Verndartollar íslenskra banka

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er að hugsa um að endurnýja bílinn sinn, og langar í rafbíl, en treystir sér eiginlega ekki til þess á þeim krónukjörum sem standa honum til boða. Háir vextir séu nefnilega hækja krónunnar.

Auglýsing

Ég er að hugsa um að endurnýja eldri bíl heimilisins. Það er aðeins farið að slá í hann og svo langar mig líka ógurlega mikið í hreinan rafmagnsbíl. Hann kostar hins vegar aðeins meira en ég á handbært og ég skoðaði því möguleikann á því að taka bílalán. Nokkuð sem ég hef forðast eins og heitan eldinn eftir að síðasta bílalán sem ég tók fuðraði upp fyrir rúmum áratug. Lán í jenum og svissneskum frönkum reyndust ekki fela í sér nein kostakjör eftir allt.

En nú skyldu engir sénsar teknir. Lánið skyldi vera alíslenskt (enda erlenda kúlulánið orðin bannvara) og óverðtryggt þar að auki. Ég svitnaði aðeins þegar ég sá vextina sem voru 8,2% auk ekki svo hóflegs lántökukostnaðar. Raunverulegur kostnaður var þannig 9,7% á ári. Ákvað að skoða hvort ekki væri betri „díll“ í boði annars staðar en furðulegt nokk var niðurstaðan alls staðar sú sama. Raunar nákvæmlega sú sama. Og ég sem hélt í einfeldni minni að það væri kannski einhver málamynda samkeppni í gangi hér í fámenninu en íslenskir bankar eru greinilega ekki að láta draga sig út í slíka vitleysu. Það þarf jú að borga bankastjórum samkeppnishæf laun.

Ég skoðaði mér til gamans hvernig þetta væri hjá frændum okkar Svíum. Þar eru jú sjálfrennireiðarnar enn álitnar fasteignir á hjólum, enda flestar Volvo (sem reyndar er komið í eigu Kínverja en það er annað mál). Það var ekki að spyrja að því. Sænskir eðalvextir reyndust 3,5%. Svona í líkingu við traust verðtryggt íslenskt húsnæðislán (reyndar án verðbólgunnar). Vextirnir voru því tæplega helmingurinn af þeim íslensku. Samanburðurinn varð ennþá hagstæðari þegar kostnaðurinn var tekinn með. Þeir sænsku buðu 0,3% í árlegan kostnað sem er þá fimmtungur af kostnaðinum hér. Ég var farinn að sjá fyrir mér gljáandi nýjan og svartan Volvo, jafnvel í stærri kantinum, þegar ég mundi að ég bý í Reykjavík. Þar viljum við ekki svona lágvaxtakjör. Kjósum heldur rammíslenska vexti sem eru miklu hærri og betri en annars staðar.

Auglýsing

En af hverju eru vextir svona háir hér? Svarið er einfalt. Krónan okkar virðist ekki þrífast öðru vísi en vextir séu hér svimandi háir. Háir vextir eru hækjur krónunnar, sem ella félli sífellt um koll (sem hún gerir reyndar samt en það er enn önnur saga). Auk þess er hér engin samkeppni.  Íslenskir bankar njóta jafn mikillar verndar með krónunni og íslenskur landbúnaður með tollum. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa á svo litlu myntsvæði. Þess vegna reka stóru skandinavísku bankarnir enga starfsemi hér, þrátt fyrir ítrekuð boð.

Íslensk stjórnvöld létu nýverið skrifa vandaða skýrslu um bankakerfið. Þar er margt fróðlegt að finna. Með því að afnema séríslenska skattlagningu á banka mætti lækka vexti hér um 0,5%. Með því að gera sambærilegar kröfur til eiginfjár og í nágrannalöndum okkar mætti lækka vexti lítillega til viðbótar. Það væri vissulega skref í rétta átt en má sín þó lítils ef við ætlum að nálgast frændur okkar Svía samanber dæmið hér að ofan.

Helsti sökudólgur hárra vaxta, íslenska krónan, er hins vegar varla nefnd á nafn. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hæla íslensku krónunni í hástert og telja engan gjaldmiðil betri fyrir okkur Íslendinga. Vextirnir séu bara Seðlabankanum að kenna, þó svo bankinn vinni eftir þeim lögum og reglum sem hinir sömu stjórnmálamenn hafa sett honum. Þeir eru síðan gjarnan studdir af útgerðinni sem vill alls ekki að við göngum í Evrópusambandið til að fá brúkhæfan gjaldmiðil. Greininni dettur þó ekki í hug að borga okurvextina sem hér eru í boði heldur fjármagnar sig í dölum, jenum og evrum sem okkur hinum er bannað með lögum. Það er auðvitað löngu tímabært að taka á þessari vitleysu.

Fátt myndi auka kaupmátt íslenskra heimila meira en evrópskir vextir. Þá gæti ég jafnvel keypt mér rafmagnsbíl en þangað til verður franska bílpútan að duga.

Höfundur er varaformaður og þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar