Efling skattkerfisins?

Þórólfur Matthíasson prófessor skrifar um réttlátara skattkerfi og um skýrslu ráðgjafa Eflingar um skattkerfisbreytingar.

Auglýsing

Fyrir stuttu kynnti Efl­ing stétt­ar­fé­lag skýrslu tveggja ráð­gjafa, þeirra Stef­áns Ólafs­sonar og Ind­riða H. Þor­láks­son­ar. Heiti skýrsl­unnar skýrir efni henn­ar: „Sann­gjörn dreif­ing skatt­byrð­i“. Í frétt á Kjarn­anum þann 8. des­em­ber 2018 kemur fram að stétt­ar­fé­lagið hafi falið þeim félögum að vinna til­lögur um breyt­ingar á skatta­kerf­inu. Í for­mála er skýrslan sögð útfærsla á sam­komu­lagi í efna­hags-, skatta- og atvinnu­mála­nefnd ASÍ. Vinnu við sam­komu­lagið var stýrt af for­manni Efl­ingar og með þátt­töku ráð­gjaf­anna tveggja. Því verður að ætla að skýrslan sé góð heim­ild um stefnu hinnar „nýju“ verka­lýðs­hreyf­ingar sem svo hefur verið köll­uð, hvað varðar breyt­ingar á skatt­kerf­inu í tengslum við yfir­stand­andi kjara­samn­ings­við­ræð­ur.

Kúvend­ing?

Hin „nýja“ verka­lýðs­hreyf­ing lagði í upp­hafi áherslu á hækkun per­sónu­af­sláttar til þeirra launa­lægstu (sem opnar fyrir að per­sónu­af­sláttur skerð­ist með tekj­um) og að lágmarks­laun verði skatt­laus. Í skýrsl­unni er lagt mat á kostn­að­inn vegna þess­arar leið­ar. Nið­ur­staða þeirrar athug­unar er að leiðin sé ófær vegna kostn­aðar (150 millj­arðar króna komi ekki til tekju­bund­innar skerð­ingar per­sónu­af­slátt­ar) og vegna þeirrar hækk­unar jað­ar­skatta sem per­sónu­af­slátt­ar­skerð­ing hefði í för með sér (sjá kafla IV.1) í skýrsl­unni. Hér er því um grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu að ræða miðað við þær kröfur sem verka­lýðs­for­ystan lagði fram í upp­hafi yfir­stand­andi kjara­samn­inga­lotu. Það er stóra fréttin í tengslum við þessa skýrslu­gerð. Svo það sé end­ur­tek­ið: Í skýrsl­unni er lagst gegn hug­myndum um hækkun per­sónu­af­sláttar og skatt­leysi lág­marks­tekna! Þessi nýja stefnu­mörkun er í betra sam­ræmi við nið­ur­stöður skatta­hag­fræð­innar en hin fyrri. Þessi nýja stefnu­mörkun hlýtur einnig að telj­ast tals­verð tíð­indi bæði í for­sæt­is- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Aðkoma rík­is­ins að samn­inga­gerð­inni er öll auð­veld­ari eftir að krafa um skatt­leysi lág­marks­tekna og tekju­skertan per­sónu­af­slátt er komin út af borð­inu.

Hvert ætti höf­uð­mark­mið sann­gjarnrar skatt­lagn­ingar að vera?

Grunn­þema í hluta skýrsl­unnar er hin „stóra skatta­til­færsla“. Þetta er ekki nýtt umfjöll­un­ar­efni. Í skýrsl­unni er gengið út frá því sem sjálf­sögðu máli, og án sér­staks rök­stuðn­ings, að þessi til­færsla verði tekin til baka að hluta eða öllu leyti. En er það svo sjálf­sagt mál að end­ur­vekja skatt­dreif­ingu skatt­kerf­is­ins annó 1988? All margar spurn­ingar vakna. Í fyrsta lagi: Við hvað ætti að miða þegar skatt­byrðin í heild er stillt af? Og í öðru lagi: Hver ætti munur skatt­byrði eftir tekju­hópum að vera? Í þriðja lagi: Var skatt­byrði rétt stillt af á árinu 1988 þegar grunnur núver­andi fyr­ir­komu­lags var lagð­ur?

Auglýsing

Ákvörðun skatt­byrði skatt­þegns í miðju tekju­dreif­ing­ar­innar

Mark­mið skatt­lagn­ing­ar­innar er að skapa rými í hag­kerf­inu fyrir opin­ber útgjöld. Til­efni opin­berra útgjalda er að bæta hag, heilsu, mennt­un, félags­legt öryggi og afkomu íbúa lands­ins, þ.e.a.s. þeirra sem skatt­ana greiða. Það ætti því að stefna að því að sá þjóð­fé­lags­þegn sem er með ævi­tekjur nálægt mið­biki tekju­dreif­ing­ar­innar greiði álíka mikið til hins opin­bera og svarar verð­mætis þeirrar þjón­ustu sem hann fær eða má búast við að fá frá hinu opin­bera yfir ævi­skeið­ið. Þ.e.a.s. að æviskatt­greiðslur hins dæmi­gerða skatt­þegns ætti að jafn­gilda kostn­aði við heilsu­gæslu og ung­barna­spraut­ur, skóla­göngu á öllum skóla­stig­um, nið­ur­greiðslu á vaxta­kostn­aði vegna hús­næð­is, öldr­un­ar­þjón­ustu að við­bættum kostn­aði vegna mögu­legrar fötl­un­ar, slysa, óhappa og sjúk­dóma. Upp­gjör af þessu tagi er afar erfitt, en hefur verið reynt. Brota­kenndar upp­lýs­ingar frá öðrum OECD löndum benda til þess að þar sem svona útreikn­ingar hafa verið gerðir þá sé staða þeirra sem eru í kringum mið­bik tekju­dreif­ing­ar­innar sú að þeir njóti ekki minni fyr­ir­greiðslu en svari til skatt­greiðsln­anna. Þetta á t.d. við um Ástr­alíu (sjá bls. 33). Eigum við að halda okkur við það, þangað til annað sannast, að fólkið í miðri tekju­dreif­ingu fái skatt­ana sína að mestu leyti til baka í formi opin­berrar þjón­ustu eða tekju­til­færslna?

Munur skatt­byrði eftir tekju­tí­undum

Í skýrslu Efl­ingar er gefið ágætt yfir­lit yfir skatt­byrði eftir tekju­tí­undum í mis­mun­andi lönd­um, sjá t.d. mynd 2 á bls 10 og töflu V2 á bls 36. Á mynd­inni kemur í ljós að skatt­byrði er hæst í Dan­mörku sé litið til lægstu 9 tekju­tí­und­anna. Næst hæst er hún sé litið til lægstu 8 tekju­tí­und­anna á Íslandi. Skatt­byrði á hæstu tekju­tí­und­inni er lægri á Ísland en á öðrum Norð­ur­lönd­um. Séu töl­urnar í töflu V2 skoð­aðar kemur í ljós að skatt­byrði á Íslandi er 10 til 30% hærri en skatt­byrði óveg­ins með­al­tals OECD land­anna. Mestur er mun­ur­inn um mið­bik dreif­ing­ar­innar og lang­lægstur við efri end­ann (að­eins 10%).

Þessar nið­ur­stöður skýrsl­unnar eru nokkuð á skjön við upp­lýs­ingar sem OECD vinnur og birtir í rit­röð­inni Tax­ing Wages, sbr. töflu 1 (áður birt í Vís­bend­ing­u):Skýring: *Skattbyrði miðast við jaðar- og meðalskatt ásamt lög- eða samningsbundnum framlögum atvinnurekenda í lífeyrissjóð.

Hér eru gögn ekki skoðuð miðað við tekju­tí­undir og því ekki beint sam­bæri­legar við töflur í skýrslu Efl­ing­ar. En sam­kvæmt töflu 1 er með­al­skattur með­al­tekju­manns sem býr einn tals­vert lægri á Íslandi en í Dan­mörku og á pari við Noreg og Finn­land. Sé litið til með­al­skatts sam­býl­is­fólks með með­al­tekjur er sama upp á teng­ingn­um. Jað­ar­skattar (skattur af síð­ustu krón­unni sem unnið er fyr­ir) er í öllum til­vikum lægstur á Íslandi. Sá munur sem kemur fram í gögnum Efl­ing­ar­skýrsl­unnar og í Tax­ing Wages kann að fel­ast í að í Tax­ing Wages er tekið til­lit til allra launa­tengdra greiðslna, þ.e.a.s. bæði trygg­ing­ar­gjalda (greiðslur í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð o.s.frv.) og líf­eyr­is­greiðslna. Tals­verður hluti þess­ara greiðslna virð­ist utan sam­an­burðar í Efl­ing­ar­skýrsl­unni.

Toppskatt­ur­inn

Hag­fræð­ingar hafa ekki haft mörg orð um hverjar skatt­pró­sentur eigi að vera. Á því hefur þó orðið breyt­ing í seinni tíð. Þekktir hag­fræð­ingar hafa mælt með mjög háum jað­ar­skatti (73%) á tekju­hæsta hluta þjóð­fé­lags­þegn­anna (sjá t.d. hér og hér). Sam­kvæmt mynd V.1 í skýrsl­unni er ekk­ert OECD ríkj­anna nálægt því að skatt­leggja hæstu tekjur svo harka­lega (hæsti toppskatt­ur­inn er 61%, toppskatt­ur­inn í Íslenska kerf­inu er 46,24%). Reyndar vantar til­finn­an­lega umræðu og rann­sóknir um áhrif smæðar hag­kerf­is­ins Íslenska á tekju­dreif­ing­una á toppn­um. Við vitum ekki hvort ein­stak­ling­arnir í efstu tekju­tí­und­inni á Íslandi séu lík­legri að vera þar vegna launa­tekna og vinnu­fram­lags en í stærri hag­kerf­inu. Það má leiða líkum að að svo sé. Sé það rétt er lík­legt að hag­kvæm­asti virki toppskattur á Íslandi sé nokkru lægri en hag­kvæm­asti virki toppskattur í þús­und sinnum stærra hag­kerfi.

Þá hefði mátt nefna í skýrsl­unni að svokölluð króna á móti krónu skerð­ing jafn­gildir 100% skatt­lagn­ingar á ákveðnum tekjum örorku­líf­eyr­is­þega. Það form skatt­lagn­ingar virð­ist eins­dæmi innan OECD, bæði vegna þess hversu há skatt­pró­sentan er (39 pró­sentu­stigum hærri en nokk­urs staðar ann­ars stað­ar) og vegna þess að þessi skattur leggst fyrst og fremst á fátækt fólk.

Var skatt­byrðin rétt stillt af árið 1988?

Ind­riði H. Þor­láks­son lýsir inn­taki skatt­kerf­is­breyt­ing­anna 1987 til 1988 ágæt­lega í ýtar­legri grein í Morg­un­blað­inu 9. Febr­úar 1988. Með­fylgj­andi mynd úr þeirri grein lýsir breyt­ingum sem þá voru gerðar á tekju­til­færslu­eig­in­leikum skatt­kerf­is­ins.Úr Morgunblaðinu 9. febrúar 1988.

Stafirnir G og N standa fyrir Gamla skatt­kerfið og Nýja skatt­kerf­ið. Með­al­heild­ar­laun rík­is­starfs­manna á þessum tíma voru 85-90 þús­und krónur á mán­uði. Af töfl­unni má því ráða að skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar sem gerðar voru árið 1988 hafi haft í för með sér veru­lega og jafn­vel umtals­verðan til­flutn­ing skatt­byrði frá þeim sem voru með tekjur undir með­al­tali til þeirra sem voru yfir. Inn­tak stóru skatta­til­færsl­unnar sem svo er nefnd er þá að ein­hverju leyti sú að flytja dreif­ingu skatt­byrð­ar­innar í átt til fyrra horfs. Þ.e.a.s. svo virð­ist sem sam­komu­lag hafi verið um það á vissum tíma­punktum alla vega að of langt hafi verið gengið árið 1988.

Þegar skatt­byrði árs­ins 1988 er skoðuð þarf reyndar að hafa í huga að hlut­fall beinna skatta í heild­ar­skatt­heimt­unni var lægra þá en nú er. Þá var umfang tolla og vöru­gjalda í tekju­öflun hins opin­bera enn umfangs­mik­il. Beinir skattar voru innan við 30% af skatt­tekjum hins opin­bera árið 1988 en eru nú um 50% af skatt­tekj­um. Almennt leggj­ast óbeinir skattar af meiri þunga á lægri tekju­tí­und­irnar en þær hærri. Sam­an­burður skatt­byrði vegna beinna skatta eftir tekju­tí­undum milli áranna kringum 1990 og áranna kringum 2019 gefur því aðeins hluta af mynd­inni af heild­ar­skatt­byrði eftir tekju­tí­und­um. Þessu mætti gefa gaum.

Nið­ur­staða varð­andi stóru skatta­til­færsl­una

Sam­an­burður við önnur lönd bendir til þess að efni sé til að hækka hæsta skatt­þrepið nokkuð og lækka það lægsta sömu­leið­is. Sömu­leiðis að búa til nýtt neðsta skatt­þrep. Sú aðgerð opnar mögu­leik­ann á að lækka skatt­frels­is­mörk nokkuð og hækka mjög öll skerð­ing­ar­mörk í almanna­trygg­inga­kerf­inu. En til­vísun til „stóru skatta­til­færsl­unn­ar“ er öll tals­vert loðn­ari og erf­ið­ari vegna þess að það verður ekki með nokkru lagi full­yrt að árið skatt­kerfi árs­ins 1988 hafi verið besta skatt­kerfi allra skatt­kerfa auk þess vís­bend­ingar eru um að stórir skatta­póstar falli utan við þann sam­an­burð sem boðið er upp á í skýrslu Efl­ing­ar.

Önnur atriði

Skýrsla Efl­ingar tekur á fjölda ann­arra atriða. Sum þess­ara atriða eru býsna tækni­leg. Það á t.d. við um atriði er snerta betri skatta­fra­kvæmd að aðgerðir til að draga úr skatt­und­anskoti og skattsvik­um. Flest virð­ist þau atriði geta verið til bóta. Þeir leggja t.d. áherslu á hækkun gjalda fyrir aðgang að auð­lindum (sjáv­ar­út­veg­ur, fisk­eld­is­leyfi og orka). Þeir eru reyndar furðu var­færnir þegar kemur að gjald­töku af ferða­út­gerð­inni. Hvað skatt­und­anskotin varðar hefur tek­ist all gott sam­starf á alþjóða­vett­vangi um að þvinga stór fyr­ir­tæki til að greiða skatt af tekjum og hagn­aði í þeim löndum þar sem tekjur og hagn­aður verður til. Á þeim vett­vangi verður starf OECD seint van­met­ið. Engu að síður er það svo að skatt­yf­ir­völd verða ávallt skerfi á eftir stór­fyr­ir­tækj­un­um. Þess vegna þarf að haga skatt­lagn­ingu á stór, alþjóð­leg fyr­ir­tæki þannig að þau geti ekki minnkað skatt­stofn­inn með því að flytja hagnað í skatta­skjól. Skil­virkasta skatt­lagn­ing­ar­að­ferðin í til­viki alþjóða­fyr­ir­tækj­anna er að skatt­leggja notkun þeirra á stað­bundnum auð­lindum á borð við raf­orku og aðgang að sjáv­ar­auð­lind­um, hvort heldur þær eru stað­bundnar (fisk­eldi) eða hreyf­an­legar (fisk­ur).

Skýrslan fjallar einnig um fjár­magnstekju­skatt og verð­bólg­u.Und­ir­rit­uðum fannst und­ar­legt að ekki skyldi gerð til­laga um að skatt­leggja raun­vexti frekar en nafn­vexti eins og nú er gert. Skýrslu­höf­undar gera til­lögu um að ein­stak­lingar sem sinna fjár­sýslu eigin eigna skuli reikna sér launa­tekj­ur. Það er vissu­lega rétt­læt­is­mál. Jafn­framt mætti velta fyrir sér hvort sú aðferða­fræði sem nú er not­ast við varð­andi aðgrein­ingu launa­tekna og fjár­magnstekna í eigin rekstri þarfn­ist ekki end­ur­skoð­un­ar.

Til­lögur ráð­gjafa Efl­ingar

Ráð­gjafar Efl­ingar enda á að leggja fram til­lögur um skatt­kerfi. Sú til­laga sem þeir leggja helst áherslu á er van­fjár­mögn­uð. Þeir leggja til að rekstr­ar­af­gangur rík­is­sjóðs verði lækk­aður um 30 millj­arða króna til að fjár­magna það gat sem þannig mynd­ast. Rekstr­ar­af­gangur fjár­laga er til­kom­inn með hlið­sjón af þjóð­hags­á­ætlun í nóv­em­ber 2018. Nú þegar eru komnar fram vís­bend­ingar um röskun for­sendna hennar í þá veru að umræddur rekstr­ar­af­gangur fjár­laga verði ekki til staðar þegar rík­is­reikn­ingur árs­ins 2019 verður gert upp. Þessi fram­setn­ing skýrslu­höf­unda eru lík­lega klók­indi. Lík­lega verður að líta á til­lög­una sem fyrsta boð í samn­inga­ferli, boð sem allir aðilar vita að verður „talið nið­ur“ í samn­inga­ferl­inu sjálfu. Svo er bara að sjá hvernig úr vinnst.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands og á sæti í stjórn og samn­inga­nefnd Félags Pró­fess­ora.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar