Hvaða fyrirtæki hafa farið í gegnum Startup Reykjavík og hvernig hefur þeim vegnað?

Samtals hafa 68 fyrirtæki farið í gegnum Startup Reykjavík hraðalinn og náð í 3,8 milljarða í fjárfestingu.

Auglýsing

Að byggja upp gott fyr­ir­tæki sem skarar fram úr tekur að jafn­aði tíu ár. Oft virkar það á mann eins og fyr­ir­tæki spretti upp úr nán­ast engu og verði heims­fræg, þ.e. nái umtals­verðri útbreiðslu. Stofn­endur þekktra fyr­ir­tækja á borð við Uber, Lyft og Air­Bnb höfðu t.d. allir unnið að þróun fyr­ir­tækj­anna í tíu ár áður en þau urðu þekkt fyrir það sem þau gera í dag. Ekk­ert gerir sig sjálft og oftar en ekki er það þraut­seigja og útsjón­ar­semi frum­kvöðl­anna í bland við heppni sem kemur góðum fyr­ir­tækjum á þann stað sem þau verð­skulda.

Startup Reykja­vik (SR) var fyrst haldið árið 2012. Þegar við byrj­uðum vissum við ekki endi­lega út í hvað við vorum að fara. Við vissum þó þrennt. Í fyrsta lagi vildum við nota sann­reynt kerfi til að styðja íslensk sprota­fyr­ir­tæki til þess að þró­ast. Þess vegna gerð­umst við aðilar að GAN (Global Accel­er­ator Network) og vorum einn af allra fyrstu við­skipta­hröðlum á alþjóða­vísu til að gera það. Í gegnum GAN (sem árið 2012 hét Techst­ars International) fengum við n.k. hand­bók sem var byggð á aðferða­fræði Techst­ars. Þegar fram í sótti öðl­uð­umst við meiri reynslu, sáum hvað virk­aði og hvað ekki. Ég veit að starf­semi SR stenst í dag að fullu sam­an­burð við aðra hraðla í GAN. Þessi vinna hefur verið leidd af hinu góðu fólki í Icelandic Startups, sem ég met mik­ils.

Í öðru lagi vissum við í Arion banka að þetta gæti aldrei orðið PR verk­efni en það er auð­vitað auð­velt að stimpla það sem slíkt. Í okkar aðkomu yrði að fel­ast raun­veru­legur stuðn­ingur við frum­kvöðla til að verk­efnið öðl­að­ist trú­verð­ug­leika í umhverf­inu. Ég veit ekki hversu oft á fyrstu 2-3 árunum ég leit í skept­ísk augu fólks fyrir utan bank­ann sem hafði litla trú á þess­ari nálg­un. Það er engan veg­inn sjálf­sagt að einka­fyr­ir­tæki taki upp á sitt eins­dæmi að kosta jafn umfangs­mikið verk­efni og Startup Reykja­vik er. Heild­ar­fjár­fest­ing Arion banka í Startup Reykja­vik frá upp­hafi árið 2012 er 176 millj­ónir króna  hingað til, sem er það há upp­hæð að ekki væri lagt í slíkt verk­efni nema með skýra hug­mynda­fræði að baki og skiln­ing og stuðn­ing stjórn­enda bank­ans sem hafa tekið upp­lýsta ákvörðun um. Því skal þó haldið til haga að Arion banki greiðir Icelandic Startups að auki fyrir þeirra aðkomu að rekstri og til­högun SR. Hug­mynda­fræðin er að sýna raun­veru­lega stuðn­ing í verki og stuðla að öfl­ugri upp­bygg­ingu nýsköp­unar á Íslandi. Þó svo ég sé ekki hlut­laus, sé ég glöggt að til­koma Startup Reykja­vik hefur haft mikið að segja fyrir sprota- og frum­kvöðlaum­hverfið í heild sinni til hins betra.

Auglýsing

Í þriðja lagi vissum við að þetta yrði lang­tíma­fjár­fest­ing og þar með lang­tíma­verk­efni. Við fjár­festum í hverju og einu fyr­ir­tæki sem tekur þátt í SR. Með öðrum orð­um, við sitjum í sama báti og stofn­endur og deilum þannig veg­ferð­inni, hvort sem vel gengur eða illa. Búast má við að það ferða­lag sé í kringum 10 ár fyrir hvert og eitt fyr­ir­tæki, ekki ósvipað og búast má við hjá fram­taks­fjár­fest­inga­sjóðum (e. venture capital).

Hvernig hefur svo geng­ið?

Stutta svarið er: Upp og nið­ur. Eins og búast mátti við. Alls hafa nú þegar 68 fyr­ir­tæki farið í gegnum hrað­al­inn og því ljóst að breyti­leik­inn er mik­ill. Skoðum smá töl­fræði. Í heild­ina hafa þessi fyr­ir­tæki fengið um 3,8 millj­arða króna í fjár­fest­ingu eða styrk­veit­ingar frá ýmsum aðil­um. Skipt­ingin milli árganga er mis­jöfn. Eðli­legt er að fyrri árgangar hafi sótt sér meira fjár­magn en þau sem nýverið hafa farið í gegnum SR.

Fjármögnun Startup Reykjavík fyrirtækja.

Það er jafn­framt áhuga­vert að skoða hvaða fyr­ir­tæki eru enn virk í dag og hver hafa lagt upp laupana. Í neð­an­greindri fram­setn­ingu eru þrír flokk­ar. Virk fyr­ir­tæki eru starf­andi í dag. Óvirk fyr­ir­tæki liggja í dvala og alls óvíst um frek­ari starf­sem­i. Seld fyr­ir­tæki eru ekki lengur í eigna­safni Startup Reykja­vik Invest (SRI) og þá að jafn­aði vegna þess að vitað var að frum­kvöðl­arnir hygð­ust ekki halda við­skipta­hug­mynd­inni gang­andi. Þá er engum greiði gerður með því að hafa n.k. drauga­fyr­ir­tæki í eigna­safn­inu. Í nær öllum til­fellum hefur hlutur SRI verið seldur aftur til frum­kvöðl­anna sjálfra sem þá geta nýtt fyr­ir­tækið í það sem þeir kjósa sjálf­ir.

Árgangar fyrirtækja í Startup Reykjavík.

Árgangar fyrirtækja í Startup Reykjavík.

Virði eigna­safns Startup Reykja­vik Invest er þannig 278 millj­ónir króna. Virðið er fengið miðað við síð­asta verð­mat sem fjár­festar hafa greitt fyrir hluti í þeim fyr­ir­tækjum sem hafa fengið fjár­fest­ingu. Önnur fyr­ir­tæki eru metin út frá líkum á árangri út frá virkni þeirra og sam­skiptum við SRI.

Tekið saman í skífu­rit lítur þetta þá svona út. Rétt rúm­lega helm­ingur fyr­ir­tækja flokk­ast sem virk.

Rúmlega helmingur fyrirtækja enn virk.

Til lengri tíma má búast við því að 5-10% af eigna­safn­inu skili stærstum hluta virðis eigna­safns­ins. Það þýðir að hver og ein þess­ara fjár­fest­inga skili sér 5-30x . Önnur 5-15% af eigna­safn­inu eru lík­leg til að skila sér 1-5x. Tím­inn einn mun skera úr um það.

Það hefur verið yfir­lýst mark­mið okkar sem að SR stöndum að heild­ar­fjár­fest­ingin muni á end­anum skila sér og von­andi gott bet­ur. Á sama tíma hafa hlut­hafar (stofn­endur og fjár­fest­ar), neyt­endur í formi góðra vara eða þjón­ustu og hið opin­bera í formi auk­inna skatt­tekna notið góðs af þeirri starf­semi sem fyr­ir­tækin úr SR hafa þró­að. Til þess er jú leik­ur­inn gerð­ur. Þá er ótalin sú reynsla sem frum­kvöðl­arnir hafa öðl­ast og marg­feld­is­á­hrifin í þeirra lífi sem hún kann að hafa. Í stuttu máli er þetta það sem nýsköpun snýst um.

Höf­undur starfar við nýsköpun hjá Arion banka. Greinin birt­ist einnig á vef­síðu höf­undar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar