Sex milljón silfurpeningar

Jóhann S. Bogason gagnrýnir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiði í aðsendri grein.

Auglýsing

Nýverið kom fram skýrsla frá­ Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands varð­andi hval­veið­ar. Í henni var því m.a. haldið fram að ef við Íslend­ingar gætum orðið þeirrar gæfu aðnjót­andi að minnka hvala­stofna hér við land um s­irka­bát 40%, þá gætum við hinir sömu lukku­legu landar mögu­lega átt von á tug­millj­arða hagn­aði í útflutn­ings­tekj­um. Fullt af seðl­um. Þetta er ekki grín. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands lagði þetta til. 

Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland hefur vafa­lítið sér til máls­bóta að styðj­ast við svo­kall­aðar „rann­sókn­ir“ Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands. Einkum þær sem varða hjá­kát­lega ein­falda for­múlu Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands hér á árum áður, sem sner­ist um svo­nefnt „fjöl­stofna­lík­an“. Þessu var hampað af Gísla Vík­ings­syni og yfir­manni hans sem frá­bæru reikni­lík­ani um það hvernig setja mætti í einn hóp, svona þrjár hvala­teg­und­ir, rækju og loðnu og láta síðan rosa­lega flott algrím reikna út hvort að í þessu gæti ekki mögu­lega falist ávinn­ingur fyrir land­ann. Með því að drepa hvali.

Þetta „hermi­lík­an“ er inn­an­tómur hald­laus þvætt­ingur og það er ekk­ert að marka það. Enda hefur því hefur marg­sinnis verið hafnað af fræða­sam­fé­lag­inu sem vit­leysu. Það getur hver sæmi­lega viti bor­inn líf­fræð­ingur sagt sér. Hann þarf ekki einu sinni að vera sjáv­ar­líf­fræð­ing­ur. Það er meira að segja ein­fald­lega ekki hægt að halda því fram, að það að útrýma öllum hvala­stofnum hér við land leiði til „auk­inna útflutn­ings­tekna“ Íslend­inga. Það er ekki til ein ein­asta „vís­inda­leg“ skýr­ing á slíkri nið­ur­stöðu. Hvað þá að það felist mögu­legur ávinn­ingur í því að „fækka hvala­stofnum um 40%“.

Auglýsing

Sjálfur Gísli Vík­ings­son, sá hinn sami sem lætur taka af sér por­trett – mynd þar sem hann glottu­leitur heldur um skut­ul, gæti ekki komið fram með­ hald­bær rök fyrir við­líka bulli. Þetta veit hann. En Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands hefur haldið úti þessum hug­myndum um ára­tuga skeið með þeim árangri að sum­ir skipp­er­ar eru þess ævin­lega albúnir að væla kjökrandi í blöðin ef að hvalir tor­velda veiðar þeirra. Og furðu­lega margir Íslend­ingar taka hjart­an­lega undir þennan söng. Drepum hvali og græð­u­m! 

Nú ber svo við að öllu ein­fald­ari skýr­ingar eru á þessu hátta­lagi hunds um nótt. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland fékk sum­sé greiddar sex millj­ónir í sinn hlut til þess að gera okkur Íslend­ingum grein fyrir því að okkur væri nær að drepa þús­undir hvala til þess að vera í betri mál­um. Það var og. Þessi sama Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland leggur samt ekki neitt mat á mögu­legar útflutn­ings­tekjur okkar af þessum tug­þús­undum tonna af hval­kjöti. Samt eru dæmin nær­tæk.

Krist­ján ­Lofts­son hefur verið að baslast við að senda ein­hver tonn af hval­kjöti sínu til Jap­ans yfir hálfan hnött­inn, þar sem engir aðrir en fátækir öld­ungar kaupa þvest­ið. Nið­ur­greitt af yfir­völd­um. Og nú legg­ur Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands til að við Íslend­ingar stöndum fyrir við­ur­styggi­legu blóð­baði þar sem tug­þús­undum hvala verður slátrað í nafni „auk­inna útflutn­ings­tekna.“

Að þessu sögðu þykir mér til­hlýði­legt að spyrja Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands að því hversu margar millj­ónir silf­ur­pen­inga sú stofnun hefur fengið í sinn hlut við það und­ir­byggja svona skrípa­læti.

Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar