Það er allt í lagi að vera reið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að fólk hafi rétt á því að sýna tilfinningar og tala um þær. Reiði sé fullkomlega eðlilega tilfinning sem vaknar þegar fólk verður vitni að óréttlæti eða upplifir það í eigin lífi.

Auglýsing

Á innan við ári hækk­uðu laun banka­stjóra Lands­bank­ans um 82 pró­sent. Það þýðir að hún fékk hækkun uppá 1,7 millj­ónir á mán­uði. Þessi stað­reynd gerir mig reiða. Á Íslandi tíðkast ill með­ferð á aðfluttu verka­fólki. Sumt aðflutt verka­fólk er fórn­ar­lömb við­bjóðs­legra glæpa eins og mansals og mun fleiri verða fyrir „hvers­dag­legri“ mis­notk­un, eins og að fá ekki rétt greitt fyrir unna vinnu; heild­ar­launa­kröfur þeirra erlendu félags­manna sem leit­uðu til Efl­ingar eftir aðstoð voru á síð­asta ári 153 millj­ón­ir. Þessar stað­reyndir gera mig reiða.

Áætlað er að 5000 til 7000 manns búi í atvinnu- og iðn­að­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar af 860 börn, sökum þess að þau hafa ekki aðgang að betra hús­næði. Þessi stað­reynd gerir mig reiða.

Eftir að hafa unnið í leik­skóla reknum af Reykja­vík­ur­borg í 23 ár fær Efl­ing­ar­kona, vin­kona mín, 348.000 krónur í laun og heldur eftir af þeirri upp­hæð 280.000 krón­um. Þessi stað­reynd gerir mig reiða.

Auglýsing

Á sama tíma og vinnu­tími félags­manna Efl­ingar leng­ist um klukku­stund á viku á milli ára aukast fjár­hags­á­hyggjur Efl­ing­ar­fólks. Þessar stað­reyndir gera mig reiða. ­Ís­lensk auð­stétt, fjár­magns­eig­end­ur, greiða af fjár­magnstekjum sínum miklu lægri skatta en vinnu­aflið af sínum tekj­um. Þessi stað­reynd gerir mig reiða.

Fólk hefur rétt á því sýna til­finn­ingar og fólk hefur rétt á því að tala um þær. Reiði er full­kom­lega eðli­lega til­finn­ing sem vaknar þegar fólk verður vitni að órétt­læti eða upp­lifir það í eigin lífi. Að reið­ast vegna órétt­lætis er til marks um heil­brigða sið­ferð­is­kennd og hæfi­leika til að finna til sam­hygðar með öðr­um. Það eru full­kom­lega eðli­leg við­brögð hjá verka- og lág­launa­fólki að upp­lifa og sýna reiði yfir því að vera gert að sætta sig við stétt­skipt­ingu og mis­skipt­ingu, gert að sætta sig við að bera ábyrgð á stöð­ug­leika órétt­láts sam­fé­lags, og sýna und­ir­gefni við þá sem halda að þeir stjórni ver­öld­inni. Það að láta sem slík reiði sé til marks um van­still­ingu eða afbrigði­legt eðli er fárán­legt og ein­ungis gert til að afvega­leiða umræð­una um grund­vall­ar­at­riðin sem eru þessi:

Er hægt að ætl­ast til þess lengur að verka og lág­laun­fólk þegi og láti sem ekk­ert sé í sam­fé­lagi þar sem laun duga ekki fyrir dag­legum útgjöldum sökum þess að hús­næð­is­kostn­aður hefur auk­ist geig­væn­lega og mat­ar­kostn­aður er svim­andi hár? Er hægt að ætl­ast til að lág­launa­konur haldi áfram að vinna við und­ir­stöðu­at­vinnu­grein­ina sem umönn­un­ar­störf eru (konum í umönn­un­ar­störfum er gert að búa á ein­hverjum fárán­legum landa­mærum kap­ít­al­ism­ans, þar sem allt hefur verið verð­lagt mjög rösk­lega af gróða­sjúku fólki og allar vinnu­hendur kall­aðar á dekk, og nauð­syn­legrar félags­legrar end­ur­fram­leiðslu sem hefur verið færð út af heim­il­inu en er samt rekin eins og hún eigi helst að vera unnin frítt, sem gerir það að verkum að kon­urnar sem sinna félags­legri end­ur­fram­leiðslu inni á þar til gerðum stofn­unum fá varla nóg til að sinna sinni eigin félags­legu end­ur­fram­leiðslu!) á ömur­legum útsölu­prís sam­ræmdrar lág­laun­astefnu? Er hægt að ætl­ast til þess að aðflutt verka­fólk sætti sig áfram við launa­þjófnað og illa með­ferð?

Er hægt að ætl­ast til þess að kona með rétt rúm­lega þrjú­hund­ruð þús­und á mán­uði eigi að þola yfir­haln­ingar karla með þrjár millj­ónir á mán­uði þegar hún leyfir sér að biðja um aðeins rétt­lát­ara sam­fé­lag?

Tals­menn óbreytts ástands og hins falska stöð­ug­leika reyna að gera lítið úr mál­flutn­ingi mínum og full­kom­lega eðli­legum til­finn­ingum (sjá­iði þessa konu, alltaf í upp­námi!) vegna þess að þeir hræð­ast ekk­ert meira en að umræðan snú­ist um það sem í alvöru skiptir máli, hræð­ast ekk­ert meira en að við sam­einuð náum raun­veru­legum árangri í bar­áttu okkar fyrir efna­hags­legu rétt­læti.

Lífstíll þeirra sem tróna á toppi valda og tekju­p­íramíd­ans, þeirra sem halda að þau geti reiknað út sann­leik­ann, ekki um eigin líf og til­veru, nei, aldrei nokkurn tím­ann, heldur um til­veru okkar verka- og lág­launa­fólks, til­veru sem þau vita ekk­ert um og hafa engan áhuga á að kynnast, er til­kom­inn vegna vinnu okk­ar. Hann er til­kom­inn vegna þess að vinna okkar kom Íslandi upp úr krepp­unni (sem var ekki sköpuð af vinn­andi fólki, nei aldrei nokkurn tím­ann), vinnu­hend­urnar okkar bjuggu til hag­vöxt­inn og upp­sveifl­una. Við erum samt ekki að krefj­ast þess að fá 82% launa­hækk­un, langt því frá; í sam­an­burði við kröfur fólks sem fær aldrei nóg eru kröfur okkar svo hóf­stilltar og jarð­bundnar að ég skamm­ast mín því sem næst.

En þrátt fyrir að kröfur okkar séu hóf­samar eru dog­mat­ískir áhan­gendur nýfrjáls­hyggj­unnar ófærir um heyra eða skilja. Það er ótrú­legt að verða hvað eftir annað vitni að því. Allar vís­bend­ing­ar, öll varn­að­ar­orð um sam­fé­lags­legan óróa vegna vax­andi mis­skipt­ingar eru látin sem vindur um eyru þjóta. Trúin á kap­ít­al­ismann og brauð­mola­hag­fræði hans eru skyn­sem­inni yfir­sterk­ari. Trúin gerir það að verkum að þeir trú­uðu stað­hæfa eins og ekk­ert sé að þjóð­hags­legar ham­farir bíði okkar allra verði lág­marks­laun 425.000 á þremur árum á meðan að þeim finnst sjálf­sagt og eðli­legt að mann­eskja hafi á einu ári heild­ar­tekjur upp á 3 millj­arða en greiði af þeim lægri skatta en konan sem skúr­ar.

Ég tala við fullt af verka og lág­launa­fólki. Sum fædd­ust hér og önnur koma utan úr heimi. Þau hafa frá ýmsu að segja; því að geta ekki lengur búið í borg­inni sinni vegna þess að launin duga ekki fyrir hús­næð­is­kostn­aði, því að hafa ekki efni á að fara til lækn­is, því að hafa enda­lausar fjár­hags­á­hyggj­ur, því að glíma við heilsu­leysi vegna of mik­ils álags og of mik­illar vinnu, því að þurfa að þola sví­virði­lega með­ferð af hálfu atvinnu­rek­enda. Ekk­ert af þessu fólki er galið eða van­stillt. Aftur á móti er kerfið sem þau eru látið lifa inn í og beygja sig undir bæði galið og van­stillt. Svo galið og van­stillt að það hlýtur að gera alla með sæmi­legan sið­ferð­is­átta­vita reiða.

Fyrir tíu árum dundi yfir heims­byggð­ina efna­hags­leg kata­st­rófa, orsökuð af brjál­semi fjár­mála­vædds kap­ít­al­ism­ans. Óskilj­an­leg við­skipta­lík­ön, „áhættu­stjórn­un“ sér­stak­lega útbúin til þess að búa til enn meiri og stærri kerf­is­á­hættu og óstöð­ug­leika, klikkuð mark­aðslög­mál sem bjuggu til enda­laus tæki­færi fyrir gráð­ugt og hömlu­laust fólk sem fékk afkasta­hvetj­andi bónusa og kaup­rétti til að láta villt­ustu drauma sína rætast, spillt stjórn­mála­fólk veikt af ofdrambi ann­ars­vegar og und­ir­gefni hins­veg­ar; á end­anum sprakk þetta allt saman í loft upp með hrika­legum afleið­ingum fyrir vinn­andi fólk, sem þó hafði ekk­ert til saka unn­ið, nema kannski að vera of trú­gjarnt á þvaðrið í þeim sem þótt­ust geta reiknað út alla mann­lega til­veru en gátu svo ekk­ert nema að rústa heims­hag­kerf­inu. Banka­menn, fjár­mála­snill­ing­ar, hag­fræð­ing­ar, stjórn­mála­fólk, alþjóð­leg yfir­stétt og seðla­bankar færðu okkur Hrunið 2008, vinna okkar verka­fólks færði okkur leið­ina út úr krepp­unni.

Við vitum öll að þetta er satt. Er ekki kom­inn tími til að við fáum að njóta árang­urs­ins af okkar eigin erf­iði? Eða eigum við ennþá að sætta okkur við að lifa undir lög­málum gal­inna trú­ar­bragða fólks með skerta sam­hygð, fólks sem reynir að gera lítið úr heil­brigðum við­brögðum okkar við órétt­læt­inu á meðan það sjálft gerir ekk­ert nema að hella olíu á eld­inn?

Sumum finnst í lagi að búa í sam­fé­lagi þar sem hömlu­leysi yfir­stétt­ar­innar er öllum aug­ljóst en lág­launa­fólk á að sætta sig við líf fullt af vinnu á útsölu­mark­aði arð­ráns­ins. Sumum finnst hins vegar ekki í lagi að búa í sam­fé­lagi þar sem fámenn auð­stétt gerir allt sem henni sýn­ist á meðan að lág­launa­fólki er sagt að halda sig á mott­unni og halda áfram að vinna.

Ég er mjög ánægð með að til­heyra seinni hópnum og það að ég verði stundum reið vegna for­herð­ingar með­lima fyrri hóps­ins er bara nákvæm­lega allt í lagi. Ég veit nefni­lega hvernig það er að vinna baki brotnu við und­ir­stöðu­at­vinnu­grein og fá samt ekk­ert nema fing­ur­inn frá yfir­vald­inu. Ég hef bók­staf­lega, með því að nota hend­urnar mín­ar, heil­ann minn og hjartað mitt, unnið mér inn rétt­inn til að vera reið.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar