Þegar orkumálastjóri trollaði jólin

Andri Snær Magnason fjallar um orkustefnu og málflutning orkumálastjóra.

Auglýsing

Það er orð­inn sér­stakur siður hjá Orku­mála­stjóra að senda út jóla­hug­vekju og nota tæki­færið til að sparka í hópa sem honum virð­ist í nöp við. Í þessu til­felli er það íslensk nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ing sem hann kallar „fólk sem hatar raf­magn.“

Orku­mála­stjóri fylgdi þessu eftir á Þor­láks­messu í við­tali á Sprengisandi. Þar fannst honum árangur íslenskra nátt­úru­vernd­ar­sinna helst til mik­ill. Orku­mála­stjóri hvatti aðra hópa til að rísa upp og and­æfa. Jólin eru hátíð ljóss­ins og hand­hafi ljóss­ins er auð­vitað Orku­mála­stjóri. Það er eði­legt að hann tukti til þá sem hafa sýnt van­þakk­læti. En það eru samt nokkrir þættir í mál­flutn­ingi hans sem er mik­il­vægt að leið­rétta.

Í vor var ég með erindi í Harvard háskóla um orku­stefnu Íslands. Þarna var sam­an­kom­inn hópur af gáfu­mennum úr öllum heims­hornum og verk­efnið var að skoða orku­stefnu Íslands. Ég bjóst auð­vitað ekki við því að lenda í þessu hlut­verki þegar ég gaf út fyrstu ljóða­bók­ina mína en ég á þetta mönnum eins og Guðna Orku­mála­stjóra að þakka. 

Auglýsing

Ég sagði hópnum í Harvard að við skyldum í fyrstu ekki hugsa um umhverfið heldur vel­ferð stór­fyr­ir­tækja, mik­il­vægi þeirra í innviðum sam­fé­laga, stærð­ar­hag­kvæmni, orku­þörf og mik­il­vægi þess að geta vaxið og staðið sig í alþjóð­legri sam­keppni. Ég sýndi þeim yfir­lits­mynd af iðn­að­ar­svæð­inu í Helgu­vík og spurði hóp­inn: Hvar í heim­inum finn­urðu eft­ir­far­andi á sömu lóð: Strand­aða grind af álveri við hlið­ina á gjald­þrota kís­il­veri sem átti að verða eitt hið stærsta í heimi. Á sömu lóð áform um að reisa ennþá stærra kís­il­ver, sem­sagt stærra en nágranni þess, hið stærsta í heimi. Öll þessi starf­semi er sett niður stein­snar frá næsta leik­skóla og íbúa­byggð. Þarna er síðan gjald­þrota höfn og millj­arða van­nýtt fjár­fest­ing í innviðum fyrir orku­flutn­inga. Kostn­aður við þá er óljós og velt á allan almenn­ing í land­in­u. 

Ég benti þeim á að í Reykja­nesbæ hafi fólk orðið fyrir miklum óþæg­indum og umfangs­miklu fjár­hags og heilsutjóni út af kís­il­verk­smiðj­unni. Að fjár­festar hafi tapað millj­örð­um. Ég benti þeim á að á Íslandi væru fram­kvæmdir stundum hafnar við að reisa verk­smiðjur áður en ljóst væri hvaðan ætti að fá orku til að reka verk­smiðj­una á fullum afköst­um. Að menn hefji fram­kvæmdir án þess að umhverf­is­mat orku­fram­kvæmda hafi klárast, án þess að fyr­ir­komu­lag línu­lagna sé ljós, án þess að ljóst sé hver muni greiða fyrir losun á CO2 ef kolefn­is­skattar verða lagðir á þjóð­ina á næstu árum. Þar á ofan virð­ist sem hið vanda­sama verk, að byggja verk­smiðju ofan í íbúa­byggð hafi verið sett í hend­urnar á glæpa­mann­i.  

Það þarf ekki að taka fram að þessi fjöl­breytti hópur sem ég ræddi við gat ekki talið upp mörg sam­bæri­leg dæmi í heim­in­um.

Þegar bygg­ing álvers­ins í Helgu­vík hófst þá fékk ég nokkur sím­töl frá áhyggju­fullu fólki í orku­geir­an­um. Það vildi ekki tjá sig opin­ber­lega en benti á að það væri ekk­ert vit í því að hefja bygg­ingu á verk­smiðju í alþjóð­legu sam­keppn­isum­hverfi án þess að hafa 600MW til­tæk, eins og c.a eina Kára­hnjúka­virkjun til að ná fullri stærð­ar­hag­kvæmni. Ef það er opin­ber stefna að reisa verk­smiðj­ur, þá hljóta menn að vilja gera það vel. Eig­endur Norð­ur­áls byggðu verk­smiðj­una út í loftið enda voru þeir að tefla ref­skák: Þeir ætl­uðu að nýta sér hrunið til að fá tauga­veikl­aða stjórn­mála­menn til að gefa sér orku­lindir lands­ins á 40 ára samn­ingi.

Nú er sama sagan að end­ur­taka sig varð­andi kís­il­verin í Helgu­vík. Hver áfangi af fjórum sem fer til kísi­ver­anna þarf c.a 25-30MW. Ekki hefur verið sýnt fram á hvar eigi að virkja 250MW til að koma verk­smiðj­unum í fulla stærð. Eng­inn hefur sýnt fram á að það sé mögu­legt að reisa tvær stærstu kís­il­verk­smiðjur í heimi ofan í íbúða­byggð án þess að íbúar í Reykja­nesbæ skað­ist enn frek­ar.

Ég spurði þennan hóp í Harvard. Burt­séð frá nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­um: Teljið þið að iðn­að­ar­svæðið í Helgu­vík sé gott dæmi um fag­lega stjórn­sýslu og vand­aða lang­tíma stefnu­mótun í orku­mál­um? Sýn­ist ykkur þetta land vera með fag­lega inn­viði miðað við ára­tuga áherslu á upp­bygg­ingu á orku­frekum iðn­aði? Mynduð þið telja að fjár­fest­ingar ykkar væru öruggar í svona landi? Lítur þetta út eins og dæmi frá vest­rænu ríki eða er þriðja heims bragur á þessu? 

Spurn­ingin sem eftir stendur gæti verið þessi: Getur verið að Orku­stofnun eigi ein­hverja sök hér? Sam­kvæmt lögum gegnir hún veiga­miklu hlut­verki í skipan raf­orku­mála. Guðni segir að skemmd­ar­verkin í Kona fer í stríð séu lítil í sam­an­burði við rétt almenn­ings til að hnekkja van­hugs­uðum ákvörð­unum fyrir dóm­stól­um. En getur verið að Guðni horfi fram­hjá því tjóni sem kontóristar valda þegar þeir van­rækja hlut­verk sitt sem ráð­gef­andi aðili hins opin­bera? Getur verið að bænd­ur, land­eig­end­ur, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og aðrir hafi þurft að leggja of mikla vinnu á sig til að vinda ofan af van­hugs­uðum fram­kvæmdum með mála­rekstri til að knýja fram nið­ur­stöður sem nálg­ast heil­brigða skyn­sem­i?  

Guðni veifar röngu jóla­tré

Í jóla­kveðju sinni hefur Guðni áhyggjur af óhóf­legri friðun vatns­falla og leggur fram tölu sem hann virð­ist meta sem fórn­ar­kostnað „okk­ar“ fyrir að virkja ekki. Hann talar þar um að „út­flutn­ings­tekj­ur“ af einni ter­awatt­stund, eða 150MW virkjun séu um 25 millj­arðar á ári. Guðni ber þessa tölu saman við útflutn­ings­tekjur sjáv­ar­af­urða sem eru 197 millj­arðar á ári.

Hér ger­ist Guðni sekur um alvar­legan mis­skiln­ing. Útflutn­ings­tekjur stór­iðju­fyr­ir­tækja koma almenn­ingi á Íslandi eða Rík­is­sjóði alls ekk­ert við. Þegar Orku­mála­stjóri veifar veltu alþjóða­fyr­ir­tækja sem gera upp sína reikn­inga í skatta­skjólum og reiknar sem tekjur „Ís­lands“ þá er hann kom­inn alvar­lega út fyrir sitt svið. Í knatt­spyrnu­leik væri hann að skora sjálfs­mark. Í raun er hann að taka undir aðferðir stór­fyr­ir­tækja sem stunda and­lega nýlendu­stefnu. Með því að veifa „út­flutn­ings­tekj­um“ er mark­miðið að smæ­lin­gj­arnir bendi á verk­smiðj­una og segi: „Þetta er fyr­ir­vinna þjóð­ar­inn­ar.“ Þannig fær fyr­ir­tækið vald og póli­tískt vægi sem er í engu sam­ræmi við raun­veru­legt fram­lag til sam­fé­lags­ins. Með því að veifa útflutn­ings­tekjum er í raun­inni verið að brengla heims­mynd almenn­ings.

Ég kenndi einu sinni hópi á MBA nám­skeiði í HR og bað fólkið sem hafði mikla reynslu úr atvinnu­líf­inu að reikna sjálft og finna þessar svoköll­uðu „út­flutn­ings­tekj­ur“. Þá var stað­hæft að Alcoa færði íslensku þjóð­inni 100 millj­arða árlega eða tæpan hálfan sjáv­ar­út­veg­inn. Þegar við reikn­uðum út hversu mikið raun­veru­lega yrði eftir í land­inu þá fannst ekki nema c.a 10% af upp­hæð­inni.

Klifun um útflutn­ings­tekjur frá erlendum stór­iðju­verum er gagns­laus aðferð til að mæla þjóð­ar­hag. Hug­takið hentar hins vegar vel þegar fyr­ir­tækið vill gera sig mik­il­vægt, knýja á um sér­samn­inga um skatt­frelsi eða láta almenn­ing nið­ur­greiða fyrir sig inn­viði. Sá sem furðar sig á því að fámenn kís­il­verk­smiðja á Húsa­vík hafi fengið 5 millj­arða einka­jarð­gögn í heiman­mund ætti að skilja hvernig tal um tug­millj­arða „út­flutn­ings­tekj­ur“ er mark­visst notað til að rugla stjórn­mála­menn í rím­inu. Nú beitir Orku­mála­stjóri þessum ýktu tölum í and­ófi gegn stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands. Þannig getur hann mælt fórn­ar­kostn­að­inn af friðun fossa og vatna­sviða með óheyri­lega mörgum millj­örð­um. Enn eitt sjálfs­mark­ið.

Guðni er mennt­aður mað­ur, hann er svo mennt­aður að hann er undir D-liðnum í stafs­manna­skrá Orku­stofn­un­ar. Sem Dr. Guðni. Fólk á að geta treyst honum og hann á ekki að beita fyrir sig marklausri töl­fræði og rugla almenn­ing í rím­inu.

Guðni gengur enn lengra í sínum mál­flutn­ingi og hann sakar umhverf­is­hreyf­ing­una á Íslandi bein­línis um hræsni. Hann segir að það fari ekki saman að friða hálendi Íslands og berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta er söngur sem heyr­ist oft og hann orðar þetta mjög skýrt. Ef þú vilt bjarga heim­inum þarftu að fórna Íslandi. Ann­ars ertu með „ask­lok fyrir him­in­n“.

Dr. Guðni er mennt­aður maður og í mál­flutn­ingi hans mætti ætla að heim­inum sé stjórnað af ein­hvers­konar skyn­semi. Að Íslend­ingar sem þjóð geti þokað burt til­finn­ingarökum og fært skyn­sam­legar fórnir fyrir heims­byggð­ina. Hann klifar á mön­tr­unni um kola­ál­ver í Kína vs. hreina álið á Íslandi.

Ein­hverra hluta vegna hafa þeir ekki fengið memóið í Kína. Frá árinu 2000 hefur álf­ram­leiðsla í Kína auk­ist um 1500%. Fram­leiðsla í Kína er komin í c.a 30 milljón tonn. Það þýðir ein­fald­lega að þeir hafa byggt næstum 100 álver á stærð við með­al­stærð álvera á Íslandi frá árinu 2000. Til þess að fram­leiða 30 milljón tonn af áli þyrfti c.a 100 Kára­hnjúka­virkj­an­ir. Það er eng­inn sem segir að þótt Íslend­ingar byggi álver þá komi þeir í veg fyrir bygg­ingu verk­smiðju ann­ars­stað­ar, hvað þá í Kína. Það sem Íslend­ingar fram­leiða er hrein við­bót við núver­andi offram­leiðslu og verð­lækkun á áli í heim­in­um. Ef Guðni vill bjarga heim­inum þá ætti hann að fara fram á alþjóð­legt bann við sölu á áli sem er fram­leitt með kola­orku. Virkj­anir hér skipta engu máli vegna þess að heim­ur­inn er risa­vaxin og óend­an­leg hít. Heim­ur­inn er Tít­anic og stefnir á ísjak­ann. Það skiptir engu máli þótt Guðni sé með fötu, til­bú­inn að ausa ef skip­stjór­inn er fullur og stefn­unni er ekki breytt.

Bitcoin þarfnast mikillar orku.

Í Banda­ríkj­unum fara tæp­lega milljón tonn af áli á rusla­haug­ana í dósum ein­göngu. Álið sem þeir henda myndi duga til að end­ur­nýja allan flug­flota Banda­ríkj­anna fjórum sinnum á ári. Með því að gefa Banda­rískum fyr­ir­tækjum ódýra orku er ein­fald­lega verið að við­halda kerfi sóunar og eyði­legg­ing­ar. Þarna fara c.a þrjár Kára­hnjúka­virkj­anir í ruslið, í dósum ein­göngu. Ef Dr. Guðni vill bjarga heim­inum þá ætti hann að tala yfir hausa­mót­unum á lobbí­istum í USA. Eflaust gefst kjörið tæki­færi þegar Kona fer í stríð verður end­ur­gerð í Hollywood.  

Dr. Guðni segir að sá sem vill vernda heim­inn verði að fórna foss­un­um. Ann­ars er hann ekki heill, ann­ars er hann hræsnari. Þetta hljómar skemmti­lega Bibl­íu­lega. Við þurfum að blíðka veð­urguð­ina, fara upp á fjallið og myrða eitt­hvað heil­agt. En það er ein­fald­lega rangt. Í heim­inum er algert offram­boð af áli og nú reyna menn að koma því í verð með ein­hverjum hætti. Búa til einnota umbúð­ir, Costco gíraffa og skín­andi garð­álfa. Álið er stað­kvæmd­ar­vara fyrir önnur efni og þegar verðið lækkar þá nota menn ál í stað­inn fyrir stál, timb­ur, plast, pappír eða kol­trefj­ar.

Stálfram­leiðsla heims­ins er um millj­arður tonna á ári en álf­ram­leiðslan er c.a 60 milljón tonn. Álf­ram­leiðslan notar hins vegar meira raf­magn en öll stálfram­leiðsl­an. Sá sem býr til stól úr áli notar 30 sinnum meiri raf­orku og auð­lindir heldur en sá sem býr til stól úr stáli og málm­ur­inn er allt of ódýr. Fram­leiðsla mætti fara niður í þriðj­ung af því sem hún er í dag án þess að sæist högg á vatni í okkar dag­legu neyslu.

Dr. Guðni klifar á vondu kola­ál­ver­unum í Kína en þar býr fólk sem vill koma auð­lindum sínum í vinnu, rétt eins og Guðni vill að foss­arnir okkar hætti að pissa út fyrir túrbín­urn­ar. Í Kína eru Orku­mála­stjórar í fátækum héröðum sem líta svo á að kolin verði engum til gagns í iðrum jarð­ar, að þau séu best nýtt til að rífa þjóð­ina upp úr fátækt og vol­æði. Það hefur þeim sann­ar­lega tek­ist.

Fólk sem sleikir dverg­hamstra

Guðni minn­ist ekk­ert á nýj­ustu orku­bóluna í kafl­anum sínum sem heitir „fólk sem hatar raf­magn“. Það má nefni­lega spyrja orku­mála­stjóra hvort sið­ferði­leg skylda okkar nái líka yfir Bitcoin. Að fram­leiða hreina orku fyrir eitt­hvað sem er bara steypa. Hver færsla með Bitcoin notar orku á við 200.000 Visa færsl­ur. Orku­þörf Bitcoin var komin upp í 80 Ter­awatt­stundir í fyrra. Sam­tals voru Bitcoin og Etherum komin upp í rúmar 100 Ter­awatt­stundir í 100% orku­só­un. Það er eins og 20 Kára­hnjúka­virkj­anir eða rúm­lega þrefalt virkj­an­legt vatns­afl á Íslandi fyrir Bull­Gull. Að tala um „orku­þörf“ og „gagna­ver“ er í raun­inni ósann­gjarnt, vegna þess að gagna­verin gera ógagn og orðin eru ekki nógu súr­r­eal­ísk. Á Íslandi eru 100 - 150 MW komin í slíka starf­semi sam­kvæmt óljósum heim­ildum í mann­lausum skemm­um. Hverjar eru „út­flutn­ings­tekj­urn­ar?“. Hvað segir Orku­mála­stjóri sem sér svo vel gegnum Ask­lok­ið. Er Bitcoin jafn mik­ilvægt og 10 Svartár og ein Hvalá? Er betra að leita að óþarfa með hreinni orku á Íslandi heldur en með drullu­kolum í Kína? Er pirr­andi að horfa upp á Ald­eyj­ar­foss svona frjálsan og tryllt­an, þegar hann gæti verið að grafa eftir fals­mynt­u­m?  

Bitcoin hefur hrapað í verði, en gífurlega mikla orku þarf í bitcoin framleiðsluna.

Bitcoin hefur hríð­fallið í verði en sóar enn orku á við alla orku­þörf Singapúr. Etherum sem er önnur fals­mynt notar álíka mikla raf­orku og Eist­land. Hér er vit­leysan svo yfir­gengi­leg að eng­inn, ekki nokkur heil­brigður ein­stak­lingur á að taka þátt í þessu. Orku­mála­stjóri ætti að taka sitt eigið ask­lok frá himn­inum og ganga fram fyrir skjöldu. Hann mætti mæla fyrir alþjóð­legu banni við þess­ari glæp­sam­legu orku­sóun á næsta alþjóða­þingi Orku­mála­stjóra. Þar gæti hann sparað heim­inn meira beint af kontórnum en öll sam­an­lögð vatns­föll á Íslandi. Guðni mætti í leið­inni nefna dósa­sóun í Amer­íku og tala opin­ber­lega fyrir því að ál sem er fram­leitt með kolum verði sér­merkt eins og tóbak og helst bann­að.

Á trylltri öld er það eina sem við getum gert er að vera gott for­dæmi. Á trylltri öld er þjóð­garð­ur­inn langstærsta og mik­il­væg­asta fram­lag okkar til heim­ins. Það hefur eng­inn í nátt­úru­vernd­ar­bar­átt­unni áhuga á að vera í stríði og allir vilja minnka sóun, spara raf­magn, vernda landið og berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Í því er engin þver­sögn. Á meðan ógn steðjar að feg­urstu stöðum lands­ins í þeim eina til­gangi að auka mengun og sturta þeim ofan í enn eina hít­ina er eina rétta við­bragðið að standa vakt­ina og standa í lapp­irn­ar. Með reiddan bog­ann.

p.s. Loka­línan er svo­kallað stíl­bragð. Ekki hringja í Orku­mála­stjóra eða Lands­net og spyrja hvort þau ótt­ist skemmd­ar­verk af minni hálfu. Við Guðni erum ágæt­lega mál­kunn­ugir, mér líkar almennt vel við hann og hans fólk sem ég óska honum gleði­legs árs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar