Verndartollar íslenskra banka

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er að hugsa um að endurnýja bílinn sinn, og langar í rafbíl, en treystir sér eiginlega ekki til þess á þeim krónukjörum sem standa honum til boða. Háir vextir séu nefnilega hækja krónunnar.

Auglýsing

Ég er að hugsa um að end­ur­nýja eldri bíl heim­il­is­ins. Það er aðeins farið að slá í hann og svo langar mig líka ógur­lega mikið í hreinan raf­magns­bíl. Hann kostar hins vegar aðeins meira en ég á hand­bært og ég skoð­aði því mögu­leik­ann á því að taka bíla­lán. Nokkuð sem ég hef forð­ast eins og heitan eld­inn eftir að síð­asta bíla­lán sem ég tók fuðr­aði upp fyrir rúmum ára­tug. Lán í jenum og sviss­neskum frönkum reynd­ust ekki fela í sér nein kosta­kjör eftir allt.

En nú skyldu engir sénsar tekn­ir. Lánið skyldi vera alís­lenskt (enda erlenda kúlu­lánið orðin bann­vara) og óverð­tryggt þar að auki. Ég svitn­aði aðeins þegar ég sá vext­ina sem voru 8,2% auk ekki svo hóf­legs lán­töku­kostn­að­ar. Raun­veru­legur kostn­aður var þannig 9,7% á ári. Ákvað að skoða hvort ekki væri betri „díll“ í boði ann­ars staðar en furðu­legt nokk var nið­ur­staðan alls staðar sú sama. Raunar nákvæm­lega sú sama. Og ég sem hélt í ein­feldni minni að það væri kannski ein­hver mála­mynda sam­keppni í gangi hér í fámenn­inu en íslenskir bankar eru greini­lega ekki að láta draga sig út í slíka vit­leysu. Það þarf jú að borga banka­stjórum sam­keppn­is­hæf laun.

Ég skoð­aði mér til gam­ans hvernig þetta væri hjá frændum okkar Sví­um. Þar eru jú sjálfrenni­reið­arnar enn álitnar fast­eignir á hjól­um, enda flestar Volvo (sem reyndar er komið í eigu Kín­verja en það er annað mál). Það var ekki að spyrja að því. Sænskir eðal­vextir reynd­ust 3,5%. Svona í lík­ingu við traust verð­tryggt íslenskt hús­næð­is­lán (reyndar án verð­bólg­unn­ar). Vext­irnir voru því tæp­lega helm­ing­ur­inn af þeim íslensku. Sam­an­burð­ur­inn varð ennþá hag­stæð­ari þegar kostn­að­ur­inn var tek­inn með. Þeir sænsku buðu 0,3% í árlegan kostnað sem er þá fimmt­ungur af kostn­að­inum hér. Ég var far­inn að sjá fyrir mér gljá­andi nýjan og svartan Vol­vo, jafn­vel í stærri kant­in­um, þegar ég mundi að ég bý í Reykja­vík. Þar viljum við ekki svona lág­vaxta­kjör. Kjósum heldur ramm­ís­lenska vexti sem eru miklu hærri og betri en ann­ars stað­ar.

Auglýsing

En af hverju eru vextir svona háir hér? Svarið er ein­falt. Krónan okkar virð­ist ekki þríf­ast öðru vísi en vextir séu hér svim­andi háir. Háir vextir eru hækjur krón­unn­ar, sem ella félli sífellt um koll (sem hún gerir reyndar samt en það er enn önnur saga). Auk þess er hér engin sam­keppni.  Ís­lenskir bankar njóta jafn mik­illar verndar með krón­unni og íslenskur land­bún­aður með toll­um. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa á svo litlu mynt­svæði. Þess vegna reka stóru skand­in­av­ísku bank­arnir enga starf­semi hér, þrátt fyrir ítrekuð boð.

Íslensk stjórn­völd létu nýverið skrifa vand­aða skýrslu um banka­kerf­ið. Þar er margt fróð­legt að finna. Með því að afnema sér­ís­lenska skatt­lagn­ingu á banka mætti lækka vexti hér um 0,5%. Með því að gera sam­bæri­legar kröfur til eig­in­fjár og í nágranna­löndum okkar mætti lækka vexti lít­il­lega til við­bót­ar. Það væri vissu­lega skref í rétta átt en má sín þó lít­ils ef við ætlum að nálg­ast frændur okkar Svía sam­an­ber dæmið hér að ofan.

Helsti söku­dólgur hárra vaxta, íslenska krón­an, er hins vegar varla nefnd á nafn. Fjöl­margir íslenskir stjórn­mála­menn hæla íslensku krón­unni í hástert og telja engan gjald­miðil betri fyrir okkur Íslend­inga. Vext­irnir séu bara Seðla­bank­anum að kenna, þó svo bank­inn vinni eftir þeim lögum og reglum sem hinir sömu stjórn­mála­menn hafa sett hon­um. Þeir eru síðan gjarnan studdir af útgerð­inni sem vill alls ekki að við göngum í Evr­ópu­sam­bandið til að fá brúk­hæfan gjald­mið­il. Grein­inni dettur þó ekki í hug að borga okur­vext­ina sem hér eru í boði heldur fjár­magnar sig í döl­um, jenum og evrum sem okkur hinum er bannað með lög­um. Það er auð­vitað löngu tíma­bært að taka á þess­ari vit­leysu.

Fátt myndi auka kaup­mátt íslenskra heim­ila meira en evr­ópskir vext­ir. Þá gæti ég jafn­vel keypt mér raf­magns­bíl en þangað til verður franska bílpútan að duga.

Höf­undur er vara­for­maður og þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar