Hverju og hverjum „bjargaði“ krónan?

Bolli Héðinsson hagfræðingur segir að ekki sé að sjá neinar hugmyndir um framtíðarskipan gjaldmiðilsins aðrar en þær að halda áfram með íslensku krónuna í stað þess að skoða þá valkosti sem Íslendingum standa til boða um annan gjaldmiðil.

Auglýsing

Þótt það hljómi ótrú­lega þá eru enn til stjórn­mála­menn sem halda því fram í tíma og ótíma að íslenska krónan hafi „bjarg­að“ þjóð­inni í hrun­inu og eft­ir­leik þess. Þessir sömu stjórn­mála­menn ættu að standa augliti til auglits við þá ein­stak­linga sem töp­uðu aleigu sinni og var gert að flytja úr íbúðum sínum og upp­lýsa það fólk um hverju krónan „bjarg­að­i“. Vissu­lega má til sanns vegar færa að krónan stuðl­aði að því að upp rann gósentíð nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en gagn­vart öllum fjöld­anum var íslenska krónan bein­línis völd að þeim hörm­ungum sem leidd voru yfir almenn­ing í hrun­inu og í kjöl­far hruns­ins.

Upp­gangur í ferða­þjón­ustu sem varð hér á landi má aðeins að litlu leyti rekja til lægra gengis íslensku krón­unn­ar, aðrir þættir á borð við beina og óbeina, ómeð­vit­aða, land­kynn­ingu vógu þyngra. Enda hefur sýnt sig að hærra gengi krón­unnar hefur aðeins haft óveru­leg áhrif á straum ferða­manna til lands­ins því ekki hefur dregið úr straumn­um, heldur aðeins slegið á hina stöð­ugu aukn­ingu hans og alls óvíst að það komi gengi krón­unnar við.

Reynsla Íslend­inga af eigin gjald­miðli er harm­saga hvernig sem á það er lit­ið. Verð­gildi íslensku krón­unnar er nú aðeins brotatbrot af verð­gildi dönsku krón­unnar sem íslenska krónan var skilin frá fyrir tæpum hund­rað árum. Það eru til stjórn­mála­menn sem segja „það þarf bara betri hag­stjórn“ eða „það á ekki að vera að tala krón­una nið­ur“ en ætti allt slíkt ekki að vera full­reynt í bráðum hund­rað ár? Spurn­ingin er hversu lengi á að láta þetta við­gangast, hversu lengi á að leggja á þjóð­ina að halda úti örmynt, minnsta gjald­miðli sem um get­ur, með til­heyr­andi fórnum almenn­ings og kostn­aði sam­fé­lags­ins? 

Auglýsing

Þetta þarf ekki að vera svona

Íslenska krónan og til­högun gjald­mið­ils­mála er langt frá að vera nátt­úru­lög­mál. Þjóðin býr við íslenska krónu af þeirri ástæðu að stjórn­mála­flokk­arnir sem ráða, sjá sér hag í halda óbreyttu ástandi. Það hentar ágæt­lega sér­hags­muna­hóp­unum sem þeir berj­ast fyrir en það hentar ekki almenn­ingi. Það er vitað að upp­taka nýrrar myntar er engin töfra­lausn, enda hefur eng­inn haldið því fram, heldur aðeins leið til að reyna fækka breytum efna­hags­stjórn­ar­innar svo hægt sé að takast á við verð­ugri við­fangs­efni til fram­tíð­ar­mót­unar sam­fé­lags­ins í þágu hags­muna almenn­ings.

Mynd 1 sýnir okkur verð­bólgu á Íslandi í hund­rað ár. Á Íslandi hefur verð­bólga ætíð verið ávísun á geng­is­fell­ingu krón­unnar og geng­is­fell­ing svo aftur ávísun á meiri verð­bólgu; þetta sem var í eina tíð kallað „víta­hringur verð­lags og kaup­gjalds“. Fyrsta ára­tug krón­unnar sem sjálf­stæðs gjald­mið­ils var e.t.v. ekki með öllu úti­lokað að myntin gæti sveifl­ast í báðar áttir þannig að hún yrði til raun­veru­legrar sveiflu­jöfn­un­ar. En síðan ekki sög­una meir. Nær allan líf­tíma krón­unnar hefur hún verið nýtt til að „tryggja afkomu útflutn­ings­at­vinnu­grein­anna“ eins og það hefur heitið lengst af eða m.ö.o. að flytja fjár­muni frá laun­þegum til útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna.

Reynir á hæfni stjórn­mála­manna

Hefði íslensku krón­unni ekki verið til að dreifa og þjóðin not­ast áfram við danska krónu er ljóst að öll hag­stjórn, stjórnun og rekstur fyr­ir­tækja, kjara­samn­ingar o.fl. hefði þurft að haga með öðrum hætti en gert var. Þess í stað hefur ætíð verið brugðið á það ráð að segja „allt í plati“ þegar í óefni er komið hjá útflutn­ings­fyr­ir­tækj­un­um. Gengi krón­unnar er látið síga og leik­ur­inn hefst á ný. Þannig er krónan „freistni­vandi“ (moral haz­ard) íslenskrar hag­stjórn­ar, sem stjórn­mála­menn reiða sig á að verði gjald­felld, þegar van­hæfni þeirra hefur verið opin­beruð. Harm­saga íslensku krón­unnar er ágæt­lega rakin á mynd­inni sem sýnir þróun verð­bólgu og sam­hengi hennar og geng­is­fell­inga krón­unnar á hund­rað ára tíma­bili.Heimild: Hagstofan

Mesti vand­inn sem við var að glíma á Íslandi í kjöl­far hruns­ins, og sem enn er glímt við, voru þau vand­kvæði sem leiddi af hækkun hús­næð­is­lána almenn­ings. Hækkun hús­næð­is­lána var það sem olli mestum harmi sem leiddur var yfir íslensk heim­ili í hrun­inu þegar fólk missti hús­næði sitt vegna hækk­unar lán­anna. Fjár­magns­kostn­aður hús­næð­is­lána, skiptir þá engu hvort þau eru verð­tryggð eða óverð­tryggð, ræðst að stærstum hluta af verð­bólgu. Verð­bólgan sem varð á Íslandi í kjöl­far hruns­ins magn­aði upp fjár­magns­kostnað hús­næð­is­lána í íslenskum krón­um. Hvergi í nágranna­löndum okkar hækk­uðu hús­næð­is­lán í kjöl­far hruns­ins líkt og hér á landi, heldur þvert á móti, þá lækk­aði fjár­magns­kostn­aður víð­ast hvar í hrun­inu.

Vextir lækk­uðu í nágranna­lönd­unum

Á mynd 2 má sjá þróun vaxta (og verð­trygg­ing­ar) á Íslandi og nokkrum evr­u-löndum frá alda­mótum til dags­ins í dag. Allan þennan tíma, í aðdrag­anda hruns­ins, í hrun­inu og eftir það, hefur fjár­magns­kostn­aður hús­næðis verið umtals­vert hærri á Íslandi en evr­u-lönd­un­um. Enda sýndi sig að í kjöl­far hruns­ins, missti fólk hvergi hús­næði sitt af völdum hækk­andi fjár­magns­kostn­aðar nema á Íslandi. Þeir sem lentu í vand­kvæðum við að greiða af hús­næð­is­lánum sínum í nágranna­lönd­unum gerðu það vegna atvinnu­missis en ekki hærri fjár­magns­kostn­að­ar. Almenn­ingur á Íslandi lenti ekki bara í atvinnu­missi og hækkun hús­næð­is­lána því fram­færslu­kostn­aður rauk einnig upp vegna stór­felldra verð­hækk­ana á nauð­synja­vörum sem gerð­ist ekki í nágranna­lönd­un­um. Þannig magn­aði íslenska krónan á fleiri en einn veg þá erf­ið­leika sem íslenskur almenn­ingur mátti þola.Heimild: Seðlabanki Íslands

Mynd 2 sýnir svo ekki verður um villst hvernig fjár­magns­kostn­aður jókst veru­lega á Íslandi og mestu vand­kvæðin sem urðu hér á landi vegna hruns­ins voru hækkun hús­næð­is­lána. Sú hækkun olli mestri sundr­ungu, illindum og óham­ingju fjölda fólks sem enn er verið að vinna úr. Í evr­u-lönd­unum m.a.s. þeim sem hafa átt við mesta erf­ið­leika að glíma (Grikk­land, Spánn o.fl.) þá voru og eru vextir af hús­næð­is­lánum aðeins brot af því sem þeir eru hér á landi og eng­inn missti hús­næði sitt þar vegna hærri fjár­magns­kostn­að­ar.

Auð­veld­ara að kom­ast frá hrun­inu með evr­u – engin eft­ir­mál vegna hækk­unar hús­næð­is­lána

Mýtan um krón­una gengur út á að með því geng­is­falli sem varð á krón­unni þá hafi efna­hags­starf­semin á Íslandi verið fljót­ari að kom­ast á réttan kjöl en í nágranna­löndum okk­ar. Þá er aðeins verið að horfa til nokk­urra þátta atvinnu­lífs­ins en ekki hversu grátt geng­is­fallið lék almenn­ing. Sagt er að krónan hafi leikið lyk­il­hlut­verk í þeim umskiptum sem urðu hér í efna­hags­líf­inu og því sé svo „gott að hafa krón­una“. Víst er að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengu fleiri krónur fyrir hvert selt kíló af fiski en sá afkomu­bati rann ein­göngu til fyr­ir­tækj­anna sjálfra og eig­enda þeirra en ekki til launa­manna.

Hvaða hlut­verk lék íslenska krónan við að koma efna­hags­lífi þjóð­ar­innar aftur á réttan kjöl? Til sam­an­burðar má horfa til Írlands og átta sig á hvort gjald­mið­ill­inn þar í landi, evr­an, hafi hamlað upp­gangi efna­hags­lífs­ins fyrst þeir höfðu ekki eigin gjald­miðil til að fella. Ein­fald­ast er að bera saman breyt­ingu á lands­fram­leiðslu þess­ara tveggja landa fyrir og eftir hrun en lands­fram­leiðsla segir ein­fald­lega til um and­virði þess sem fram­leitt er í land­inu (fram­leiddar vörur og veitt þjón­usta) á til­greindu tíma­bili. Breyt­ing­una frá einum árs­fjórð­ungi til ann­ars má sjá á mynd 3.Heimild: Seðlabanki Íslands

Ef skoðuð er þróun lands­fram­leiðslu Íslands og Írlands frá alda­mótum og fram á síð­asta ár má sjá að bæði löndin voru í svip­uðum málum megnið af tíma­bil­inu. Lands­fram­leiðsla er í hærri kant­inum í báðum löndum og bæði lentu þau harka­lega í hrun­inu þegar lands­fram­leiðsla þeirra dróst veru­lega sam­an. Myndin sýnir síð­an, svo ekki verður um vill­st, að Írlandi hefur síst vegnað verr en Íslandi jafn­vel þó horft sé fram hjá gríð­ar­aukn­ingu í lands­fram­leiðslu Írlands árin 2014-2016 sem má rekja til sér­stakra aðstæðna vegna breyttra eins-­skiptis mats­reglna þar í landi þau ár og því ekki rétt að taka þá aukn­ingu með í reikn­ing­inn. Lands­fram­leiðslu­aukn­ing þess­ara beggja landa er sam­bæri­leg á þessum tíma en grund­vall­ar­mun­ur­inn er sá að almenn­ingur á Írlandi þurfti ekki að horfa á hús­næð­is­lán sín hækka upp úr öllu valdi. Einnig var engin hækkun varð á nauð­synja­vörum til fram­færslu írskra heim­ila, svo við hljótum að spyrja okk­ur, hverju bjarg­aði krónan hér á landi, lagði hún ekki bara fjár­hags­byrðar á almenn­ing og olli sundr­ungu og harmi?

Útboðskrónur með afslætt­i - enn skal haldið áfram án fram­tíð­ar­sýnar

Vegna skorts á erlendum gjald­eyri strax eftir hrunið neydd­ist Seðla­bank­inn til að efna til útboða í því augna­miði að fá meiri erlendan gjald­eyri inn í land­ið. Þeir sem voru reiðu­búnir að skipta háum erlendum fjár­hæðum fyrir krónur og binda krón­urnar í fast­eignum eða verð­bréfum fengu fleiri íslenskar krónur fyrir evr­ur, doll­ara, pund en öðrum stóð til boða. Þegar gjald­eyr­is­vara­forði bank­ans var orð­inn nægur var þessu hætt. Þeir sem not­færðu sér þetta voru m.a. dæmdir og ódæmdir „út­rás­ar­vík­ing­ar“ sem sendu heim fjár­muni sem þeir höfðu komið höndum yfir og geymdu erlend­is. Einnig sáu erlendir auð­menn sér leik á borði og skiptu útlendum gjald­eyri í krónur á afar hag­stæðu gengi og fjár­festu m.a. í jarð­næði.

Þessi aðferð við að byggja upp gjald­eyr­is­vara­sjóð er að sjálf­sögðu óþörf ef sá gjald­mið­ill sem not­aður er hér á landi væri sá sami og í helstu við­skipta­löndum okk­ar. Lausnir sem þessar verða alltaf uppi á borðum í íslenskri hag­stjórn á meðan ráða­menn þjóð­ar­innar krefj­ast þess að á Íslandi sé haldið úti örmynnt, smæsta gjald­miðli í heimi, sem er hvergi gjald­gengur nema á Íslandi.

Áfram verður nýjum „út­rás­ar­vík­ing­um“ og öðrum sem spila vilja á gengi íslensku krón­unnar boðið upp á sama leik­inn og hver nema almenn­ingur mun þurfa að taka skell­inn?

Sam­tök atvinnu­lífs og rík­is­stjórn standa frammi fyrir sömu við­fangs­efnum á vinnu­mark­aði og þau hafa gert svo oft áður og nú eru við­fangs­efnin jafn­vel enn erf­ið­ari við­fangs. Þessir aðilar hafa lítið gert til að hemja þá óánægju sem ríkir í sam­fé­lag­inu og bera því mikla ábyrgð. Í besta falli má ætla að rík­is­stjórnin von­ist til að kjara­málin „bjargist“ með lág­marks aðkomu hennar í hús­næð­is­mál­um. Ekki er að sjá neinar hug­myndir um fram­tíð­ar­skipan gjald­mið­ils­ins aðrar en þær að halda áfram með íslensku krón­una í stað þess að skoða þá val­kosti sem Íslend­ingum standa til boða um gjald­miðil sem breytt gæti hag­stjórn á Íslandi til fram­búðar og komið í veg fyrir að almenn­ingur þurfi eft­ir­leið­is, sem hingað til, að taka á sig þær byrðar sem af íslensku krón­unni leið­ir.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar