Hefðbundin pólitísk hugmyndafræði er uppþornuð draumum og hugsjónum

Árni Már Jensson skrifar um pólitíska hugmyndafræði og siðbótina í íslenskum stjórnmálum sem aldrei varð.

Auglýsing

Nýverið stóðum við á sögu­legum tíma­mótum við fimm alda ártíð Mart­eins Luther er hann gerði Kaþ­ólsku kirkj­unni heyr­in­kunn­ugt að menn þar á bæ hefðu kyrfi­lega beygt af leið með ýmsa hug­mynda­fræði og stofn­anir kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Hann braut blað í kirkju­sögu okkar á þann tákn­ræna máta að negla 95 gagn­rýn­ar rök­færsl­ur sínar á kirkju­dyr hinna Heilögu Dýr­linga í Witten­berg Þýska­landi. Sjálf­dekraðir emb­ætt­is­menn höfðu öldum saman unnið ötul­lega við að koma sér upp kerfi þar sem hver silki­húfan við aðra ylj­aði sér við ríku­legan aðbún­að, lúxus og frið­helgi í ein­angrun frá alþýð­unni. Efn­is­hyggja innan kaþ­ólsku kirkj­unnar gegn­sýrði svo huga emb­ætt­is­manna að m.a. afleiðu­við­skipti voru gerð út á sam­visku alþýð­unnar með útgáfu afláts­bréfa um synda­af­lausn,- svona nokk­urs­kon­ar ­glæpa-af­sal. Fyr­ir­gefn­ingin var orðin sölu­vara, yfir­bótin greiðsla og iðr­unin skipti ekki máli. Féð var m.a. notað til bygg­ingar Pét­urs­kirkj­unnar í Róm sem gilti einu því sam­viska fólks var fal­boðin á alt­ari mamm­ons en fátt gat verið fjarri þeim fal­lega og göf­uga boð­skap sem Jesú Kristur lifði fyrir meðal okk­ar, þá 1.500 árum fyrr. 

Sú kær­leiks­ríka hug­mynda­fræði sem Jesú eft­ir­lét mann­kyni grund­vall­ast nefni­lega á auð­mýkt og heið­ar­leika og úthýsir þar með hræsni og sam­fé­lags­legri mis­mun­un.

Það er auð­vitað ólíku jafna að bera saman tíð­ar­anda nútíma stjórn­mála og til­vist­ar­kreppu kaþ­ólsku kirkj­unnar fyr­ir­ fimm hund­ruð árum síðan en leitið og þér munuð finna. Mann­leg hegðun er söm við sig óháð stund og stað og hvergi krist­all­ast betur þeir brestir sem mann­skepnan þarf að glíma við en einmitt í hlið­rænum veru­leika valds og for­rétt­inda. 

Auglýsing

Í okkar fámenna þjóð­fé­lagi starfa stjórn­mála­flokkar sem ýmist kenna sig við frelsi, jöfn­uð, umhverf­is­mál eða fram­farir svo nefndir séu þeir sem lengst hafa starf­að. Hug­mynda­fræði, hver sem hún er, verður hjóm eitt ef heið­ar­leika skortir gagn­vart meg­in­þorra þess sem hug­mynda­fræðin á að þjóna. 

Ein­stak­lingar og stofn­anir þess­ara flokka hafa ein­angr­ast í sjálfs­dekri og hlið­rænum veru­leika þess þorra almenn­ings sem þeir eiga að starfa fyr­ir. Núgild­andi stjórn­ar­skrá er skjól ­vald­bjög­un­ar þeirra sem vilja sitja að sér­kjörum og auð­lindum almenn­ings sér og sínum í hag. Þessi úrelda rúm­lega 70 ára stjórn­ar­skrá með örlitlum breyt­ingum er það skjól sem sér­hags­muna­hópar okkar fámenna þjóð­fé­lags hagn­ast í. Stjórn­ar­skráin gamla tryggir misvægi atkvæða, sam­þjöppun valds og bjögun sem er hinn frjósami jarð­vegur kunn­ingjakap­ít­al­ism­ans sem byggir ávalt á sér­rétt­indum fárra á kostnað fjöld­ans. Mörg laga­frum­vörp núver­andi flokka taka ein­göngu mið af við­skipta­hags­munum fárra og eru brúkuð sem við­skipta­módel í þágu þeirra þjálu frekar en þjóð­hagstengd hag­stjórn­ar­tæki í þágu fjöld­ans. Heil­brigt þjóð­fé­lag byggir á hags­munum allra, ekki bara sumra umfram flesta. Ekki þarf að nefna nema lög um fram­sal afla­heim­ilda í eigu þjóðar sem rann í vasa einka­að­ila. Lög um heim­ild til veð­setn­ingar afla­heim­ilda í eigu þjóðar sem einka­að­ilar fengu að veð­setja gegn aðgangi fjár­magns til eigin fjár­fest­inga. Nýleg lög um mak­ríl inn í kvóta þrátt fyrir and­stæðu almenn­ings við fyrri lög af sama meiði. Nýsam­þykkt lög um lækkun veiði­gjalds fyrir nýt­ingu afla í eigu þjóð­ar. Nýsam­þykkt lög flokka um aukið fjár­magn úr sam­eig­in­legum sjóðum til þeirra sjálfra. Svo má nefna lög sem ekki eru sam­þykkt til varnar almenn­ingi en þjóna sér­hags­munum fárra s.s. ekki lög um aðskilnað fjár­fest­inga­banka frá við­skipta­sviði innan sömu stofn­un­ar. Lög sem ekki eru sam­þykkt til afnáms verð­trygg­ing­ar os­fr­v.,os­frv. Dæmin eru mýmörg og hér ein­ungis stiklað á stóru og af nægu að taka. 



Auð­vitað þarf að vernda rétt­indi og starfs­um­hverfi útgerð­ar­að­ila, fjár­magns­eig­enda og ann­ars atvinnu­lífs til jafns við almenn­ing og tryggja atvinnu­fyr­ir­tækjum hag­fellt umhverfi en sam­þjöppun og bjögun valds er vara­söm þróun í lýð­ræð­is­ríki sem vert er að minn­ast á þegar 10 ár eru liðin frá hruni. Orsakir hruns­ins má rekja til einka­væð­ingar fjár­mála­stofn­ana í eigu almenn­ings í hendur kunn­ingja ríkj­andi stjórn­mála­flokka. 

Ein­ungis 20% lands­manna bera traust til bank­anna ­sam­kvæmt könn­un Gallup í febr­úar 2018 og ein­ungis 28% bera traust til­ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Ástæða? Einka­væð­ing bank­anna, orsök, van­ræksla og afleið­ing­ar.

Um reyfara­kennda starfs­hætti fyrri einka­væð­ingar má m.a. lesa í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, 2010, 1, 6: 263). Þar er sagt frá leyni­fundi í London milli starfs­manns fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu og ráð­gjafa HS­BC ­bank­ans þar sem ákvörðun var tekin um bjögun á fyrra matslík­ani með þeim hætti að „rétt” nið­ur­staða feng­ist Sam­son í hag. Þarna var verið að leggja drög að sölu Lands­bank­ans (þjóð­ar­eign) til­ ­Sam­son (­Björg­ólfs­feðga) á lak­ara verði en önnur til­boð hljóð­uðu, m.a. frá Sænska En­skilda ­bank­an­um. Ekki þarf að tíunda aðferða­fræði við svo­kall­aða einka­væð­ingu til s-hóps­ins á ann­ari ­þjóð­ar­eign, Bún­að­ar­bank­an­um. Blóð­taka almenn­ings vegna einka­væð­ingar bank­anna 2002-3 tekur marga ára­tugi að leið­rétta og má ekki end­ur­taka sig. Heil­brigð­is, mennta og vega­kerfi lögð­ust nán­ast á hlið­ina, tug­þús­undir misstu heim­ili og lífs­af­komu, kaup­höllin þurrk­að­ist út, líf­eyr­is­rétt­indi skertust veru­lega og afleið­ing­arnar eru enn að koma fram. Við þurfum að minna okkur á þennan mann­gerða harm­leik þó fátt sé leið­in­legra en að rifja upp þessi póli­tísku myrkra­verk. Til­gangur áminn­ing­ar­innar er hins veg­ar ­mik­il­væg­ur, þennan hild­ar­leik má ekki end­ur­taka. 

Nú er vá fyrir dyrum hjá Íslenskri þjóð.

Til stendur að einka­væða á ný banka­kerfið undir stjórn sömu flokka og einka­væddu banka­kerfið fyrir 16-17 árum að við­bættum stuðn­ingi Vinstri Grænna. Búið er að hleypa erlendum vog­un­ar­sjóð, sem grímu gam­al­kunnra einka­fjár­festa, inn í Arion áður Kaup­þing, áður Bún­að­ar­banka. Þjóð veit þá þrír vita, þessi gjörn­ingur og fram­kvæmd hans vekur óhug í vit­und þess sem opna vill aug­un. Í þessu til­tekna máli hafa fjár­mála­eft­ir­lit og fjöl­miðlar van­rækt skyldu sína svo um mun­ar. Spilin hafa verið stokkuð og nýr valda­kap­all verið lagður gegnum þrjár ­rík­is­stjórn­ir ­sem miðar að því að koma fjár­mála­kerf­inu á ný í hendur þjálla aðila með skipu­lögðum hætti á kostnað almenn­ings. Það er ein­falt að lesa í þennan kapal og höf­unda hans en bls 283 og 284 í nýút­kominni hvít­bók segir allt sem segja þarf um hvaða ein­stak­lingar og flokkar ætla sér aukið fé og völd í einka­væð­ingu númer tvö á fjár­mála­kerfi þjóð­ar­inn­ar. Nú er vá sem vert er að bregð­ast við í tíma. 

Telja stjórn­mála­menn sömu flokka og fram­kvæmdu fyrri einka­væð­ingu virki­lega að þeir hafi traust almenn­ings til ann­arrar einka­væð­ingar á nýju kenni­tölum gömlu bank­anna? 

Ein­ungis 29% almenn­ings ber traust til Alþing­is ­sam­kvæmt ­sömu febr­ú­ar­könn­un Gallup. Skýr­ing? Hvernig svo sem spill­ing er skil­greind eða auð­kennd í Íslenskum stjórn­málum þá smýgur hún inn í bresti sam­fé­lags og brýtur gegn trausti. Alþingi, stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar brugð­ust umbjóð­endum sínum og gera enn.

Hvað varð um sið­bót í Íslenskum stjórn­mál­um?

Stjórn­mála­menn hljóta að gera sér grein fyrir því að við búum við aðhalds­litlar leik­reglur sem verður að bæta úr. Hrunið var raun­veru­leika-á­fall og högg­bylgja fyrir Íslenskt sam­fé­lag sem ól af sér viða­mikla rann­sókn­ar­skýrslu sem afhjúpaði sér­hags­muna­stjórn­mál sem aldrei fyrr og und­ir­strik­aði mik­il­vægi nýrrar stjórn­ar­skrár. Hrunið kall­aði á upp­færslu ­stjórn­ar­skrár­inn­ar ­sem fólkið í land­inu sam­þykkti að tveimur þriðju meiri­hluta í ráð­gef­and­i ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. okt 2012. Sam­þykkt var að frum­varp Stjórn­laga­ráðs yrði lagt til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá. Ekki í breyttri mynd, heldur nýrri stjórn­ar­skrá. Þrátt fyrir skýran vilja Íslend­inga í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu tel­ur ­rík­is­stjórn­ Katrínar Jak­obs­dóttur nauð­syn að hafa í sátt­mála sínum ákvæði um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar með aðkomu allra flokka. Þessi túlkun er vald­bjögun og gengur gegn eðli og hefð lýð­ræðis Íslands og vilja almenn­ings sem þegar hefur kosið sér nýja stjórn­ar­skrá.

Það eru þessir sam­mennsku eðl­is­brest­ir, græðgin, sem eiga rætur sínar til­ ­valds- og efn­is­hyggju sem við þurfum sífellt að takast á við og er nýja stjórn­ar­skráin mik­il­væg bót þar á og stuðn­ingur við lýð­ræð­is­þróun okk­ar. Hún veit­ir ­stjórn­mála­mönn­um- og ­flokkum aðhald.

Þetta sagði Krist­ur, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra”. 

Sjálf­skömmt­un ­stjórn­mála­manna á tug­pró­senta launa­hækk­unum umfram aðra, með því að hafna ekki úrskurði kjara­ráðs, er auð­vitað ein af hróp­andi öfug­mælum þess kristi­lega sann­leika sem menn­ing okkar byggir á. 

Nýja stjórn­ar­skráin er sið­bót Íslenskra stjórn­mála og for­gangs­mál okkar Íslend­inga, allt annað er skrum­skæl­ing lýð­ræð­is­ins.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar