Goðsáttasagan um stjórnarskrána

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus, segir skröksögur settar fram til að fela sannleikann í gjörðum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks í stjórnarskrármálinu. Sá sannleikur sé að flokkarnir hafa sömu sýn á stjórnskipan landsins.

Auglýsing

 Í aðdrag­anda lýð­veld­is­stofn­unar deildu menn hart um hvort Alþingi eða þjóðin skyldi kjósa for­seta Íslands sem þjóð­höfð­ingja í stað kon­ungs Dan­merkur og Íslands. Mörgum þótti ljóst að þjóð­kjör­inn for­seti yrði í reynd miklu valda­meiri en þing­kjör­inn for­seti. Umboð þjóð­kjör­ins for­seta kæmi beint frá þjóð­inni og hann væri lík­legri til að beita 26. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, það er að segja að neita að sam­þykkja laga­frum­varp sem Alþingi sam­þykkt­i. 

Þjóðin hefði síðan úrslita­vald um fram­tíð­ar­gildi slíkra laga. Meiri­hluti Alþingis gerði til­lögu um að Alþingi kysi for­seta Íslands og gæti ein­hliða vikið honum frá völd­um. Sam­kvæmt vand­aðri skoð­ana­könnun árið 1943 naut til­lagan ein­ungis stuðn­ings um 20 pró­sent kjós­enda en 70 pró­sent vildu þjóð­kjör­inn for­seta. (Um 10 pró­sent svar­enda voru óákveð­in). Þorri þjóð­ar­innar vildi ekki að Alþingi færi með öll völd á Íslandi; for­set­inn ætti að vera full­trúi þjóð­ar­innar og veita Alþingi nauð­syn­legt aðhald.

Auglýsing
Sveinn Björns­son var þá rík­is­stjóri Íslands og við völd utan­þings­stjórn sem hann skip­aði. Saman fóru rík­is­stjór­inn og for­sæt­is­ráð­herra með vald til að rjúfa Alþingi og boða til nýrra kosn­inga. Á fundi með Gísla Sveins­syni, for­manni stjórn­ar­skrár­nefndar Alþing­is, hót­aði Sveinn því að ef þing­menn sam­þykktu til­lögu um að for­seti Íslands yrði þing­kjör­inn myndi hann sam­þykkja til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um þing­rof. Alþingi neydd­ist þá til að hverfa frá til­lögu sinni um þing­kjör­inn for­seta en lúta vilja þorra þjóð­ar­innar um þjóð­kjör for­seta í stjórn­ar­skrá. Alþingi sam­þykkti síðan frum­varp að lýð­veld­is­stjórn­ar­skrá með fyr­ir­vara um sam­þykkt þjóð­ar­innar í almennri atkvæða­greiðslu. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla var síðan haldin og stjórn­ar­skráin sam­þykkt nær ein­róma með fádæma mik­illi kosn­inga­þátt­töku (98,4%).

Sveinn Björns­son, fyrsti for­seti Íslands (1944-1952;), sagði m.a. í nýársávarp 1949:

„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýð­veld­is­ins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórn­ar­skrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóð­inni og stjórn­mála­leið­tog­un­um, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér enn við bætta flík, sem sniðin var upp­runa­lega fyrir annað land, með öðrum við­horf­um, fyrir heilli öld.”

For­set­inn bendi rétti­lega á að lýð­veld­is­stjórn­ar­skráin frá 1944 er ekki byggð á lýð­ræð­is­hug­myndum heldur væri um margt „bætt flík” stjórn­ar­skrár danska kon­ungs­rík­is­ins frá 1849. Sveinn Björns­son minnti for­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna á að efna sem allra fyrst gefin lof­orð sín um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í ósætti

Í tím­ans rás hefur Alþingi skipað ótal nefndir til að end­ur­skoða stjórn­ar­skránna. Lof­orð hafa hins vegar ekki efnd og íslenska valda­stéttin kýs ein­fald­lega að við­halda stjórn­ar­skrá sem er upp­skrift að geð­þótta­á­kvörð­unum hennar og hags­muna­gæslu fyrir hina ríku og vold­ugu. Þing­meiri­hluti hefur þó verið fyrir því að efna til átaka þegar eigin hags­munir voru í húfi. Þannig hafa hvað eftir annað verið gerðar grund­vall­ar­breyt­ingar á kosn­inga­kerfi og kjör­dæma­skipan í bull­andi ágrein­ingi meðal þjóð­ar­innar og hatrömmum deilum á milli stjórn­mála­flokka.

Mesta breyt­ingin var árið 1959. Áður voru kjör­dæmin 28 en urðu ein­ungis átta tals­ins. Reykja­vík var eina kjör­dæmið sem stóð óbreytt. Vest­firðir urðu til að mynda eitt kjör­dæmi en áður skipt í fimm. Mörg kjör­dæmi höfðu staðið án breyt­inga allt frá end­ur­reisn Alþingis árið 1845. Og kjós­endur bundnir sínum kjör­dæmum böndum til­finn­inga og hags­muna. Fjölda­mörgum þótti því sárt að sjá þau hverfa inn í stærri heild. Sjálf­stæð­is­flokk­ur. Alþýðu­flokkur og Alþýðu­banda­lag knúðu sam­eig­in­lega fram þessa stjórn­ar­skrár­breyt­ingu gegn grjót­harðri and­stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Flokk­arnir þrír deildu ávinn­ingi af nýju kosn­inga­kerfi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­aði lyk­il­stöðu sinni í íslenskum stjórn­mál­um; fékk ekki lengur miklu hærra hlut­fall þing­sæta en nam fylgi flokks­ins á lands­vísu. Þarna tók­ust á mis­mun­andi hags­munir stjórn­mála­flokka. Ekki var mögu­legt að sætta sjón­ar­mið allra stjórn­mála­flokka lands­ins enda ágrein­ingur djúpur og óyf­ir­stíg­an­leg­ur. Meiri­hlut­inn á Alþingi tók ein­fald­lega ákvörðun – í heift­ar­legu ósætti og hatrömmum átök­um.

Hrunið og ný stjórn­ar­skrá

Á árunum eftir lýð­veld­is­stofnun voru gerðar ótal til­raunir til að heild­ar­end­ur­skoða stjórn­ar­skránna. Þörfin sýnd­ist aug­ljós því reglu­lega spruttu upp hat­rammar deilur um meg­in­at­riði í stjórn­skipun lands­ins. Stjórn­ar­skráin er „bráða­birgða­stjórn­ar­skrá” “sem skil­greinir t.d. ekki vald­svið og tengsl vald­hafa: For­seta Íslands, Alþing­is, rík­is­stjórnar og dóm­stóla. Afleið­ingin eru stöðugar deilur um grund­vall­ar­lög og stjórn­skipun lands­ins:

Hver er ábyrgð ráð­herra?

Hver er staða og vald for­seta Íslands ?

Hver er sjálf­stæður réttur þjóð­ar­innar til að krefj­ast þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu?

Hver er hinn virki eigna­réttur almenn­ings á sam­eig­in­legum auð­lindum og eign­um?

Úrræða­leysið í stjórn­ar­skrár­mál­inu ber vitni um öng­stræti íslenskra stjórn­mála­flokka og Alþing­is. Alþing­is­menn megna ekki að taka ákvarð­anir um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá sem óhjá­kvæmi­lega mun snerta breyt­ingar á þeirra eigin valda­stöðu, Hér má nefna að mikið mis­rétti atkvæða gengur gegn grund­vall­ar­reglu um jafn­ræði kjós­enda. For­ræði í sjáv­ar­út­vegi skapar valda­stöðu umfram aðrar atvinnu­greinar því án virks eign­ar­halds almenn­ings á sam­eignum getur Alþingi ákveðið með lögum að afhenda fámennum hópi útgerð­ar­manna fisk­veiði­auð­lind­ina end­ur­gjalds­laust til eigin fénýt­ing­ar. Sjálf­helda sér­hags­muna lam­aði stjórn­málin og kom í veg fyrir nýsköpun íslensks lýð­ræði – ekki síst með heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár.

Auglýsing
Síðan kom efna­hags­hrun og afhjúpaði djúp­stæða kreppu íslenska lýð­veld­is­ins. Heimskreppa eða styrj­aldir ekki orsaka­vald­ar. Land­inu var ein­fald­lega ekki stjórnað í þágu almenn­ings. Leið­ar­ljós íslenskra ráða­manna voru sér­hags­munir hinna ríku og vold­ugu. Spill­ing, van­hæfni, fúsk og og frænd­hygli stjórn­aði gerðum valda­fólks í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfi og opin­berum eft­ir­lits­stofn­un­um. (Sak­næmt athæfi kom einnig við sögu. Þannig dæmdi Lands­dómur þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fyrir van­rækslu í starfi á grund­velli 17. gr. í stjórn­ar­skrá. Dóm­stólar hafa dæmt 40 eig­end­ur, æðstu stjórn­endur og starfs­fólk fjár­mála­stofn­enda vegna efna­hags­brota í aðdrag­anda Hruns­ins. Sam­an­lagðar refs­ingar þeirra sem hafa hafa verið sak­fellt nema heilli öld).

End­ur­reisa þurfti íslenska lýð­veld­ið. Alþingi ákvað að þjóðin sjálf yrði virkur stjórn­ar­skrár­gjafi. Ríf­lega 70 ár höfðu ekki dugað Alþingi til verks­ins. Rétt væri að þjóðin tæki við sem æðsti hand­hafi íslensks full­veld­is. Boðað var til Þjóð­fundar og síðan kosið almennri kosn­ingu til 25 manna Stjórn­laga­þings (síðar Stjórn­laga­ráð). Sum­arið 2011 skil­aði ráðið ein­róma frum­varpi til nýrrar stjórn­ar­skrár og haustið 2012 var haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um meg­in­at­riði frum­varps­ins. Alþingi fjall­aði efn­is­lega um frum­varpið og leit­aðu umsagna inn­an­lands og utan. En þegar þingið var rofið 2013 hafði frum­varpið ekki komið til afgreiðslu.

Sögur valda­stétt­ar­innar

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völdum 30. nóv­em­ber 2017. Í stjórn­ar­sátt­mála var meðal ann­ars að finna fyr­ir­heit um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og í árs­byrjun 2018 lagði for­sæt­is­ráð­herra fram minn­is­blað til for­manna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Þar sagði m.a.

„Heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar verði áfanga­skipt. Allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni saman að því að fara skipu­lega og heild­stætt yfir stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og til­lögur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum með það fyrir augum að vinna að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráð­i.”

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins,  lýsti nýlega yfir „að hann teldi ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun (stjórn­ar­skrár­inn­ar), þrátt fyrir að stjórn­ar­sátt­mál­inn kveði á um slík”. Enn fremur sagði Bjarni ekki gott að segja hvenær af breyt­ingum yrði; þær þurfi að gera í sam­stöðu. „Það er auð­vitað opin­bert að stjórn­mála­flokkar hafa haft ólíka skoðun og ég sé auð­vitað tölu­verðan áherslumun á því sem fram kemur kemur hjá ein­staka stjórn­ar­and­stöðu­flokkum og því sem minn flokkur hefur talað fyr­ir.”

Að baki stefnu­mót­unar núver­andi rík­is­stjórnar eru þrjár nátengdar sögur af stjórn­ar­skrár­mál­inu; sögur sem ég kalla goð­sög­ur:

  1. Í aðdrag­anda lýð­veld­is­stofn­unar ríkti ein­drægni og þjóð­ar­sátt um stjórn­ar­skrá. Sama gilti um allar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar síð­an. Ágrein­ingur var nákvæm­lega eng­inn.

  2. Í sam­ræmi við sátt­ar­hefð­ina var eðli­legt og rétt­mætt að hafna frum­varpi Stjórn­laga­ráðs og nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012. Stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, er einnig and­vígur frum­varp­inu sem og heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

  3. Sam­staða og sátt á milli allra stjórn­mála­flokka er nú sem hingað til eina færa leiðin til stjórn­ar­skrár­breyt­inga. Sam­vinna allra stjórn­mála­flokka tryggir far­sæla nið­ur­stöðu.

Stað­reynd­irnar tala hins vegar allt öðru máli:

  1. Harðar deilur urðu um stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veld­is­stofn­un.

  2. Stjórn­ar­skrár­breyt­ingar voru gerðar í hatrömmum átökum milli stjórn­mála­flokka og meðal þjóð­ar­inn­ar.

  3. Krafan um algjöra sátt jafn­gildir neit­un­ar­valdi sér­hags­munafla hinna ríku og vold­ugu með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í broddi fylk­ing­ar. Í síð­ustu kosn­ingum hlaut sá flokkur 25,2 pró­sent atkvæða.

Sög­urnar þrjár eru því skrök­sögur sagðar í til­raun til að fela sann­leik­ann í gjörðum rík­is­stjórn­ar­meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, VG og Fram­sókn­ar­flokks. Sá sann­leikur er að flokk­arnir þrír hafa sömu sýn á stjórn­ar­skrár­málið og afleið­ingin er þessi:

Full­veld­is­réttur þjóð­ar­innar er aft­ur­kall­að­ur. Valda­stéttin mun áfram ráða stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins, grund­vall­ar­lögum og  stjórn­skip­un.

Ætli sann­leik­ur­inn sé kannski sá að Vinstri græn hafa ein­fald­lega sömu sýn á stjórn­skipan lands­ins og Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, þar með talið að eign­ar­haldið á auð­lindum þjóð­ar­innar skuli áfram vera í höndum útval­innar auð­stétt­ar?

Höf­undur er ­pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði.

Heim­ild­ir:

Guðni Th. Jóhann­es­son. 2011. „Tjaldað til einnar næt­ur: Upp­runi bráða­birgða­stjórn­ar­skrár­inn­ar.” Stjórn­mál og stjórn­sýsla 3 (1).

Svanur Krist­jáns­son. 2010. „Kon­ung­lega lýð­veld­ið: Sveinn Björns­son rík­is­stjóri Íslands 1941-1944.” Ritið 10 (3).

Svanur Krist­jáns­son. 2012. „Frá nýsköpun lýð­ræðis til óhefts flokka­valds: Fjórir for­setar Íslands 1944-1996.” Skírnir (vor).

Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir. „Sátt verði að ríkja um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar.” ruv.is – 13. jan­úar 2019.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar