Sex milljón silfurpeningar

Jóhann S. Bogason gagnrýnir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiði í aðsendri grein.

Auglýsing

Nýverið kom fram skýrsla frá­ Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands varð­andi hval­veið­ar. Í henni var því m.a. haldið fram að ef við Íslend­ingar gætum orðið þeirrar gæfu aðnjót­andi að minnka hvala­stofna hér við land um s­irka­bát 40%, þá gætum við hinir sömu lukku­legu landar mögu­lega átt von á tug­millj­arða hagn­aði í útflutn­ings­tekj­um. Fullt af seðl­um. Þetta er ekki grín. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands lagði þetta til. 

Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland hefur vafa­lítið sér til máls­bóta að styðj­ast við svo­kall­aðar „rann­sókn­ir“ Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands. Einkum þær sem varða hjá­kát­lega ein­falda for­múlu Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands hér á árum áður, sem sner­ist um svo­nefnt „fjöl­stofna­lík­an“. Þessu var hampað af Gísla Vík­ings­syni og yfir­manni hans sem frá­bæru reikni­lík­ani um það hvernig setja mætti í einn hóp, svona þrjár hvala­teg­und­ir, rækju og loðnu og láta síðan rosa­lega flott algrím reikna út hvort að í þessu gæti ekki mögu­lega falist ávinn­ingur fyrir land­ann. Með því að drepa hvali.

Þetta „hermi­lík­an“ er inn­an­tómur hald­laus þvætt­ingur og það er ekk­ert að marka það. Enda hefur því hefur marg­sinnis verið hafnað af fræða­sam­fé­lag­inu sem vit­leysu. Það getur hver sæmi­lega viti bor­inn líf­fræð­ingur sagt sér. Hann þarf ekki einu sinni að vera sjáv­ar­líf­fræð­ing­ur. Það er meira að segja ein­fald­lega ekki hægt að halda því fram, að það að útrýma öllum hvala­stofnum hér við land leiði til „auk­inna útflutn­ings­tekna“ Íslend­inga. Það er ekki til ein ein­asta „vís­inda­leg“ skýr­ing á slíkri nið­ur­stöðu. Hvað þá að það felist mögu­legur ávinn­ingur í því að „fækka hvala­stofnum um 40%“.

Auglýsing

Sjálfur Gísli Vík­ings­son, sá hinn sami sem lætur taka af sér por­trett – mynd þar sem hann glottu­leitur heldur um skut­ul, gæti ekki komið fram með­ hald­bær rök fyrir við­líka bulli. Þetta veit hann. En Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands hefur haldið úti þessum hug­myndum um ára­tuga skeið með þeim árangri að sum­ir skipp­er­ar eru þess ævin­lega albúnir að væla kjökrandi í blöðin ef að hvalir tor­velda veiðar þeirra. Og furðu­lega margir Íslend­ingar taka hjart­an­lega undir þennan söng. Drepum hvali og græð­u­m! 

Nú ber svo við að öllu ein­fald­ari skýr­ingar eru á þessu hátta­lagi hunds um nótt. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland fékk sum­sé greiddar sex millj­ónir í sinn hlut til þess að gera okkur Íslend­ingum grein fyrir því að okkur væri nær að drepa þús­undir hvala til þess að vera í betri mál­um. Það var og. Þessi sama Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland leggur samt ekki neitt mat á mögu­legar útflutn­ings­tekjur okkar af þessum tug­þús­undum tonna af hval­kjöti. Samt eru dæmin nær­tæk.

Krist­ján ­Lofts­son hefur verið að baslast við að senda ein­hver tonn af hval­kjöti sínu til Jap­ans yfir hálfan hnött­inn, þar sem engir aðrir en fátækir öld­ungar kaupa þvest­ið. Nið­ur­greitt af yfir­völd­um. Og nú legg­ur Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands til að við Íslend­ingar stöndum fyrir við­ur­styggi­legu blóð­baði þar sem tug­þús­undum hvala verður slátrað í nafni „auk­inna útflutn­ings­tekna.“

Að þessu sögðu þykir mér til­hlýði­legt að spyrja Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands að því hversu margar millj­ónir silf­ur­pen­inga sú stofnun hefur fengið í sinn hlut við það und­ir­byggja svona skrípa­læti.

Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa bakað félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar