Verndartollar íslenskra banka

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er að hugsa um að endurnýja bílinn sinn, og langar í rafbíl, en treystir sér eiginlega ekki til þess á þeim krónukjörum sem standa honum til boða. Háir vextir séu nefnilega hækja krónunnar.

Auglýsing

Ég er að hugsa um að end­ur­nýja eldri bíl heim­il­is­ins. Það er aðeins farið að slá í hann og svo langar mig líka ógur­lega mikið í hreinan raf­magns­bíl. Hann kostar hins vegar aðeins meira en ég á hand­bært og ég skoð­aði því mögu­leik­ann á því að taka bíla­lán. Nokkuð sem ég hef forð­ast eins og heitan eld­inn eftir að síð­asta bíla­lán sem ég tók fuðr­aði upp fyrir rúmum ára­tug. Lán í jenum og sviss­neskum frönkum reynd­ust ekki fela í sér nein kosta­kjör eftir allt.

En nú skyldu engir sénsar tekn­ir. Lánið skyldi vera alís­lenskt (enda erlenda kúlu­lánið orðin bann­vara) og óverð­tryggt þar að auki. Ég svitn­aði aðeins þegar ég sá vext­ina sem voru 8,2% auk ekki svo hóf­legs lán­töku­kostn­að­ar. Raun­veru­legur kostn­aður var þannig 9,7% á ári. Ákvað að skoða hvort ekki væri betri „díll“ í boði ann­ars staðar en furðu­legt nokk var nið­ur­staðan alls staðar sú sama. Raunar nákvæm­lega sú sama. Og ég sem hélt í ein­feldni minni að það væri kannski ein­hver mála­mynda sam­keppni í gangi hér í fámenn­inu en íslenskir bankar eru greini­lega ekki að láta draga sig út í slíka vit­leysu. Það þarf jú að borga banka­stjórum sam­keppn­is­hæf laun.

Ég skoð­aði mér til gam­ans hvernig þetta væri hjá frændum okkar Sví­um. Þar eru jú sjálfrenni­reið­arnar enn álitnar fast­eignir á hjól­um, enda flestar Volvo (sem reyndar er komið í eigu Kín­verja en það er annað mál). Það var ekki að spyrja að því. Sænskir eðal­vextir reynd­ust 3,5%. Svona í lík­ingu við traust verð­tryggt íslenskt hús­næð­is­lán (reyndar án verð­bólg­unn­ar). Vext­irnir voru því tæp­lega helm­ing­ur­inn af þeim íslensku. Sam­an­burð­ur­inn varð ennþá hag­stæð­ari þegar kostn­að­ur­inn var tek­inn með. Þeir sænsku buðu 0,3% í árlegan kostnað sem er þá fimmt­ungur af kostn­að­inum hér. Ég var far­inn að sjá fyrir mér gljá­andi nýjan og svartan Vol­vo, jafn­vel í stærri kant­in­um, þegar ég mundi að ég bý í Reykja­vík. Þar viljum við ekki svona lág­vaxta­kjör. Kjósum heldur ramm­ís­lenska vexti sem eru miklu hærri og betri en ann­ars stað­ar.

Auglýsing

En af hverju eru vextir svona háir hér? Svarið er ein­falt. Krónan okkar virð­ist ekki þríf­ast öðru vísi en vextir séu hér svim­andi háir. Háir vextir eru hækjur krón­unn­ar, sem ella félli sífellt um koll (sem hún gerir reyndar samt en það er enn önnur saga). Auk þess er hér engin sam­keppni.  Ís­lenskir bankar njóta jafn mik­illar verndar með krón­unni og íslenskur land­bún­aður með toll­um. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa á svo litlu mynt­svæði. Þess vegna reka stóru skand­in­av­ísku bank­arnir enga starf­semi hér, þrátt fyrir ítrekuð boð.

Íslensk stjórn­völd létu nýverið skrifa vand­aða skýrslu um banka­kerf­ið. Þar er margt fróð­legt að finna. Með því að afnema sér­ís­lenska skatt­lagn­ingu á banka mætti lækka vexti hér um 0,5%. Með því að gera sam­bæri­legar kröfur til eig­in­fjár og í nágranna­löndum okkar mætti lækka vexti lít­il­lega til við­bót­ar. Það væri vissu­lega skref í rétta átt en má sín þó lít­ils ef við ætlum að nálg­ast frændur okkar Svía sam­an­ber dæmið hér að ofan.

Helsti söku­dólgur hárra vaxta, íslenska krón­an, er hins vegar varla nefnd á nafn. Fjöl­margir íslenskir stjórn­mála­menn hæla íslensku krón­unni í hástert og telja engan gjald­miðil betri fyrir okkur Íslend­inga. Vext­irnir séu bara Seðla­bank­anum að kenna, þó svo bank­inn vinni eftir þeim lögum og reglum sem hinir sömu stjórn­mála­menn hafa sett hon­um. Þeir eru síðan gjarnan studdir af útgerð­inni sem vill alls ekki að við göngum í Evr­ópu­sam­bandið til að fá brúk­hæfan gjald­mið­il. Grein­inni dettur þó ekki í hug að borga okur­vext­ina sem hér eru í boði heldur fjár­magnar sig í döl­um, jenum og evrum sem okkur hinum er bannað með lög­um. Það er auð­vitað löngu tíma­bært að taka á þess­ari vit­leysu.

Fátt myndi auka kaup­mátt íslenskra heim­ila meira en evr­ópskir vext­ir. Þá gæti ég jafn­vel keypt mér raf­magns­bíl en þangað til verður franska bílpútan að duga.

Höf­undur er vara­for­maður og þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar