Lýðræðið, skattatilfærslan og músin sem læðist

Þorsteinn Vilhjálmsson segir ríkisstjórnina standa á krossgötum. Framundan sé það ögrandi verkefni að leggja sitt af mörkum til kjaraviðræðna vinnumarkaðarins með ýmsum hætti og víkja þar með af braut sérhagsmuna og spillingar.

Auglýsing

Fróð­legt hefur verið að fylgj­ast með fyrstu við­brögðum við vand­aðri skýrslu þeirra Ind­riða Þor­láks­sonar og Stef­áns Ólafs­sonar um íslenska tekju­skatts­kerf­ið. Í fyrstu ríkti þögn eins og menn átt­uðu sig ekki á því að skýrslan er afar vönduð og skrifuð af yfir­burða þekk­ingu – og sætir þannig miklum tíð­indum í íslenskri þjóð­mála­um­ræðu. En björn­inn vakn­aði á sunnu­dags­morgun í Silfr­inu.

Mér sýn­ist að því verði vart í móti mælt að tekju­skatts­byrði á Íslandi hafi færst á und­an­förnum ára­tugum frá þeim tekju­hæstu til þeirra sem minnstar hafa tekj­urn­ar. Sumir halda því fram að þetta hafi allt gerst sam­kvæmt leik­reglum lýð­ræð­is­ins. Það er þó því miður aðeins hálf­sann­leik­ur, því að músin sem læð­ist á það til að gabba fólk til verka í smá­skömmtum þannig að fáir geri sér grein fyrir hvað í þeim fel­st, og slíkt getur ekki talist til lýð­ræð­is.

Þetta er rakið og útskýrt í skýrsl­unni allar götur frá 1993 eða svo, til dæmis hvernig skattar af hæstu tekjum hafa verið lækk­aðir vís­vit­andi og skatt­leys­is­mörkum haldið föstum í krónu­tölu milli ára með þeim afleið­ingum – sem voru auð­vitað fyr­ir­sjá­an­legar ef menn hefðu viljað sjá – að skatt­byrði á lág­launa­fólk jókst mjög. En þessa sögu má rekja lengra aftur í tím­ann.

Auglýsing
Á árunum frá því um 1950 til 1990 eða svo ríkti hér á landi mikil verð­bólga sem skekkti bæði sjálft verð­lagið og ýmiss konar ákvarð­anir manna. Ein leiðin til þess er ‘að­ferð hinnar föstu krónu­tölu.’ Ef stjórn­mála­menn höfðu til dæmis ákveðið að verja til­tek­inni fjár­hæð til ákveð­innar starf­semi næsta ár en vildu svo í raun draga úr henni fram­vegis svo að lítið bæri á, þá gátu þeir gert það með því að halda krónu­töl­unni fastri ár eftir ár þar til að verð­bólgan hafði gert hana verð­lausa. “Þetta var mikið tek­ið” hjá stjórn­mála­mönn­um, eins afgreiðslu­fólk í búðum segir um vör­urn­ar.

Þessi aðferð var ekki bara notuð óspart í fjár­veit­ingum heldur einnig til dæmis í ákvörð­unum í fjár­lögum um álagn­ingu tekju­skatts. Í skatt­stiga eru settar niður tölur sem ákvarða til dæmis skatt­leys­is­mörk og tekju­mörk þar sem álagn­ing­ar­pró­sentan breyt­ist (yf­ir­leitt til hækk­unar með vax­andi tekj­u­m). Hinar ýmsu rík­is­stjórnir eft­ir­stríðs­ár­anna komust að því að þær gátu – svo að lítið bæri á -- haldið þessum krónu­tölum föstum frá ári til árs. Þannig leit út fyrir að ekk­ert hefði breyst í skatta­kerf­inu milli ára, þegar reyndin var hins vegar sú, vegna verð­bólgu og launa­hækk­ana, að bæði hækk­uðu skattar á lægstu tekjur veru­lega og auk þess fækk­aði þeim sem greiddu enga skatta vegna lágra tekna. Með þess­ari aðferð fékk rík­is­stjórn hvers tíma kær­komna hjálp við það erf­iða verk­efni að hækka tekjur rík­is­sjóðs til móts við vax­andi verk­efni hans á þessum tíma, vegna hvers konar inn­viða svo sem velferð­ar­mála, skóla­halds, heil­brigð­is­mála, sam­göngu­mála og svo fram­veg­is.

Auglýsing
Ríkisstjórn okkar stendur nú á kross­götum á ferli sín­um. Framundan er það ögrandi verk­efni að leggja sitt af mörkum til kjara­við­ræðna vinnu­mark­að­ar­ins með því að taka ræki­lega til hendi í skatt­kerfi okk­ar, vinda ofan af afrekum mús­ar­innar sem lædd­ist og stuðla þannig enn betur að þeim stöð­ug­leika sem menn segj­ast vilja hafa, í stað óstöð­ug­leik­ans sem rang­lát tekju­skipt­ing leiðir af sér með kraum­andi óánægju, ólgu og átök­um. Með því mundi stjórnin víkja af þeirri braut sér­hags­muna og spill­ingar sem hún hefur fylgt fram að þessu og sýna okkur að henni er umhugað um almanna­heill, þrátt fyrir allt.

Flokk­arnir sem standa að núver­andi rík­is­stjórn hafa sam­tals 35 þing­menn af 63. Af þessum 35 eru 16 sjálf­stæð­is­menn en þeir hafa, með þegj­andi sam­þykki hinna 19, hagað sér eins og þeir væru 20-25, en það eru gamlar tölur sem kjós­endur hafa breytt. Þannig hefur hingað til stefnt í það að þessi stjórn yrði í  raun skráð á blöð sög­unnar sem hægri stjórn. En ef hún snýr nú við blað­inu eins og hér er lagt til, þá yrði hún kannski kölluð miðju­stjórn eins og flestir hefðu vænt­an­lega gert ráð fyrir þegar hún var mynd­uð.

Höf­undur er pró­fessor á eft­ir­launum og áhuga­maður um þjóð­fé­lags­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar