Auglýsing

„Fjár­mála­kerfið á að vera traust og þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt. Eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum er það umfangs­mesta í Evr­ópu og vill rík­is­stjórnin leita leiða til að draga úr því.“ Svona hljómar text­inn um fjár­mála­kerfið sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur kom sér saman um að ætti að vera í stjórn­ar­sátt­mála henn­ar.

Til þess að vinna að þessum mark­miðum var látið vinna Hvít­bók um fjár­mála­kerfið þar sem þessi mark­mið voru höfð til hlið­sjón­ar. Við vinnslu Hvít­bók­ar­innar átti leið­ar­ljósið líka að verða „aukið traust á íslenskum fjár­mála­mark­aði, aukið gagn­sæi og fjár­mála­stöð­ug­leik­i.“

Síðan að Hvít­bókin var opin­beruð 10. des­em­ber 2018 hefur umræðan nán­ast verið ein­okuð af einum hópi manna, þeirra sem vilja hefja sölu á bönk­unum sem allra fyrst.

Auglýsing
Sumir þeirra ein­blína á að ríkið myndi aldrei eyða um 300-400 millj­örðum króna í að kaupa banka í dag, og því liggi bein­ast við að ríkið losi þá fjár­hæð sem nú er bundin í Lands­bank­anum og Íslands­banka. Aðrir vilja gefa lands­mönnum hluta­bréf í bönk­un­um, sem þeir eiga reyndar nú þegar í gegnum sam­eig­in­legt eign­ar­hald á rík­is­sjóði. Enn aðrir nota rök­semd­ar­færsl­una að það sé ekki svona umfangs­mikið eign­ar­hald á bönkum hjá nokkru öðru við­mið­un­ar­ríki, og því sé ómögu­legt að þannig sé málum háttað hér. Og svo fram­veg­is.

Tók fimm ár síð­ast að búa til vít­is­vél

Hvít­bókin er að mörgu leyti vel unnið og þarft verk. Tvær helstu nið­ur­stöður hennar eru að fjár­mála­kerfið sé sam­fé­lags­lega mik­il­vægt og að traust sé und­ir­staða þess að það virki sem skyldi. Það sé síðan hlut­verk rík­is­ins að tryggja umgjörð sem stuðli að verð­skuld­uðu trausti.

Í Hvít­bók­inni er einnig fjallað um eign­ar­hald í banka­kerf­inu. Þar seg­ir: „Heil­brigt eign­ar­hald er mik­il­væg for­senda þess að banka­kerfi hald­ist traust um langa fram­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­semi banka og fjár­hags­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.“

Samt er lagt til að Íslands­banki verði seldur að öllu leyti og 66 pró­sent hlutur í Lands­bank­anum sömu­leið­is. Rökin fyrir því að þetta verði gert, sem fram eru sett í Hvít­bók­inni, eru fremur veik.

Þar er í fyrsta lagi sagt að rík­is­sjóður beri áhættu af eign­ar­hald­inu vegna þess að 300 millj­arðar króna séu bundnir í eign­ar­hlutum í banka­kerf­inu. Nú liggur fyrir að rík­is­á­byrgð er á íslenska fjár­mála­kerf­inu. Það hefur ein­fald­lega sýnt sig að það fær ekki að falla. Síð­ast þýddi það neyð­ar­laga­setn­ingu, yfir­töku á inn­lendri starf­semi allra íslensku við­skipta­bank­anna og fjár­magns­höft.

Þegar fjár­mála­kerfið hrundi 2008 voru liðin ein­ungis rúm fimm ár frá því að það var að fullu einka­vætt. Það tók ekki lengri tíma en það fyrir íslenska banka- og við­skipta­menn að búa til vít­is­vél úr kerf­inu, þar sem örgjald­mið­ill­inn krónan varð að lyk­il­breytu. Í ljósi reynsl­unnar má þar af leið­andi færa sterk rök fyrir því að áhætta rík­is­ins, og sam­fé­lags­ins alls, sé mun meiri af því að einka­væða bank­anna en að gera það ekki.

Í öðru lagi er því haldið fram að ríkið beri fórn­ar­kostnað með því að vera með um 300 millj­arða króna bundna í banka­kerf­inu. Þá fjár­muni mætti nýta t.d. til að greiða niður skuldir rík­is­ins. Á móti er er hægt að benda á að rík­is­bank­arnir greiddu 207 millj­arða króna í arð á árunum 2013-2018. Áætlað er að arð­greiðslur rík­is­sjóðs frá fyr­ir­tækjum í eigu hans verði 27,5 millj­arðar króna á þessu ári. Þær koma að nán­ast öllu leyti frá Lands­bank­anum og Íslands­banka. Auk þess er eig­in­fjár­hlut­fall beggja banka er enn vel umfram eig­in­fjár­kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem er 20,5 pró­sent. Það er því klárt svig­rúm til að tappa vel af eigin fénu. Þótt arð­greiðslur muni eðli­lega lækka á næstu árum vegna þess að sala á eignum sem bank­arnir fengu í arf eftir hrunið sé að mestu lokið þá er þetta alls ekk­ert svört staða.

Fjórði bank­inn

Í þriðja lagi er því haldið fram í Hvít­bók­inni að yfir­ráð rík­is­ins yfir stórum hluta fjár­mála­mark­aðar raski sam­keppni og skapi aðstæður til stöðn­un­ar. Nú má benda á að það fyrir þá sem þurfa á við­skipta­banka­þjón­ustu að halda ríkir ekki, og hefur aldrei ríkt, nein alvöru sam­keppni milli banka. Það er helst að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi hrist upp í kyrr­stöð­unni á íbúða­lána­mark­aði með því að bjóða sjóðs­fé­lögum sínum miklu betri vaxta­kjör en bank­arnir bjóða. Og „fjórði bank­inn á Nor­dica“, en svo kall­ast norsku banka­menn­irnir sem lokkað hafa stærstu alþjóð­legu íslensku fyr­ir­tækin í við­skipti til sín, íslensku bönk­unum til mik­illa skap­rauna, á und­an­förnum árum með fundum sem iðu­lega eru haldnir á pen­inga­manna­hót­el­inu við Suð­ur­lands­braut.

Auglýsing
Samandregið þá starfa íslensku bank­arnir bara á Íslandi, þeir eru einu fjár­mála­fyr­ir­tæki í heim­inum sem nota íslenska krónu, það er búið að „þrí­fa“ allt kerfið með ærnum til­kostn­aði á und­an­förnum ára­tug eftir svall­veislu einka­væð­ing­ar­tím­ans og því ekk­ert sem kallar á að skipt verði um eig­endur á bönk­un­um.

Þ.e. annað en þrýst­ingur hags­muna­að­ila, og þeirra sem telja að þeir geti grætt pen­inga eða áhrif, á að það verði að ger­ast.

Hvaða útlend­ing­ar?

Þeir sem tala hæst um nauð­syn þess að það þurfi að selja bank­ana þurfa að minnsta kosti að koma með betri rök en þau sem til­greind eru hér að ofan. Til við­bótar við það að svara spurn­ing­unni „af hverju“ þá þarf líka að svara því hverjir ættu að kaupa bankana?

Eigið fé Íslands­banka var 175 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Eigið fé Lands­bank­ans var 236 millj­arðar króna. Ef miðað er við það gengi sem var stuðst við í skrán­ingu Arion banka í fyrra­sumar (0,67 krónur á hverja krónu af eigin fé) þá ætti virði þeirra hluta í rík­is­bönk­unum sem heim­ild er til að selja í fjár­lögum að vera um 322 millj­arðar króna.

Einu erlendu aðil­arnir sem hafa sýnt því raun­veru­legan áhuga að eiga í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum eru skamm­tíma­sjóð­ir, líkt og þeir sem eiga uppi­stöð­una í Arion banka, sem henta aug­ljós­lega illa sem eig­endur kerf­is­lega mik­il­vægra banka með óform­lega rík­is­á­byrgð.

Banka­sýsla rík­is­ins telur að áhugi erlends banka á að kaupa einn íslenskan sé ekki lík­leg til að bera árang­ur. Í minn­is­blaði sem hún skil­aði inn til Hvít­bók­ar­hóps­ins sagði að reglu­leg sam­skipti við alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka hefðu leitt í ljós að „á und­an­förnum árum og í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar hefur verið afar lítið um sam­runa og yfir­tökur á bönkum á milli landa í Evr­ópu. Bitur reynsla af fyrri yfir­tök­um, lág arð­semi, flókn­ara reglu­verk og auknar eig­in­fjár­kröfur hafa átt sinn þátt í því[...]­Bankar eru að draga sig út úr fjár­fest­ingum fyrri ára og ein­beita sér að kjarna­rekstri á eigin heima­mark­aði, en ekki að frek­ari land­vinn­ing­um.“

Viljum við að útgerð­ar­risarnir eign­ist bank­ana líka?

Inn­an­lands eru ekki margir sem koma til greina sem eiga nægj­an­legt fjár­magn til að kaupa stóran hlut í banka. Í raun er þar bara um að ræða líf­eyr­is­sjóði lands­ins, sem töp­uðu 480 millj­örðum króna í síð­asta banka­hruni. Í ljósi þess að þeir eru ekki, að megin uppi­stöðu, virkir eig­endur að fyr­ir­tækjum sem þeir fjár­festa í þá verður að telj­ast ólík­legt þeir muni sækj­ast eftir að eign­ast kjöl­festu­hlut í rík­is­banka.

Auglýsing
Hinn hóp­ur­inn sem á eigið fé til að kaupa banka er fámennur hópur Íslend­inga sem hefur hagn­ast á ævin­týra­legan hátt á því að fá að nýta veiði­heim­ildir sem eiga að vera sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Það tíðkast ekki á Íslandi að skatt­leggja nýt­ingu slíkra nátt­úru­auð­linda með til dæmis sam­tals 78 pró­sent skatti, líkt og gert er með nýt­ingu olíu í Nor­egi.

Nei, þess í stað hefur uppi­staðan af arð­inum vegna nýt­ing­ar­innar safn­ast saman í vösum örfárra fjöl­skyldna sem annað hvort eiga stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins eða hafa selt sig út úr geir­anum fyrir ótrú­legar fjár­hæð­ir.

Nið­ur­staðan er sú að frá árinu 2010 og út árið 2017 námu arð­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna 80,3 millj­örðum króna. Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sömu fyr­ir­tækja batnað um 341 millj­arða króna. Því hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um 421,3 millj­arða króna á tæpum ára­tug. Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, hefur til að mynda hagn­ast um 100 millj­arða króna á sjö árum. Eigið fé þess fyr­ir­tæk­is, sem er í eigu þriggja ein­stak­linga, var um 95 millj­arðar króna í árs­lok 2017. Sam­herji er að langstærstu leyti í eigu þriggja ein­stak­linga.

Aðra sem má nefna í þessu sam­hengi eru til að mynda fyrr­ver­andi og núver­andi aðal­eig­endur HB Granda, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Skinn­ey-­Þinga­nes og Ísfé­lags­fjöl­skyldan í Vest­manna­eyj­um. Sam­hliða for­dæma­lausum hagn­aði síð­ustu ára hafa allir þessir aðilar aukið umsvif sín, ítök og áhrif í íslensku sam­fé­lagi. Þeir eiga það nær allir líka sam­eig­in­legt að vera í mik­illi nálægð við áhrifa­fólk í stjórn­málum og standa saman að rekstri eins áhrifa­rík­asta hags­muna­gæslu­fyr­ir­bæris sem fyr­ir­finnst á jarð­kringl­unni, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Tak­ist ekki að selja þessum tveimur hópum bank­ana þá má auð­vitað alltaf gera eins og síð­ast, selja hópi reynslu­lausra manna þá fyrir láns­fé. En von­andi dettur engum það í hug.

Almenn­ingur vill ekki selja bank­ana

Íslend­ingum hefur tek­ist vel til við að end­ur­reisa efna­hag sinn á und­an­förnum ára­tug. En orð­sporið er enn afar laskað, jafnt innan lands sem erlend­is.

Lítum á stöð­una sem birt­ist í afar gagn­legri rann­sókn sem Hvít­bók­ar­hóp­ur­inn lét gera. Í nið­ur­stöðum hennar kom meðal ann­ars fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum dettur í hug til að lýsa banka­­kerf­inu á Íslandi eru háir vext­ir/­­dýrt/ok­­ur, glæp­a­­starf­­sem­i/­­spill­ing og græðgi. Þar á eftir koma orð eins og van­­traust, hrun og há laun/­­bón­us­­ar/eig­in­hags­muna­­semi. Öll voru þessi orð nefnd meira en nokk­­urt jákvætt var sagt um íslenska banka­­kerf­ið.

Og það virð­ist ekk­ert vera neinn sér­stakur vilji hjá þjóð­inni að selja bank­ana sem ríkið á. Rann­sóknin sýndi að 61,2 pró­sent lands­manna er jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­skipta­banka. Ein­ungis 13,5 pró­sent þeirra eru nei­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­sent hafa ekki sér­staka skoðun á því.

Þegar fólk var spurt hver væri helsta ástæða þess að það væri jákvætt gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­skipta­banka voru algeng­ustu svörin þau að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili, að slíku eign­ar­haldi fylgdi öryggi og traust, að arð­ur­inn af fjár­mála­starf­semi myndi þá fara til þjóð­ar­innar og að minni líkur væru á spill­ingu, græðgi og slæmum enda­lok­um.

Svo sögð­ust ein­ungis 16 pró­sent lands­manna treysta banka­kerf­inu, sem þó er að langstærstu leyti í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar. Og 57 pró­sent sögð­ust alls ekki treysta því.

Í rann­­sókn­inni kom einnig fram að flestir Íslend­ingar ósk­uðu þess að banka­­kerfi fram­­tíðar yrði sann­­gjarnt og rétt­látt, traust, með góða þjón­ustu, hag­­kvæmt, heið­­ar­­legt, gagn­­sætt og fyrir almenn­ing.

Sam­an­dregið þá er eng­inn salur fyrir því að selja þessa blessuðu banka hjá eig­endum þeirra.

Sölu­menn­irnir taldir spilltir

Svo eru það þeir sem eiga að selja þá. Þ.e. íslenskir stjórn­mála­menn. Það er ekki eins og að Íslend­ingar treysti þeim neitt sér­stak­lega vel.

Þótt traust á Alþingi sem stofnun hafi skriðið upp á und­an­förnum árum þá mælist það ein­ungis 29 pró­sent. Og í nýlegri könnun Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sem gerð var opin­ber 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að 65 pró­sent lands­manna telji nán­ast alla stjórn­mála­menn vera viðriðna spill­ingu. Í dag telja ein­ungis níu pró­sent lands­manna að engir eða bara fáeinir stjórn­mála­menn séu spillt­ir.

Hvaða ástæður ætli séu fyrir þess­ari stöðu? Nær­tæk­ast er að ætla að þorri lands­manna telji stjórn­mála­menn sem séu í aðstöðu til að hafa áhrif á úthlutun gæða, eða hafi aðgengi að upp­lýs­ingum og tæki­færum umfram aðra, séu taldir nýta sér þá stöðu til að ala undir sig og sína.

Stjórn­mála­menn sem hafa málað sig sem umbóta­sinna í umræð­unni, oft árum sam­an, hafa reynst frekar inni­halds­lausir þegar þeir hafa kom­ist að völd­um. Þess í stað hafa þeir nálg­ast hina póli­tísku menn­ingu um að athöfnum þurfi ekki að fylgja ábyrgð, að hagur ein­stakra stjórn­mála­manna sé mik­il­væg­ari en trú­verð­ug­leiki kerf­is­ins og að mála­miðl­anir ólíkra stjórn­mála­afla sem tryggi þeim öllum völd megi fela í sér að heim­ila eitt­hvað sem við­kom­andi bein­línis veit að er rangt, sem óhagg­an­lega breyta.

Þótt áður­nefnd könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sýni að 62 pró­sent lands­manna sé þeirrar skoð­unar að það myndi auka traust þeirra til Alþingis mikið ef að meira væri um afsagnir þing­manna í kjöl­far mis­taka, þá eru slíkar afsagnir ein­hvers­konar póli­tískur ómögu­leiki.

Til við­bótar við allt ofan­greint þá virð­ist ein­fald­lega ekki vera meiri­hluti fyrir því á Alþingi að fara bratt í sölu­ferli á bönk­un­um. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn virð­ist liggja á með slíkt. Þeir eru sam­an­lagt með 20 þing­menn af 63.

Ýmis­legt hægt að gera

Nið­ur­staðan hlýtur að vera sú að það liggur ekk­ert á að selja þessa banka. Best væri að hag­ræða umtals­vert í rekstri þeirra, selja burt starf­semi sem þrífst vel á einka­mark­aði, t.d. hluta af fjár­fest­inga­banka­starf­semi, í nokkrum litlum skrefum og ein­blína á að kjarna­starf­semin sem snýr að almenn­ingi og fyr­ir­tækjum tryggi þeim góð kjör. Að hún verði þjón­ustu­starf­semi, ekki valda­tól. Sam­hliða er hægt að greiða út umfram eigið fé og nota í nauð­syn­lega inn­viða­upp­bygg­ingu.

Ríkið ætti að minnsta kosti að setja sér það mark­mið að Íslands­banka ætti ekki að selja nema til sér­stak­lega æski­legra eig­enda, eins og erlendra banka. Þar ætti verð að skipta minna máli en æski­legt eign­ar­hald. Á meðan að áhugi slíkra á bank­anum er lít­ill eða eng­inn er engu áorkað með því að selja hann.

Fjár­mála­kerfið á að vera traust og þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt, sagði rík­is­stjórnin í sátt­mála sín­um. Það sam­rým­ist varla því mark­miði að stjórn­mála­menn sem almenn­ingur telur spillta selji banka sem almenn­ingur treystir ekki, ein­ungis vegna þess að fámennur þrýsti­hópur krefst þess svo að valdið yfir því að gera þær breyt­ingar á banka­starf­semi sem almenn­ingur kallar eftir verði fært aftur til svip­aðra manna og settu banka­kerfið á haus­inn á fimm árum eftir síð­ustu einka­væð­ingu.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari