Sex milljón silfurpeningar

Jóhann S. Bogason gagnrýnir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiði í aðsendri grein.

Auglýsing

Nýverið kom fram skýrsla frá­ Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands varð­andi hval­veið­ar. Í henni var því m.a. haldið fram að ef við Íslend­ingar gætum orðið þeirrar gæfu aðnjót­andi að minnka hvala­stofna hér við land um s­irka­bát 40%, þá gætum við hinir sömu lukku­legu landar mögu­lega átt von á tug­millj­arða hagn­aði í útflutn­ings­tekj­um. Fullt af seðl­um. Þetta er ekki grín. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands lagði þetta til. 

Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland hefur vafa­lítið sér til máls­bóta að styðj­ast við svo­kall­aðar „rann­sókn­ir“ Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands. Einkum þær sem varða hjá­kát­lega ein­falda for­múlu Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar Íslands hér á árum áður, sem sner­ist um svo­nefnt „fjöl­stofna­lík­an“. Þessu var hampað af Gísla Vík­ings­syni og yfir­manni hans sem frá­bæru reikni­lík­ani um það hvernig setja mætti í einn hóp, svona þrjár hvala­teg­und­ir, rækju og loðnu og láta síðan rosa­lega flott algrím reikna út hvort að í þessu gæti ekki mögu­lega falist ávinn­ingur fyrir land­ann. Með því að drepa hvali.

Þetta „hermi­lík­an“ er inn­an­tómur hald­laus þvætt­ingur og það er ekk­ert að marka það. Enda hefur því hefur marg­sinnis verið hafnað af fræða­sam­fé­lag­inu sem vit­leysu. Það getur hver sæmi­lega viti bor­inn líf­fræð­ingur sagt sér. Hann þarf ekki einu sinni að vera sjáv­ar­líf­fræð­ing­ur. Það er meira að segja ein­fald­lega ekki hægt að halda því fram, að það að útrýma öllum hvala­stofnum hér við land leiði til „auk­inna útflutn­ings­tekna“ Íslend­inga. Það er ekki til ein ein­asta „vís­inda­leg“ skýr­ing á slíkri nið­ur­stöðu. Hvað þá að það felist mögu­legur ávinn­ingur í því að „fækka hvala­stofnum um 40%“.

Auglýsing

Sjálfur Gísli Vík­ings­son, sá hinn sami sem lætur taka af sér por­trett – mynd þar sem hann glottu­leitur heldur um skut­ul, gæti ekki komið fram með­ hald­bær rök fyrir við­líka bulli. Þetta veit hann. En Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands hefur haldið úti þessum hug­myndum um ára­tuga skeið með þeim árangri að sum­ir skipp­er­ar eru þess ævin­lega albúnir að væla kjökrandi í blöðin ef að hvalir tor­velda veiðar þeirra. Og furðu­lega margir Íslend­ingar taka hjart­an­lega undir þennan söng. Drepum hvali og græð­u­m! 

Nú ber svo við að öllu ein­fald­ari skýr­ingar eru á þessu hátta­lagi hunds um nótt. Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland fékk sum­sé greiddar sex millj­ónir í sinn hlut til þess að gera okkur Íslend­ingum grein fyrir því að okkur væri nær að drepa þús­undir hvala til þess að vera í betri mál­um. Það var og. Þessi sama Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ísland leggur samt ekki neitt mat á mögu­legar útflutn­ings­tekjur okkar af þessum tug­þús­undum tonna af hval­kjöti. Samt eru dæmin nær­tæk.

Krist­ján ­Lofts­son hefur verið að baslast við að senda ein­hver tonn af hval­kjöti sínu til Jap­ans yfir hálfan hnött­inn, þar sem engir aðrir en fátækir öld­ungar kaupa þvest­ið. Nið­ur­greitt af yfir­völd­um. Og nú legg­ur Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Íslands til að við Íslend­ingar stöndum fyrir við­ur­styggi­legu blóð­baði þar sem tug­þús­undum hvala verður slátrað í nafni „auk­inna útflutn­ings­tekna.“

Að þessu sögðu þykir mér til­hlýði­legt að spyrja Haf­rann­sókn­ar­stofnun Íslands að því hversu margar millj­ónir silf­ur­pen­inga sú stofnun hefur fengið í sinn hlut við það und­ir­byggja svona skrípa­læti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar