Er ríkið að eyðileggja lífeyrissjóðina?

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að ein mest aðkallandi spurningin, þegar kemur að kjaramálum, sé hvort að lífeyriskerfið hér á landi sé í raun og veru að virka.

Auglýsing

Þegar líf­eyr­is­sjóð­unum var komið á fót á sínum tíma var hugs­unin sú að söfnun í sjóð­ina myndi hækka eft­ir­launa­greiðslur og bæta lífs­gæði fólks á efri árum. Fólk átti að geta hætt að vinna áhyggju­laust þegar að starfs­lokum kæmi og notið sparn­aðar síns. Greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum áttu að bæt­ast við sann­gjarnar greiðslur almanna­trygg­inga.

Ein mest aðkallandi spurn­ing sam­tím­ans þegar kemur að kjara­málum er sú hvort þetta kerfi sé í raun og veru að virka. Eru ­laun­þeg­arað njóta góðs af líf­eyr­is­sparn­aði sín­um? Hefur rík­is­valdið kippt stoð­unum undan þessu kerfi?

Sátt um sparnað

Á meðal aðila vinnu­mark­að­ar­ins hefur ríkt góð sátt um það mark­mið, að byggja upp öfl­ugan sparnað í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina. Á und­an­förnum árum hafa aðild­ar­fé­lög ASÍ unnið að því að jafna líf­eyr­is­rétt­indi á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði. Stórt skref var stigið í tengslum við hið svo­kall­aða ramma­sam­komu­lag þar sem samið var um að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda yrði hækkað upp í 11,5% eða um 3,5 pró­sentu­stig. Þar með er búið að móta grund­völl fyrir því að rétt­inda­á­vinnsla iðgjalda í líf­eyr­is­sjóði geti skilað sjóð­fé­lögum 72% af með­al­ævi­tekjum við­kom­andi. Fyrir breyt­ing­una voru iðgjöld að veita að lág­marki 56% af með­al­ævi­tekjum þess sem greitt hafði í líf­eyr­is­sjóð af öllum laun­um. Það sér hver maður að þegar þessi hækkun er farin að skila sér í vasa þeirra sem hafa greitt hækkað iðgjald heila starfsævi þá getur munað veru­lega um þennan sparnað á efri árum.

Auglýsing

Grimmi­legar skerð­ingar

Allt er þetta til sóma. En víkjum þá að afskiptum rík­is­valds­ins. Þetta góða kerfi hefur aldrei fengið að standa í friði. Vegna ágangs rík­is­valds­ins fær kerfið ekki að skila árangri, óhindr­að. Þetta er sorg­legt. Rík­is­valdið virð­ist ekki getað unað við þá hugs­un, að fólk fái að njóta sparn­aðar á efri árum. Einkar grimmi­legum skerð­ingum er beitt af hálfu rík­is­ins. Laun­þegar sem spara í líf­eyr­is­kerf­inu fá minna úr almanna­trygg­inga­kerf­inu, nán­ast sem sparn­aði sínum nem­ur. Þannig kemur rík­is­valdið aftan að laun­þeg­um. Spurn­ingin er orðin stór og aðkallandi: Af hverju á fólk að spara kaupið sitt núna, ef sparn­að­ur­inn leiðir ein­ungis til skerð­inga á öðrum tekjum síð­ar? Viljum við virki­lega að það sé betra að sleppa því að spara?

Afskipti rík­is­ins af kjara­málum

Í tengslum við gerð kjara­samn­inga verður auð­vitað að ræða þessi mál. Full­trúum rík­is­valds­ins er tíð­rætt um að aðkoma rík­is­ins eigi að vera sem minnst, og að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins eigi að sjá um að semja sín á milli. Fjár­mála­ráð­herra ítrek­aði þetta sjón­ar­mið í ræðu­stól Alþingis fyrir skömmu. Það er gott og gilt. Það sem flækir málið er hins vegar sú stað­reynd, að rík­is­valdið virð­ist ekki tvínóna við að stíga inn í kjara­málin þegar kemur að því að kippa grund­vell­inum undan kerfum sem vinnu­mark­að­ur­inn hefur með samn­ingum komið á fót. Á meðan svo er, þá er rík­is­valdið auð­vitað ákaf­lega stór aðili að kjara­samn­ingum og verður að koma að borð­inu. Ríkið getur ekki sífellt hoggið úr laun­sátri, eftir á.

Á skjön við heil­brigð mark­mið

Það er sjálf­sögð krafa almenn­ings að þessum skerð­ingum verði alfarið hætt enda eigum við að tryggja öllum mann­sæm­andi elli­líf­eyri. Líf­eyr­is­sparn­aður er afrakstur vinnu fólks og á ekki að leiða til skerð­inga á kjörum síð­ar. Það á ekki að refsa fólki fyrir að spara.

Afskipti rík­is­ins eru hróp­lega á skjön við heil­brigð mark­mið vinnu­mark­að­ar­ins. Sama er uppi á ten­ingn­um þegar kemur að mál­efnum öryrkja. Á vinnu­mark­aði er keppt að því að öryrkjar geti aflað sér tekna og lagt fyr­ir, þrátt fyrir skerta starfs­getu. Rík­is­valdið hins vegar vinnur gegn slíkum mark­mið­um. Fólk fest­ist í lág­launa­gildrum hins opin­bera. Ef tæki­færi gefst til að afla ein­hverra tekna er hver króna tekin af við­kom­andi með skerð­ingum Trygg­inga­stofn­un­ar. Allir bjargir eru bann­að­ar. Jafn­vel vaxta­tekjur af sparn­aði eru teknar inn í skerð­ing­ar­út­reikn­inga.

Órétt­lát stefna

Á sama tíma og þessar skerð­ingar eiga sér stað, styður hið opin­bera dyggi­lega við bakið á þeim sem eiga fyr­ir­tæki, taka arð­greiðslur út úr fyr­ir­tækjum og greiða sára­lítið til sam­fé­lags­ins og sam­neysl­unn­ar.

Svona eru afskipti rík­is­ins. Næst þegar fjár­mála­ráð­herra segir að ríkið eigi ekki að skipta sér af kjara­við­ræð­um, mætti hann gjarnan íhuga þessi mál af meiri dýpt. Hann mætti hugsa um skerð­ing­arnar og hvernig þær eru einmitt dæmi um frek­leg afskipti af kjara­mál­um. Fátt myndi hafa betri áhrif á vinnu­mark­að­inn, en ef rík­is­valdið myndi hætta þessum skerð­ingum á tekjum þeirra sem verst hafa það í sam­fé­lag­inu. Þar er bolt­inn hjá Bjarna.



Höf­undur er for­­maður Raf­­iðn­­að­­ar­­sam­­bands Íslands og 2. vara­­for­­seti Alþýð­u­­sam­­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent