Vinnuálag í framhaldsskólum

Bergþór Reynisson framhaldsskólakennari skrifar um af hverju álag á nemendur sé eins mikið og það er í framhaldsskólum í dag.

Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Auglýsing

Nú er vor­önn flestra fram­halds­skóla hafin og því ágætt fyrir nem­endur að átta sig á hversu mikla vinnu þeir megi gera ráð fyrir að þurfa að leggja í nám ann­ar­inn­ar. Þetta er 10. önnin sem ég starfa eftir nýju ein­inga­kerfi fram­halds­skól­anna og hefur mér þótt margir nem­endur og for­ráða­menn þeirra enn ekki hafa áttað sig á nýja ein­inga­kerf­in­u. 

Það er kostur nýja ein­inga­kerf­is­ins að nú segir ein­inga­fjöldi til um hversu miklum tíma nem­endur þurfa að verja í námið í stað gamla ein­inga­kerf­is­ins sem sagði ein­ungis til um hversu margar kennslu­stundir nem­endur sóttu.

Á bls. 50 í aðal­námskrá fram­halds­skól­anna stend­ur: „Öll vinna nem­enda í fram­halds­skóla skal metin í stöðl­uðum náms­ein­ingum og skal að baki hverri ein­ingu liggja því sem næst jafnt vinnu­fram­lag nem­enda. Öll vinna nem­enda í fullu námi veitir 60 fram­halds­skóla­ein­ingar (fein.) á einu skóla­ári eða 30 ein­ingar á önn. Ein fram­halds­skóla­ein­ing sam­svarar 18 til 24 klukku­stunda vinnu meðal nem­enda, það er að segja þriggja daga vinnu nem­enda ef gert er ráð fyrir sex til átta klukku­stunda vinnu að með­al­tali á dag eftir eðli við­fangs­efna og afkasta­getu nem­enda.“ 

Auglýsing

Þetta er gott að hafa í huga þegar nem­endur velta fyrir sér vinnu­á­lagi í fram­halds­skóla. Nem­andi í fullu námi tekur 30 ein­ingar á önn, nem­andi sem sér ekki fram á að geta verið í fullu námi tekur færri ein­ingar og nem­andi sem tekur fleiri en 30 ein­ingar á önn má gera ráð fyrir „yf­ir­vinnu“ í nám­inu. Þannig er nem­andi sem tekur t.d. 36 ein­ingar eina önn­ina í 120% námi þá önn­ina.

Á bls. 48 í aðal­námskrá fram­halds­skól­anna stend­ur: „Stúd­ents­próf miðar að því að und­ir­búa nem­endur undir háskóla­nám hér­lendis og erlend­is. Náms­tími til stúd­ents­prófs getur verið breyti­legur milli náms­brauta og skóla en fram­lag nem­enda skal þó aldrei vera minna en 200 ein.“ 

Sam­kvæmt námskránni er stúd­ents­prófið fyrir nem­endur í fullu námi því a.m.k. 3,33 skólaár og því ljóst að þeir nem­endur sem ætla að klára námið á þremur árum þurfa að gera ráð fyrir því að vera ein­hverjar annir í meira en fullu námi.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar