng­inn með þessum hætti þyrfti ein­göngu að auka upp­sett afl í núver­andi virkj­unum hér á landi en ekki byggja nýj­ar. Ef orku­tapið í sæstrengnum og enda­stöðvum er áætlað 6% er orku­tapið í „sæ­strengs-­dælu­virkj­un­inni“ tvö­falt meira (inn og út) eða um 12%. Orku­tapið er því innan við helm­ingur þess sem það væri í hefð­bundnum dælu­virkj­un­um. Ástæða þess er að ekki þarf að eyða orku í að dæla vatni upp í lón­in, heldur ein­göngu að draga niður í fram­leiðslu vatns­vél­anna þegar eft­ir­spurn er lítil og láta vatnið renna sjálft í lónin á meðan flutt er inn orka um sæstreng­inn. Þegar orku er þörf yrði síðan fram­leitt í stækk­uðum virkj­unum (aukið afl) en við það tap­ast engin orka, miðað við að hún hefði ann­ars verið fram­leidd í minni virkjun um næt­ur.

Það kostar senni­lega að jafn­aði aðeins um 100-200 m.kr./MW að stækka íslenskar virkj­anir um hvert MW, á meðan það kostar um 250 til 500 m.kr/MW að byggja dælu­virkj­anir í Bret­landi. Sparn­aður við bygg­ingu „sæ­strengs-­dælu­virkj­un­ar“ á Íslandi, bæði betri orku­nýt­ing og lægri stofn­kostn­að­ur, gæti því farið langt með að greiða fyrir allan sæstreng­inn miðað við þessar for­send­ur.

Yfir­leitt hafa dælu­virkj­anir erlendis aðeins forða til sam­felldrar fram­leiðslu í 4-12 klst. í einu, áður en efra lónið tæm­ist. Íslenska dælu­virkj­unin hefði hins­vegar nær ótak­markað úthald og gæti fram­leitt stöðugt á fullu afli vikum saman ef aðstæður köll­uðu á slíkt, eða tekið við orku dögum sam­an, þar til stóru miðl­an­irnar (Háls­lón, Þór­is­vatn eða Blöndu­lón) tæm­ast eða fyll­ast. Þessi eig­in­leiki verður enn mik­il­væg­ari í fram­tíð­inni þegar sveifl­urnar munu í meira mæli ráð­ast af óreglu­legu veð­ur­fari heldur en notk­un­ar­muni dags og næt­ur.

Rekstur sæstrengs­ins gæti t.d. verið þannig að í 6 klst. á hverri nóttu yrði orka flutt til Íslands. Það tæki síðan um 6 klst. að flytja þessa orku út aftur þegar orku­verðið hefur hækkað nægj­an­lega. Ef við segjum að engin notkun yrði á strengnum í að jafn­aði í 2 klst. kvölds og morgna meðan beðið væri eftir nægj­an­legum verð­mun, þá eru aðeins eftir um 8 klst. í sól­ar­hringnum til að flytja út orku sem raun­veru­lega er fram­leidd á Íslandi. Því væri mest hægt að flytja út nettó um 3000 GWh af orku til við­bótar á ári um 1000 MW sæstreng (18365).

Umframorka

Íslenska vatns­orku­kerfið er hannað til að geta mætt orku­þörf í þurr­ustu árum. Lang­flest ár er orku­fram­leiðslu­getan því meiri, og það sem umfram er nefn­ist umframorka. Engin hag­kvæm leið hefur fund­ist til að nýta þessa hverf­ulu umframorku hér á landi. Með teng­ingu við önnur raf­orku­kerfi er hins­vegar hægt að selja þessa orku úr landi á háu verði, í stað þess að hún renni sem mórugt vatn um yfir­föll síð­sum­ars, lax­veiði­mönnum við t.d. Blöndu og Jöklu til lít­illar gleð­i. Um­framorkan ykist með auknu upp­settu afli í virkj­unum og gæti orðið allt að 3000 GWh/a að jafn­aði. Hún er hins­vegar breyti­leg allt frá engu í þurr­ustu árum upp í ríf­lega 4000 GWh/a. Verði streng­ur­inn not­aður með þeim hætti sem lýst var hér að ofan, myndi raun­veru­leg flutn­ings­geta hans (3000 GWh/a) verða full­nýtt við það eitt að flytja út þessa umframorku, auk inn­fluttu orkunnar þ.e.a.s. ef flutt er inn orka að jafn­aði í 2200 klst. á ári (6 klst. á dag).

Hvaðan kæmi aflið?

En hvar á að setja upp þessi 1000+ MW sem þarf vegna afl­söl­unn­ar? Að mati und­ir­rit­aðs ber Kára­hnjúka­virkjun höfuð og herðar yfir allar aðrar virkj­anir á Íslandi og þó víðar væri leit­að, til að útvega sveigj­an­legt afl. Kára­hnúka­virkjun er tengd orku­mesta miðl­un­ar­lóni lands­ins og einu því orku­mesta í Evr­ópu. Þar eru heldur ekki miklar tak­mark­anir á rennsl­is­sveiflum vegna fisk­gengdar eða ann­arra umhverf­is­þátta. Allir vatns­vegir eru neð­an­jarðar og stutt er frá virkj­un­inni út í Lag­ar­fljót. Virkj­unin hefur nú allt að 700 MW upp­sett afl en hefur nán­ast alltaf verið keyrð á jöfnu álagi, um 570 MW, og fram­leitt um 5000 GWh af orku á ári. Fall­hæðin er mik­il, um 600 m, og allur vél- og raf­bún­aður til að fram­leiða afl er því hlut­falls­lega ódýr. Það er í raun synd að nota þessa frá­bær­lega sveigj­an­legu og vel miðl­uðu virkjun ein­göngu til að fram­leiða grunnafl. Vatns­vegir eru reyndar nokkuð langir, en auka þarf upp­sett afl með nýjum neð­an­jarðar vatns­vegum sam­síða hinum með frá­rennsli á svip­uðum stað.

Með til­komu sæstrengs og auknu upp­settu afli og lámarks breyt­ingum gæti orku­fram­leiðsla Kára­hnjúka­virkj­unar hæg­lega orðið 7000 GWh á ári að með­al­tali með umframorkunni. Ef orkan yrði öll fram­leidd á þeim 14 klst. á dag þegar flutt er út afl um streng­inn og orku­verð er í hámarki, gæti virkj­unin staðið undir stækkun í allt að 1400 MW. Hér er þó aðeins gert ráð fyrir að stækka hana í um 1100 MW þannig að frá henni einni mætti fá til við­bótar um 500 MW eða um helm­ing af því aukna afli sem þarf fyrir streng­inn.

Stóran hluta af því sem upp á vantar af afl­inu mætti síðan fá af Þjórs­ár/Tungnaár svæð­inu. Það er þó ekki alveg eins heppi­legt til sveigj­an­legrar orku­fram­leiðslu og Kára­hnjúka­svæð­ið. Það er vegna hlut­falls­lega minni miðl­ana og inn­rennslis í þær og hærra lág­marks rennslis í far­vegum vegna umhverf­is­þátta. Á litlu svæði frá Vatns­fells­virkjun að Búr­fells­stöð eru hins­vegar nú þegar upp­sett um 1000 MW af afli sem hag­kvæmt væri að auka um a.m.k. 300 MW. Það sem uppá vant­aði gæti komið ann­ar­staðar frá, t.d. frá Blöndu­virkjun eða minni og eða nýjum virkj­un­um.

Flutn­ings­kerfi raf­orku, AC/DC

Eins og áður sagði er talið hag­kvæm­ast að sæstreng­ur­inn komi á land á Aust­fjörð­um. Þegar nær allt aflið sem fer inn á streng­inn kemur frá tveimur punktum (Kára­hnjúkum og Búr­felli) hlýtur að vera eðli­legt að tengja þá báða beint við streng­inn. Það mætti gera með því að fram­lengja sæstreng­inn með jarð­streng að Kára­hnjúka­virkjun og þaðan yfir hálendið að Búr­felli og setja helm­ing afrið­il­stöðv­anna (sem breyta jafn­straumi í rið­straum og öfugt) upp á hvorum stað. ­Sæ­strengir eru svo­kall­aðir DC strengir því þeir flytja raf­magn með jafn­straumi. Orku­tap í þeim er minna og þeir eru ódýr­ari en hefð­bundnir AC (rið­straums) strengir ef kostn­aður við afrið­il­stöðvar er ekki tek­inn með. Aðal­kost­ur­inn við að nýta DC tækni er þó sá að strengur milli lands­hluta gæti allur verið nið­ur­graf­inn, því ólíkt AC streng eru engir tækni­legir erf­ið­leikar á hversu langir þeir geta verið sem jarð­streng­ir. Auk þess segja sérfræð­ingar að auð­veld­ara sé að stýra raf­magni um DC strengi.

Gangi þetta eftir er ekki að sjá annað en að sæstrengur geti hjálpað við að leysa flutn­ings­vanda­mál raf­orku­kerf­is­ins inn­an­lands. Auk DC strengs­ins, sem tengdi saman Suð­ur- og Aust­ur­land, myndi hugs­an­lega nægja að styrkja núver­andi flutn­ings­kerfi með 220 Kv línu frá Hval­firði um Blöndu og að Kára­hnjúka­virkj­un. Það er reyndar fyr­ir­hugað sem næstu skref í upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins þó ekki komi neinn sæstreng­ur. Ál­verið á Reyð­ar­firði fær núna ein­göngu raf­magn frá Kára­hnjúka­virkjun og er engin vara­leið til stað­ar. Eftir þá upp­bygg­ingu sem hér hefur verið lýst, gæti álverið fengið raf­magn frá þremur öðrum leiðum ef ekki kæmi raf­magn frá Kára­hnjúka­virkjun vegna bil­unar eða við­halds þar. Í fyrsta lagi frá stækk­un­inni á Kára­hnjúka­virkj­un, í öðru lagi frá DC hálend­is­strengnum og aflaukn­ingu á Þjórs­ár­svæð­inu og í þriðja lagi beint úr sæstrengnum frá Bret­landi. Því er vart nauð­syn­legt að gera ráð fyrir meira öryggi með frek­ari styrk­ingu á lands­kerf­inu, t.d. Suð­ur­línu.

Umhverf­is­á­hrif og orka til nota hér á landi

Í sam­an­burði við bygg­ingu nýrra virkj­ana hefur aukið upp­sett afl í núver­andi virkj­unum til­tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif í för með sér, fyrir utan að vatns­borðs­sveiflur í lónum og far­vegum verða meiri og tíð­ari. Ekki verður séð að raun­hæft sé að fá til­skilin leyfi og ná sátt í sam­fé­lag­inu um allar þær umfangs­miklu fram­kvæmdir sem nauð­syn­legar eru áður en ákveðið verður að leggja sæstreng vegna orku­sölu. Allt öðru máli gegnir um þær til­tölu­lega ein­földu afmörk­uðu fram­kvæmdir sem þarf að ráð­ast í vegna sveigj­an­legrar afl­sölu.

Ef auka ætti útflutn­ing orku um streng­inn í stað afl­sölu, yrði það ekki gert á annan hátt en að selja meiri orku til Bret­lands á þeim tíma sem orku­verð þar er í lág­marki. Það hlýtur að vera vafa­samt að það sé hag­kvæmara en að nota ork­una hér á landi með til­heyr­andi atvinnu­mögu­leikum og virð­is­auka inn­an­lands.

Stofn­kostn­aður og tekjur

Sæstreng­ur­inn og flutn­ings­kerfið sem hér er lýst myndi vænt­an­lega kosta svipað og gert er ráð fyrir í skýrslu Kviku og Pöyry fyrir streng enda­stöðvar og við­bætur á flutn­ings­kerf­inu inn­an­lands. Kostn­aður við stækkun virkj­ana verður hins­vegar senni­lega 100 til 200 ma.kr. eða aðeins um þriðj­ungur af því sem orku­leiðin krefð­ist. Heild­ar­kostn­aður verk­efn­is­ins, sæstrengs, afrið­ils­stöðva, flutn­ings­kerfis og virkj­ana, yrði þannig lík­lega um 30% lægri en boðað var í skýrslu Kviku og Pöyry eða um 630 ma.kr. í stað 900. ­Laus­leg skoðun sýnir að verð­munur í Bret­landi milli orku sem flutt yrði inn og út frá Íslandi þyrfti að vera um tvö­faldur til að sala á umframorku og sveigj­an­legu afli yrði jafn hag­kvæm og orku­sölu­leið­in. Þessi verð­munur er nú hins­vegar að jafn­aði aðeins um 30 til 40% að því er best verður séð. Engin ástæða er þó til að miða hag­kvæmni við núver­andi verð­sveifl­ur, því þær geta ger­breyst á næstu árum. Í Þýska­landi, þar sem vind­orka er hlut­falls­lega meiri en í Bret­landi, er orku­verðið t.d. stundum nei­kvætt, þ.e.a.s borgað er fyrir að nýta orku fram­leiðslu­ein­inga sem dýrt, erfitt eða óþarfi (vind­ur/­sól) er að stöðva.

Þessi litli verð­mun­ur, þessi miss­er­in, veldur því að jafn­vel dælu­virkj­anir sem þegar hafa verið byggðar eiga erfitt upp­dráttar í hinu mark­aðs­drifna raf­orku­kerfi Evr­ópu. Mikið var byggt af dælu­virkj­unum í Evr­ópu á árunum 1970-1990 (30 000 MW), en lítið sem ekk­ert hefur verið byggt þar síð­ustu ára­tug­ina. Hins­vegar er nú mikil upp­bygg­ing dælu­virkj­ana ann­ars­staðar þar sem kerfið er ekki mark­aðs­drif­ið, t.d. í Kína, Ind­landi og Jap­an. Þetta ger­ist þrátt fyrir að rekstr­ar­að­ilar raf­orku­kerfa í Evr­ópu kalli eftir meiri sveigj­an­leika. Eitt stærsta orku­fyr­ir­tæki Bret­lands, SSE, áformar að byggja 1500 MW dælu­virkj­un, Goire Glas við Loch Lochy vatnið í Skotlandi. Virkj­unin hefur taf­ist því virkj­un­ar­að­il­inn telur sig þurfa stuðn­ing breska rík­is­ins, enda er stofn­kostn­að­ur­inn lík­lega svip­aður og við sæstreng til Íslands. Dælu­virkj­unin hefði 30 GWh miðl­un­ar­orku og myndi tvö­falda dælu­ork­una sem til staðar yrði í Bret­landi og gæti framleitt á fullu afli í 20 klst. Engu að síður bliknar þessi sveigj­an­lega orka við hlið­ina á þeim þús­undum GWh sem Bretum stæði til boða ef þeir tengd­ust Íslandi um sæstreng. Þeir myndu þar að auki tapa tvö­falt til þrefalt minni orku við að senda hana til Íslands í geymslu í stað þess að dæla henni upp í lón í Skosku hálönd­un­um. Valið milli fjár­fest­ingar í Goire Glas dælu­virkj­un­inni eða sæstreng til Íslands ætti því að vera auð­velt fyrir Breta.

Eitt­hvað verða bresk yfir­völd að gera því núver­andi verð­myndun veldur því að bygg­ing dælu­virkj­ana er langt frá því að standa undir sér og ekki er heim­ilt að styrkja þær. Nú þegar er hins­vegar leyfi­legt að tryggja sæstrengjum (e. interconn­ect­ors) til­teknar lámarks tekjur með tekjum af flutn­ings­gjöldum í Bret­landi. Eini raun­hæfi mögu­leiki Breta, fyrir utan sæstreng, er því að brúa bilið með gasorku­verum, sem auð­velt er að stýra. Gasorku­ver skila hins­vegar 500 kg af CO2 fyrir hverja GWh sem þau fram­leiðs. Sæstrengur til Íslands gæti því minnkað útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í Bret­landi um 1,5 Mt/a ein­göngu vegna umframorkunn­ar. Þetta er um þriðj­ungur af allri losun Íslend­inga. Auk þess minnkar sveigj­an­lega aflið sem færi um streng­inn þessa mengun veru­lega til við­bót­ar.

Sam­an­burður við Noreg

Önnur leið til að meta hag­kvæmni afl­sölu um sæstreng er sam­an­burður við sæstrengi sem Norð­menn leggja nú af kappi til fjöl­margra landa. Norð­menn flytja almennt ekki út neina orku um streng­ina heldur ein­ungis sveigj­an­legt afl. Vissu­lega eru sæstrengirnir sem lagðir eru frá Nor­egi styttri og því eitt­hvað ódýr­ari en frá Íslandi. Þó munar ekki miklu því t.d. streng­ur­inn sem verið er að leggja til Bret­lands er um 780 km langur (í stað um 1000 km til Íslands), enda fer hann ekki stystu leið heldur tekur land inni í firði við stærstu vatns­afls­virkjun Nor­egs, Ulla-Førre (sem fram­leiðir þó minni orku en Kára­hnjúka­virkj­un). Við þyrftum að auka upp­sett afl í virkj­unum vegna strengs­ins, í meira mæli en Norð­menn. Stóri mun­ur­inn er hins­vegar sá að í Nor­egi er enga umframorku að fá með nýjum strengj­um. Það er því erfitt að sjá annað en að um 2000 til 3000 GWh af nær ókeypis ónýttri umframorku geri sæstreng til Íslands mun hag­kvæmari fram­kvæmd en þá strengi sem verið er að leggja frá Nor­egi.

Sam­an­tekt og loka­orð

Þær hug­myndir sem settar hafa verið fram hér um sölu á sveigj­an­legu afli um sæstreng til Bret­lands hefðu allt önnur og jákvæð­ari áhrif bæði hér á landi og í Bret­landi en áður boðuð orku­sala um streng­inn. Mun­ur­inn er aðal­lega þessi:

  1. Stofn- og rekstr­ar­kostn­aður hér á landi yrði mun minni.
  2. Nær engar nýjar virkj­anir þyrfti að reisa, ein­ungis auka afl núver­andi virkj­anna.
  3. Umhverf­is­á­hrif yrðu minni.
  4. Ódýr orka yrði flutt inn og því nær ein­göngu umframorka seld út um streng­inn
  5. Orka til frek­ari nota í iðn­aði á Íslandi myndi ekki minnka.
  6. Sæstreng­ur­inn myndi tengja saman Suð­ur- og Aust­ur­land með DC jarð­streng og minnka þörf á loft­línu yfir hálendið eða öfl­ugrar byggða­línu.
  7. Bretar fengju aðgang að sveigj­an­legri orku, sem er sú orka sem þá skortir mest til að geta þróað frekar end­ur­nýt­an­legar orku­auð­lindir svo sem vind og sól.

Á nær öllum stöðum í heim­inum er vatns­orka notuð til sveiflu­jöfn­unar og til að geyma orku en ekki til grunnorku­fram­leiðslu. Þar sem vatns­orka er nær alls­staðar nema á Íslandi af skornum skammti eru byggðar dælu­virkj­an­ir. Þær eru hins­vegar bæri dýrar og eyða mik­illi orku vegna lágrar nýtni. Í Bret­landi er hægt að nota sæstreng til Íslands sem dælu­virkj­un. Hann hefði miklu betri nýtni, er miklu sveigj­an­legri og er ódýr­ari þegar tekið er til­lit til þess að með honum verður einnig hægt að nýta og selja allt að 3000 GWh/a af umframorku úr lok­aða íslenska vatns­orku­kerf­inu sem í dag fer til spill­is.

Mik­il­vægt er að Íslend­ingar skoði þennan mögu­leika niður í kjöl­inn sem allra fyrst. Hér hefur aðeins verið reifuð laus­leg hug­mynd að því hvernig þetta gæti orðið og hvaða áhrif það kynni að hafa. Það sem er nýtt í þessum hug­leið­ingum er að Kára­hnjúka­virkjun leiki lyk­il­hlut­verk og þess vegna gæti verið mögu­legt að sæstreng­ur­inn verði að hluta til fram­lengdur milli lands­hluta sem DC jarð­streng­ur. Kanna þarf útfærslur og stofn­kostnað við aflaukn­ingu í íslenska virkj­ana­kerf­inu, magn umframorku og getu til sveiflu­jöfn­unar á breska mark­að­in­um. Meta þarf umhverf­is­á­hrif. Síðan þarf að áætla tekj­urnar sem mark­að­ur­inn í Bret­landi gæfi og áhuga Breskra yfir­valda til að tryggja rekstur strengs­ins. Kanna þarf hvort og hvernig er unnt að tryggja háa nýt­ingu strengs­ins og að hann verði not­aður til sveiflu­jöfn­un­ar. Það ætti að vera ger­legt því bæði hag­ræn­ar, tækni­legar og umhverf­is­legar for­sendur eru til þess að nýting strengs­ins ætti að vera með þessum hætti. Ekki verður séð að Bretum standi til boða hag­kvæm­ari eða umhverf­is­vænni leið til að ráða við vax­andi mis­mun í raf­orku­fram­leiðslu og eft­ir­spurn.

Það var mjög miður að sveigj­an­leg afl­sala var ekki skoðuð í skýrslu Kviku og Pöyry, en kannski skilj­an­legt í ljósi þess að lítil umræða hefur verið um slíka leið. Vel kann að vera að ein­hver milli­leið milli orku- og afl­sölu verði nið­ur­stað­an. Til dæmis er á heima­síðu Lands­virkj­unar gert ráð fyrir að selja 5700 GWh út um streng­inn, sem er nokkuð meiri sveigj­an­leiki en í skýrslu Kviku, en þó nær tvö­falt það sem hér er gert ráð fyrir sem lámarks­orku­sölu.

Verði nið­ur­staða jákvæð gæti hér verið um að ræða eitt besta tæki­færi til sköp­unar útflutn­ings­verð­mæta fyrir þjóð­ar­bú­ið. Mik­il­vægt er þó að gera grein­ar­mun á ann­ars vegar sveigj­an­legri afl­sölu og hins vegar orku­sölu um streng­inn. Áhrif og gagn­semi þess­ara mis­mun­andi leiða eru eins og svart og hvítt líkt og hér hefur verið rak­ið.

Höf­undur er verk­fræð­ingur sem unnið hefur að hönnun og áætl­ana­gerð vegna vatns­afls­virkj­ana í yfir 30 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar