Auglýsing

„Fjár­mála­kerfið á að vera traust og þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt. Eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum er það umfangs­mesta í Evr­ópu og vill rík­is­stjórnin leita leiða til að draga úr því.“ Svona hljómar text­inn um fjár­mála­kerfið sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur kom sér saman um að ætti að vera í stjórn­ar­sátt­mála henn­ar.

Til þess að vinna að þessum mark­miðum var látið vinna Hvít­bók um fjár­mála­kerfið þar sem þessi mark­mið voru höfð til hlið­sjón­ar. Við vinnslu Hvít­bók­ar­innar átti leið­ar­ljósið líka að verða „aukið traust á íslenskum fjár­mála­mark­aði, aukið gagn­sæi og fjár­mála­stöð­ug­leik­i.“

Síðan að Hvít­bókin var opin­beruð 10. des­em­ber 2018 hefur umræðan nán­ast verið ein­okuð af einum hópi manna, þeirra sem vilja hefja sölu á bönk­unum sem allra fyrst.

Auglýsing
Sumir þeirra ein­blína á að ríkið myndi aldrei eyða um 300-400 millj­örðum króna í að kaupa banka í dag, og því liggi bein­ast við að ríkið losi þá fjár­hæð sem nú er bundin í Lands­bank­anum og Íslands­banka. Aðrir vilja gefa lands­mönnum hluta­bréf í bönk­un­um, sem þeir eiga reyndar nú þegar í gegnum sam­eig­in­legt eign­ar­hald á rík­is­sjóði. Enn aðrir nota rök­semd­ar­færsl­una að það sé ekki svona umfangs­mikið eign­ar­hald á bönkum hjá nokkru öðru við­mið­un­ar­ríki, og því sé ómögu­legt að þannig sé málum háttað hér. Og svo fram­veg­is.

Tók fimm ár síð­ast að búa til vít­is­vél

Hvít­bókin er að mörgu leyti vel unnið og þarft verk. Tvær helstu nið­ur­stöður hennar eru að fjár­mála­kerfið sé sam­fé­lags­lega mik­il­vægt og að traust sé und­ir­staða þess að það virki sem skyldi. Það sé síðan hlut­verk rík­is­ins að tryggja umgjörð sem stuðli að verð­skuld­uðu trausti.

Í Hvít­bók­inni er einnig fjallað um eign­ar­hald í banka­kerf­inu. Þar seg­ir: „Heil­brigt eign­ar­hald er mik­il­væg for­senda þess að banka­kerfi hald­ist traust um langa fram­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­semi banka og fjár­hags­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.“

Samt er lagt til að Íslands­banki verði seldur að öllu leyti og 66 pró­sent hlutur í Lands­bank­anum sömu­leið­is. Rökin fyrir því að þetta verði gert, sem fram eru sett í Hvít­bók­inni, eru fremur veik.

Þar er í fyrsta lagi sagt að rík­is­sjóður beri áhættu af eign­ar­hald­inu vegna þess að 300 millj­arðar króna séu bundnir í eign­ar­hlutum í banka­kerf­inu. Nú liggur fyrir að rík­is­á­byrgð er á íslenska fjár­mála­kerf­inu. Það hefur ein­fald­lega sýnt sig að það fær ekki að falla. Síð­ast þýddi það neyð­ar­laga­setn­ingu, yfir­töku á inn­lendri starf­semi allra íslensku við­skipta­bank­anna og fjár­magns­höft.

Þegar fjár­mála­kerfið hrundi 2008 voru liðin ein­ungis rúm fimm ár frá því að það var að fullu einka­vætt. Það tók ekki lengri tíma en það fyrir íslenska banka- og við­skipta­menn að búa til vít­is­vél úr kerf­inu, þar sem örgjald­mið­ill­inn krónan varð að lyk­il­breytu. Í ljósi reynsl­unnar má þar af leið­andi færa sterk rök fyrir því að áhætta rík­is­ins, og sam­fé­lags­ins alls, sé mun meiri af því að einka­væða bank­anna en að gera það ekki.

Í öðru lagi er því haldið fram að ríkið beri fórn­ar­kostnað með því að vera með um 300 millj­arða króna bundna í banka­kerf­inu. Þá fjár­muni mætti nýta t.d. til að greiða niður skuldir rík­is­ins. Á móti er er hægt að benda á að rík­is­bank­arnir greiddu 207 millj­arða króna í arð á árunum 2013-2018. Áætlað er að arð­greiðslur rík­is­sjóðs frá fyr­ir­tækjum í eigu hans verði 27,5 millj­arðar króna á þessu ári. Þær koma að nán­ast öllu leyti frá Lands­bank­anum og Íslands­banka. Auk þess er eig­in­fjár­hlut­fall beggja banka er enn vel umfram eig­in­fjár­kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem er 20,5 pró­sent. Það er því klárt svig­rúm til að tappa vel af eigin fénu. Þótt arð­greiðslur muni eðli­lega lækka á næstu árum vegna þess að sala á eignum sem bank­arnir fengu í arf eftir hrunið sé að mestu lokið þá er þetta alls ekk­ert svört staða.

Fjórði bank­inn

Í þriðja lagi er því haldið fram í Hvít­bók­inni að yfir­ráð rík­is­ins yfir stórum hluta fjár­mála­mark­aðar raski sam­keppni og skapi aðstæður til stöðn­un­ar. Nú má benda á að það fyrir þá sem þurfa á við­skipta­banka­þjón­ustu að halda ríkir ekki, og hefur aldrei ríkt, nein alvöru sam­keppni milli banka. Það er helst að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi hrist upp í kyrr­stöð­unni á íbúða­lána­mark­aði með því að bjóða sjóðs­fé­lögum sínum miklu betri vaxta­kjör en bank­arnir bjóða. Og „fjórði bank­inn á Nor­dica“, en svo kall­ast norsku banka­menn­irnir sem lokkað hafa stærstu alþjóð­legu íslensku fyr­ir­tækin í við­skipti til sín, íslensku bönk­unum til mik­illa skap­rauna, á und­an­förnum árum með fundum sem iðu­lega eru haldnir á pen­inga­manna­hót­el­inu við Suð­ur­lands­braut.

Auglýsing
Samandregið þá starfa íslensku bank­arnir bara á Íslandi, þeir eru einu fjár­mála­fyr­ir­tæki í heim­inum sem nota íslenska krónu, það er búið að „þrí­fa“ allt kerfið með ærnum til­kostn­aði á und­an­förnum ára­tug eftir svall­veislu einka­væð­ing­ar­tím­ans og því ekk­ert sem kallar á að skipt verði um eig­endur á bönk­un­um.

Þ.e. annað en þrýst­ingur hags­muna­að­ila, og þeirra sem telja að þeir geti grætt pen­inga eða áhrif, á að það verði að ger­ast.

Hvaða útlend­ing­ar?

Þeir sem tala hæst um nauð­syn þess að það þurfi að selja bank­ana þurfa að minnsta kosti að koma með betri rök en þau sem til­greind eru hér að ofan. Til við­bótar við það að svara spurn­ing­unni „af hverju“ þá þarf líka að svara því hverjir ættu að kaupa bankana?

Eigið fé Íslands­banka var 175 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Eigið fé Lands­bank­ans var 236 millj­arðar króna. Ef miðað er við það gengi sem var stuðst við í skrán­ingu Arion banka í fyrra­sumar (0,67 krónur á hverja krónu af eigin fé) þá ætti virði þeirra hluta í rík­is­bönk­unum sem heim­ild er til að selja í fjár­lögum að vera um 322 millj­arðar króna.

Einu erlendu aðil­arnir sem hafa sýnt því raun­veru­legan áhuga að eiga í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum eru skamm­tíma­sjóð­ir, líkt og þeir sem eiga uppi­stöð­una í Arion banka, sem henta aug­ljós­lega illa sem eig­endur kerf­is­lega mik­il­vægra banka með óform­lega rík­is­á­byrgð.

Banka­sýsla rík­is­ins telur að áhugi erlends banka á að kaupa einn íslenskan sé ekki lík­leg til að bera árang­ur. Í minn­is­blaði sem hún skil­aði inn til Hvít­bók­ar­hóps­ins sagði að reglu­leg sam­skipti við alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka hefðu leitt í ljós að „á und­an­förnum árum og í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar hefur verið afar lítið um sam­runa og yfir­tökur á bönkum á milli landa í Evr­ópu. Bitur reynsla af fyrri yfir­tök­um, lág arð­semi, flókn­ara reglu­verk og auknar eig­in­fjár­kröfur hafa átt sinn þátt í því[...]­Bankar eru að draga sig út úr fjár­fest­ingum fyrri ára og ein­beita sér að kjarna­rekstri á eigin heima­mark­aði, en ekki að frek­ari land­vinn­ing­um.“

Viljum við að útgerð­ar­risarnir eign­ist bank­ana líka?

Inn­an­lands eru ekki margir sem koma til greina sem eiga nægj­an­legt fjár­magn til að kaupa stóran hlut í banka. Í raun er þar bara um að ræða líf­eyr­is­sjóði lands­ins, sem töp­uðu 480 millj­örðum króna í síð­asta banka­hruni. Í ljósi þess að þeir eru ekki, að megin uppi­stöðu, virkir eig­endur að fyr­ir­tækjum sem þeir fjár­festa í þá verður að telj­ast ólík­legt þeir muni sækj­ast eftir að eign­ast kjöl­festu­hlut í rík­is­banka.

Auglýsing
Hinn hóp­ur­inn sem á eigið fé til að kaupa banka er fámennur hópur Íslend­inga sem hefur hagn­ast á ævin­týra­legan hátt á því að fá að nýta veiði­heim­ildir sem eiga að vera sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Það tíðkast ekki á Íslandi að skatt­leggja nýt­ingu slíkra nátt­úru­auð­linda með til dæmis sam­tals 78 pró­sent skatti, líkt og gert er með nýt­ingu olíu í Nor­egi.

Nei, þess í stað hefur uppi­staðan af arð­inum vegna nýt­ing­ar­innar safn­ast saman í vösum örfárra fjöl­skyldna sem annað hvort eiga stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins eða hafa selt sig út úr geir­anum fyrir ótrú­legar fjár­hæð­ir.

Nið­ur­staðan er sú að frá árinu 2010 og út árið 2017 námu arð­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna 80,3 millj­örðum króna. Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sömu fyr­ir­tækja batnað um 341 millj­arða króna. Því hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um 421,3 millj­arða króna á tæpum ára­tug. Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, hefur til að mynda hagn­ast um 100 millj­arða króna á sjö árum. Eigið fé þess fyr­ir­tæk­is, sem er í eigu þriggja ein­stak­linga, var um 95 millj­arðar króna í árs­lok 2017. Sam­herji er að langstærstu leyti í eigu þriggja ein­stak­linga.

Aðra sem má nefna í þessu sam­hengi eru til að mynda fyrr­ver­andi og núver­andi aðal­eig­endur HB Granda, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Skinn­ey-­Þinga­nes og Ísfé­lags­fjöl­skyldan í Vest­manna­eyj­um. Sam­hliða for­dæma­lausum hagn­aði síð­ustu ára hafa allir þessir aðilar aukið umsvif sín, ítök og áhrif í íslensku sam­fé­lagi. Þeir eiga það nær allir líka sam­eig­in­legt að vera í mik­illi nálægð við áhrifa­fólk í stjórn­málum og standa saman að rekstri eins áhrifa­rík­asta hags­muna­gæslu­fyr­ir­bæris sem fyr­ir­finnst á jarð­kringl­unni, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Tak­ist ekki að selja þessum tveimur hópum bank­ana þá má auð­vitað alltaf gera eins og síð­ast, selja hópi reynslu­lausra manna þá fyrir láns­fé. En von­andi dettur engum það í hug.

Almenn­ingur vill ekki selja bank­ana

Íslend­ingum hefur tek­ist vel til við að end­ur­reisa efna­hag sinn á und­an­förnum ára­tug. En orð­sporið er enn afar laskað, jafnt innan lands sem erlend­is.

Lítum á stöð­una sem birt­ist í afar gagn­legri rann­sókn sem Hvít­bók­ar­hóp­ur­inn lét gera. Í nið­ur­stöðum hennar kom meðal ann­ars fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum dettur í hug til að lýsa banka­­kerf­inu á Íslandi eru háir vext­ir/­­dýrt/ok­­ur, glæp­a­­starf­­sem­i/­­spill­ing og græðgi. Þar á eftir koma orð eins og van­­traust, hrun og há laun/­­bón­us­­ar/eig­in­hags­muna­­semi. Öll voru þessi orð nefnd meira en nokk­­urt jákvætt var sagt um íslenska banka­­kerf­ið.

Og það virð­ist ekk­ert vera neinn sér­stakur vilji hjá þjóð­inni að selja bank­ana sem ríkið á. Rann­sóknin sýndi að 61,2 pró­sent lands­manna er jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­skipta­banka. Ein­ungis 13,5 pró­sent þeirra eru nei­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­sent hafa ekki sér­staka skoðun á því.

Þegar fólk var spurt hver væri helsta ástæða þess að það væri jákvætt gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­skipta­banka voru algeng­ustu svörin þau að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili, að slíku eign­ar­haldi fylgdi öryggi og traust, að arð­ur­inn af fjár­mála­starf­semi myndi þá fara til þjóð­ar­innar og að minni líkur væru á spill­ingu, græðgi og slæmum enda­lok­um.

Svo sögð­ust ein­ungis 16 pró­sent lands­manna treysta banka­kerf­inu, sem þó er að langstærstu leyti í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar. Og 57 pró­sent sögð­ust alls ekki treysta því.

Í rann­­sókn­inni kom einnig fram að flestir Íslend­ingar ósk­uðu þess að banka­­kerfi fram­­tíðar yrði sann­­gjarnt og rétt­látt, traust, með góða þjón­ustu, hag­­kvæmt, heið­­ar­­legt, gagn­­sætt og fyrir almenn­ing.

Sam­an­dregið þá er eng­inn salur fyrir því að selja þessa blessuðu banka hjá eig­endum þeirra.

Sölu­menn­irnir taldir spilltir

Svo eru það þeir sem eiga að selja þá. Þ.e. íslenskir stjórn­mála­menn. Það er ekki eins og að Íslend­ingar treysti þeim neitt sér­stak­lega vel.

Þótt traust á Alþingi sem stofnun hafi skriðið upp á und­an­förnum árum þá mælist það ein­ungis 29 pró­sent. Og í nýlegri könnun Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sem gerð var opin­ber 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að 65 pró­sent lands­manna telji nán­ast alla stjórn­mála­menn vera viðriðna spill­ingu. Í dag telja ein­ungis níu pró­sent lands­manna að engir eða bara fáeinir stjórn­mála­menn séu spillt­ir.

Hvaða ástæður ætli séu fyrir þess­ari stöðu? Nær­tæk­ast er að ætla að þorri lands­manna telji stjórn­mála­menn sem séu í aðstöðu til að hafa áhrif á úthlutun gæða, eða hafi aðgengi að upp­lýs­ingum og tæki­færum umfram aðra, séu taldir nýta sér þá stöðu til að ala undir sig og sína.

Stjórn­mála­menn sem hafa málað sig sem umbóta­sinna í umræð­unni, oft árum sam­an, hafa reynst frekar inni­halds­lausir þegar þeir hafa kom­ist að völd­um. Þess í stað hafa þeir nálg­ast hina póli­tísku menn­ingu um að athöfnum þurfi ekki að fylgja ábyrgð, að hagur ein­stakra stjórn­mála­manna sé mik­il­væg­ari en trú­verð­ug­leiki kerf­is­ins og að mála­miðl­anir ólíkra stjórn­mála­afla sem tryggi þeim öllum völd megi fela í sér að heim­ila eitt­hvað sem við­kom­andi bein­línis veit að er rangt, sem óhagg­an­lega breyta.

Þótt áður­nefnd könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sýni að 62 pró­sent lands­manna sé þeirrar skoð­unar að það myndi auka traust þeirra til Alþingis mikið ef að meira væri um afsagnir þing­manna í kjöl­far mis­taka, þá eru slíkar afsagnir ein­hvers­konar póli­tískur ómögu­leiki.

Til við­bótar við allt ofan­greint þá virð­ist ein­fald­lega ekki vera meiri­hluti fyrir því á Alþingi að fara bratt í sölu­ferli á bönk­un­um. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn virð­ist liggja á með slíkt. Þeir eru sam­an­lagt með 20 þing­menn af 63.

Ýmis­legt hægt að gera

Nið­ur­staðan hlýtur að vera sú að það liggur ekk­ert á að selja þessa banka. Best væri að hag­ræða umtals­vert í rekstri þeirra, selja burt starf­semi sem þrífst vel á einka­mark­aði, t.d. hluta af fjár­fest­inga­banka­starf­semi, í nokkrum litlum skrefum og ein­blína á að kjarna­starf­semin sem snýr að almenn­ingi og fyr­ir­tækjum tryggi þeim góð kjör. Að hún verði þjón­ustu­starf­semi, ekki valda­tól. Sam­hliða er hægt að greiða út umfram eigið fé og nota í nauð­syn­lega inn­viða­upp­bygg­ingu.

Ríkið ætti að minnsta kosti að setja sér það mark­mið að Íslands­banka ætti ekki að selja nema til sér­stak­lega æski­legra eig­enda, eins og erlendra banka. Þar ætti verð að skipta minna máli en æski­legt eign­ar­hald. Á meðan að áhugi slíkra á bank­anum er lít­ill eða eng­inn er engu áorkað með því að selja hann.

Fjár­mála­kerfið á að vera traust og þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt, sagði rík­is­stjórnin í sátt­mála sín­um. Það sam­rým­ist varla því mark­miði að stjórn­mála­menn sem almenn­ingur telur spillta selji banka sem almenn­ingur treystir ekki, ein­ungis vegna þess að fámennur þrýsti­hópur krefst þess svo að valdið yfir því að gera þær breyt­ingar á banka­starf­semi sem almenn­ingur kallar eftir verði fært aftur til svip­aðra manna og settu banka­kerfið á haus­inn á fimm árum eftir síð­ustu einka­væð­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari