Borgarsamgöngur - hugmynd um stofnun

Sverrir Bollason segir að það væri Íslandi hollt að hafa annað borgarsvæði sem gæti veitt höfuðborgarsvæðinu mótvægi og samkeppni.

Auglýsing

Umferð í borgarumhverfi og umferð í dreifbýli er um mjög margt ólík. Í dreifbýli er langt milli áfangastaða, nágrenni veganna markast af náttúrulegu umhverfi og yfirleitt er umferð lítil en hraði mikill. Í borgarumhverfi blandast saman fjöldi ferðamáta sem þvera stefnu hvers annars, nágrennið allt er einhverskonar íverustaður fólks hvort sem þar er byggð eða svæði til útiveru sem umferðin hefur áhrif á. Hver blettur borgarinnar er mögulegur áfangastaður.

Reynsla og styrkleikar Vegagerðarinnar hafa helst verið við þjóðvegagerð í dreifbýli en nokkur núningur hefur verið milli borgarhönnuða og Vegagerðar um hvaða stefnu skuli taka varðandi þjóðvegi í Þéttbýli. Nú stefnir í að fjárfestingar í fjölbreyttum samgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði auknar og því þörf á skýrri stefnumörkun. Á þeim tímamótum langar mig að viðra hugmynd.

Borgarumferð undir einn hatt

Umferð í dreifbýli og þéttbýli þarfnast ólíks kúltúrs í hugsun og krefst ólíkrar sérhæfingar í hönnun. Til að sérhæfing nái að blómstra þarf að rækta hana í réttu umhverfi. Tillaga mín er því að skipta upp hlutverki Vegagerðarinnar í tvær stofnanir. Önnur sinni uppbyggingu og rekstri vega í dreifbýli, um margt svipað og meginþunginn í starfsemi stofnunarinnar er í dag. Hins vegar verði sett á fót ný stofnun sem sinni samgöngum á höfuðborgarsvæðinu sem samþætti stjórnun allra samgöngumáta á því svæði. Sú stofnun verði undir sameiginlegri stjórn og fjármögnun Ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í hlutfalli við framlög.

Auglýsing

Þörf fyrir eindrægni

Ýmis rök hníga einnig til þess að unnið sé markvissar með lausn ferðaþarfar fólks á höfuðborgarsvæðinu og að mögulegt sé að leysa ferðaþörfina betur án tillits til fararmáta undir einum hatti. Opinber stefnumörkun í þessum efnum er sumpart plöguð af því að um er að ræða samkeppni milli stofnana sem hver sinnir sínum fararmáta. Þótt hlutverkin virðist lík falla markmiðin ekki alltaf hvert að öðru. Stofnun sem hefði það hlutverk að koma fólki á milli staða óháð fararmáta gæti betur tekist á við það verkefni og fjárfest þar sem ábatinn er mestur. Fyrirmynd að þessu fyrirkomulagi er til dæmis Transport for London, félags sem sinnir öllum samgöngum innan Lundúna svæðisins.

Tækifæri fyrir Akureyri

Hin stofnunin, sem væri ekki mjög ólík Vegagerðinni sem við þekkjum í dag, þyrfti því ekki lengur að vera staðsett í Reykjavík en gæti til dæmis flust til Akureyrar. Það væri Íslandi hollt að hafa annað borgarsvæði sem gæti veitt höfuðborgarsvæðinu mótvægi og samkeppni. Það er styrkur að því að hafa aðra borg líkt og Árósar eru gagnvart Kaupmannahöfn, Gautaborg gagnvart Stokkhólmi, Björgvin gagnvart Ósló og svo framvegis. Flutningur svo stórs vinnustaðar fyrir vel menntað starfsfólk gæti verið verulegur styrkur fyrir vöxt Akureyrar sem annarrar borgar Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar