Köld skilaboð heilbrigðisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fjallar um ný­út­gefna reglu­gerð heil­brigðisráðherra um greiðsluþátt­töku Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna kostnaðar við tækni­frjóvg­an­ir. Hún telur ákvörðunina takmarka valfrelsi fólks og möguleika.

Auglýsing

„Ég hlust­aði á vin­kon­urnar í sauma­klúbbnum tala um barn­eignir en gat ekki sagt þeim að ég væri að fara í glasa­frjóvgun í þriðja sinn. Eða var það fjórða? Að horm­óna­gjaf­irnar væru erf­ið­ar. Vildi ekki með­aumkun eða eyði­leggja nota­lega stund. Vildi ekki fara yfir alla dag­ana og næt­urnar sem fóru í grát, ang­ist, von­leysi. Ekki segja þeim að þráin eftir barni væri að tæra okkur upp. Vildi ekki segja þeim að ég gæti ekki farið með þeim í vin­konu­ferð­ina lang­þráðu þar sem allur okkar sparn­aður færi í glasa­frjóvg­un. En svo varð ég ólétt í fimmtu til­raun og ég og litla fjöl­skyldan mín föðm­uðum heim­inn. Og hann okk­ur.“

Þetta er aðeins ein frá­sögn af mörgum sem mér hefur borist á síð­ustu dögum frá alls kyns fólki, konum sem körlum eftir óskilj­an­lega ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um að tak­marka val­frelsi fólks og mögu­leika á tækni­frjóvg­un. Sög­urnar eru sárar og lýsa þeim veru­leika sem margir búa við. Margar þeirra enda sem betur fer á þann veg að allt erf­iðið hefur borgað sig og að með hjálp tækn­innar hafi fjöl­skyldan stækk­að.

Ráða­menn gera fólki erf­ið­ara fyrir

Reglu­gerð Svan­dísar um að draga úr greiðslu­þátt­töku rík­is­ins við tækni­frjóvgun olli mér miklum von­brigð­um. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur varist gagn­rýni á breyt­ing­arnar með fyr­ir­sjá­an­legum hætti um að nú sé verið að styrkja fyrsta til­raun um heil 5% (sem eru 24.000 krónur af 480.000) sem ekki var gert áður. Á sama tíma tekur ríkið nú engan þátt í kostn­aði við þriðju og fjórðu með­ferð­irn­ar, fyrir þá sem á þurfa að halda. Um er að ræða mik­inn kostn­að­ar­auka fyrir meiri­hluta þeirra sem fara í slíkar með­ferð­ir, enda er algeng­ast að það þurfi meira en eina til­raun til þess að aðgerð heppn­ist. Algengt er að ein­stak­lingar greiði á bil­inu 480.000 - 1.200.000 krón­ur, fyrir eina til fjórar með­ferð­ir, oft­ast til að geta eitt barn. Eftir þessar breyt­ingar fer kostn­aður við fjórar með­ferðir í 1.732.000 krónur og hækkar þar með um rúma hálfa millj­ón.

Auglýsing

Ég er fylgj­andi því í mörgum málum að við horfum til Norð­ur­land­anna, ekki síst þegar kemur að vel­ferð og félags­legum þátt­um. Það gildir í þessu máli líka. Þar er grunn­reglan sú að ríkið aðstoðar fólk við að eign­ast sitt fyrsta barn og eru fyrstu þrjár með­ferðir að fullu nið­ur­greiddar auk þess sem tekið er þátt í kostn­aði við upp­setn­ingar á fóst­ur­vísum og tækni­sæð­ingu. Okkar nágranna­lönd sjá að það er þjóð­hags­lega hag­kvæmt að hjálpa fólki í frjó­sem­is­vanda við að eign­ast börn, en það virð­ast íslenskir ráða­menn hins vegar ekki gera - og ætla sér nú að gera fólki enn erf­ið­ara fyr­ir. Og það þegar fæð­inga­tíðni hér á landi er komin niður í 1.7 barn.

Eiga bara þeir ríku séns?

Ég hef heyrt marga segja að það séu ekki mann­rétt­indi að fá að eign­ast barn og að ríkið eigi ekki að borga undir slíkt. Í þessu felst ákveðið mis­kunn­ar­leysi, sam­hliða skiln­ings­leysi. Og það er að mínu mati fremur kald­rifjað að segja við mann­eskju, sem þráir ekk­ert annað en að eign­ast barn, að hún sé ein­fald­lega með sjúk­dóm sem sam­fé­lagið hefur ákveðið að taka engan þátt í, á meðan við nið­ur­greiðum alls kyns aðra kvilla. Þetta þýðir að núver­andi fyr­ir­komu­lag, með lít­illi nið­ur­greiðslu, er kerfi hinna efna­meiri. Þeim er gert kleift að fara þessa leið, og þeir sem ekki hafa efni á því, sitja eft­ir. Ófrjó­semi er ekki val. Hún veldur miklum þján­ingum og sárum von­brigð­um. Þráin eftir barni er til­finn­ing, sem aðeins þeir sem hafa upp­lifað von­brigðin við að fá ekki lang­þráðan draum sinn upp­fyllt­an, skilja. Það að fara aftur og aftur í frjó­sem­is­með­ferð er ekki ein­falt mál. Konur leggja bæði and­lega og lík­am­lega mikið á sig til þess að fá ósk sína um þungun upp­fyllta og sem betur fer gengur það oft eftir með hjálp tækn­inn­ar. Kostn­að­ur­inn er mik­ill en hingað til hefur greiðslu­þátt­takan af hálfu rík­is­ins verið lítil sem eng­in. Ein­hver mögu­leiki hefur verið á að fá end­ur­greiðslur frá stétt­ar­fé­lög­um, en þá er aðeins um brota­brot af upp­hæð­inni að ræða. Sér­fræð­ingar á þessu sviði hafa full­yrt að það vanti upp á skiln­ing yfir­valda á sjúk­dómum ófrjó­semi, og ég held að það sé rétt hjá þeim.

Köld skila­boð til sjúk­linga

Hin kalda stað­reynd er sú að ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra hefur slæm fjár­hags­leg og til­finn­inga­leg áhrif á stóran hóp fólks, sér í lagi þá sem eru í miðju ferli og jafn­vel búin með fyrstu tvær með­ferð­irn­ar. Fréttir hafa borist af ein­stak­lingum sem hafa nú þegar hætt við að fara þessa leið vegna ákvörð­unar ráð­herra. Svör ráð­herra eru þau að þetta sé hennar for­gangs­röðun og frek­ari stuðn­ingur við ófrjó­sem­is­að­gerðir falli ekki undir hennar mark­mið um heil­brigð­is­þjón­ustu. Sam­tímis er lítið mál fyrir rík­is­stjórn­ar­flokk­ana þrjá að sam­þykkja hátt í fimm millj­arða veiði­gjalda­lækkun eða setja hund­ruðir millj­óna í upp­skipt­ingu ráðu­neyta.

Þessar breyt­ingar eru einnig enn eitt dæmið um það að rík­is­stjórnin hafi það á dag­skrá sinni að þrengja að allri þjón­ustu sem ekki er veitt af hinu opin­bera, dæmin um það síð­ustu mán­uði eru mýmörg. Val­frelsi sjúk­linga er skert, og í þessu til­viki jafn­vel afnumið með öllu. Hér á landi er þessi þjón­usta ekki í boði hjá hinu opin­bera. Þetta eru því köld skila­boð heil­brigð­is­ráð­herra með stuðn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins til þeirra þús­unda ein­stak­linga sem eiga við ófrjó­sem­is­vanda að stríða. Það á ekki að skipta neinu máli hvar þjón­ustan er veitt, heldur verður sá ein­stak­lingur sem þarfn­ast aðstoðar ávallt að vera í for­grunni. En í þessu til­viki er kerfið því miður aðlagað að for­gangs­röðun hins póli­tíska skipti­mark­aðar rík­is­stjórn­ar­innar í enn eitt skipt­ið. Ég vildi að það kæmi mér á óvart.

Höf­undur er þing­maður og for­maður Við­reisn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar